Þjóðviljinn - 26.09.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Qupperneq 7
Þribjudagur 26. september 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 var þungur. Þetta voru þeir timar, þegar skáldalaun rýrn- uðu frá ári til árs, og ólafur varð sifellt að vinna önnur störf til að geta haldið áfram að skrifa. Heilsan tók að gefa sig, eftir að hann hafði sent frá sér nokkrar bækur til viðbótar, þar á meðal framhald að sveitasög- unni Fjallinu og draumnum, mikla skáldsögu sem hann nefndi Vorkalda jörð, einnig Gangvirkið, þar sem hann sneri sér aftur að borgarlifinu, nú með reynslu þroskaðs höfundar að baki. Það var árið 1955, að sú bók kom fyrir almenningssjón- ir, og siðan sendi Ólafur ekki frá sér langa sögu fyrr en 1972, Hreiöriö. Og þá varð hvellur. Enn á ný fylltust menn gremju og kvörtuðu sáran. Og nú átti höfundur sér ekki lengur bróður að baki, þar sem Þjóðviljinn var. Enginn virtist lengur geta skilið höfund sem var mótaður af kreppuárunum og vissi hvað „soðning og rúgbrauð” kostaði áður fyrr. Nokkrum mönnum blöskraöi þó svo mjög skrif rit- dómaranna að þeir stungu niður penna höfundi til varnar. Dómarnir megnuðu þvi aöeins að draga úr sölu bókarinnar um hrið. Og Ólafur var ekki af baki dottinn. Yfirleitt höfðu vinir hans ekki gert ráð fyrir að hann haslaði sér völl að ráði nema i sagnagerð, þótt hann setti sam- an ljóð og ljóð af hagleik, en nú kom eftir hann ljóðabók sem skipaði honum á bekk með helstu ljóðskáldum þjóðarinnar. Fyrir þessi ljóð hlaut hann bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrstur íslendinga, og var sannarlega óvænt að hann skyldi hljóta þau fyrir ljóö, en ekki sagnagerð sem hafði verið meginskerfur hans til islenskra bókmennta. Ég hafði bent á það i blaða- grein, að Hreiðrið væri verðug bók að leggja fyrir Norður- landaráð', en auðvitað var þess ekki að vænta að slikt gæti orð- ið, eins og andróður menningar- skriffinnanna var gegn bókinni. Nú hefur hún hinsvegar verið þýdd á önnur Norðurlandamál, og kveður heldur betur viö ann- an tón en hjá mörlandanum, þegar bókin kom út. Hvarvetna þykir hún merkileg og snilldar- vel skrifuð. Danir voru hissa að þekkja ekki höfundinn, þegar hann fékk verðlaunin, en með hverri bók sem komið hefur út eftir hann meðal frændþjóða okkar siðan, þar sem verk hans voru svo litið þekkt áður, hefur hann aukið hróður sinn og sannfært ritdómara og bókmenntamenn þessara þjóða um að hann sé fullgildur i heimsbókmenntun- um. Það segir vissulega nokkra sögu um norrænai samvinnu á menningarsviðinu, að bækur hans skuli hafa verið þýddar á mörg fjarskyld tungumál áður en þær voru þýddar á Norður- löndum, og að til þess skuli hafa þurft bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Hitt er fagnaðarefni, að höfundurinn skuli nú hafa hlotið verðskuld- aða athygli og sýnt frændum okkar fram á það, að enn séu skrifaðargóðarbækurá Islandi. Jón óskar Sú var tiðin að fánar voru dregnir hátt á stöng hinn 26. september á afmælisdegi Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, i höfuð- staðnum og viðar. — Þvi svo höfð- ingjadjarfur gerðist þessi piltur á sinni fyrstu heimsreisu, að smeygja sér inn í veröldina ein- mitt á afmæli kóngsins yfir öllu danaveldi, Kristjáns hins tiunda, sem hafði þá nýlega bætt heiti vors lands við hinn langa embættistitil sinn. Nú eru vist all- ir þegnar danaveldis hættir að flagga þennan dag. En forðum daga, þegar við gömlu vinirnir, Jón og ólafur, löbbuðum um miðbæinn fór það ekki framhjá okkur né öðrum að 26. september var merkisdagur. Þá voru lika fleiri fánastengur i miðbænum en nú