Þjóðviljinn - 30.09.1978, Qupperneq 7
Laugardagur 30. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Verkamaðurinn á rétt á að vera ábyrgur fyrir
verkum sinum. Hann á rétt á því að vaxa við störf
sin og finna gildi þeirra. I hinu kapítalíska
framleiðslukerfi er framleiðandinn óábyrgur fyrir
því sem hann framleiðir, hversu margar
kauphækkanir sem hann fær
Goðsögnin og
fjóstrúin
A þaki grafhýsis byltingar-
innar stendur flokksforystan,
æðstu handhafar rikisvaldsins
og yfirmenn hersins. Þeir eru i
sléttpressuðum frökkum, stifir i
öxlum, fölir i andliti og þöglir
sem gröfin. Þeir standa vörð um
goðsöguna um byltinguna og
riki verkalýðsins á meðan her-
fylkin marsera framhjá og
mannfjöldinn hefur andlit sin til
himins. A forhlið grafhýsisins
má sjá stóra andlitsmynd af
goðsagnahöfundinum sjálfum:
Karl Marx, — hversu mörg til-
efni hefur sá góði maður ekki
haft til að snúa sér við i gröf
sinni?
Hérá íslandi eigum við einnig
góða goðsagnasmiði. Vinsæl-
asta goðsögnin á Islandi fjallar
um hina einstöku einstaklings-
hyggju íslendinga. Hún er öllum
sönnum tslendingum i blóð
borin og þá sérstaklega at-
hafnamönnunum, sem i krafti
hennar eru ekki háðir landslög-
um nema að takmörkuðu leyti,
sérstaklega ef um stórþjófnaði
eða samsæri gegn hinni flat-
neskjulegu meðalmennsku al-
múgans er að ræða. ,,A vængj-
um vildi ég berast, Kalli minn!”
í dagskrárgrein i Þjóðviljan-
um 21.9. birtir Asgeir Daniels-
son (Fylkingarfélagi) okkur
lesendum nýja goðsögu i safnið.
Grein hans „Hugmyndir skrif-
ræðisins og hugmyndir bylt-
ingarinnar” er afar fróðlegt
innlegg i deilu þeirra Arna
Hjartarsonar (31.8.) og Arnar
Ólafssonar (8.9). Deila þessi
virðist á yfirborðinu fjalla um
þjóðernishyggju og einangr-
unarstefnu annars vegar, og
alþjóðahyggju og „eðlilega þró-
un framleiðsluaflanna” hins
vegar. Kjarni þessarar deilu
virðist mér þó vera fólginn i
mismunandi skilningi á hugtak-
inu „eðlileg þróun framleiðslu-
aflanna”, og ef dýpra er
skyggnst, þá snýst hún ef til vill
um mismunandi skilning á sög-
unni og framvindunni.
Ég fæ ekki betur séð en Asgeir
hafi með kenningu sinni um
„eðlilega þróun framleiðsluafl-
anna” búið til goðsögn og sögu-
heimspeki, sem bæði er hafin
yfir sjálfa söguna og hinn virka
þátttakanda leiksins, manninn
sjálfan. Þegar kenningin hefur
verið smiðuð, þá skal raunveru-
leikinn vera svo góður að hlýða.
hvort sem það annars er gert
með lögboði, logregluvaldi eða
bara tiltölulega meinleysisleg-
um rökfræðilegum sjónhverf-
ingum, sem auðvitað verður að-
ferð Ásgeirs. Sú aðferð leiðir
óhjákvæmilega til þversagna.
Dæmi: „Þótt forystumenn auð-
valdsins geri sér mæta vel grein
fyrir þvi að hrun heimsmark-
aðarins fæli i sér efnahagslegt
hrun eins og 1929, þá geta þeir
ekki nema i takmörkuðum mæli
spornað gegn tilhneigingu
einstakra rikja til efnahagslegr-
ar einangrunar...”
örfáum sentimetrum neðar
heldur Asgeir áfram: „Barátt-
an fyrir þessu markmiði
(skipulegri framþróun og efna-
hagslegri samvinnu) getur
aldrei falist i stuðningi við
einangrunarstefnu af einhverju
tagi. Þvert á móti er nauðsyn-
legt að berjast gegn slikum
tilhneigingum, hvort sem þæí
birtast i formi tollmúra, banni á
innflutningi erlends verkafólks
eða baráttu gegn fjárfestingu
erlendra aðila.”
