Þjóðviljinn - 01.09.1978, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. september 1978
Samstarfsyfirlýsing Aiþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um stjórnarmyndun:
Breytt efnahagsstefna
Ríkisstjórnin telur það höfuB-
verkefni sitt á næstunni að ráða
fram Ur þeim mikla vanda, sem
við blasir i atvinnu- og efna-
hagsmálum þjóðarinnar. HUn
mun þvi einbeita sér að því að
koma efnahagsmálum á traust-
an grundvöll og tryggja efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar,
rekstrargrundvöll atvinnuveg-
anna, fulla atvinnu og treysta
kaupmátt lægri launa.
Rikisstjórnin mun leggja
áherslu áað draga markvisstUr
verðbólgunni með þvl að lækka
verðlag og tilkostnað og draga
Ur vixlhækkunum verðlags og
launa og halda heildarumsvif-
um i þjóðarbUskapnum innan
hæfilegra marka. HUn mun leit-
ast við að koma I veg fyrir auð-
söfnun i skjóli verðbólgu.
Rikisstjórnin mun jafnframt
vinna að hagræðingu i rikis-
rekstri og á sviði atvinnuvega
með sparnaði og hagkvæmri
ráðstöfun fjármagns.
Rikisstjórnin mun vinna að
félagslegum umbótum. HUn
mun leitast viö að jafna lifskjör,
auka félagslegt réttlæti og upp-
ræta spillingu misrétti og for-
réttindi.
Þessum meginmarkmiðum
hyggst rikisstjórnin einkum ná
með eftirgreindum aðgerðum:
•. Sarostarl vió aóiía vinnu-
markaðarins
Rikisstjórnin leggur áherslu á
að komið verði á traustu sam-
starfi fulltrUa launþega at-
vinnurekenda ogrikisvalds sem
miði m.a. að þvi að treysta
kaupmátt launatekna jafna lifs-
kjör og tryggja vinnufrið.
Unnið verði að gerð þjóðhags-
og framkvæmdaáætlunar sem
marki m.a. stefnu i atvinnuþró-
un fjárfestingu tekjuskiptingu
og kjaramálum. Jafnframt
verði mörkuð stefna um hjöðn-
un verðbólgu i áföngum og
ráðstafanir ákveðnar sem
nauðsynlegar eru i þvi skyni
m.a. endurskoðun á visitölu-
kerfinu, aögerðiri skattamálum
og nýja stefnui fjárfestingar- og
lánamálum.
2. Efnahagsmál
2.1. Fyrstu aðgerðir. Til þess
að tryggja rekstur atvinnuveg-
anna, atvinnuöryggi og frið á
vinnumarkaði og veita svigrúm
til þessað hrinda i framkvæmd
nýrri stefnu i efnahagsmálum
mun rikisstjórnin nii þegar gera
eftirgreindar ráðstafanir:
1) Lög um ráöstafanir i efna-
hagsmálum frá febrdar 1978
og bráðabirgðalög frá mai
1978 verði felld Ur gildi. Laun
verði greiddsamkvæmt þeim
kjarasamningum, sem siðast
voru gerðir, þó þannig að
verðbætur á hærri iaun verði
sama krónutalan og á laun
sem eru 233.000 kr. á mánuði
miðað viö dagvinnu.
2) Verðlagverði lækkað frá þvi
sem ella hefði orðið m.a. með
niðurgreiðslum og afnámi
söluskatts af matvælum sem
samsvarar 10% i visitölu
verðbóta 1. september og 1.
desember 1978 og komið
verði i veg fyrir hvers konar
verðlagshækkanir eins og
unnt reynist. Rikisstjórnin
mun leggja skatta á atvinnu-
rekstur, eyðslu, eignir, há-
tekjur og draga Ur Utgjöldum
rikissjóðs til þess að standa
straum af kostnaði við niður-
færsluna.
3) Til þess aö koma i veg fyrir
stöðvun atvinnuveganna
verði þegar i staö fram-
kvæmd 15% gengislækkun,
enda verði áhrif hennar á
verðlag greidd niður (sbr. lið
2).
