Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. september 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3' Erlendar fréttir í stuttu máli Begin leggur tillögur sínar fyrir þingið JERUSALEM, 25/9 (Reuter) — t dag lagði Begin forsætis- ráðherra tsraels afurðir Camp David-viðræönanna fyrir þingið. Hann sagðist segja af sér ef þingið samþykkti ekki tillögur sinar. Hann hélt þvi fram, að tsraeismenn væru aðeins skuldbundnir til að biða með frekari framkvæmdir á vesturbakka Jórdan næstu þrjá mánuði, þrátt fyrir að Sadat og Carter væru sam- mála um fimm ár i þvi sambandi. Begin hélt þvi fram að hann hefði *ryggt eö: — Engin þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram á vesturbakkanum né Gaza- svæöinu. — Riki Palestinumanna yrði ekki stofnað. — Engir samningar yrðu gerðir við fulltrúa Frelsis- hreyfingar Palestinu- manna (PLO) — Arabiskur fáni yrði ekki dreginn að húni i Jerúsalem. Hannhvatti þingmenn til að samþykkja drögin, svo endir yrði skjótt bundinn á áralangt strið þjóðarinnar við nágranna sina. t dag sagði i egypska útvarpinu, að tsraelsmenn yrðu að hætta við útþenslu- stefnu sina, ef þeir vildu ná sáttum við' Arabaþjóöirnar. Þar sagði ennfremur að brott- flutningur tsraelsmanna af Sinai-skaga myndi sýna að þeir væru reiðubúnir til að lifa i sátt og samlyndi við nágrannaþjóðir sinar. Hvorki Knesset (þingtsraels) né rikisstjórn tsraels hefði laga- legan rétt til athafna á ann- arra landi, eins og væri þeirra eigið, jafnvel þótt hernumið væri. Þvi liggja friðarmögu- leikar i höndum Knesset, sagði egypska útvarpið að lok- Vestur-þýska lögreglan sœrir mann lífshœttulega DORTMUND, 25/9 (Reuter) — t gærdag skaut vestur-þýska lögreglan á þremenninga sem voruá skot- æfingum úti i skógi fyrir utan Dortmund. Einn maður komst undan lögreglunni, en annar var fluttur lifshættulega særð- ur á sjúkrahús. Konan i hópn- um særöist einnig. Lögreglan er á þeirri skoðun að mennirn- ir séu hryðjuverkamenn, en segist samt ekki enn vita nöfn fólksins, fyrren fingraför hafi veriö tekin af þeim. — Að sögn Reuters er atburður þessi enn ein hetjudáðin sem vestur-þýska lögreglan drýgir i baráttu sinni gegn hryöju- verkamönnum. Verkfallsmenn í Belgíu biöja um erlenda hjálp BRUSSELL, 25/9 (Reuter) — Belgiskir oliuvinnslumenn sem nú eru í verkfalli, báðu i dag um aðstoð annarra þjóða, svo koma mætti í veg fyrir innflutning á oliu á meðan á verkfallinustendur. Það hefur nú staðið á þriðju viku og nær yfir allt landið. Talsmenn verkalýðs- félaganna efast um skjótfeng- inn endi á verkfallið, sem hófst þegar oliuhreinsunar- stöð i Antwerpen var lokað. Stöðin var i eigu bandariska oliufélagsins Occidental Oil Company, og var lokaö vegna ástands i öryggismálum vinnustaðarins. Kennarar handteknir fyrir að fella niöur vinnu BRIDGEPORT, Connecticut, 25/9 (Reuter) — 1 gær lauk nitján daga verkfalli kennara i Bridgeport. Meöan á verkfall- inu stóö voru tvö hundruö og áttatiu kennarar handteknir fyrirað neita að kenna. Kenn- arar samþykktu að hefja kennslu, eftir að samningar náðust við menntamálaráö borgarinnar. Kennarar þeir sem i fangelsi sátu voru þá látnir lausir. Flóö eyöileggja hrísuppskeru BANGKOK, 25)9 (Reuter) — Stormur geysaði i Norður-VIetnam i dag. Búist er við að hann leggi suöur á bóginn og nái miöhluta lands- ins á morgun. NIu héruð i suðurhluta landsins berjast enn við f