Þetta verður ekki skiliö nema
á einn veg, „hugmyndir bylt-
ingarinnar” eru um leið helsta
hagsmunamál „forystumanna
auðvaldsins”. Þessi niðurstaða
er að visu i samræmi við kenn-
inguna um „eðlilega þróun
framleiðsluaflanna”, en hún er
ekki i samræmi við raunveru-
leikann, m.a. vegna þess að
A.D. vikur sér meðvitað undan
þvi að gera greinarmun á þeirri
„efnahagslegu samvinnu”, sem
á sér stað t.d. á milli fjölþjóð-
legra auðhringa og ýmissa rikja
þriðja heimsins og þeirri efna-
hagslegu samvinnu sem samið
er um á milli þjóðrikja á jafn-
réttisgrundvelli.
Ég held að við Asgeir séum
sammála um það, að hin
kapitaliska séreign, sem er
ávöxtur framleiðsluferlis, sem i
eðli sinu er félagslegt, verði fyrr
eða siðar sú hindrun i vegi
framleiðsluaflanna, að hún
verði að vikja. Þetta er þróun
sem skapar með sér mótsögn,
sem kalla má „eðlilega” út frá
rökfræðilegu sjónarmiði, en hún
verður óhjákvæmilega „óeðli-
leg” út frá sjónarmiði
þolandandans, sem knýr á um
að mótsögnin verði leyst. En þá
kemur hin stóra spurning:
Hvaða áhrif hefur félagslegt
eignarnám á framleiðsluöflin
sjálf — þar með talið verkafólk-
ið, tæknina, visindin, þekking-
una og einnig verkaskiptinguna
Ásgeir segir: „Framfara-
sinnað eðli sósialismans verður
þvi aðeins að raunveruleika, að
sósialistar megni að
skipuleggja alþjóðlega verka-
skiptingu á hærra stigi en þá
sem rikir innan auðvaldsþjóð-
félagsins i dag.”
Ekki verður þetta skilið á
annan veg en að sósialistar eigi
nú að taka að sér að fullkomna
þá alþjóðlegu verkaskiptingu,
sem auðvaldið hefur komið á.
öilum and-heimsvaldasinnum
er ljóst, að aðferð heimsvalda-
sinna til þess að misskipta gæð-
um jarðarinnar er fólgin i
ákveðinni tegund af „alþjóð-
legri verkaskiptingu”. Sam-
kvæmtskilningi A.D. virðist það
vera verkefni byltingarinnar að
koma þessari verkaskiptingu „á
æðra stig”, sem virðist þvi fela i
sér, að ekki verði um eðlisbreyt-
ingu á þessari verkaskiptingu
að ræða. Sósialisminn er þá orð-
inn ,æðsta stig auðvaldsins”
fyrir tilverknað hinnar
„skipulegu framþróunar”
framleiðsluaflanna og „skyn-
samlegu” efnahagssamvinnu.
Hvað varð um framleiðandann
sjálfan, gerandann i þessari
framvindu, er hann ekki týndur,
Asgeir?
Ein af röksemdum Asgeirs
fyrir þjónustuhlutverki erlends
auðmagns við framþróun fram-
leiðsluaflanna og stéttabaráttu
verkalýðsstéttarinnar á tslandi
og annars staðar er sú, að þessi
erlendu auðfélög borgi hærra
kaup en innlendir atvinnu-
rekendur og auki eftirspurnina
eftir vinnuafli. t fyrsta lagi veit
Asgeir það sjálfsagt betur en
flestir, að hin erlendu auðfélög
eru fyrst og fremst að sækja
hingað i ódýra orku, og vinnu-
aflskostnaðurinn er hlægilegt
brot af þeirri fjárfestingu sem
felst i orkufrekum stóriðnaði. '1
öðru lagi veit A.D. það einnig
betur en flestir, að hin fjölþjóð-
legu auðfélög, sem spenna anga
sina allt frá S-Kóreu, Indlandi,
S-Afriku, Zair, Brasiliu og til
Chilehafa það ekki á stefnuskrá
sinni að borga verkafólki hærra
kaup, heldur að þjappa saman
afrakstri vinnunnar á æ færri
hendur. En það sem verra er,
hér opinberar Asgeir það enn á
ný i málflutningi sinum, að hann
gengur út frá sömu hag-
fræðilegu forsendum og and-
stæðingarnir, — hinum peninga-
lega ávinningi. Sú kenning, að
maðurinn lifi af brauði einu
saman, og að stéttabaráttan sé
einungis fólgin i þvi að heimta
hærra kaup, hefur á máli marx-
ista verið kölluð ökonómismi,
en var einhvern timann kölluð
fjóstrú á islensku. Við Asgeir
erum sjálfsagt sammála um, að
arðrán það, sem hið kapitaliska
hagkerfi byggir á, sé ekki lið-
andi. Ég tel þó að annað atriði
vegi ekki minna i stéttabarátt-
unni: verkamaðurinn á rétt á
þvi að vera ábyrgur fyrir verk-
um sinum. Hann á rétt á þvi að
vaxa við störf sin, finna gildi
þeirra og finna að nauðsyn vinn-
unnar er jafnframt hin stærsta
dyggð. I hinu kapitaliska fram-
leiðslukerfi er framleiðandinn
óábyrgur fyrir þvi sem hann
framleiðir, hversu margar
kauphækkanir sem hann fær.
