Þjóðviljinn - 30.09.1978, Side 10

Þjóðviljinn - 30.09.1978, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Laugardagur 30. september 1978 Laugardagur 30. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Ferðasaga í hefðbundnum stfl Danska með hörðum — Við munum alls vera 55 og af þeim er 22 i utanlandsflugi en hin- ir fljúga innanlands. — Hvert fljúgið þið einkum, sem eruð i utanlandsfluginu? — Við fljúgum einkum til Evrópulandanna. — Hvernig eru launakjörin? — Þau eru nú náttúrlega eitt af þessum eilifðarvandamálum, hjá okkur islendingum yfirleitt. Þetta virðist allt hvila á tómu kviksyndi. — Verðið þið ekki oft að vera nætursakir erlendis i þessum ferðum? — Nei, það er mjög litið um það, raunar svona aðeins nótt og nótt en langoftast erum við heima. — Hvaö haldið þið að flugnám kosti núna? — Ja, það er okkur nú ekki al- veg kunnugt og svo fer það auð- vitað eftir þvi hvaða stig er tekið. Einhver skaut þvi að, að flug- virkjanám mundi kosta um 4 milj. kr. og flugmönnunum bar saman um, að nám, sem veitti réttindi til þess að fljúga farþega- vélum kostaði þá naumast minna en 3,5 milj. (Og ég man ekki betur en það kæmi fram i þessu spjalli, að flugnemar fengju engin náms- lán). — Þó leggja margir Islendingar flugnám fyrir sig. — Já, starfið er heillandi fyrir unga menn, um það getum við borið, og engin furða þó að það sé eftirsótt. En vinnumarkaöurinn heima er þröngur og þvi starfa margir islenskir flugmenn erlendis. Nú, svo má ekkert út af bera með heilsufar flugmanna þá eru þeir dæmdir úr leik. Komið hefur fyrir, — ætli það hafi ekki verið árið 1976 — að þrir flug- menn voru sendir ,,i land” að læknisráði. Kröfurnar, sem gerð- ar eru um starfshæfni flug- manna, eru geysi strangar og er auðvitaö ekkert undrunarefni þvi ábyrgð þeirra er mikil. Er ekki mikill munur á þvi að fljúga þotum og öðrum flugvél- um? — Jú, hann er mikill. Þetta eru að sumu leyti eins og tveir heim- ar. Fyrir aftan mig situr Pétur Ingason, flugvirki. Hann kom i vélina i Glasgow og flýgur með til Kaupmannahafnar i þetta sinn þvi starfsbróöir hans þar er for- fallaður i bili. Pétur segist hafa verið búsettur i Glasgow i 12 ár og alla stund starfað þar sem flug- virki hjá Flugfélagi Islands. Flugvirkjar á vegum F.t. starfa bæði i Kaupmannahöfn og Glas- gow og yfirlita vissa hluti i vélun- um þegar þær koma og fara, annars sjá vélstjórarnir um þetta, segir Pétur. Okkur hefur orðið skrafdrjúgt þarna i flugstjórnarklefanum. Þar er þröngt setinn bekkurinn. Flugfreyja ber okkur kaffi og það bregður sérstökum, heimilisleg- um blæ yfir þetta litla, trausta og samhenta samfélag þarna frammi i nefbroddi þotunnar, þa sem hver skilur annan án oröa Villunótt mannkyns... Kastrup. Kaupman höfn. Við erum lent. Og nú geri ég fyrstu stórskyssu mina i ferðalaginu, — ekki vonum fyrr. Ég átti auðvitað strax að setja mig i samband viö einhvern starfsmann á vellinum, sem þar eru ávallt til staðar viö komu hverrar vélar. Það hefði auðveld- að mér mjög innreiö mina i kóngsins Kaupmannahöfn en einnig svift mig ýmsu amstri, sem olli mér óþægindum i bili en sem ég hefði þó, eftir á að hýggja, ekki viljað verða af, þvi endirinn var góð- ur. En ég álpaöist til að fylgja farþegastraumnum inn i flugstöðina, sem spannar, á sinn hátt, yfir margar heimsálfur, og eftir mikla göngu og margar krókaleiðir nam ég loks staðar þar sem ég átti þess von að task- an