4) Rekstrarafkom a atvinnu-
vega verði bætt um 2-3% af
heildartekjum með lækkun
vaxta af afuröa- og rekstrar-
lánum og lækkun annars
rekstrarkostnaðar.
5) Gengishagnaöi af sjávar-
afurðum verði ráðstafað að
hluta i Verðjöfnunarsjóð að
hluta til útgerðar vegna
gengistaps og loks til hag-
ræðingar i fiskiðnaði og til
þess að leysa sérstök staö-
bundin vandamál.
6) Verðjöfnunargjald það sem
ákveðið hefur veriö af sauð-
fjárafurðum f ár verði greitt
úr rikissjóði.
2.2. Breytt efnahagsstefna. 1
þvi skyni að koma efnahagslifi
þjóðarinnar á traustan grund-
völl leggur rikisstjórnin áherslu
á breytta stefnu i efnahagsmál-
um. Þvi mun hún beita sér fyrir
eftirgreindum aðgerðum:
1) 1 samráði við aðila vinnu-
markaðarins veröi gerð
áætiun um hjöðnun verðbólg-
unnar i ákveðnum áföngum.
2) Skipa skal nefnd fulltrúa
launþega, atvinnurekenda og
rikisvalds til endurskoðunar á
vifmiðun launa við vlsitölu.
Lögð verði rik áhersla á að
niðurstöður iiggi sem fyrst
fyrir.
3) Stefnt verði að jöfnun tekju-
og eignaskiptingar m.a. meö
þvi að draga úr hækkun hærri
launa og með verðbólgu-
skatti.
4) Stefnt verði að jöfnuöi i
viðskiptum við útlönd á árinu
1979 og dregið úr erlendum
lántökum.
5) Mörkuð veröi gjörbreytt fjár-
festingarstefna. Með sam-
ræmdum aðgerðum verði
fjárfestingu beint i tækni-
búnað endurskipulagningu og
hagræðingu f þjóðfélagslega
arðbærum atvinnurekstri.
Fjárfesting i landinu veröi
sett undir stjórn, sem marki
heildarstefnu í fjárfestingu og
setji samræmdar lánareglur
fyrir fjárfestingasjóðina i
samráði við ríkisstjórnina.
6) Dregiðverðiúr fjárfestingu á
árinu 1979 og heildarfjár-
munamyndun verði ákveðin
takmörk sett.
7) Aðhald í ríkisbúskap verði
stóraukið og áhersla verði
lögö á jafnvægi i rikisfjár-
málum.
8) Rikisstjórnin mun leita eftir
samkomulagi við samtök
launafólks um skipan launa-
mála fram til 1. desember
1979 á þeim grundvelli að
samningarnir frá 1977 verði
framlengdir til þess tima, án
breytinga á grunnkaupi. 1 þvi
sambandi er rikisstjórnin
reiðubúin til að taka
samningsréttarmál opin-
berra starfsmanna til endur-
skoðunar, þannig að felld
verði niður ákvæði um tíma-
lengd samninga og kjara-
nefnd.
9) Dregið verði úr verðþenslu
með þviað takmarka útlán og
peningamagn i umferð.
10) Niðurgreiðslu og niður-
færslu verölags veröi áfram
haidið 1979 með svipuðum
hætti og áformað er i fyrstu
aðgerðum 1978.
11) Lögð verði áhersla á að
halda ströngu verðlagseftir-
liti og að verðlagsyfirvöld
fylgist með verðlagi
nauðsynja i viðskiptalöndum
tiisamanburðar. Leitað veröi
nýrra leiða til þess að lækka
verðlag i landinu. Sérstaklega
verðistranglega hamlað gegn
verðhækkunum á opinberri
þjónustu og slikum aðilum
gert að endurskipuleggja
rekstur sinn meö tilliti til
þess. Gildistöku 8. gr. nýrrar
verðlagslöggjafar verði
frestað.
Skipulag og rekstur inn-
flutningsverlunarinnar verði
tekið til rækilegrar rannsókn-
ar. Stefht verði að sem hag-
kvæmustum innflutningi á
mikilvægum vörutegundum,
m.a. með útboðum.
Ottekt verði gerö á rekstri
skipafélaga i þvi skyni að
lækka f lutningskostnað og þar
með almennt vöruverö i land-
inu.