Framleiðslan verður honum sú
refsing eða sá táradalur, sem
hann þarf að ganga i gegnum til
þess að geta átt „tómstund” til
að sinna eigin þörfum. Frægt er,
þegar hlutfallslega vel launaðir
verkamenn á færiböndum bila-
verksmiðjanna i Detroit tóku að
vinna dulin skemmdarverk á
framleiðslu sinni. Þeir fundu, að
hvaðsem öllum kauphækkunum
leið, voru þeir þrælar ómennsks
kerfis. 1 stað þess að vaxa og
dafna af verkum sinum, veldur
launavinnan undir þessu kerfi
framleiðandanum andlegri og
tilfinningalegri bæklun og gerir
lif verkamannsins menningar-
snautt i þeim skilningi sem
menningin hefur með vöxt og
þroska að gera. Þetta er og
verður stærsti glæpur auðvalds-
ins gagnvart manninum og
menningunni.
„Eðlileg þróun framleiðslu-
aflanna” eins og hún snýr gagn-
vart verkamanninum, hlýtur
fyrst og fremst að beinast að þvi
að sinna þesum brýnu og raun-
verulegu þörfum mannsins. Til
þess þarf hann að taka tæknina,
þekkinguna og visindin i sina
þjónustu. Við vitum að núna eru
framleiðsluöflin skipulögð út frá
reglunni um framleiðsluna fyrir
ágóðann. 1 framtiðinni verða
þau að þróast- i samræmi við
hinar mannlegu þarfir.
Einhver veigamesta röksemd
andstæðinga sósialismans hefur
hingað til verið, að við höfum
ekki getað sýnt fram á að fram-
leiðsluöflin hafi tekið þeim
grundvallarbreytingum, sem
hér um ræðir i nokkru hinna
sósialisku rikja. Þar hefur að
visu verið komið skipulagi á
verkaskiptingun a , hin
kapitaliska séreign hefur verið
þjóðnýtt, en vinnan er hin sama
og sá afrakstur vinnunnar, sem
kallaður hefur verið gildisauki
og áður lenti i höndum kapital-
istans, fer nú i að halda uppi
risavaxinni yfirbyggingu hins
sósialiska rikisvalds, þar sem
hin „skynsamlega” skipulagn-
ing framleiðslunnar fer fram.
Það má ef til vill segja, að fram-
leiðsluöflin og verkaskiptingin i
þessum rikjum hafi þróast yfir
á „æðra” stig út frá vissum
hagkvæmnissjónarmiðum, en
hinn mannlegi þáttur byltingar-
innar hefur dagað uppi. Þrátt
fyrir nokkrar mikilvægar og
gleðilegar undantekningar i
nokkrum af hinum sósialisku
rikjum 3. heimsins, þá held ég
að þetta sé sú meginregla, sem
sérhver sósialisti og byltingar-
sinni verður að taka til gaum-
gæfilegrar athugunar, ef sósial-
isminn á ekki að þróast yfir i
það að verða „æðsta stig auð-
valdsins” innan ramma goðsög-
unnar um „eðlilega þróun fram-
leiðsluaflanna og verkaskipt-
ingarinnar”. Ameriski herinn
er hér á Islandi sem annarsstað-
ar i heiminum til þess að
tryggja ákveðna „þróun fram-
leiðsiuafla og verkaskiptingar”
Herstöðvaandstæðingar telja að
þessi „þróun” sé hvorki eðlileg
né nauðsynleg, þvert á móti lifs-
hættuleg. Þess vegna vilja þeir
að herinn fari. „Við byltingar-
sinnaðir kommúnistar”, svo
alþekkt slagorð sé notað, telj-
um að sú efnahagssamvinna og
verkaskipting, sem felst i raf-
orkusölunni til Alusuisse og
Grundartangakompanisins sé
ekki á jafnréttisgrundvelli og
við teljum að hún þjóni ekki
„eðlilegri” þróun islenskra
framleiðsluafla”, vegna þess að
markmið þessarar framleiðslu
er ekki að fullnægja mannlegum
þörfum, heldur að flytja auð úr
höndum margra i hendur fárra.