min hafnaði. Og hún kom lika, blessunin, fljúgandi a sinu færi- bandi. Næst lá fyrir að leita uppi skrif- stofu félagsins. Hvar var hana nú að finna? Ég þrammaði af stað eins og nefið snéri, spurði og spurði en fengi ég á annað borö eitthvert svar þá voru það tómar bendingar, sem vægast sagt vis- uðu i ýmsar áttir. Liklega tala ég bara eitthvert tungumál, sem hvergi er til i veröldinni. Loks hitti ég mann, sem skildi dönsk- una mina, eða a.m.k. nægilega mikið brot af henni. Hann sagði mér að ég skyldi snúa við, ganga upp næsta stiga og svo beint af augum. Og þar sem þetta var sú greinabesta lejðsögn sem ég hafði fengið til þessa, ákvað ég að hlita henni. Þegar upp úr stiganum kom blasti við óralangur gangur, með ótal dyrum til annarar hand- ar, þar sem öll heimsins flugfélög virtust hafa skrifstofur. Loks kom ég að dyrum Loftleiða. En viti menn. Þar voru læstar dyr. Jæja. Kannski kemur hér enginn meira i dag? Héðan mun ég ekki vikja. Þessar dyr, þótt læstar séu, eru eini fasti punkturinn, sem ég hef i tilverunni, eins og sakir standa. Og ef i það versta fer þá mun ég sitja hér á töskunni minni i dag og nótt þvi sennilega kemur hingað einhver i fyrramálið eða a.m.k. einhverntima á morgun. Ég flyt ræðu á „dönsku” Sem ég hef nú setið þarna um stund kemur einhver einkennis- búinn drjóli og spyr hvað ég sé eiginlega hér að erinda. Ég segist vera islenskur blaðamaður á veg- um Flugleiða og sé hér að biöa þess að skrifstofan verði opnuö. Þessu til sannindamerkis rétti ég honum bréfiö góða frá Sveini Sæmundssyni. Hann litur á það, lauslega sýnist mér og fær mér það svo aftur. Og sjálfsagt hefur hann ekki botnað mikið i þvi en þó ætti hann að skilja orðið Flugleið- ir, sem stendur á bréfhausnum. Ég bendi honum á ávarpsorðin i bréfinu: Hr. blaðamaður Magnús H. Gislason, Þjóðviljanum, Reykjavik og þýði þau fyrir hann, eftir bestu getu. En mannkertið hristir bara hausinn. Kannski helvitið haldi að ég hafi stolið bréfinu? Hann spyr um blaöa- mannapassann. Þar hitti dýrið á veikan punkt. Ég hafði nefnilega steingleymt aö sækja blaða- mannapassann til hennar Friðu á Timanum. En nú var að duga eða drepast. — Blaðamannapassa, segi ég, — veistu það ekki, að islenskir blaðamenn eru aldrei með blaða- mannapassa. Þeir geta hindr- unarlaust flakkað heimshorn- anna á milli án blaðamanna- passa. Þetta eiga allir að vita. Þaö er móögun við islenskan blaðamann að spyrja hann um passa. Þessari ræðu reyndi ég að koma til skila á minni bestu dönsku og gætti þess alv.eg sér- staklega að láta engin orðaskil heyrast, enda sýndist mér nú i fyrsta sinn eitthvert hik á dólgn- um. — Þú hrevfir þig þá ekki héðan frá dyrunum, sagði hann. — Ég geri það sem mér sýnist, sagði ég, og var nú orðinn hinn reiðasti yfir þessum móttökum hjá gamalli sambandsþjóð, — en töskuna læt ég vera hérna og ef henni verður stolið þá veit ég hver hefur gert það, — og strunsaði burtu. Er ég kom til baka var sá einkennisklæddi horfinn, sá ég hann ekki meir og gilti einu. Fer aö birta? En nú bar aö mann i fylgd meö ungri og broshýrri stúlku. Þau gengu rakleitt að dyrum Flug- leiðaskrifstofunnar og opnuðu. Ég vék mér að þeim , kynnti mig og mitt erindi. Þetta reyndist vera Guðmundur Jónsson, stöðvarstjóri á flugvellinum og skrifstofustúlka hjá honum, Ingi- björg Sigurðardóttir. Guðmundur haföi snör handtök, hringdi i Vilhjálm Guðmundsson, for- stöðumann Hafnarskrifstofunnar