Þjóðviljinn - 01.09.1978, Qupperneq 15
Föstudagur 1. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Áningarstaðurinn á
Hlemmi
Tekinn í notkun í dag
I morgun kl. 7 opnaöi nýi
áningarstaðurinn á Hlemmi, en
allt fram á siðustu stundu voru
iðnaðarmenn að leggja siðustu
hönd á verkið.
I gær gafst tækifæri til þess aö
skoða húsið og notfærðu fjöl-
margir vegfarendur sér það. Kl.
17 fór fram formleg afhending
hússins til borgarstjórnar og fyrir
hönd bygginganefndar flutti for-
maður hennar, Sveinn Björnsson,
verkfræðingur ávarp. Hann rakti
byggingarsögu hússins og minnti
á aö Hlemmur var hér áður fyrr
áningarstaður hestamanna þegar
Reykjavik var minni en hún er
nú.
Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjórnar þakkaði
bygginganefnd og iðnaöarmönn-
um vel unnin störf og sagði Sigur--
jón að það gleddi sig að taka við
þessu húsi fyrir hönd borgarbúa
og þó sérstaklega þeirra sem
þessi þjónusta er miðuð við, far-
þega SVR. Sigurjón gat þess einn-
ig aö i húsinu er fullkomin aö-
staða fyrir fólk i hjólastólum,
bæði hvað aðkomu og skipulag
innan húss varðar, og þar eru
fyrstu almenningssalernin i
Reykjavik, sem fólk i hjólastólum
á aðgang að. Sigurjón sagði að þó
þeir sem bundnir eru við hjóla-
stóla eigi ekki tök á að ferðast
með strætisvögnum, þá vænti
hann þess að áningarstaðurinn og
aðstaðan þar væri áfangi á þeirri
braut að efla þátttöku hreyfifatl-
aðra i hinu daglega lifi Reykja-
vikur.
Viðstaddir opnunina voru eins
og áöur sagði auk borgarstjórnar
og embættismanna fjöldi Reyk-
víkinga sem notaði tækifærið og
skoðaði húsið. Nýi áningastaöur-
inn á Hlemmi er fallegt og bjart
húsnæði, bjart og liflegt húsnæði
og væri óskandi aö honum yrði
hlift viö skemmdarverkum og
slæmri umgengni. Nánar veröur
greint frá opnuninni i blaðinu á
morgun.
—AI
Björn Þórhallsson:
Verslunarmenn hafa
Kolbeinn Friðbjarnarson.
auðvitað að við treystum þvi að
þannig veröi gengið frá launa-
málum, aö sá kaupmáttur sem
samið var um i sólstöðusamning-
unum verði tryggður út árið 1979,
hvað öllum almennum launum
viðkemur. Þannig verði tryggður
vinnufriður i landinu.
Um önnur atriði er ég ekki i að-
stöðu til að tjá mig, enda ekki get-
að kannaö þau. En ég vona það
besta.
—hm
Frá opnuninni á Hlemmi I gær: Sigurjón Pétursson, Eirikur As-
geirsson, Guðrún Helgadóttir, Björgvin Guðmundsson og Albert
Guðmundsson. Ljósm.: Leifur.
dregist aftur úr
Björn Þórhalisson.
Eins og fram kom i Þjóðviljan-
um I gær, sátu þrir miðstjórnar-
menn ASl hjá við atkvæöa-
greiöslu um að sambandið skyldi
taka jákvætt undir málaleitan
rikisstjórnaflokkanna þriggja, að
samningar skyldu framlengjast i
eitt ár án grunnkaupshækkana,
að þvi tilskiidu að visitölubætur
héldu áfram og kaupránslögin
numin úr gildi. Auk þess sem
þremenningarnir sátu hjá greiddi
einn miðstjórnarmaður atkvæði
gegn þessari.málaleitan. Það var
Björn Þórhallsson, formaður
Landssambands verslunar-
manna.
