Þjóðviljinn - 30.09.1978, Page 3
Laugardagur 30. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
ERLENDAR FRÉTTIR
r
í stuttu
máli
L____________________
Forsetar Kólumbíu og Venezuela
hvetja til aögerða gegn Somoza
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, 29/9 (Reuter) — Forseti Alls-
herjarþingsins, Kólumbiumaöurinn Indalecio Lievano Aguirre
dreifði i gær bréfi til Allsherjarþingmanna, sem forsetar lands
hans og Venezueia skrifubu.
Þeir Carlos Andres Pérez forseti Venezuela og Julio César
Turbay Ayala Kólumbiuforseti minna umheiminn á þá voveif-
legu atburði sem nú gerast i Nicaragua, og hvetja til skjótra að-
gerða til að stöðva megi þjóöarmorð það sem nú er framiö i land-
inu, undir stjórn Somoza forseta. Þeir minntu á aö saklaust og
hjálparvana fólk landsins þarfnaðist samstöðu heimsins gegn
ógnarstjórninni.
Forseti Allsherjarþingsins, sem er utanrikisráðherra lands
sins, sagði að hann vildi koma bréfi þessu á framfæri, þar sem
mikið hefði verið rætt um ástandið i Nicaragua á þinginu.
Fulltrúi Nicaragua hjá S.þ.
segir af sér til að mótmæla
stjórn Somoza.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, 29/9 (Reuter) — Fulltrúi I sendi-
nefnd Nicaragua hjá Sameinuðu Þjóðunum sagOi af sér i gær I
mótmælaskyni viö þjóðarmorö þau sem stjórn Somoza forseta
hefur framiö á sföustu vikum. t bréfi sem hann skrifaöi til Alls-
herjarþingsins fordæmdi hann hræsnara þá sem tala fagurlega
um mannréttindi en þegja yfir þjóöarmoröi þvi sem haröstjórn
Somoza er aö fremja á ibúum Nicaragua.
Maöur þessi heitir Enrique Paguaga Fernandez og er ihalds-
maður. Hann hefur veriö sendifulltrúi lands sins hjá Sameinuðu
Þjóöunum i fimm ár. Hann krefst þess að Somoza segi strax af
sér, þar eð þvi lengur semhann riki aukist hættan á að vinstri
stjórn taki völdin.
Kommúnisti myrtur í Róm
RÓM, 29/9 (Reuter) — 1 gærkveldi voru tveir menn skotnir fyrir
útan skrifstofu kommúnista I Róm. Dó annar þeirra en hinn
særöist alvarlega.
Mennirnir sátu á bekk fyrir utan skrifstofuna og voru að lesa
dagblað kommúnista, 1 ’Unitá, þegar tveir menn óku framhjá
og skutu þá með fyrrgreindum afleiðingum.
Maðurinn sem lést hét Ivo Zini og var aðeins tuttugu og fjög-
urra ára gamall.
Kveikti í tilað komastí brunaliðið
BRISTOL, 29/9 (Reuter) —Ungur Breti sem á þá ósk heitasta aö
veröa brunaliösmaöur greip til örþrifaráös til aö sýna fram á
hæfni sina sem slikur. Hann kveikti i tómu húsi og ætlaði aö
hjálpa slökkviliði bæjarins viö aö ráöa niðurlögum eldsins, en
þegar logarnir fóru aö brciöast út varö hann hræddur og hljóp i
burtu.
Starfsmenn réttvisinnar voru ekki á sama máli og pilturinn og
sögðu að fólk hefði ekkert með að kveikja i húsum til þess eins að
geta slökkt eldinn aftur.
Skírt í drottins nafni sem djöfulsins
LONDON, 29/9 (Reuter) — Hjón ein i London sem tileinkuðu
dóttur sina djöflinum fyrir viku, vilja nú einnig skira hana i Guös
nafni. Móðir barnsins segist endiiega vilja skira barniö i kirkju,
þótt hún sé ekki reiöubúin til aö snúa frá sinni djöflatrú.
Ekki gat hún skýrt hvers vegna hún vildi að dóttir sin yrði
einnig skirö að kristinna manna sið. Maöúr hennar, sem er
sálnahirðir Satans segir heldur ekkert hafa á móti þvi aö dóttir
hans verði skirð. Hann segist ekkert hafa á móti kirkjum og telur
þær meira að segja leiða margt gott af sér. Hann skaut þvi inn
um leið að hann hefði afl til að drepa með göldrum, en það afl
fengi hann frá plánetu einni sem hann vildi ekki'nafngreina.