og við skipulögöum vinnubrögðin. Það, sem eftir væri dagsins, skyldi ég taka lifinu með ró. t Framhald á bls. 18, og tróöst hver um annan þveran. Þetta minnti mig á kýr, sem kom- ast i töðuflekk. Ég ætlaði að kaupa einn hlut, þótt ekki væri fyrir sjálfan mig. Sneri mér að lipurleg- um afgreiðslumanni og spurði hvort þetta fengist. Úr þvi var leyst i skyndi. Ryður sér þá ekki framfyrir mig heljarmikil frú og heimtar að fá afgreiðslu i snatri. En það gerðist bara ekki i snatri. Þegar náð hafði verið fyrir hana i það, sem hún bað um, likaði henni það ekki, var þetta ekki til öðru- visi og þannig gekk það koll af kolli i 12-15 minútur, þá loks fór hún án þess að kaupa nokkuð. Svo halda menn að það sé eitthvert sældarbrauð að reka verslun Samkeppnin iifí Nú var tilkynnt að vélinni, sem flytja átti okkur til Kaupmanna- hafnar, seinkaði eitthvað. — Þaö er nú kannski ekki að þvi höggum og slögum Einum hi'nna daglegu funda blaðamanna og ritstjórn- ar Þjóðviljans uppi í kaffistofunni var að Ijúka. — Ég þarf aðeins að tala við þig eftir fundinn, sagði Einar Karl, fréttastjóri. Hvað er nú á seyði, hugsaði ég og tók síðasta kaff isop- ann úr glasinu. Ég þekkti raunar af reynslunni að ef fyrir lá eitthvert verkefni, sem féll utan ramma hinna hefðbundnu, daglegu viðfangsefna blaðamannsins var venjan að ræða það sérstaklega við þann mann, sem ætl- unin var að f ela það á hendur. Blaðamenn tíndust burtu, — við Einar sátum eftir. einmitt tengt þessari merkilegu samgöngumálabyltingu. — Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi, hefur beðið okkur um mann til þess að senda til Kaupmannahafnar. Honum er ætlað það hlutverk að segja eitt- hvað frá starfsemi Hafnarskrif- stofu Loftleiða og nú hef ég hugsað mér að fela þér þetta á hendur. Hvernig list þér á? Þetta getur aö visu naumast oröið nein skemmtiferð. Hún á ekki að taka nema þrjá daga þannig aö aðeins verður dvalið einn heilan dag i Höfn og það verður áreiöanlega „virkur” dagur hjá þér. Förin ráöin Gott og vel, ég skal fara. Aö visu var sá annmarki á, að ég ótt- aöist mjög aö vera búinn að týna niður þvi litla, sem ég eitt sinn lærði i Dönsku. Ég hafði stundum gert tilraun til að tala við Dani. Það gekk vægast sagt böslulega. Virtist hvorugur skilja hinn. Að heyra Dani tala er eins og að hlusta á lækjarnið, engin oröaskil aðeins samfelld suða. I eyrum Dana hefur min „Danska” á hinn bóginn sjálfsagt verið áþekk þvi að heyra stein hoppa af steini niður bratta fjallshlið: tóm hörð högg og slög. En ég huggaði mig við það, aö trúlega umgengist ég mest megnis Islendinga og á það varð aö treysta. Ég hafði svo samband við Svein Sæmundsson, sem lagði mér lffs- reglurnar og gaf mér ýmis góð ráð í veganesti. Umfangsmiklar öryggisrádstafamr Hugmyndin var að fara út á miövikudegi og skyldi ég mæta á Hótel Loftleiðum ekki seinna en kl. 6 á miðvikudagsmorgni. Það þótti mér ískyggilegar fréttir þvi vonlaust vað að ég vaknaöi i tima án einhverra hjálpargagna. Varö mér þvi úti um tvær vekjara-' klukkur, alltaf gat ein brugðist þvi ég hafði reynslu af þvi að vekjaraklukkur geta verið hinir óáreiðanlegustu gripir og eldast sérstaklega illa. Til enn frekara öryggis hringdi ég á Bifreiöastöð- ina Hreyfil og bað stúlku, með sérstaklega fallegan málróm að hóa til min kl. 5 og senda mér svo bil kl. 5,30. Þóttist ég nú hafa búið svo vel um hnúta sem unnt var, enda engin