lóð sem eyðilagt hafa mikla hrisuppskeru. Flóðin hafa einnig herjað á Laos og Kambodiu. — Talsmenn I þessum löndum segja náttúru- hamfarirnar vera einar þær verstu sem orðið hafa. Auk manntjóna hefur griðarlega stór hluti hrisuppskeru þess- ara þjóða eyðilagst. Tals- maöur stjórnvalda I Hanoi sagöi aö alþjóðlegrar hjálpar væri þörf. Barn fœöist eftir andiát móöur CARDIFF, Wales, 25/9 (Reutei') — A föstudag fæddist barn þremur kortérum eftir aö móðir þess fórst i umferöarslysi. Barnið var ekki I tilraunaglasi, heldur undir belti móður sinnar. Þegar læknar komust að þvi aöhinnýlátnakona hefði verið þunguð, framkvæmdu þeir keisaraskurö á likinu. Konan hafði verið komin átta mánuði áieið meögöngunnar. Að sögn lækna er barniö ekki sérlega hraust, en þeir berjast fyrir lifi þess. Faöir barnsins er undir meðferð vegna áfallsins sem hann varð fyrir. Að sögn kvenlækna i Cardiff, er möguleiki á að börn fæðist allt að klukkutima eftir dauða móður þeirra. • • Omurlegt ástand ríkir í Nicaragua Þúsundir manna hafa flúiö land MANAGUA, 25/9 (Reuter) — Nd hafa stjórnvöld i Nicaragua náö borgum þeim á sitt vald, sem uppreisnarmenn héldu þar til i siðustu viku. Esteli er sú borg sem einna verst fór út dr innrás stjórnarherjanna, — þar, sem viða annars staðar stendur ekki steinn yfir steini. Sprengjuárásir flugvéla lögðu byggingar I rdst, aukþesssem margarbera merki vélbyssuskota. Enn er alls óvitað hve margirlétu lifið i átökunum l Nicaragua. Talsmenn Rauða krossins skýrðu frá þvi, aö þeir hefðu fundið fjöldagröf i Esteli með fimmtiu manneskjum. Viða eru tfk brennd, af ótta við farsótt- ir. Stjórnarhermenn hafa verið sakaðir um grimmd, þá sérstak- lega i garö óbreyttra og óvopn- aðra borgara. Ein kona benti grátandi á rústir heimilissins og sagði hermenn hafa ekiö skriö- drekum inn I húsið, þrátt fyrir að hún hefði hrópað aö börn væru þar inni. Vopn liggja viða á göt- um, og má sjá að vopn þau sem ungmenni notuðu gegn herjum Somoza forseta voru mjög ófull- komin. Fáni sandinista lá fótum troðinn á aðaltorgnu i Esteli, og hafa borgarbúar flúiö rústir heimili sinna i leit að fæðu og skjóli. Einn flóttamanna sagöi við fréttamenn að þeir mættu gjarn- an segja umheiminum aö stjórn- arhermenn hefðu lagt Esteli l eyöi. Almennir borgarar eru nú enn andsnúnari stjórninni eftir aðfarir hennar. Herinn neitar öll- um ásökunum og segir að ef fólk kvarti undan grimmd hermanna, sé það sök dulbúinna skæruliða. 1 borginni Chinandega þurrkuðu stjórnarhermenn einn skæruliða- hóp gersamlega út. Uppreisnar- menn sem flúið hafa út á land, hafa verið skotnir úr lofti. Ibúar i Chinandega hafa skýrt frá þvi að á meðan skæruliðar höfðu borgina á valdi sinu, hefðu þeir dreift matvælum til fólksins. Skæruliðar hafa nú flúið til fjalla og mörg ungmenni slegist i för með þeim. 1 gær sprungu tuttugu sprengj- ur i Managua og kveikt var i bil- um i borginni. Uppreisnarmenn segjast halda áfram baráttunni og segja að hver sá sem styðji stjórnina sé andstæöingur fólks- ins og verði meðhöndlaður sem slikur. Utanrikisráðherrar Ameriku sitja nú fund og ræða ástandið i Nicaragua. Fulltrúar Bandarikja og Venezuela hafa lagt til að rannsakað veröi hvort frásagnir fólks af grimmd stjórnarherja eigiviö rök að styðjast. Fulltrúar herforingjastjórna vilja hins vegar ekki að slikt yröi gert, þvi ekki megi gripa inn i innamíkis- mál Nicaragua. Þvi