Fulltrúum neytendasamtaka
og samtaka launafólks verði
gert kleiftað hafa eftirlit með
framkvæmd verðlagsmála og
veita upplýsingar um lægsta
verð á helstu nauösynjavör-
um á hverjum tima.
12) Verðjöfnunarsjóður fisk-
iðnaðarins verði efldur til að
vinna gegn sveiflum f sjávar-
útvegi.
13) Skattaeftirlit verði hert og
ströng viðurlög sett gegn
skattsvikum. Eldri tekju-
skattslögum verði breytt með
hliðsjón af álagningu skatta á
næsta ári og nýafgreidd
tekjuskattslög tekin til endur-
skoðunar.
Sérstakar ráðstafanir verði
gerðar til að koma f veg fyrir
að einkaneysla sé færð á
reikning fyrirtækja.
3. Önnur mál
3.1. Landbúnaður.Stefnt verði
að sem hagkvæmustu rekstrar-
formi og rekstrarstærö búa og
að framleiðsla landbúnaðar-
vara miðist fyrst og fremst við
innanlandsmarkað.
Skipuð verði samstarfsnefnd
bænda og neytenda sem stuðli
að aukinni fjölbreytni í búvöru-
framleiðslu og til samræmingar
óskum neytenda með aukna
innanlandsneyslu að marki.
Endurskoðað verði styrkja-
og útflutningsbótakerfi land-
búnaöarins með það að marki
að greiðslur komi bændum að
betri notum en nú er.
Lögunum um Framleiðsluráð
landbúnaðarins verði breytt,
m.a. á þann hátt aö teknir verði
upp beinir samningar fulltrúa
bænda og rikisvaldsins um
verðlags-, framleiðslu-og önnur
hagsmunamál landbúnaðarins.
Jafnframt veröi Framleiðslu-
ráði veitt heimild til að hafa
með verölagningu áhrif á bú-
vöruframleiðslu I samræmi viö
markaðsaöstæður.
Rekstrar- og afurðalánum
verði breytt þannig aö bændur
geti fengiö laun sin greidd og
óhjákvæmilegan rekstrar-
kostnaö svipað og aðrir aðilar fá
nú.
3.2. Fiskveiðar og vinnsla.
Stjórnun fiskveiða og fisk-
vinnslu verði endurskoðuö og
gerð áætlun um sjávarútveg og
fiskiðnaö. Miðist hún við hag-
kvæma og arðsama nýtingu
fiskistofna án þess að þeim
verði stefnt i hæftu. Staðbundin
vandamál verði tekin til sér-
stakrar meðferðar og leyst
markvisst og skipulega. Ot-
flutningsverðmæti verði aukin
með betri nýtingu, aukinni
vinnslutækni, meiri fjölbreytni i
afla, afurðum og öflugri siflu-
starfsemi.
Gerðverði úttekt á rekstri út-
flutningssamtaka i fiskiönaöi
fyrirkomulagi hans og hag-
kvæmni.
3.3 Iðnaður Unniö verði að
áætiun um islenska iðnþróun og
skipulegri rannsókn nýrrar
framleiðslu sem hentar hér-
lendis. Samkeppnisaðstaða is-
lensks iðnaöar verði tekin til
endurskoðunar og spornað með
opinberum aðgerðum gegn
óeðlilegri samkeppni erlends
iönaöar m.a. með frestun tolla-
lækkana. Islenskum iðnaði
verði veitt aukin tækniaðstoð til
hagræðingar og frámleiöni-
aukningar og skipuleg
markaðsleit og sölustarfsemi
efld.
3.4. Orkumál. Mörkuð verði
ný stefna i orkumálum með það
að markmiöið aö tryggja öllum
landsmönnum næga og örugga
raforku á sambærilegu veröi.
Komið verði á fót einu lands-
fyrirtæki er annist meginraf-.
orkuframleiöslu og raforku-
flutning um landið eftir aðal-
stofnlinum. Fyrirtæki þetta
verði í byrjun myndað með
samruna Lands virkjunar,
Laxárvirkjunar og orkuöflunar-
hluta Rafmagnsveitna rikisins.