meðal skömm göml- um sveitamanni að verða strandaglópur vegna svefn- þyngsla. Lagöist siðan á koddann og lét þaö verða mitt siöasta verk að biðja þess á einhverskonar „Dönsku” að vekjaraklukkurnar og simastúlkan á Hreyfli birgöist mér nú ekki. svaraði i simann, en valt við það fram úr divaninum. Fall er farar- heill, hugsaði ég, brölti fram i simann og þakkaði blessaðri stúlkunni fyrir að hafa vakað yfir mér heila nótt. Ég rakaði mig og bjó i hvelli, reif i mig eitthvað sem ég taidi vera matarkyns og svo var. billinn þá kominn. I afgreiðslunni á Loftleiðahótel- inu var margt um manninn, svo fleiri hafa þurft að vakna snemma en ég ef þeir höfðu þá unarklefa. Þar var fyrir myndar kvenmaður sem fór um fólk „höndum” með einhverskonar málmstöng, að mér sýndist. Þetta er liklega vopnaleit, hugs- aði ég, hún þefar auðvitað uppi þennan eina málmhlut, sem ég ber á mér tóbaksdósirnar mínar. En þegar röðin kom að mér spurði hún bara hvert ég ætlaði og sagði svo eitthvað, sem mér heyröist vera: allt i lagi með þig. Hver andskotinn, hugsaði ég, er Guðmundur Jónsson, stöðvarstjóri, ræöir við áhöfn og farþega. Guðmundur er á miðri mynd. Er ég svona bláeygður Dagurinn hófst hjá mér með þvílikum djöfulsins ærandi hávaða að hvert mannsbarn i húsinu hlýtur að hafa hrokkið upp meö andfælum. Vekjaraklukk- urnar báðar og siminn, allt hringdi þetta i einum kór. Ég seildist I ofboði i klukkurnar til að þagga niður i þeim áður en ég sumir nokkuö sofið, sem mér sýndist liklegra þegar ég fór að gefa þeim nánari gaum. Aðallega voru þetta útlendingar og að þvi er mér virtist af ymsum þjóðern- urn. Allir munu þeir hafa ætlaö til Keflavikur hvert sem förinni var svo heitið þaöan. Komið var til Keflavikur á til- settum tima. Ég fylgdi straumn- um inn i flugstöðina, kom töskun- um minum fyrir á færibandi og gekk þvinæst inn i einhvern skoð- ég virkilega svona bláeygður? Skyldi ég vera bláeygðari en Benedikt Gröndal? Hvað veit þessi kvenmaöur um nema ég geymi sprengikúlu i tóbaksdósun- um? 99 Höndlað í Frihöfninni Framundan var Gósenlandið, Frihöfnin. Þar var nú heldur bet- ur ös. Allir virtust þurfa aö versla að spyrja, sagði kunningi minn úr samvinnuhreyfingunni, — þetta hefur keyrt um þverbak við sam- einingu flugfélaganna. Siðan hafa seinkanir vélanna orðið mun tið- ari og öll þjónusta gengið aftur- ábak. Það er búiö að drepa sam- keppnina, sem áður veitti félög- unum aðhald og þá er ekki að sök- um að spyrja, sagði samvinnu- maðurinn. Já, ekki er ofsögum sagt af kostum samkeppninnar, þá held- ur það „hæfasta” velli, hitt má og á að fara til fjandans. Mikið hlýt- ur það annars að vera áhyggju- litið að eiga sér svona einfalda lifsskoðun. En eftir á að hyggja: Var það nú ekki einmitt til þess að geta betur staðist samkeppnina við risaveldi loftferðanna að flug- félögin sameinuöust? Var ekki samkeppnin, inn á við og út á við að ganga af þeim báðum dauö- um? Eitthvað impraði ég nú á þessu en kemur þá ekki önnur tilkynning um enn frekari seink- un. — Þarna sérðu, sagði kunningi minn. Og hver hefði ekki gefist upp fyrir svona yfirþyrmandi rök- semdum. Það lá i augum uppi að þetta hefði ekki skeð ef flugfélög- in hefðu ekki sameinast. Fyrstu kynni af áhöfninni Ég játaði uppgjöf mina meö þvi að rölta fram i kaffistofu að fá mér molasopa. Þar sátu að kaffi- drykkju 2 eða 3 flugmenn og álika margar flugfreyjur. Skyldi þetta vera áhöfnin „min”?; gaman væri að ganga úr skugga um það. Ég lauk við kaffið, vék mér að einum flugmanninum og spurði hvort hann flygi vélinni til Kaup- mannahafnar nú á eftir. Hann kvað svo vera. — Er unnt að fá að tala aðeins viö ykkur á útleiðinni? Ég sagði jafnframt deili á minu ferðalagi. — Það er liklegt. Þú kemur þara fram i flugstjórnarklefann þegar vel stendur á. — Ég skal fylgjast meö þvi fyrir þig, sagði þá ein flugfreyjan. Ekki var þetta nú amaleg byrj- un. Ofar veöri og vindum Viö erum komin i loftið. Sem betur fór kom þó i ljós, að sam- runi flugfélaganna hafði þó ekki alveg komið i veg fyrir það, að flogið yrði þennan dag. Flug- freyja mælir fram hin venjulegu Aö „skreppa” til Kaupmannahafnar — Ég er aö hugsa um að biðja þig að skreppa til Kaupmanna- hafnar, sagði hann. Jæja. „Skreppa” til Kaupmannahafn- ar. Þegar ég var að alast upp i sveitinni og raunar ávallt siðan, var talað um að skreppa til næsta bæjar. Þaö hefði þótt einkenni- lega til orða tekið þá að segjast „ætla að skreppa til Kaupmanna- hafnar”. En nú furðar sig enginn lengur á þvilikum talsmáta. Nú tekur það ekki lengri tima aö fara frá Keflavik til Kaupmannahafn- ar en að skjótast til einhvers bæj- ar innan sveitar, t.d. norður i 'Skagafirði. Slik hefur byltingin orðiö i samgöngumálum á tslandi siðustu 20-30 árin. Þessvegna gat Einar Karl með öllum rétti tekiö svona til orða. Og svo skemmti- lega vildi til, að verkefni mitt var upphafsorð hverrar loftferöar: býður farþega velkomna, kynnir flugmenn, útskýrir meðferð björgunartækja, greinir frá flug- hæð og á þessum tima verðum við i Glasgow. Ekki getur þægilegri ferð en með þotum. Flogið er ofar veðri og vindum og vélin haggast ekki nema e.t.v. litillega á meðan hún er að hækka sig og i aðflugi. Það fer svo vel um mig að ég nenni ekki að vinna. Og innan stundar fara flugfreyjurnar að þoka vistavögnum sinum eftir gangin- um á milli sætaraðanna. Og þá minnist ég þess, að kunningi minn, samvinnumaðurinn, sem saknaði samkeppninnar, hafði orð á þvi að sambræðsla flug- félaganna hefði m.a. leitt til þess, að viðurgerningur og þjónusta um borð i velunum hefði versnað. Mér fannst þjónustan fara mynd- arlega af stað þvi matarskammt- urinn var meiri en ég fékk með góðu móti torgað og ekki skorti vökvun. En dag skal 'að kvöldi lofa en mey að morgni, við biðum eftir framhaldinu. Þjónustustörf og öryggisgæsla Ég hafði skipulagt starf mitt þannig á útleiðinni að freista þess að ná tali af flugfreyjunum á leiðinni milli Keflavikur og Glas- gow en af flugmönnunum frá Glasgow og til Kaupmannahafn- ar. Flugfreyjur um borð voru fjórar. Fyrsta flugfreyja var Svala Guðmundsdóttir en aðrar þær Rannveig Tómasdóttir, Elisabet Hákonardóttir og Sigrið- ur Hrafnkelsdóttir. Allt fallegar stúlkur en þannig eiga vist flug- freyjur að vera, enda má það vera merkileg mannskepna, sem ekki liður betur við það aö hafa kvenlega fegurð nálægt sér. Flug- freyjurnar höfðu meira en nóg aö gera þvi sifellt voru hringingar að glymja frá farþegum, sem eitt- hvað þurfti að stjana við. Það gafst þvi takmarkað færi á að spjalla við þær. Þó laumaðist ég til að vikja að þeim nokkrum spurningum: — Er ekki mikil eftirsókn eftir flugfreyjustörfum? — Jú, það sækja alltaf mun fleiri um þau störf en unnt er að taka við. — Eru þá ekki strangar kröfur gerðar til umsækjenda? — Það er fyrir það fyrsta kraf- ist ákveðinnar lágmarksmennt- unar. Siðan