Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 12
12 StÐA — ÞJÖÐVILJINNt Föstudagur 1. september 1978 Veggspjöld meö mynd Gadhafis eru viba um höfuöborgina. A götumarkaöi Frá höfninni i Tripolis. 9 ÁR FRÁ BYLTINGU HERSINS í LÍBÝU Blanda framfar fomra viðhorfa í deiglu nýsköpunar Gadhafis og sveina hans Líbýa hefur ekki verið mikið í heimsfréttum und- anfarin misseri. En mörg tíðindi hafa þó veríð sögð af þessu eyðimerkurlandi, einkum eftir að hinn víg- reifi ofursti Gadhafi komst þar til valda eftir byltingu hersins fyrir rétt- um 9 árum. Þann 1. sept- ember 1969 steypti hópur ungra liðsforingja hinum 79 ára gamla Idriss kon- ungi í Libýu af stóli, meðan kóngur var í orlofi í Tyrk- landi. Þeir lýstu yfir stofn- un lýðveldis í Líbýu og til- kynntu jafnframt, að tekin yrði upp hörð afstaða til israel. Þá var Bandaríkja- mönnum og Bretum sagt að hypja sig úr herbæki- stöðvum sínum í landinu. Gísli Pálsson mennta- skólakennari fór til Líbýu í vor og sat ráðstefnu í höfuðborg landsins, Tri- polis, á vegum Heimsfrið- arráðsins um vanda þróun- arlandanna. Þjóðviljinn bað Gísla að lýsa nokkuð því samfélagi sem Gad- hafi og menn hans hafa byggt upp á síðustu árum í Líbýu og þeirri hugmynda- f ræði, sem þar býr að baki. — Arabisk menning er ákaf- lega framandleg i augum Evrópubúa, sem eru gjarnir á aö rýna i naflann á sér, sagöi Gisli. — Og sá sem skilur ekki staf i arabiskum málum getur heldur ekki gert sér vonir um aö skilja til hlitar þaö sem fyrir augu hans og eyru ber á þessum slóðum. En Aristoteles á að hafa sagt, að allt- af sé einhverra tiðinda að vænta frá Libýu, þótt menn eigi að ó- könnuðu máli erfitt með að i- mynda sér að hirðingjar á eyði- merkursvæði Norður-Afriku séu brautryðjendur á einu eða öðru sviði. Libýumenn vitna gjarna stoltir i áðurnefnd orð og minna á að þau séu enn i fullu gildi, þótt 2500 ár séu liðin frá þvi að þau voru sögð. Hvergi örari hagvöxtur Siðustu 15 ár hefur hagvöxtur verið örari i Libýu en i nokkru öðru landi. Landið var áður fyrr fátækasta land heimsins.en er nú eitt af þeim rikustu, — hið 13. i röðinni ef miðað er við þjóðar- framleiðslu á hvern ibúa. Auðlegö Libýumanna stafar fyrst og fremst af oliulindunum sem fund- ust i eyðimörkinni árið 1959. Stjórn Gadhafis, sem tók völdin með aðstoð hersins fyrir tæpum áratug, hefur lagt áherslu á að nýta oliugróðann skynsamlega með þvi að efla landbúnaðinn, þar sem ljóst er að olian mun þrjóta innan skamms. Gifurlegt kapp hefur verið lagt á að rækta upp eyðimörkina, þar sem eitthvert vatn er að fá og iðnvæða landbún- aðinn. Samtimis hefur leiðtoginn Gadhafi ætlað sér að breyta þjóð- félaginu, endurvekja Islam-trúna i sinni upphaflegu myhd og sam- eina arabaheiminn. Rétttrúnaður Hugmyndafræði Gadhafis, sem kemur fram i nokkrum ritgerðum leiðtogans, m.a. „Græna kver- inu” svonefnda, er byggð á hinni heilögu bók múhameðstrúar- manna — Kóraninum. bessi trú- arlega skirskotun hefur vafalaust sameinað Libýumenn og auðveld- að þjóðinni að leysa mörg vanda- mál, sem hafa fylgt i kjölfar hag- vaxtarins og iðnþróunarinnar, m.a. hefur hún auðveldað þjóð- nýtingu á auöæfum landsins og Libýumenn háskólapróf. Hinir ungu menntamenn eru fullir bjartsýni og þjóðarstolts og gjarna vitna þeir i ritverk Gad- hafis og Kóraninn. Ef til vill er þetta aðeins sparisvipur sem þeir sýna útlendingum við opinber tækifæri, en samt held ég að renesansinn sé áþreifanlegur veruleiki. Brosandi andlit Gad- Aróðursmynd gegn Sadat. Þarna er hann með hið þekkta augnbindi Dayans hins israelska. baráttuna gegn sérhagsmuna- seggjum. Oliugróðinn er altént þjóðareign og kröftuglega hefur verið barist gegn húsaleiguokri, svo að dæmi sé nefnt. Hin trúar- lega skirskotun hefur hins vegar hneppt konurnar i þrældóm, eða réttara sagt hamlað gegn auknu frjálsræði þeirra. Konurnar halda fast viö hið forna trúarlega við- horf til hjónabandsins. bá sjaldan þær leita út fyrir heimilið, fara þær með veggjum og gæta þess vandlega að hylja likama sinn. Sumar láta aðeins sjást i annað augað. Rétttrúnaður Libýu- manna i þessum efnum er þó alls ekki dæmigerður fyrir það sem gerist i arabaheiminum, þvi i Suður-Jemen eru konur beinlinis hvattar til að hasla sér völl á opinberum vettvangi. Nýsköpun á gömlum merg 1 hugum Libýumanna er bylt- ingin einskonar renesans, ný- sköpun byggð á endurlifgun á fornu hetjuskeiði. Hið nýja lib- ýska riki getur nú státað af sæg velmenntaðra manna, sem standa vestrænum fræðimönnum fyllilega á sporði, en um það leyti sem byltingin var gerð höfðu, að þvi er mér var sagt, aðeins 11 hafis prýðir veggspjöld sem hanga viða á götum Tripolis, i verslunum og opinberum bygg- ingum. Ég býst við að leiðtoginn sé tákn fyrir róttæka umsköpun, sem byggð er á gömlum og þjóð- legum merg. Hin algenga skirskotun Islend- inga til þjóðveldisins á sér greini- lega hliðstæöu hérvog af ýmsum öðrum ástæðum ér freistandi að bera saman þjóðfélög Islendinga og Libýumanna, enda þótt aö mörgu leyti sé óliku saman að jafna. Bæði þjóðfélögin hafa iðn- væðst á afar skömmum tima, Libýa á aðeins einum áratug eða svo, og lagt til hliðar aldagamla búskaparhætti. Ummerki hinnar öru þéttbýlisþróunar og iðnvæö- ingar er viða að finna i Libýu. Breiðholtin risa hvert af öðru út frá gömlu borgarmúrunum i Tri- polis.sem minna á hið forna róm- verska veldi á norðurströnd Afr- iku. Forn viðhorf renna saman við nútima tækni i undarlegum hlut- föllum. Fjölmörg fyrirtæki eru nánast rekin á götum úti, i gám- um og kumböldum af ýmsum geröum. Og ég þykist vita að em- bættismannakerfið sé sveigjan- legt og skrifræðislegar reglur um meðferð einstakra mála séu litt mótaðar, eins og oft á sér staö i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.