Þaö fyrirtæki yfirtaki allar
virkjanir i eigu rikisins og stofn-
linur.
Gerð verði áætlun um raf-
orkuþörf og raforkuöflun til
næstu 5-10 ára. 1 þvi sambandi
verði endurskoðuð fram-
kvæmdaáætlun um Hraun-
eyjarfossvirkjun, málefni
Kröfluvirkjunar verði tekin til
endurmats og tryggt viöunandi
öryggi Vestfjaröa og Austur-
lands i' orkumálum.
Viðræðunefnd við erlenda
aðila um orkufrekan iðnað
verður lögð niður, enda hefur
rikisstjórnin engin áform um að
heimila innstreymi erlends
áhættufjármagns i stóriðju-
fyrirtæki.
3.5. Hagræðingarmál. Banka-
kerfið verði tekið til endur-
skoðunar og rfkisbönkum
fækkað í tvo. Skipulag oliusölu
og vátryggingarmála endur-
skoðað og leitað hagræðingar.
Athugað verði að tengja lyfja-
verslun heilbrigðisþjónustu og
setja hana undir félagslega
stjórn.
Endurskoðuð verði lög um
Seðlabanka Islands og stöðu
hans i stjórnkerfinu.
3.6 Byggðastefna. Byggða-
stefnu verði fram haldið með
svipuðum þunga og verið hefur.
Ahersla verðilögðá hagræðingu
og endurskipulagningu atvinnu-
greina um land allt og lausn
staðbundinna vandamála þar
sem atvinnuvegir eiga i sérstök-
um erfiðleikum eða búseta i
hættu.
Skipulag og starfshættir
Framkvæmdastofnunar rikisins
og fleiri opinberra aðila verði
endurskoðuð til að tryggja sem
best þessa stefnu.
Haldið verði áfram aö flytja
þjónustuþætti hins opinbera út á
land og efld þar ýmis önnur
starfsemi i tengslum við það.
3.7. Samgöngumál. Gerðar
verði samgönguáætlanir fyrir
landið f heild og einstaka iands-
hluta, þar sem samræmdir
verði flutningar á landi, sjó og i
lofti. Sérstakt átak verði gert til
aö leggja bundið slitlag á aðal-
vegi og til endurbóta á vegum i
strjálbýli. Áhersla veröi lögð á
að leysa samgönguerfiðleika
staða sem eiga af þeim sökum
viövandaað glima f framleiðslu
svo og i félagslegum sam-
skiptum.
3.8 Trygginga mál. Rikis-
stjórnin mun beita sér fyrir
endurskoðun á lögum um al-
mannatryggingar, þannig að
aukin áhersla verði lögð á tekju-
jöfnunaráhrif tryggingakerfis-
ins.
Gerðverði úttekt á kjörum og
aðbúnaðialdraöra ogöryrkja og
leitast við að tryggja jafnræði
óháð búsetu. Unnið verði að úr-
bótum iatvinnumálum aldraðra
að frumkvæði opinberra aðila
og tryggður auðveldur að-
gangur þeirra aö opinberum
stofnunum. Lögð verðiáhersla á
aö bæta aðstöðu þeirra sem eru
likamlega eða andlega fatlaðir.
Sett verði löggjöf sem tryggi
öllum landsmönnum verð-
tryggðan lffeyri og stefnt aðein-
um lifeyrissjóði fyrir alla lands-
menn.
3.9 Dómsmál. Rikisstjórnin
mun beita sér fyrir því að haldið
verði áfram umbótum I dóms-
málum er stuðla m.a. að aukn-
um hraða i afgreiðslu mála,
greiðari aðgangi almennings að
dómstólum, svo sem meö lög-
fræðilegri aðstoð án endur-
gjalds og mjög aukinnar að-
stöðu til harðari baráttu gegn
efnahagslegum brotum.
Lögð verði sérstök áhersla á
að vinna gegn skatta- og bók-
haldsafbrotum. Athugaö verði
hvort rétt sé að setja á fót sér-
stakan dómstól er fjalli um slik
mál.
3.10 Menntamál.Sett veröi lög
um framhaldsnám og sérstök
áhersla lögðá að efla verknám.