eru. Þegar manni er boðið rúm i góðu dagblaði til að setja þar á áberandi stað árnaðaróskir og kveðjur á sextugsafmæli gamal- gróins vinar, er vandi velboðnu að neita. En ekki má hæla Ólafi mikið. Það kynni honum að mis- lika. Ekki væri heldur viðeigandi að fara að snupra afmælisbarnið, ef maður kynni að geta fundið aö einhverju. Liklega kæmi honum best, að ég færi að tala um eitt- hvað annað en hann, eins og þeg- ar menn skrifa mest um sjálfa sig i ritdómum og eftirmælum. — Einhverju sinni, þegar nýkomin var út ein af hinum mörgu stóru og vönduðu Kjarvalsbókum, spurði einhver vinur meistarans hann að þvi — hann var þá enn á lifi —hvernig honum likaði bókin. Hann svaraði: Eg er ekki farinn að lita i hana. Er eitthvaö i henni um mig? — 0 — Tveir montnustu menn á ts- landi, var sagt um þá tvo menn unga, sem hér eru helst til um- ræðu, undirritaðan og Ólaf Jóhann. Það var Kristinn E. Andrésson, sem felldi þennan dóm. Bætti raunar við: á götu. Kannski hefur fleirum en Kristni þótt þessir tveir ungu rit- höfundar eða rithöfundaefni láta sem þeir ættu nokkuð undir sér, stórfrægir strax innan við tvitugt, eða það hafa þeir liklega haldið sjálfir. — Nú er ég að tala um gamla daga, fyrir 40-45 árum. Þá var landið helmingi fámennara en nú og Reykjavik öll innan marka Hringbrautar og Snorra- brautar (sem þá hét raunar lika Hringbraut). Þá vissu flestir ein- hver deili á öllum. Þegar fundum okkar Ólafs bar fyrst saman hafði hann gefið út tvær bækur — og var þó aðeins 17 ára. Ég hafði komið einu kvæði á prent, var þó nærri tveimur árum eldri. Hann varð þvi — miklu virðingarmeiri maður — að stiga fyrsta sporið til kynningarinnar. Og alla tið siðan hef ég litið upp til Ólafs og oft spurt hann ráða, og það hafa fleiri en ég gert, þvi auk þess að vera mikill smekkmaður á skáldskap, er hann svo vel að sér i islensku máii, að þar standa honum fáir á sporöi, jafnvel þótt meiri hafi pappira uppá lærdóm- inn i þeirri grein. En ég var að tala um gamla daga, uppáhaldsumræðuefni þeirra, sem farnir eru að fella af ogkomnireru á raupsaldurinn. — Já, þá var nú gaman að spóka sig i miðbænum. Og þó ég væri sæmi- lega kvikur á fæti i þá daga, var Ólafur oftast nokkrum skrefum á undan mér og þurfti að lita yfir gleraugun til þess að vita hvort ég væri þarna ennþá. Honum lá nefnilega alltaf á. Þá var mikill skáldskapur i verslunargluggun- um — ekki aðeins i bókabúðunum, — og mannlifið fjölbreytt og forvitnilegt. Tómas átti þá Reykjavik alla, a.m.k. frá Bankastræti og vestur á Seltjarnarnes, stóð stundum á tröppum Landsbankans og horfði yfir Austurstræti, þvi þá var hann starfsmaður Hagstofunnar og þurfti oft að bregða sér með góð- borgurum yfir á Hótel Borg. Steinn Steinarr réði rikjum á Hressingarskálanum og kaffi- stofunni i Alþýðuhúsinu. Villi frá Skáholti varð að láta sér nægja Hafnarstræti og Arnarhól fyrir sig og sina fjölmennu hirð. — Við Ólafur vorum bara efnilegir strákar, himinlifandi glaðir ef við fréttum af svo sem hálfri auka- setningu, sem Sigurður Nordal og Magnús Asgeirsson höfðu látið falla okkur til viðurkenningar i góðum mannfagnaði. A þeirri tið voru andlegar samgönguleiðir galopnar. Allt fréttist, lof sem last, að visu stundum skrumskælt og breytt, þá eins og nú. En auð- vitað lögðu menn saman tvo og tvo og trúðu svo þvi. sem kom sér betur. Kristmann og Laxness höfðu lika þó nokkurt álit á okkur — einkum Ólafi, voru ekkert upp- yfir það hafnir, þegar heimsfræg- ir, að tala við grænjaxla. Nei. Svona má ég ekki halda áfram. — Hér á ekki að skrifa sögu okkar ólafs. Ég ætla ekki heldur að varpa öndinni og segja: En