— Min afstaða á fundinum var I
rauninni tviþætt, sagði Björn þeg-
ar Þjóðviljinn ræddi við hann I
gær. t fyrsta lagi var ég alfarið á
móti þvi aö samtökin afgreiddu
þessa málaleitan á þennan hátt,
sem formlega samþykkt. Það
hafði komiö fram i viðræðum við
ákveöna aðila innan Alþýðusam-
bandsins, að hugur manna var al-
mennt jákvæður og ég tel að það
hefði átt að nægja.
t öðru lagi, og það er aðalástæð-
an, eru verslunarmenn nú svo
staddir, að þeir hafa dregist óra-
langt aftur úr sinum viömiöunar-
aðilum, sem eru félagar BSRB
sem vinna sams konar störf og
verslunarmenn. Meðan svo er,
get ég ekki, vegna minna félags-
manna, greitt þvi atkvæði að þeir
láti baráttu fyrir grunnkaups-
hækkun falla niður i eitt ár.
—hm
Hress og kátur
sagði Karl Steinar um stjórnarmyndunina
— Ég er hress og kátur, enda tel
ég ástæðu til að ætla að hér sé
gerö tilraun til aö leysa þau gifur-
legu vandamál er hrjá þjóðfélag-
ið, sagði Karl Steinar Guönason,
varaformaður Verkamanna-
sambands Islands og þingmaður
Alþýðuflokksins, þegar Þjóðvilj-
inn spurði hann i gær, hvernig
honum litist á nýju rikisstjórnina.
Eins og kunnugt er voru það þeir
Guömundur J. Guðmundsson og
Karl Steinar sem báru fram til-
lögu þess efnis i framkvæmda-
stjórn Verkamannasambandsins,
að sambandið kreföist stjórnar-
samstarfs Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks. Sú tillaga var
samþykkt og má þvi i raun kalla
þá tvimenningana „arkitekta
vinstri stjórnarinnar”.
Karl Steinar Guðnason.
— Ef unnið verður að heilindum
með það að markmiði að breyta
efnahagsstefnunni, þá er von til
þess, aö launþegar eigi I vændum
betri tið, sagði Karl Steinar.
—hm
Kaupmáttur verdi
tryggöur næsta ár
segir Kolbeinn Fridbjarnarson frá Siglufirði
Kolbeinn Friðbjarnarson, for-
maöur Verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði, sagðist vera ánægður
með að þessi stjórnarmyndun
skyldi hafa tekist.
— Þaö sem mér dettur fyrst i
hug að fylgi henni jákvætt, er
eriendar
baekur
Poems of Wisdom and
Learning in Old English.
T.A. Shippey. D.S. Brewer —
Rowman and Littlefield 1977.
Meðal engilsaxnesks kveð-
skapar eru nokkur kvæði sem
hefur litið verið sinnt, en sem eru
engu að siöur merkileg. Þetta eru
kvæði sem útgefandi nefnir
Kvæði um visdóm og lærdóm og
eru hér útgefin i frumtexta og
með þýöingum. Alls hafa verið
valin i þessa bók 10 kvæði um
þessi efni. Kvæðin votta hugar-
heim Engil-Saxa á sinni tiö,
skáldsnilli þeirra og list.
Allt það sem til er af engilsax-
neskum bókmenntum snertir
islensk fræöi meira eöa minna,
tengslin milli Noregs og Englands
voru talsverð á dögum Engil-
Saxa og einnig milli ensku og is-
lensku frumkirknanna. Þvi eru
ritsem þetta eftirtektarverð fyrir
þá sem sinna þeim fræðum.
The Burning Hill.
Elisabeth Kyle. Peter Davies
1977.
Elisabeth Kyle hefur skrifað
margar skáldsögur og er þetta sú
nýjasta. Sögusviðið er suðvestur-
hluti Skotlands og atburðarásin,
draugagangur, hjátrú og hjú-
skaparætlanir. Höfundurinn
skrifar lipurlega, persónu-
lýsingar eru fremur veigalitlar og
mannlifslýsingar sömuieiðis, en
höf. tekst að ná vissu andrúms-
lofti i frásögnina, svo að sagan
verður læsileg.
Kyle segist skrifa sögur öðrum
til skemmtunar, og gerir ekki
frekari kröfur.
