Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. september 1978
Föstudagur 1. september 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11
I
STJÓRN ARKREPPAN í MÁLI OG MYNDUM
Þingkosningarnar
1) Alþingiskosningar fóru fram sunnudaginn 25. júní. I kosningun-
um töpuöu stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur, 10 þingsætum. Aö morgni miövikudags 28. júni gekk rikis-
stjórnin á fund forseta og afhenti lausnarbeiðni sína. Hvorki forset-
inn né forystumenn flokkanna vildu tjá sig um þaö við blaðamenn
hverjum yrði falin stjórnarmyndun.
Þessi mynd er tekin á rikisráðsfundi, viö upphaf stjórnarferils
rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar.
Forsetinn hefur
óformlegar viörædur
2) Fimmtudaginn 29. júni hóf forseti tslands dr. Kristján Eldjárn
óformlegar viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna. Forsetinn
ræddi við formennina eftir stærðarröð flokkanna, byrjaöi á Geir
Hailgrimssyni ki. 9 um morguninn.Lúðvik Jósepsson mætti þremur
stundarfjórðungum siðar, þá Benedikt Gröndal og loks ólafur Jó-
hannesson. I þessum viðræðum kynntu flokksforingjarnir forseta
stefnumál sin en annars gáfu þeir litið upp um hvað þeim fór á milli
i viðræðunum við forsetann. Sama dag hófust óformlegar viðræður
milli Lúöviks og Benedikts Gröndals.
Lúövik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins ásamt Kristjáni
Eldjárn áður en óformlegur fundur þeirra hófst.
Óformlegar viðræður
flokkanna
3) Fyrstu dagana i júli funduðu þingflokkar og framkvæmdastjórn
og flokksstjórn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks og ákváðu að fela
forystumönnum sinum að hefja formlegar viðræður sin á milli um
hugsanlegt samstarf þessara flokka i rikisstjórn. Forsetinn var þá
ekki enn búinn aö taka ákvörðun, hverjum hann fæli stjórnarmvnd-
un. Jafnframt fór þingflokkur Aiþýðubandalagsins þess á leit við
Framsóknarflokkinn að teknar yrðu upp viðræður flokkana hlið-
stæðar þeim sem i gangi voru við Alþýðuflokkinn. Forystumenn AI-
þýðuflokksins ræddu einnig við forystumenn Sjálfstæöisflokksins
meö samstjórn Alþýðubandalags, Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks
i huga.
Myndin er tekin i könnunarviðræðum Alþýöubandalags og Al-
þýðuflokks.
Benedikt fékk
boltann fyrstur
4) Miðvikudaginn 12. júli tók forsetinn ákvöröun og fól Benedikt
Gröndal formanni Alþýöuflokksins að hafa forystu um myndun
meirihlutastjórnar. Benedikt skýrði frá þvi aö hann ætlaði fyrst að
reyna myndun svonefndrar Nýsköpunarstjórnar, þ.e. stjórn Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann sagði að
slik stjórn gæti ráöið best við efnahagsvandann og tryggt frið milli
stéttanna i anda kjarasáttmála Alþýðuflokksins. Daginn eftir hélt
Alþýöubandalagið þingflokksfund þar sem neitaö var þátttöku i
slikri stjórn. Neitunin var rökstudd á þeim forsendum aö i
könnunarviðræðum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefði komiö
fram vilji til aö reyna annað stjórnarmynstur og þá fyrst og fremst
vinstristjórn. Sjálfstæöisflokkurinn svaraði hins vegar beiðni Al-
þýðuflokksins jákvætt. Benedikt stigur hér út úr bifreið sinni á
Bessastöðum til að sækja umboðið.
Benedikt reynir
vinstri stjórn
5) Benedikt Gröndal venti nú kvæði sinu I kross og hóf viöræður um
myndun vinstri stjórnar miðvikudaginn 19. júli. Agreiningur var
hins vegar i Framsóknarflokknum um stjórnaraöild. og tók for-
maður flokksins Ólafur Jóhannesson ekki þátt i viðræðunum, né
nokkur annar ráöherra flokksins.