Það köllum við öfugþróun sem
stefni gegn lýðræðinu.
Ég sé fyrir mér i anda mið-
stjórn og æðstu valdhafa Fylk-
ingarinnar á þaki grafhýsis
byltingarinnar þar sem þeir
standa heiðursvörð um goð-
sögnina um „eðlilega þróun
framleiðsluaflanna” á meðan
álfjósin og gúrfjósin og stálfjós-
in mala þeim aur og verkalýð-
urinn gengur gæsagang fyrir
neðan. A forhlið grafhýsisins er
mynd af goðsagnahöfundin-
Bókaforlagið Iðunn:
Gefur út 57 jólabækur
Nýjar skáldsögur eftir Pétur Gunnarsson,
r
Olaf Gunnarsson og Þorstein Antonsson
Bókmenntasaga eftir Heimi Pálsson
Bókaforlagið Iðunn gefur út 57
jólabækur að þessu sinni og bæk-
ur þess á öliu árinu eru um 100 og
mun það einsdæmi um bókaút-
gáfu hér á landi. Meðal þeirra
bóka sem koma út nú á næstunni
er Straumar og stefnur i islensk-
um bókmenntum eftir 1550 sem er
hugsuð sem kennslubók i
framhaidsskólum en hana hefur
sárlega vantað. Það er Heimir
Pálsson menntaskóiakennari sem
er höfundur bókarinnar en hún er
hugsuð sem listasaga i leiðinni og
hefur Jón Keykdal valið myndir i
hana.
Að sögn Jóhanns Valdimars-
sonar i Iðunni eru aðrar helstu
jólabækur þessar:
Slitrur eftir Brodda Jóhannes-
son en það eru hugleiöingar með
nýstárlegu sniði, heimspekilegar
vangaveltur og greinar.
Ný skáldsaga eftir Pétur
Gunnarsson i beinu framhaldi af
Punktur, punktur, komma, strik.
Ekki er þó alveg vist að takist að
koma henni út fyrir jól.
Miljón prósent menn eftir ólaf
Gunnarsson, skáidsaga um menn
sem eru að vinna sig upp i við-
skiptum. Bókin hefur verið þýdd
á ensku og er stórt forlag i New
York áhugasamt um að gefa hana
út.
Disneyrimur eftir Þórarin
Eldjárn
Öldin okkar 1961-1970
Svarfdælingar.seinna bindiö af
ábúendatali Svarfaðardals.
Saga frá Skagfirðingum, þriðja
bindið eftir þá Jón Espólin og
Einar Bjarnason
Skáldað i skörðin eftir Asa I Bæ,
sögur af vinum og vandamönnum
og skrýtnum fuglum.
Lifið er skáldlegt, ný ljóðabók
eftir Jóhann Hjálmarsson.
Kjarval eftir Thor Vilhjálms-
son. Textinn hefur áður birst
ásamt myndum eftir Kjarval en
nú er hann gefinn út með mynd-
um Jóns Kaldals af listamannin-
um.
Sálumessa 77 eftir Þorstein
Antonsson, ný skáldsaga.
Sigrún flytur, þriðja barnabók-
in i þessum flokki eftir Njörð
Njarðvik með myndum eftir
Sigrúnu Eldjárn.
Gömul steinhús á tslandi, dönsk
bók i þýðingu Kristjáns Eldjárns.
Þegar vonin ein er eftir eftir
Jane Cordeiieri þýðingu Sigurðar
Pálssonar. Þetta er reynslusaga
franskrar gleðikona.
Að iokum má nefna þrjár at-
hyglisverðar barnabækur. Það er
Tvibytnan eftir Bent Halles i þýð-
ingu Guðlaugs Arasonar, mögnuð
verðlaunabók frá Danmörku,
Leikhúsmorðið eftir Sven Wen-
ström i þýðingu Þórarins
Eldjárns og Gúmmi-Tarzan eftir
Ole Lund Kirkegaard i þýðingu
Þuriðar Baxter.
—GFr
f
( A uglýsingasíminn er
81333
V
J