hefur ekki náðst samkomu- lag rikjanna um að rannsakað verði fjöldamorð stjórnarhers á óbreyttum borgurum. Utanrikis- ráöherra Venezuela, Simon Consalvi sagði að þrátt fyrir veika samstöðu yrði reynt að berjast fyrir mannréttindum i Nicaragua. Um það bil sjö þúsund og þrjú hundruð manna hafa flúið frá Nicaragua til Honduras að sögn flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóöanna. Auk þess eru að minnsta kosti þrjú hundruö kom- in yfir landamærin til Costa Rica. Flóttamannahjálpin hefur sent yfirvöldum i Honduras 150 þúsund dollara sem verja á til hjálpar flóttamönnum. Yflr 130 farast i flugslysi SAN DIEGO, Kalifornia, 25/9 (Reuter) — I dag hrapaöi farþegaflugvél með 134 mönn- um innanborðs, er hún rakst á litla flugvél. Sjónarvottur segist hafa séö þrjár spreng- ingar áður en vélin hrapaöi niður á fimm Ibúöarhús. Enn eróvitað hve margir fórust, en siðustu fréttir hermdu að alla vega 136 menn hefðu látist. Oryggiseftirlitió 50 ára Skýrsla um starfsemina 1928-1978 komin út öryggiseftiriit rikisins á 50 ára afmæli um þessar myndir. 1 tilefni af afmælinu er komin út 76 blaðsiðna skýrsla um starfsemi eftirlitsins 1928—1978 og eru i henni margar fróðlegar upplýs- ingar m.a. um vinnuslys og slysa- rannsóknir á islandi. Auk Friðgeirs Grimssonar öryggismálastjóra er starfsfólk eftirlitsins nú þrennt á skrifstofu, 3 tæknifræðingar, 5 vélstjórar og einn vélstjóri að auki sem er umdæmisskoðunarmaöur á Norðurlandi. Þá eru 3 umdæmis- skoðunarmenn að hluta og 23 aðstoðarskoöunarmenn að hluta. A blaðamannafundi i gær taldi Friðgeir Grimsson öryggismála- A blaðamannafundi I tilefni af 50 ára afmæli öryggiseftirlitsins I gær: F.v. Garðar Halldórsson tæknifræöingur, Friögeir Grlmsson öryggis- málastjóri og Jórunn Guðmundsdóttir skrifstofustjóri (Ljósm.: eik). stjóri aö tiðni vinnuslysa og um en þar þyrfti auðvitaö öryggi á vinnustöðum væri i svip- fjölmargt að bæta. uðu formi hér og i nágrannalönd- —-GFr. SVAVAR GESTSSON, viðskiptaráðherra: V er ólagsettir litió að hluta úr landi SvavarGestsson. 1 sjónvarpsþætti i gærkvöld skýröi Svavar Gestsson viðskiptaráðberra frá þvi aö á næstu dögum myndi hann skipa nefnd sem ætlað væri að hefja út- tekt og rannsókn á verðlagsmál- um innflutningsverslunarinnar. t nefndinni munu verða fulltrúar þeirra stofnana sem hafa með ýmsum ha'tti með innflutning aö gera s.s. verðlagsskrifstofa, gjaldeyriseftirlitið, tollskrif- stofan o.fl. Nefndinni er ætíað að skila niðurstöðum um næstu ára- mót. Það kom fram hjá viðskipta- ráðherra að i ráði væri aö efla embætti verðlagsstjóra og gera þvi kleift að flytja hluta verðlags- eftirlitsins úr landi og fylgjast reglulega meö innkaupsveröi á algengustu neysluvörum i nágrannalöndum. Georg Olafsson upplýsti i sjón- varpsþættinum að ákveðiö væri aö halda áfram samnorrænum verð- lagskönnunum og næsta könnun myndi beinast að verði á neyslu- vörum út úr búö, en ekki að inn- kaupsverði eins og sú könnun sem til umræðu var i þættinum og vakið hefur miklar deilur hér- lendis. 1 henni fólst visbending um að innkaupsverö hérlendis væri 20 — 27% hærra en annars staðar á Norðurlöndum. Fulltrúar verslunarinnar héldu þvi hins vegar fram i sjónvarps- þættinum að ef samanburður væri gerður á verði út úr búð yrði hann ekki eins óhagstæður og samanburður á innkaupsverði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.