Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 7
Föstudagur 1, september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 . JAndlegir skollafingur og djöflarætur skjóta rótum i þjóðlifsflóru Islendinga, enda vel að slíkum gróðri hlúð af þjónustufúsum höndum NATO-þýja og auðhringa-aðdáenda. Skjöldur Eiriksson Vestrænar viðjar Þaö er fyrirlitleg óskamm- feilni sem fram kemur i skrif- um, oröum og gjöröum liösodda erlendrar hersetu hér á landi. Þeir hella úr skálum reiði sinnár yfir andlegum samherj- um sinum, rússnesku leppunum i Tékkóslóvakiu. Þeir fordæma rússneska yfirdrottnunarstefnu þar austur frá en skriða sjálfir hundflatir fyrir bandariskri yfirdrottnunarstefnu hér á landi. Þeir æpa um lýbræöisást sina og frelsi einstaklingsins, en brjóta allar slikar reglur ef þeir telja sérhagsmunum sinum hættu búna. Þeir eru sannir þjónar heims- valdastefnunnar i hvaöa mynd sem hún birtist. Hvort hún er vestræn eða austræn skiptir ekki máli. Væri hér rússneskt „varnarliö” lyti sama hjöröin þeim á sama hátt. Þá væri rúss- neskt „frelsi og lýðræði” hið eina rétta og til skýja hafið á sama hátt og hið bandariska er nú. Fylgnin viö málstaðinn er einfaldlega sú, hvort þeirra eig- in forréttindi til auös og valda eru tryggð — sama hvaðan gott kemur, er þeirra lifselexir. Á- hrifavald slíkrar manngerðar byggist m.a. á þvi, aö „herrar” hennar skapa henni slik forrétt- indi auðs og valds, að andstæð- ingurinn á óhægt um vik aö koma skoðunum sinum á fram- færi á opinberum vettvangi, þvi tekst hinum útvöldu erindrek- um herraþjóðanna aö mata fólk skoðunum og heilaþvo það, brengla þankagang þess meö lævislegum áróðri, virkja það i athöfn og orði fyrir herraþjóö- irnar. Er undirskriftasöfnun „Varins lands” óljúgfrótt vitni um það. Ein helsta aðferðin til innræt- ingar er sú, að klina eigin ávirö- ingum á andstæðinginn og leiða þannig huga fórnarlambsins frá hinum raunverulega skaðvaldii yfir á hinn og gera andstæðing- inn að imynduðum háskagrip. Ljóst dæmi um þetta er áróður útsendara NATO gegn þvi aö' Lúðvik Jósepsson yröi forsætis- ráðherra vinstri stjórnar þar sem honum eru bornar á brýn þær ávirðingar sem sönnum NATO-sinnum eru i blóö bornar. Það verður að gera þá kröfu til hvers einasta heiðarlegs Is- lendings, sem ann landi sinu og þjóð, að skorin verði upp herör gegn þeim óþjóölegu öflum, sem hér vaða uppi og reka þau af höndum sér, enda þótt þau njóti ómælds stuönings erlends her- veldis og auöhringa þess. Gjaldeyrissukkið sem þjónar erlendu auðhringanna ástunda hér, hefur i svip leitt til efna- legrar velmegunar, velmegun- ar sem er á góöri leið með að kollsteypa islenskum fram- leiðsluatvinnuvegum. Verö- bólgan er það tæki sem hin ó- þjóðlegu öfl beita i þágu yfir- troðslu auöhringanna og siífur- peningaliðs þeirra. Að óbreyttri stefnu verða is- lensku framleiðsluatvinnuveg- irnir lagðir i rúst og erlend stór- iðja meö tilheyrandi þrælahaldi leidd til öndvegis. Vitað er að ef stór raforkuver eru reist hér á landi, skortir ekki erlent lánsfé, en þvi fylgir böggull með er- lendum auðhring, enda refirnir til þess skornir. Hins vegar er ekki eyri að fá til litilla raforku- virkjana sem eingöngu eru i þágu tslendinga. Alþjóðabank- inn og undirsátar hans þekkja sina og þjóna af natni og undir- gefni. Réttur hinna smáu er þvi að- eins viöurkenndur að þeir þjóni hinum stóru i orði og athöfn. Herliöið hér er ekki hingað komið til þess að verja landið gegn hugsanlegri innrás Rússa, þó að svo sé látið. Á ráðstefn- unni I Jalta skiptu hinir „stóru” Evrópu á milli sin þar sem Is- land að sjálfsögðu féll i hlut Bandarikjamanna, enda næst þeim allra Evrópurikja. Þessi sáttmáli er enn i fullu gildi og virtur af báðum. Bandarisk stjórnvöld vissu fyrirfram um