Djákninn i Luton haföi þaö um málið aö segja, að engum, sem
einlæglega vildi skira barn sitt i Drottins nafni, yrði synjað um
slika bón, sem aftur á móti stórefaðist hann um að nokkur
prestur fengist til að skira barn þeirra hjóna. Þvi þau væru að
kukla með hættulega hluti sem hvorki hann né nokkur annar
þekktu nægilega til.
Margrét fagnar sjálfstœði sínu
og Tuvalu-eyjanna
FUNAFUTI, Tuvala, 29/9 (Reuter) — A sunnudag veröur sjálf-
stæöi Tuvalu-eyjaklasans I Kyrrahafi fagnaö, en hann hefur ver-
iö undir breskri stjórn i áttatiu og sex ár. Af þvl tilefni mun
Margrét prinsessa mæta sem fulltrúi Elísabetar systur sinnar.
Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Margrétar eftir aö hún lenti f
skilnaöi viö Snowdon lávarö.
Ibúar Tuvalu eru átta þúsund og eru þvi næst minnsta þjóð
heims, en sú minnsta er búsett á Nauru og telur aðeins sjö
þúsundir manna.
Freyðivín hækkar í verði
PARtS, 29/9 (Reuter) — Kampavínsframleiöendur skýröu frá
þvi i gær, aö i ár yröi minna um kampavin en áöur, auk þess sem
þaö yröi nokkru dýrara en áöur var.
Vegna kulda og raka i vor, mun ársframleiðslan nema aöeins
sjötiu og sjö milljónum flaska, en það er rétt helmingur þess sem
varð á siðasta ári.
Verðið mun hækka um tiu til þrjátiu af hundraði.
Jóhannes Páll
páfi er látinn
VATIKANIÐ/ 29/9
(Reuter) — I nótt lést
Jóhannes Páll páfí# aðeins
þrjátiu og þremur dögum
eftir að hann var kjörinn
eftirmaður Páls páfa, en
hann lést i byrjun ágúst-
mánaðar.
Einkaritari páfans undraöist að
hann væri ekki við bænagjörðir
snemma i morgun en fann hann
siðan dáinn i rúmi sinu. Talið er
að hann hafi látist úr hjartasiagi,
en hann hefur verið hjartaveill.
I morgun gáfu itölsku dagblöðin
út sérstök aukablöð sem fjölluöu
um páfann og hinn stutta starfs-
feril hans. Margir ttalir syrgja
hann og þótti þeim hann likjast
Jóhannesi fyrirrennara sinum
hvað ljúfmennsku snertir. Fjöldi
fólks var á götum úti, og sáust
margar konur fella tár. Ungur
maður sem telur sig vinstri sinn-
aðan, sagði andlát páfans snerta
sig djúpt, þar sem hann hefði
bundið vonir við páfa sem teldi
Jóhannes Páll Páfi.
sig fulltrúa fólksins en ekki borg-
arastéttarinnar.
t heimabæ hans var málað á
veggi: Lifi páfinn, — þegar hann
var krýndur. Aletranir þessar eru
ekki enn afmáðar, en i morgun
mátti sjá itaiska fánann i bálfri
stöng þar i bæ.
Starfsmenn itaiska flugfélags-
ins Alitalia sem voru i verkfalli,
hófu aftur störf i virðingarskyni
við hinn nýlátna trúarforingja. A
morgun verða allir skólar á ttaliu
lokaðir.
A Allsherjaþingi Sameinuöu
Þjóðanna var þögn i eina minútu
til að minnast páfans. Ræðumenn
sem töluðu i dag, viku frá texta
sinum og vottuðu samúö sina
vegna hins óvænta fráfalls hans.
Þúsundir manna lögðu leiö sina
i kirkju heilags Péturs, til að
votta páfanum hinstu viröingu, en
likamlegar leifar hans liggja þar
á látlausum börum. Andlit hans
bar merki um þjáningar, sem
hann hefur mátt þola áður en
hann kvaddi þetta lif. Nunnur og
prestar báðust fyrir á torginu
fyrir framan og syrgjendum varð
litið upp i glugga ibúöar hans, en
þeir voru allir lokaðir og dregið
fyrir.
Ritari Vatikansins, Jean Villot
kardinali mun gegna embætti
páfa til bráðabirgða, þar til annar
páfi verður kosinn, en það gerði
hann einnig eftir lát Páls páfa i
siðasta mánuöi.
A morgun munu kardinálarnir
hittast til aö undirbúa jarðarför
Jóhannesar Páls.