Þessar viðræður sigldu i strand i siöustu vikunni fyrir mánaða-
mótin júli-ágúst og laugardaginn 29. júli sleit Benedikt Gröndal viö-
ræðunum formlega. Ágreiningurinn var á milli Alþýðubandalags
annars vegar og Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hins vegar, en
Alþýðubandalagið hafnaði algerlega 15% gengisfellingarkröfu
hinna flokkanna og kröfu þeirra um að sú 7% kjaraskerðing sem
hún hefði i för með sér, yrðu i engu bætt.
Myndin er tekin laugardagsmorguninn 29. júli er Benedikt lýsti
yfir að viðræðunum væri lokið.
( dag fara fram stjórnarskipti á (slandi. Vinstri stjórn tekur við
af samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ráðuneyti Olafs
Jóhannessonar tekur við eftir að stjórnarkreppa hefur staðið í
landinu frá þingkosningunum sunnudaginn 25. júní eða á 68. degi
frá því að Geir Hallgrímsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt. Á þessum tíma hafa verið gerðar 5 árangurslausar tilraunir til
myndunar ríkisstjórnar og allir formenn f lokkanna hafa fengið að
spreyta sig. I sjöttu tilraun hefur Ólafi Jóhannessyni tekist að
koma saman stjórn.
Þær samsteypustjórnir sem reynt hefur verið að mynda eru
þessar: ,,Nýsköpunarstjórn" (Alþýðubandalag, Alþýðuf lokkur og
Sjálfstæðisf lokkur), vinstri stjórn (Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur), ,,Þjóðstjórn" (stjórn allra
.fjögurra þingflokka), „Stefaníustjórn" (Alþýðuflokkur, Fram-
sóknarf lokkur og Sjálfstæðisflokkur) og loks vinstri stjórn nr. 2.
I stjórnarkreppunni var einnig alvarlega rætt um myndun utan-
þingsstjórnar. Hér á opnunni eru þessar stjórnarmyndunartilraun-
ir raktar í máli og myndum f rá því er f ráfarandi ríkisstjórn baðst-
lausnar allt til þess að Ölaf i Jóhannessyni var falin stjórnarmynd-
un.
Geir reynir þjóðstjórn
6) Mánudaginn 31. júli boöaði forseti tslands Geir Hallgrimsson á sinn fund og fól hon-
um myndun meirihlutastjórnar. Geir tók sér tveggja sólarhringa frest til að svara
beiðni forseta og að fengnu samþykki miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins ákvað Geir aö
taka beiðni forsetans miðvikudagskvöldið 2. ágúst.
Geir Hallgrimsson lýsti þvi yfir að hann myndi fyrst reyna myndun stjórnar allra
flokka, Þjóðstjórnar, sem starfaði til skamms tima og einbeitti sér aö finna lausn á
efnahagsvandanum. Geir og Gunnar Thoroddsen hófu þegar könnunarviðræður viö tvo
forystumenn frá hverjum flokkLen flokksforingjar og aðrir stjórnmálamenn lýstu þvi
yfir að þeim litist illa á þjóðstjórnarhugmyndina.
Hér koma þeir Ragnar Arnalds og Kjartan ólafsson til fundar viö Geir i Stjórnarráðs-
húsinu.
V erkamannasamband-
id stöövar „Stefaníu”
7) Eftir sjö daga árangurslausar tilraunir til myndunar Þjóöstjórn-
ar gafst Geir upp og snéri sér umsvifalaust aö tilraunum til mynd-
unar samstjórnar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks en þær viðræður hófust föstudaginn 11. ágúst. Myndin er tek-
in á fyrsta fundinum. Forystumenn Alþýðubandalagsins lýstu þvi
yfir að þeir hefðu trú á þvi að þessir þrir flokkar kæmu sér saman
þar sem þeir virtust vera sammála um stefnuna i efnahagsmálum.
Mikil óánægja var þó i þingflokki Alþýðuflokksins með þátttöku
hans i þessum viðræöum. Framsóknarflokkurinn virtist þó nokkuð
reiðubúinn þar sem Ölafur Jóhannesson formaðurinn, var sendur
nú i viðræðurnar. Sama dag og viðræðurnar hófust sendi Verka-
mannasambandið frá sér ályktun þar sem Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagiö voru hvattir til að taka upp viðræður um myndun
stjórnar i þágu launþegahreyfingarinnar. Forystumenn beggja
þessara flokka lýstu þessu sem óvæntu. lofsverðu og athyglisverðu
frumkvæöi.