áform Rússa i Tékkóslóvakiu, en létu sér þaö vel lika, enda Tékkoslóvakia á útdeildu yfir- ráðasvæði Rússa samkvæmt Jalta-samkomulaginu. Hin „söddu” riki eftir siðari heims- styrjöld munu ekki etja kappi hvort viö annaö, aðeins beita látbragðsleik og sjónhverf- ingum til að villa öðrum sýn. Sjái þau hættuboða, snúa þau bökum saman. Samanber af- stöðu beggja til „Evrópu- kommúnismans”. Rússar kæra sig ekki um brottför bandarisks hers frá ts- landi, né frá öðrum NATO-rikj- um. Slik stefna myndi veikja stöðu þeirra sjálfra gagnvart yfirdrottnun lepprikjanna á þeirra svæði. Allir „Dubsjekk- ir” vestan eöa austan járntjalds eru illa séðir. Slikir menn ógna heimsveldishagsmunum „ris- anna”. Slikir mega ekki komast til valda né áhrifa. „Lýðræðið” vestan tjalds eða austan er ein- faldlega háð þeim takmörkun- um, aö það þjóni i einu og öllu hagsmunum herraþjóðanna i gegnum innlenda leppa þeirra. Hin bandariska mútustefna „dollar diplomacy” hefur svo sannarlega borið rikulegan á- vöxt hér á landi. Andlegir skollafingur og djöflarætur skjóta rótum hvarvetna i þjóö- lifsflóru Islendinga, enda vel að slikum gróðri hlúð af þjónustu- fúsum höndum NATO-þýja og auðhringa-aðdáenda. Þessi andlega rotnun þefjar vel i nös- um þeirra sem meta þjóðfrelsið verði þrjátiu silfurpeninga. Stjórnarfar rikja Suöur-Ame- riku er skilgetið afkvæmi bandariskrar „dollar-diplo- macy”-stefnu sem þeir hafa rekiö með miklum árangri alla þessa öld. Lýðfrelsi og lýöræði er þar fótum troöið af valdhöf- um sem njóta og hafa notið ó- mælds stuönings, bæöi efna- hags-og hernaðaríegs af stjórn- völdum og auðhringum „hins mikla vestræna lýðræðisrikis” Bandarikja Norður-Ameriku. Hver trúir þvi að vel athuguðu máli að við Islendingar njótum einhverra sérréttinda af hálfu bandariskra stjórnvalda og bandariskra auöhringa umfram þær þjóðir sem lotið hafa ægi- valdi þeirra, efnahagslega, stjórnarfarslega og hernaðar- lega, svo sem Suöur-Ameriku- rikin hafa gert alla þessa öld? Trúir einhver þvi að herfor- ingjaklikurnar og fylgifé þeirra sitji á valdastólum i rikjum Suð- ur-Ameriku i óþökk banda- riskra stjórnvalda? Nei, sú stjórnarstefna sem þar rikir er skilgetið afkvæmi bandariskrar utanrikisstefnu i þeim heims- hluta. Er það þess háttar stjórnarfar sem við Islendingar megum vænta, þegar silkihanskinn verður dreginn niöur og járn-' glófinn settur upp? Opið bréf Kæri Ragnar. Ég árna þér allra heilla i vandasömu og erfiðu starfi og vona aö þér takist að þoka sem flestu á rétta leið á þeim sviöum sem þér hefur verið falin yfir- umsjón með. Þegar i upphafi vil ég benda þér á eitt verkefni sem þú getur framkvæmt án tafar. Fyrir nokkrum árum bar ég fram tillögu um það á þingi að i lög um póst og sima yrði sett ákvæði þess efnis að fátækt aldrað fólk og öryrkjar, sem byggi eitt á heimilum slnum, fengi ókeypis sima og gæti notaö hann án þess aö greiða afnota- gjöld að vissu marki. Hér er um býsna stóran hóp að ræða eftir að stórfjölskyldur hurfu úr sög- unni og svokallaðar kjarnafjöl- skyldur tóku við. Fyrir þetta fólk er simi lifsnauðsyn, bæði til þess að geta haldið lágmarks- tengslum við umhverfið og eins i öryggisskynii öldruðu fólki og öryrkjum er hættara viö slysum á heimilum sinum en öðrum. Ég þekki mörg dæmi þess erlendis frá að einstæðingar hafi legið dánir á heimilum sinum án þess nokkur vissi, þar til fólk i næstu ibúðum fór að verða vart við rotnunarlykt. Raunar er mér kunnugt um að Sviar vinna nú að þvi að hagnýta rafeindabún- að svo að unnt sé á sjálfvirkan hátt að fylgjast meö fólki sem þannig býr einangraö, en læt að þessu sinni hjá liöa að gera nán- ari grein fyrir þvi. Þegar ég mælti fyrir tillögu minni á þingi fékk hún góðar undirtektir og hún var aö lokum samþykkt i einu hljóði