Ovissa um yiöræöur
Egypta og ísraela
KAIRÓ 29/9 (Reuter) — Mikil
óvissa rikti um þaö I Kairó i dag
hvenær Egyptar og tsraelsmenn
myndu taka upp þær friöarviö-
ræöur, sem samningarnir i Camp
David mæitu fyrir um. Gáfu
egypsk yfirvöld og opinber mál-
gögn ýmsar upplýsingar um
þetta, en þær stönguöust mjög á.
Síöan israelska þingiö samþykkti
i gær samningana frá Camp
David hafa egyptar búist viö
komu israelskrar sendinefndar,
sem heföi þaö hiutverk aö undir-
búa viöræöurnar og koma á sim-
sambandi miili landanna, en sú
sendinefnd hefur ekki enn látiö
sjá sig.
Egypskir heimildarmenn sögðu
að þessir erfiðleikar i sambandi
við að ákveða hvenær viðræðurn-
ar gætu hafist stöfuðu af hátiða-
höldum i lsrael, en á mánudag og
þriðjudag halda gyöingar upp á
sin áramót, og 11. október halda
þeir trúarhátiðina Jom kippúr.
Talið er að fyrstu viðræöur
Israelsmanna og Egypta muni
einkum fjalla um ýmis tæknileg
vandamál, sem tengd eru
brottflutningi israelsks herliðs
frá Sinai-skaga.
SUÐUR-AFRIK A:
Vorster kjör
Inn forsetl
HÖFÐABORG, 29/9 (Reuter) — 1
dag var John Vorster kjörinn for-
seti Suöur-Afriku, en hann sagöi
af sér sem forstæisráöherra fyrir
viku vegna heiisuleysis. Eftir-
maður hans er Picter Botha, en
hann tók viö embætti forsætisráö-
herra i gær, eftir mikla valdabar-
áttu innan stjórnarflokksins.
Búist er við að Vorster forseti
muni skipta sér meira af stjórn-
málum en fyrirrennarar hans
hafa gert til þessa. Þó sagöi hann
að loknu kjöri aö hans starf yröi
hafið yfir flokkadrætti. Hann mun
eflaust verða fulltrúi lands sins i
opinberum heimsóknum til ann-
arra rikja.
Hvað heilsu forsetans snertir,
sagði hann að læknar sinir væru
Vorster forseti Suöur-Afriku.
ánægðir meö gang mála. Nú
reynir hann eftir megni að hætta
tóbaksreykingum, en hann hefur
þótt reykja óhóflega mikið.
Réttarhöld í Túnis yfir
30 verklýðsforingjum
TÚNIS/ 29/9 (Reuter) — I
gær gengu sjötiu og sex
lögfræðingar út úr réttar-
sal, þegar réttarhöld hóf-
ust gegn þrjátíu verkalýðs-
foringjum. Gáfu dóms-
yfirvöld þa út skipun til
átján lögfræðinga sem
skyldaði þá til að vera við-
staddir réttarhöldin/ ella
yrði þeim refsað.
Mikil ólga varö þegar lög-
reglan lokaði aðstandendur hinna
ákærðu inni i hermannaskálum á
meðan á réttarhöldunum stæði.
Lögreglan handtók sautjan menn,
þ.á.m. son og tengdason fyrrver-
andi ritara Alþýðusambands
Túnis.
Lögfræðingarnir gengu út
þegar beiðni um frestun réttar-
haldanna var neitað, og gekk
fyrrverandi dómsmálaráðherra
landsins, Mohamed Bellalouna i
fararbroddi.
Aö sögn franska verkalýðs-
sambandsins, var fulltrúi þess við
réttarhöldin, Marcel Gaille hand-
tekinn af lögreglunni.
Sprenging í útvarpsstöð
Verkalýðsforingjarnir eru
ásakaðir um að efna til óeirða og
tiraunar til að velta stjórninni, á
meðan á allsherjarverkfalli stóö i
janúar á þessu ári. Að minnsta
kosti fimmtiu manns létust i átök-
um sem þá áttu sér stað.
AJACCIO, Korsiku, 29/9 (Reuter)
-í gær varö sprenging i útvarps-
stöövarbyggingu rétt fyrir utan
Ajaccio. Næturvöröur uppgötvaöi
sprengjuna og geröi iögreglunni
viövart, en hún sprakk, án þess þó
aö vaida mannatjóni. Hins vegar
olli hún töluveröum skemmdum
á útvarpsbyggingunni, sem vcriö
var aö ieggja siöustu hönd á.
Sprengingar hafa verið tiðar á
Korsiku á þessu ári, og talið að
bak við þær standi hreyfing sem
berst fyrir sjálfstæði Korsiku.