hvað timinn hefur liðið. — Ef við Ólafur höfum vitað af okkur i æsku, held ég að það hafi fljótt farið af. Eiga ekki allir ungir menn, sem einhver töggur er i, allan heiminn? — Ef ég ætti að gefa þessum gamla félaga min- um einhverja einkunn væri hún helst sú, að minni yfirlætismann hafi ég varla þekkt né hlédrægari. Hann hefur ekki barið bumbur og sagt: Hér kem ég. Hann passar að þessu leyti illa i kram þeirrar auglýsingaaldar sem okkar timi er. ólafur er stórvandaöur mað- ur, bæði einkalega og sem rit- höfundur, allt verður aö vera ekta, nákvæmt og ekta. — Kannski hefur þessi alþýðlega samviskusemi tafið nokkuð fyrir opinberum frama haps. Starf rit- höfundar, einkum þeirra sem allt sitt eiga undir gengi sinu á þeim eina vettvangi, hlýtur að nokkru að verða kapphlaup við að ná almennri hylli. Þar getur það orð- ið þröskuldur á vegi manns, að mega ekki vamm sitt vita i neinu. Þar er varla nóg að vera, maður verður helst að sýnast lika, þegar það á við og ekki um stórt að véla. Mikil stefnufesta, óhvik- ull trúnaður er einkenni ólafs. A tslandi verður ekki þverfótað fyrir skáldum, meira að segja góðskáldum. Ég gæti trúað, að þrátt fyrir erfiðar aöstæður, sé hvergi á byggðu bóli, — nema þá kannski i Færeyjum —, eins mikil samkeppni I þessum efnum og einmitt hér. En hér er brauðið naumt til skiptanna og skáldarig- urinn landiægur. Ólafur er ekki mikili bardaga- maður. Hann hefur setið við skrifborðið langan vinnudag, frumsamið og þýtt — og lesið prófarkir. Hann hefur átt þvi láni að fagna að handrit hans hafa ekki verið endursend frá forleggj- ara, en þar hefur hann aldrei átt fjársterka aðila að eða góða aug- lýsingamenn. Kannski hefur hann lika fengið að heyra það stundum, eins og fleiri sem gert hafa til sjálfssin miklar listrænar kröfur, að það sé seintekinn gróöi að gefa út bækur eftir slika höfunda. En þótt peningagengi ólafs hafi ekki verið i jöfnu hlutfalli við vöndun og mikilvægi verka hans, hefur hann alla tið frá fyrstu skrefum á rithöfundarbrautinni átt fjölmennan hóp aðdáenda, bæöi hérlendis og lengra úti i heiminum. Bækur hans hafa viða verið þýddar erlendis. A Norður- löndum var'hann þó ekki að verð- leikum kunnur fyrr en hann hlaut Norðurlandaverðlaunin 1976. — Nú fyrst er vegur hans að opnast til mikillar utanlands frægðar — og um leið til aukinnar og almennrar viðurkenningar á ts- landi. Þvi fagna vinir hans, eink- um vegna þess að hér kemur frægð og frami á réttan stað, að verðleikum, þótt fyrr hefði mátt vera. Hér er ekki stund né staður til þess að fella dóma um verk Ólafs. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna stilsnilld hans og mál- fegurð, hárviðkvæma nákvæmni hans á þvi sviði. Hvergi finnst mér honum takast betur en i lýsingum á börnum, ungling- um og gömlu fólki. Þessir kost- ir koma gleggst i ljós i smásög- um hans og styttri skáldsög- um að ógleymdum barnabók- unum. — En þótt Ólafur sé mikill frásagnarmeistari hefur ljóðrænan alla stund verið rikur þáttur i stil hans og töfrar máls- ins hvarvetna glitrað eins og samfellt viravirki. Þessara kosta nýtur Ólafur nú hin seinni ár i ljóðum sinum. — Góðar óskir sendir hér gamall vinur, honum og hans húsi á hátiðisdegi. Jón úr Vör Já, Ólafur minn Jóhann Sig- urðsson. Það eru ekki nema 46 ár siðan ég kynntist þér berfættum i frá- flakandi skyrtu, slettóttum úr Torfalækjarmýrunum i ágúst- mánuði 1932, þegar þú komst með mjólkurbrúsann á morgn- ana niður að Alftavatni, en ég kom úr Þrastaskógi róandi yfir Sogið á pramma, til þess að sækja mjólkurdropann handa fjölskyldu minni. Ég lenti ekki viö neinn fjörustein. Þú