Aukinn verði réttur starfs-
fólks til endurmenntunar aðeig-
in vali án kaupskerðingar og
verkþjálfunarnámskeið skipu-
lögð i auknum mæli.
3.11 Húsnæðismál. Áhersla
verði lögð á félagsleg sjónarmið
i húsnæðismálum. Sett verði
löggjöf um réttindi leigjenda,
löggjöf um verkamannabústaði
verði endurskoðuð, stefnt verði
að þvi að hækka húsnæðislán og
létta fjármagnsbyrði með leng-
ingu lánstima.
Endurskoðuð verðilöggjifl um
fasteignasölu.
3.12 Umhverfismál. Stjórn-
sýsla á sviði umhverfismála
verði endurskipulögð með það
aö markmiði að færa saman i
eittráðuneyti heistu máiaflokka
á þessu sviði. Unnið verði aö
lagabótum varðandi skipulags-
mál, mengunarmál, starfeum-
hverfi og vinnuvernd, náttúru-
rannsóknir og þjóðminjavernd.
3.13. Atvinnulýðræði. Sett
verði löggjöf um atvinnulýðræði
og byrjað á þvi að veita starfe-
fólki aðild að stjórnun rikis-
fyrirtækja
3.14 Verkaskipting rikis og
sveitarfélaga. Haldið verði
áfram athugun á verkefna-
skiptingu rikis og sveitarfélaga
og fengin niðurstaða svo fljótt
sem kostur er.
3.15 Starfshættir Alþingis.
Rikisstjórnin mun beita sér
fyrir þvi að fram fari endur-
skoðun á þingsköpum Alþingis.
3.16 Utanrikismál. Þar eð
rikisstjórnarflokkarnir hafa
ekki samið um stefnuna i utan-
rikismálum, verður i þeim efn-
um fylgt áfram óbreyttri grund-
vallarstefnu og verður þar á eigi
gerð breyting nema samþykki
allra rikisstjórnarflokkanna
komi til. Það skal þó tekið fram,
aö Alþýðubandalagið er andvigt
aðild Islands að Atlantshafs-
bandalaginu og dvöl hersins i
landinu. Ekki verða heimilaðar
nýjar meiri háttar fram-
kvæmdir á yfirráðasvæði
varnarliðsins.
4. Endurskoðun
stjórnarskrár
Rikisstjórnin mun beita sér
fyrir þvi að nefnd sú sem stofna
ber til þess að fjalla um endur-
skoðun stjórnarskrár sam-
kvæmt samþykkt Alþingis og
samkomulagi þingflokka þar
um, ljúki þvf verki á tilsettum
tima. Jafnhliöa fari fram
endurskoðun á lögum um
kosningar til Alþingis og á lög-
um um kosningar til sveitar-
stjórna.
5. Nefnd um athugun á
öryggismálum
Rfkisstjórnin mun beita sér
fyrir þvf að sett verði upp nefnd,
þar sem allir þingflokkar eigi
fulltrúa og verði verkefni
nefndarinnar að afla gagna og
eiga viðræður við innlenda og
erlenda aðila til undirbúnings
álitsgerðum um öryggismál Is-
lenska lýðveldisins. Nefndin
geriýtarlega úttekt á öryggis-
málum þjóðarinnar, stöðu
landsins i heimsátökum, val-
kostum um öryggisstefnu, nú-
verandi skipan öryggismála og
áhrif á islenskt þjóölff svo og
framtíð herstöðvanna eftir að
herliðið fer og varnir gegn
hópum hryöjuverkamanna.
Nefndin fjalli einnig um hug-
myndir um friðlýsingu, friðar-
gæslu og eftirlit á Norður-At-
lantshafi og láti semja yfirlit
yfir skipan öryggismála smá-
rikja i heiminum, einkum ey-
rikja sem eiga svipaöra hags-
muna aö gæta og Islendingar.
Nefndin fái starfskrafta og fé til
aðsinna verkefnum sinum og til
að gefa út álitsgerðir og
greinargerðir um afmarkaða
þætti i því skyni að stuðla að al-
mennri umræöu.
6. Endurskoðun
Stjórnarflokkarnir eru sam-
mála um að endurskoða sam-
starfsyfirlýsingu þessa á árinu
1979.