verður að sækja nám- skeið til frekari undirbúnings. Ákveðin málakunnátta er auðvit- að nauðsynleg þvi fjöldi af far- þegum i utanlandsfluginu eru útlendingar og þeir kunna, sem vonlegt er, betur við að maður skilji þá. — Hvað eru margar flugfreyjur hjá félaginu? — Við munum vera 74 yfir sumartimann en töluvert færri að vetrinum, þetta frá 35-37. — Endast flugfreyjur lengi i starfinu? — Það er auðvitað misjafnt en margar eru við þetta árum saman og skiptir það ekki alltaf máli hvort þær eiga mann og börn. I flotanum hjá okkur er t.d. ein þriggja barna móðir. — Hvernig eru kjörin? — Þau eru sæmiieg núorðið og það hefur aftur leitt til þess, að flugfreyjur eru stöðugri i starfi en áður. Annars er þetta skorpu- vinna. Við vinnum i rauninni tvöfaldan vinnutima i senn en svo er fri á milli. — 1 hverju er starf flugfreyj- unnar einkum fólgið? — Fyrst og fremst er það nú þjónusta viö farþegana og svo öryggisgæsla. — Er ekki misjafnlega erfitt að gera farþegum til geðs? — Kannski má segja þaö, en yfirleitt er gott að umgangast þá þó að auðvitað komi fyrir, að taka þarf á þolinmæðinni. Þaö kemur t.d. stundum fyrir, ef tafir verða á flugi, aö einstöku farþegar skeyta skapi sinu á okkur. Ekki af þvi að þeir haldi, að við getum neitt að þessu gert, þeir þurfa bara að fá útrás og þá erum viö næstar. En „1 forsal vinda”. maður brynjar sig fyrir sliku og lætur ekki á neinu bera. En yfirleitt er fólk kurteist og rólegl þó að þvi finnist eitthvað ganga úrskeiðis. Á meðan þetta spjall hefur farið fram, hafa flugfreyjurnar til skiptis verið á sifelldum þönum. I raun og veru sýndist mér þær aldrei stansa nema rétt á meðan þær tylltu sér niður á sætisbrikina hjá mér, ein og ein i senn. Og reyndar laumuðu þær þvi að mér, áður en leiðir skildu, að einstaka farþegi hefði fundið að þvi, að þær sinntu einum manni i flugvélinni meir en öðrum. Ég skildi vel þá öfundsýki og upp fyrir mér rifjaö- ist visa, sem ég lærði á barna- skólaárunum hjá Magnúsi min- um sáluga Bjarnasyni: „öfund knýr og eltir mig, til ókunnugra þjóða...” Þar sem orö eru óþörftilskilnings Það er engin ástæða til þess að hafa mörg orð um hina skömmu viðdvöl i Glasgow. Þar gafst eng- inn timi til neinna umsvifa. Meira en helmingur farþeganna mun hafa orðið þar eftir en vera má einnig, að einhverjir hafi bæst i hóp Hafnarfara. Nú hafði ég fullan hug á að ná tali af flugmönnunum. Flugstjóri var Bragi Norðdahl, flugmaður Þór Sigurbjörnsson og flugvéla- stjóri Hjálmtýr Dagbjartsson. Þá var og með frá Glasgow Pétur Ingason, flugvirki. Ég hafði sam- ið við eina flugfreyjuna um að gera mér aðvart er vel stæöi á fyrir þeim frammi i stjórnklefan- um áð fá mig i heimsókn, og nú tók ég eftir þvi að hún gaf mér bendingu. Það kom i ljós, að Bragi Norö- dahl er búinn að starfa i 25 ár hjá Flugfélagi Islands. Hann læröi hér heima. Allir voru flugmenn- irnir sammálá um þaö, aö þeim félli starfið vel. — Er vinnutiminn langur? — Já, hann getur verið þaö, og oft mjög óreglulegur. Hámarks- vaktin getur farið upp i 17 klst. i sólarhring en aö jafnaði er hún 9 klst. Hinsvegar er utanlandsflug- timinn stöðugri en i innanlands- flugi. — Hvað eru margir flugmenn hjá félaginu? Danskt ferðafólk á Kastrupflugvelli, sem F.l. er aO fara meO f boOsferO til tslands GengiO um borö i Sólfaxa, á Kastrupflugvelli. Texti: Magnús H. Gísiason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.