varst þar jafnan fyrir, óðst upp að hné, kipptir i prammann og dróst hann upp á gras. — Og litlu siöar komstu um helgar með blikandi box full af nýtind- um berjum, stóðst við þjóðveg- inn hjá Þrastarlundi og seldir ávexti jarðarinnar. Þetta gekk svo vel, að þú varðst svo efnað- ur að þú gast keypt pappir og fleira ritfanga. Það einkenndi þig þá, að þú varst fullur af atorku. Og þegar einhverju jákvæðu verki var lokiö, gaus upp úr þér hláturinn og andlitsdrættirnir á hinni drengjalegu ásjónu lýstu i senn feginleik og fullnægju, enda var engin þraut að vaða mýrarnar i sliku skapi. Þarna var vinur okkar, hinn göfugi Aðalsteinn Sigmundsson. Og það var árið eftir þessi fyrstu kynni okkar, að þú sást i fyrsta sinn nafnið þitt á prenti. Það var i Sunnu, riti okkar Aðalsteins, undir greininni Þrastaskógur. Litlu seinna varstu á hlaupum i Reykjavik, sendisveinn Al- þingis, með tösku undir hand- leggnum, auðvitað úttroðna af handritum. Og i bliðalogni bæjarmollunnar sýndi gustur- inn frá þér 6 til 8 vindstig. Og svo komu yndislegu sög- urnar, þinar Við Álftavatn. Og við vorum aftur komnir um sumarkvöld austur að álfta- vatninu bláa með skrúðgrænum höfðum i kring og rökkurbláma yfir fjallahringnum I austur og norður. Og viö hittumst i Kaup- mannahöfn um það bil sem fyrstu stóru skáldsögurnar þin- ar voru i deiglunni. Þú komst til okkar á Slagelsegade 24, ásamt góðvini þinum, Hermanni Einarssyni, sem var að lesa náttúrufræði. Þú leiddir mig til vinar þins, meistara Jóns Helgasonar. Og svo framvegis. Seinna, — já, seinna varstu aftur kominn á flug. Kannski varþaðnæst, aðégsá þigleggja að landi á amerikuskipi viö hafnarbakkann i Reykjavik, er þú varst að koma úr dvöl vestra, og hafnarbakkinn var troöfullur af fólki, til þess aö fagna vinum og vandamönnum. Þú stóðst fráneygur i mannþyrpingunni við borðstokkinn. Og allt i einu komst þú auga á ástina þina á bakkanum. Ég sá ekki, hvað margir féllu um koll, þegar þú varst aö ryðjast gegnum mann- þyrpinguna til hennar, en marg- ir voru vitni að ástúðlegum samfundum. Þarna var hún Anna þin — sú eina Anna, sem beiðþin meö hamingjuna i brosi og fasi. Ég ætla að minnast þeirra daga, þegar við stóðum að þvi aö stofna Félag byltingarsinn- aðra rithöfunda, fyrsta rithöf- undafélag Islands, ásamt mörg- um góðum félögum. Af öllum félögunum áttuð þið Jón úr Vör mest i vændum. Framtiðina, sem við sáum þá i hillingum, höfum við nú i handarkrikan- um. Þið voruð fullir af óróa, eiginlega móðir af áhuga. Og það hefur rætzt vel úr ykkur báðum, þar sem þið eruð nú, segjum rosknir og ráðsettir menn, i fremstu röð samtiöar- manna ykkar sem skáld. Þaö er gaman aöhafa fylgst með ykkur þennan feril. Ég árna ykkur allri fjölskyld- unni heilla á þessum degi, sextugsafmæli þinu, Ólafur Jó- hann. Það var auðfundið fyrrum, að þér lá talsvert á að komast áfram. Og það er mál manna, að þegar þú gengur núna kring- um Tjörnina, komi enn kast- hviður á vatnið. Veröi svo sem lengst. Gunnar M. Magnúss. Skáld og ritsnillinga ber okk- ur að hafa i heiðri hversdags og gera okkur verk þeirra samlif öllum stundum jafnt. Það eru hins vegar örlög þess- ara manna að verða opinber eign sem framar öðru er vitnað til á stundum mikillar gleði eða þungrar sorgar. Þetta er einn þátturinn i notagildi skáld- skapar sem trauðla breytist. Svo segir mér hugur aö Ólafur Jóhann Sigurðsson sé öðrum mönnum minna fenginn fyrir að af honum sé gert stáss á tilli- dögum, þó hefur það orðið hlut- skipti hans að verða flestum islenskum rithöfundum meiri opinber frægöarmaður. Þegar ritstjórn Þjóðviljans minnti mig siðdegis á