The Last Dance
John Briley. Secker & Warburg
1978.
Atburöirnir hefjast i Diíssel-
dorf, þar sem Iri nokkur verður
fyrir geislavirkni og deyr, lækn-
irinn sem stundaöi hann á sjúka-
húsinu drukknar áður en hann>-
kemst til að hefja eftirgrennsl-
anir og fógetafulltrúinn, sem átti
að rannsaka ástæðurnar fyrir
dauða Irans er ekinn niður og
drepinn. Lögreglumaðurinn
Kassel verður heldur ekki lang-
lifur, eftir aö hann tekur að rann-
saka þetta mál.
Og frásögnin heldur áfram,
dularfuliar persónur koma til
sögunnar i Bombay og Moskvu og
smátt og smátt vitnast samsæri,
sem teygir anga sina um allan
heim. Kaunitz kemur til sögunnar
og skilur að hann á i kapphlaupi
við timann, ef honum á að takast
að bjarga miljónum mannslifa
undan geisladauöanum. Sagan er
spennandi og allt gæti þetta gerst.
The Face of Fear.
K.R. Dwyer. Peter Davies 1978.
Dwyer hefur sett saman nokkr-
ar skáldsögur, sem hafa selst vel,
þ.e. i fjórum miljónum eintaka.
Þessi saga er saga af morðingja
sadista, sem hefur myrt 10 konur
þegar Harris, sem gæddur er
fjarsýni og vinnur sem leynilög-
reglumaöur, sér þann sem morð-
in hefur framið. Þessu er slegið
upp i blööunum og morðinginn
ákveður að myrða Harris til þess
að komast hjá handtöku. Atvikin
haga þvi svo að moröinginn Boll-
inger lokkarHarrisogstúlku með
honum inn i 42ja hæða skrifstofu-
blokk þar sem eltingaieikurinn
hefst. Atburðarásin er mjög
spennandi og á milli atriða er
skotið inn i minningum Bolling-
ers. Sagan er lipurlega gerð og
endar eins og allir reyfarar.
Peter Davies gefur út margvis-
legar bækur, bæði lélegar og góö-
ar, en eitt er einkenni þessarar
útgáfu, að frágangur bókanna,
uppsetning og band er alltaf mjög
smekklegt.
Jonathan Cape# Publisher.
Herbert Jonathan Cape — G.
Wren Howard. Michael S.
Howard. Penguin Books 1977.
Michael S.Howardersonur ann-
ars aðaleiganda útgáfufyrirtæk-
isins Jonathan Cape, hinn var
Jonathan Cape. Hér rekur hann
sögu útgáfunnar, upphaf hennar
og starfsemi fram um 1970. Hann
segir frá viðskiptum forlagsins
við ýmsa höfunda og skáld, segir
ýmsar sögur af útgáfu bóka og
viðskiptum og samkeppni
við önnur félög. Cape
bækurnar voru sérstæöar
um margt og forlagið varð
brautryðjandi i ýmsum tækninýj-
ungum og i frágangi bóka. Til
þess að bókmenntir geti blómgast
þarf vitaskuld höfunda og einnig
gáfaða útgefendur, hugkvæma
smekkmenn, sem hafa vit á bók-
um og bókagerð. Stofnendur Cape
forlagsins höföu þetta til að bera.
Meðal höfunda Cape voru,
Hemingway, H.G. Wells, T.E.
Lawrence ofl. ofl.
Blaðberar
óskast
Austurborg:
Bólstaðahlið (nú þegar)
Skaftahlið (nú þegar)
Njörvasund (nú þegar)
Vesturborg:
Háskólahverfi (nú þegar)
Túngata (sem fvrst)
Hjarðarhagi (nú þegar)
Miðsvæðis:
Laufásvegur (nú þegar)
Neðri Hverfisgata (1. okt.)
Kópavogur:
Langabrekka (nú þegar)
Kópavogsbraut (sem fyrst)
Álfhólsvegur (sem fyrst)
Þverbrekka (sem fyrst)
UOBVIUINN
Siðumúla 6. Simi 8 13 33