„Söguleg stund”
8) Alþýöuflokkurinn fundaði stift alia heigina 12.-14. ágúst vegna
ályktunar Verkamannasambandsins og þriðjudagsmorguninn 15.
ágúst hringdi Benedikt i Geir og tilkynnti honum að þátttöku Al-
þýðuflokksins i stjórnarviðræðunum undir hans forystu væri lokið.
Sama dag skilaði Geir umboði sinu. Jafnskjótt fóru aö heyrast
raddir um nauðsyn á utanþingsstjórn og voru þær háværastar i her-
búðum Framsóknar. Oformlegar viðræður hófust milli forystu-
manna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um hugsanlega myndun
minnihlutastjórnar þessara flokka.
Miðvikudaginn 16. ágúst rann upp „söguleg stund”. Forsetinn
kallaði Lúðvik Jósepsson á fund sinn og fól honum aö hafa forystu
um myndun meirihlutastjórnar. Viöræður Alþýðuflokks og Alþýöu-
bandalags héldu áfram fram að helginni og Lúðvik ræddi við Ölaf
Jóhannesson. Myndin er tekin af Lúðvik og dr. Kristjáni þegar Lúð-
vik sótti umboðið til Bessastaða.
Lúövík reynir
vinstri stjórn
9) Mánudaginn 21. ágúst hófust formlegar viðræður Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags og Framsóknarflokks um myndun vinstri stjórn-
ar og var unnið mjög ötullega að myndun stjórnarinnar undir for-
ystu Lúðviks. Alþýðuflokkurinn gaf þá út yfirlýsingar um aö þeir
sættu sig ekki við Lúðvik sem forsætisráðherraefni en Framsókn
studdi hann. Lúðvik bað um skýr svör. Fékk þau frá Framsókn, en
loðin frá flokksstjórn Alþýðuflokksins, sem Lúðvik túlkaði sem neit-
un. Fimmtudaginn 24. ágúst skilaöi Lúðvik umboði sinu. Þá hafði
náðst samkomulag um mjög veigamiklar efnahagsaögerðir til
næstu 16-18 mánaöa þ.á.m. niðurfærsla verðlags um 8-10% og
samningana i gildi. Myndin er tekin á einum viöræöufundi forystu-
manna flokkanna.
Náiö samráð
10) I stjórnarmyndunarviðræðunum undir forystu Lúðviks Jóseps-
sonar var haft mjög náið samstarf við fulltrúa launþegahreyfingar-
innar, enda hvatti hún til myndunar stjórnarinnar. A þessari mynd
eru fulltrúar launþegasambanda innan vébanda Alþýöusambands-
ins að hefja fund með þeim Lúðvik og Benedikt.
Skútan bundin
Sama dag — 24. ágúst — og Lúövik skilaöi umboðinu meö þeim
orðum að skútan væri komin i höfn fól forsetinn Olafi Jóhannessyni
myndun stjórnar. Olafur Jóhannesson lýsti þvi yfir aö hann myndi
halda áfram á sömu braut og Lúðvik ,,og taka að sér að binda skút-
una.” Alþýöufiokkurinn og Alþýðubandalagið samþykktu forystu
Ólafs og viöræöurnar um myndun vinstri stjórnar héldu áfram.
Miðvikudaginn 30. ágúst lá samstarfsyfirlýsing flokkanna fyrir og
þann sama dag héldu þingflokkar og flokkstjórnir fundi þar sem
afstaða til samstarfsyfirlýsingarinnar var tekin. Flokksstjórn Al-
þýðuflokksins samþykkti hana með 30 atkvæöum gegn 12, flokksráð
Alþýðubandalagsins meö 104 atkvæðum gegn 19 og miðstjórn
Framsóknarflokksins meö þorra atkvæöa gegn einu. Þaö var svo
ekki fyrr en aðfararnótt dagsins i dag að Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagiö gengu endaniega frá skipun i ráðherraembætti á
þeirra vegum, eins og segir frá á öðrum stað i blaðinu.
Olafur Jóhannesson mætir hér til fundár i stjórnarráöinu til aö
sækja umboð sitt til forseta.
Þig tók saman.
’