laugar- daginn var á sextugsafmæli hans i dag var ég þess næsta varbúinn að syngja háan tenór eöa djúpan bassa i þeim lofkór sem skáldið verðskuldar á slik- um degi. Hins minntist ég að ég átti ólafi Jóhanni ógoldna þökk fyrir gamla gjöf og fyrir þvi eru þessar linur ritaðar. Það var vist vorið 1935 að ég var orðinn stautlæs og mér barst afmælisgjöf frá afa min- um og ömmu á Akureyri, dálitil bók — Við Alftavatn. Ég man þessa bók enn eins og hefði ég fengið hana i hendur i gær. Hvit forsiða kápunnar með bláu letri, litil sporöskjumynd af ungum, laglegum manni og teikning Tryggva Magnússonar af vordegi eilifðarinnar — Við Alftavatn. Næstu daga hvarf ég inn i veröld þessarar bókar, las hana einn og óstuddur, varð fulllæs og uppliföi i fyrsta sinn á ævinni töfra skáidskapar. Ég lék mér með Torfastaðabörnunum, sigldi á kistu, fór á skautum, seldi ber og háði snjóboltastrið. Ég felldi tár með höfundi yfir örlögum Búkollu og grimmd gæsaveiðimannsins. Ég kom annar maður út úr þessum heimi aftur og sá mina eigin veröld nýjum augum: sá mitt eigið álftavatn i fersku ljósi, alla fuglana og dýrin og umfram allt óþrjótandi mögu- leika á að lifa upp ævintýr og unað i þeim heimi sem ég byggði. Enga aðra bók hef ég siðan lesið með sama hætti. Við Álfta- vatn og veröld hennar er full- komlega samsömuð tærustu og einlægustu bernskuminningum minum. Fyrir þetta vil ég nú þakka höfundi á þessum degi. Það væri ónýtt efni i stuttri afmælisgrein aö taka að telja upp fyrir lesendum Þjóöviljans æviatriöi Ólafs Jóhanns eða skáldverk hans. Siikur fróðleik- ur er hverjum manni tilkvæmur i nokkrum handbókum og uppsláttarritum um bókmenntir og persónusögu samtiðarinnar. öllum má lika án sliks lestrar vera kunnugt að hann hefur frá sextán ára aldri verið i röð list- fengustu höfunda islenskra, samið nokkuð jöfnum höndum barnasögur, skáldsögur, smásögur og ljóð. Hitt mættu unnendur skáld- skapar ólafs Jóhanns fremur staldra við á þessum degi og hugleiða, hvað hann hefur verið að segja okkur i verkum sinum og hvernig hann hefur tjáð boðskap sinn. Ef til vill hefur hlutskipti þeirrar kynslóðar islenskra rit- höfunda, sem ólafur Jóhann heyrir til, verið eitt hið torveld- asta á þessari öld. Þeir fæddust inn i islenskt samfélag þar sem enn stóðu að mestu leyti óhögguð þau lifs- gildi sem um aldir höfðu skapast og dugað alþýðu manna við þröng kjör. Þeir lifðu heimskreppuna, harðnandi stéttaátök og uppgang fasism- ans á mótunartima unglingsár- anna, þegar hin fornu gildi þrátt fyrir allt voru enn vörn i hörðum heimi. Fulltiða menn og mótað- ir lifðu þeir ógn heimsstyrjald- arinnar siðari og þá algjöru kollvörpun samfélagsaðstæðna og siðalögmála er sigldi i kjölfar hennar á Islandi á fimmta ára- tugnum. Sú umturnun var ekki nema að litlu sprottin úr djúp- um þjóðfélagsþróunar eða af röklegri innri þörf heldur að mestu til komin fyrir sakir ytri atburða sem við réðum ekki yfir. Kynslóð Ólafs Jóhanns var mótuð og þó enn móttækileg á þessum umby ltingarárum heimsstyrjaldar og kalda striðs. Kjarnlægt þema i verkum höfunda hennar er leitin að nýrri fótfestu. Þeir horfa ekki reiðir um öxl. Þeir horfa einatt angurværir um öxl til veraldar sem var. t þvi endurmati allra gilda sem nýir timar krefjast getur leit þeirra leitt i ýmsar áttir. Standast gömul siðleg gildi, erum við þess megnug að leggja nýjan grunn verðmæta eða lifum viö i ginnungagapi? .Jafnframt er listræn og bókmenntasöguleg staða þess- arar kynslóðar sú að höfundarn- ir ólust upp i veldi mikillar hefð- ar raunsæilegrar frásagnarlist- Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.