Þjóðviljinn - 30.09.1978, Síða 8

Þjóðviljinn - 30.09.1978, Síða 8
;8 StÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 30. september 1978 Þetta eru smiðirnir sem unnu að smiði Snæfellsins á Skipasmlðastöð KEA. Maðurinn lengst til vinstri er Gunnar Jónsson skipasmiður en 8. maður frá vinstri er Tryggvi Gunnarsson, sonur hans, sá sem tók viö af Gunnari. Véivana og bundið við bryggju grotnaði Snæfellið niöur siðustu árin. Snæfelliö siglir át Eyjafjörð i sinni fyrstu ferð. Vélskipinu Snæíelli frá Akureyri sökkt á fískislóð Frá því var sagt nýlega í blöðum Reykjavíkur að Kaupfélag Eyfirðinga hefði þann21. sept. s.l. lát- ið sökkva skipi sínu Snæfelli á Grimseyjar- sundi. Af þessu tilefni langar mig til, i fáum orð- um, að rifja upp sögu þessa skips og ræða um örlög þess. Vélskipið Snæfell mun vera smíðað í Skipasmíðastöð K.E.A. 1940-1943, en skipastÖð þessi var stofnsett í kring- um 1936 og starfaði að smíði tréskipa allt til árs- ins 1974 eða 1975. Yfir- skipasmiður stöðvarinnar frá upphafi til ársins 1953 var Gunnar Jónsson mikill snillingur í smíði tréskipa og var Snæfellið ein mesta meistarasmíði hans. Eftir að Gunnar hætti tók sonur hans Tryggvi við stjórn skipasmíðastöðvarinnar. Allt þar til hún var lögð niður. Skipsbolur Snæfells- ins var sérstaklega falleg- ur á að líta, línur hans hreinar og fagrar, og var þetta einkenni á bátum þeim sem Gunnar Jónsson smiðaði. Snæfelliðsem var 167 smálesta skip vitnaði þannig um hið mikla feg- urðarskyn þessa.skipa- smiðs. En Snæfellið var ekki bara fallegt skip á að horfa, heldur sameinuðust í þvi bestu kostir skips, fegurð og sjóhæfni, í því, var snilligáfa skipasmiðs-' ins fólgin. Nú er þetta mikla happa og aflaskip horfið af sjónarsviðinu, þar sem eigendur töldu ætlunar- verki þess lokið. Það var búið á um 30 ára útgerðartima, að færa mikla björg i bú kaupfélagsins af slld og fiski. Þetta var nefnilega skip sem borgaði sig aö gera út gegnum árin. Snæfellið mun hafa komið úr sinni siðustu veiðiferö á liklega árinu 1973. Þá var sagt, að skipið þyrfti viðgerð, ef útgerð þess ætti að halda áfram. Glöggur maður á skipaviðgeröir mun þá hafa látið sér detta i hug að slik viðgerð mundi kosta i kringum 15 milljón krónur. Þessi viðgerð á skipinu var aldrei framkvæmd heldur var Snæfelli lagt við Torfunesbryggju á Akureyri og þar lá það um- hirðulaust. Siðar var svo skipið rúið aflvél og ölium tækjum sem til gagns voru talin og þessi verö- mæti flutt á land. K.E.A. gaf svo vél skipsins Vélskólanum á Akur- eyri og vonandi kemur hún nemendum skólans að notum á næstu árum. Þannig rúið var svo skipið látið liggja áfram umhirðulaust, á meðan deilt var um hver örlög þess ættu að vera. Fram komu raddir um.að rétt væri að varð- veita skipið frá glötun, bæði vegna sögu þess sem mikils happa- og aflaskips, en lika vegna hins, hve meistaraleg smiöi þess væri. Um það verður heldur ekki deilt, að smiði Snæfellsins var mikið afrek i tréskipasmiði á Akureyri á sinum tima, sem bar höfundi sinum og öðrum iðnaðar- mönnum sem að smiðinni stóðu fagurt vitni. Út frá þessu sjónar- miði einu, hefði tvimælalaust verið fengur að þvi að verðveita skipið fyrir framtiöina. En þetta var ekki gert, um það vitna endanleg örlög skipsins, þar sem það liggur nú á sjávarbotni á Grimseyjarsundi. Forráðamenn hins mikla Kaupfélags Eyfirðinga hefur sjáanlega skort nægan skilning á gildi þess, að varðveita skipið, þarna var ekki um getuleysi aö ræða, hefði vilji og skilningur veriðfyrir hendi. En svo ekki sé á neinn hallað að ósekju, þá veröur það að koma fram hér, að kaup- félagið mun hafa gefið um það yfirlýsingu þegar deilt var um hvort varðveita ætti Snæfeilið, og sagt þá, að það væri reiðubúið til þess að gefa skipsskrokkinn, þeim sem vildu varðveita hann. En hafi kostnaðurinn við varð- veislu skipsins vaxiö svo kaup- félagsmönnum i augum, að ekki hafi verið i það ráðist af þeirri ástæðu, þá var varla við þvi að búast, að nýr félagsskapur yröi myndaður á skömmum tima, sem vildi taka að sér hlutverkiö, enda varð svo ekki, þvi miður. Það er ekki hægt að nota sömu mælistikuna á menningarsögu- legt gildi þess að varðveita Snæfellið frá glötun, sem notuð er til að mæla beinan fjárhagsiegan gróða. Þetta hefur þó að likindum verið gert, og þvi fór sem fór. Snæfellinu verður ekki bjargað úr þessu, þvi hefur verið sökkt niður á sjávarbotn á Grimseyjarsundi, þetta verða þvi einskonar eftir- mæli um þetta fallega happaskip. En i þessu sambandi leyfi ég mér að spyrja: Hver veitir leyfi hér á landi til þess að sökkva skipum á fiskislóð innan landhelginnar? Má gera þetta eftirlitslaust, eða gilda máske um þetta engar regl- ur? Að síðustu vil ég geta þeirra skipstjóra er stjórnuðu Snæfell- inu, en þeir voru: Egill Jóhanns- son, Bjarni Jóhannesson, Baldvin Þorsteinsson, Trausti Gestson og Árni Ingólfsson og ef til vill fleiri. Denard málaliði farinn frá Comoros MOHONi, Comoros, 28/9 (Reuter) — I dag yfirgaf franski málaliðinn Bob Denard Comoros, en þar hef- ur hann verið yfirmaður hersins eftir að sósialistan- um Ali Siolih var varpað frá völdum og hann myrtur I mai i vor. Hann er nýbúinn að fá sér nýtt nafn, Mustafa Majuu, en núverandi forseti eyjaklasans, Ahmed Abdallah tilkynnti á þriðju- dag að Denard væri á förum. Denard hefur vaidið mikilii reiði Afrikuþjóða, og var sendinefnd Comoros meinuð þátttaka i fundum Einingar- samtaka Afrikurikja i sumar af þeim sökum. 1 siðustu viku ákváðu sendinefndir Afrikurikja á Allsherjar- þinginu að skipta sér ekki af Comorosbúum á meðan Denard væri yfirmaður hers landsins. Þarna er Snæfellið að fylla sig af síld noröur undir Jan Mayen sumarið 1965. Þessu skipi brást aldrei afli alla sina úthaldstíð. Or kastinu á myndinni voru háfuð 505 tonn, 2551 Snæfeil og 2501 Björgvin frá Dalvlk. Sleppt var á annað hundraö tonnum. Um langt skeið var þetta taliö stærsta kast islensks fiskiskips.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.