og er þvi lögbundin. Tillagan var i heim- ildarformi, vegna þess að ráð- herra þurfti að setja reglugerð- arákvæöi um framkvæmd henn- ar svo að réttindin yröu ekki misnotuð og jafnvel óskyldir að- ilar gætu hringt daglega til Nýja Magnús Kjartansson: Halldór E. hefur neitað að framkvæma lagaákvæöin. Sjálands eða Timbúktú. Slik reglugerðarsmið er þó afar einföld; Tryggingastofnun rikisins veit deili á öllu þvi fólki sem réttindin áttu að ná til, og upphæðina var hægt að binda við lágmarksnotkun þá sem til Ragnars Arnalds alþingismanns frá Magnúsi Kjartanssyni felst I afnotagjöldum Póst- og simamálastjórnarinnar. Fordæmi að þessari skipan eru mörg; t.a.m. njóta alþingis- menn og ýmsir æðstu embættis- menn þjóðarinnar þeirra frið- inda að hafa ókeypis sima án takmarkana, og geta þeir hvenær sem þeim sýnist hringt i andfætlinga sina á hnettinum án þess að greiða eyrisvirði (ég bið afsökunar á þvi að nota hér útdautt fornyrði.) Fyrir all- löngu féllst Alþingi á þá tillögu mina að lögum um rikisútvarp yröi breytt þannig að hægt væri að undanþiggja aldrað fólk og öryrkja með lágmarkstekjur af- notagjaldi, og hún hefur veriö framkvæmd, að visu á einkar nánasarlegan hátt. Þegar alþingi hafði gert tillögu mina um ókeypis sima fátæks aldraðs fólks og öryrkja aö lögum taldi ég vist að máliö væri komið i höfn. En sú varö ekki raunin. Fyrrverandi sima- málaráðherra, Halldór E. Sigurösson, hefur neitaö að framkvæma lagaákvæðin, þrátt fyrir margítrekaðan eftirrekst- ur á þingi frá mér og öðrum, og hafa afsakanir hans verið vifil- lengjur einar. Mér hafa komið þessi viðbrögð Halldórs mjög á óvart. Við sátum saman i rikis- stjórn i rúm þrjú ár, og á okkur hvildi sameiginlega það verk- efni að færa til verulega fjármuni i þjóðfélaginu til þess að bæta kjör aldraðs fólks og öryrkja. Ég átti að sjá um þann þátt sem sneri að öldruðu fólki og öryrkjum, en Halldór að tryggja nauðsynlega fjárútveg- un. Ég á aðeins góöar minning- ar um hlut Halldórs i þessari samvinnu, og hann hefur opin- berlega farið hliðstæöum orðum um minn hlut. Þvi varð mér það mikið undrunarefni, þegar Halldór hegðaði sér eins og um- skiptingur þegar hann var orð- Ragnar Arnalds: Jákvæöur fyrirboöi i starfi ef hann geröi þaö aö fyrsta verkefni sfnu aö tryggja öldruöu fólki og öryrkj- um meö lágmarkstekjur ókeypis sima. inn simamálaráðherra i nýrri rikisstjórn og fékkst ekki til að framkvæma vilja alþingis. A þvi á ég enga skýringu aðra en þá fornkveðnu að hver dregur dám af sessunautum sinum. Oft er sagt að kjör aldraðs fólks og öryrkja hafi batnaö mjög stórlega i tið þeirrar stjórnar sem var við völd 1971- 74 og einatt er prósentureikn- ingur notaður til að rökstyðja það mat. Prósentureikningur er fölsunaraðferð, ekki siður en meöaltöl og visitölur. Þótt prósenturnar hækkuðu vissu- lega myndarlega, tryggðu heildartekjurnar að hækkunun- um loknum ekkert sældarlif. Siöan hafa rauntekjur fatlaðs fólks og aldraðra lækkað til mikilla muna, vegna þess að ekkert hefur hækkað jafn hrika- lega i veröi og brýnustu lifs- nauðsynjar, það eina sem við- skiptavinir Almannatrygginga kaupa. Fólk sem aöeins hefur tekjur frá Almannatryggingum til framfærslu hefur ekki efni á aö greiða fyrir sima af eigin rammleik. Þvi hefur óðaverð- bólgan gert framkvæmd tillögu minnar um ókeypis sima sam- kvæmt tilteknum reglum enn brýnni en þegar hún var sam- þykkt. Ég hygg að það væri jákvæður fyrirboði i starfi ef þú gerðir það að fyrsta verkefni þinu að fram- kvæma þann lögfesta vilja al- þingis, að aldraö fólk og öryrkj- ar með lágmarkstekjur fái ókeypis sima, þegar um sérheimili er að ræöa, og með þeirri ábendingu óska ég þér góös gengis i embættunum. Magnús Kjartansson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.