Þjóðviljinn - 30.09.1978, Síða 13
75 ára
Laugardagur 30. september 1978! WÓÐVILJINN — SIÐA 13.
Karvel Ögmundsson
útgerðarmaður, Bjargi, Njarðvík
Þeir voru á landleiö og tóku
barning fyrir öndveröarnes.
Þetta var sumarskip undir stjórn
Eggerts Guömundssonar i
Bakkabæ á Hellissandi. Einn
skipverja varfóstursonur hans og
frændi 11 ára gamall. Aö taka
barning, þó aö sumri sé, er ekkert
barnameöfæri og enda þótt dreng-
ur þessi væri enginn aukvisi
komst hann i þrot. Arin, sem oft-
ast var nokkuö viöráöanleg, varö
nú svo ofurþung aö þegar allir
kraftar voru löngu þrotnir vogaöi
hann loks að lita til formannsins
og spyrja hvort hann mætti hvila
sig örlitiö. Fóstri hans leit á
drenginn og sagöi þungt: ,,Sá sem
ætlar að veröa sjómaöur gefst
aldrei upp,” og áfram var barist
til hafnar.
Þeir eru kaldir þessir lærdómar
lifsins. Samt voru þeir daglegt
brauð alþýöu þessa lands og
hvergi frekar en i byggðunum
undir jökli þar sem nú er flest i
auön. Þar gilti þaö ekkert nema
lifiö aö gefast upp fyrir náttúru-
öflunum. Menn sóttu sjóinn á
skeljum út á opiö haf og margur
voöaatburöur geröist á þeim slóö-
um þegar sigla þurftil ááhlaups-
veörum og lenda á þessari hafn-
lausu strönd. Þar brotnaöi marg-
ur brimskafl viö Banasker.
Hver sem leiöir hugann aö lifs-
baráttu fyrri kynslóða hlýtur aö
hrifast af þrekinu og dugnaðinum
i baráttunni við óbliöa náttúru.
Einn þeirra sem læröi fangbrögö-
in á þeim timum er 75 ára i dag.
Hann heitir Karvel ögmundsson
lengst af kenndur viö Bjarg i Ytri-
Njarðvik og þaö var hann sem
fékk svarið frá Eggerti fóstra sin-
um, sem fyrr var getiö.
Hann fæddist á Hellu i Beruvik,
30. september, 1903. Foreldrar
hans voru Sólveig Guömundsdótt-
ir og ögmundur Andrésson sem
þá bjuggu á Hellu. Bærinn á Hellu
brann ofan af fjölskyldunni þegar
Karvel var 7 ára. Hjónin sluppu
naumlega meö börnin úr eldin-
um, en veraldareigur fáar, og
þess vegna dýrmætar, hurfu þar.
Fjölskyldan flutti þá út á
Hellissand og Karvel fór I fóstur
til Eggerts móöurbróður sins i
Bakkabæ. Þar ólst hann upp og
gekk að störfum á sjo og landi,
bráöger og öflugur. Hann kynnist
mógröfunum, þeim ógnar þræl-
dómi, og rær snemma á sjó sem
fyrr er getiö. Hann varö formaöur
á vertiöarskipi yngri en allir aðrir
á þeim slóöum.
Oft var erfitt meö beitu á þess-
um árum og þvi sóttu menn skel
inn undir Búlandshöfða. Þetta
var gert i landlegum og fóru
sjómenn gangandi alla þessa leiö
og óöu hvern ós á leöinni. Þegar á
beitufjöruna kom þurfti aö vera
fjara. Þá gátu menn vaöiö út og
náð skelinni, en fengsvon var
meiri og betri þvi utar sem vaöiö
var. Svo fengu þessir blautu og
hröktu menn aö liggja i hlööu yfir
næsta flóö. Þegar fjaraöi á ný
byrjaöi skeljatinslan aftur. Þegar
svo flæddi öxluöu menn byrðar
sinar og gengu i vetrarkuldanum
út á Sand. Skyldi þá ekki hafa
hljómað i eyrum ,,Sá sem ætlar
aö veröa sjómaöur gefst aldrei
upp.” Sagt er aö þeir sem þola
slik ósköp hljóti aö veröa hraustir
meö afbrigöum. Þaö sannast á
Karvel. Hertur i eldi stritsins
varö hann þvilikur buröarmaöur
að fáa átti hann jafningja, ef
nokkra.
Ekki voru þó allar stundir eins
og ég hef lýst hér að framan.
.Næöi gafst af og til og þá drakk
Karvel i sig Islendingasögurnar.
Þær grópuöust i hugann og eru
þar ferskar og tiltækar hvort sem
er I einrúmi eöa i góöra vina hópi.
Þá var enn viö liöi á Sandi sú
forna Iþrótt aö segja sögu. Fólk
kom saman og hlýddi á góöan
sögumann þylja. Þessa Iþrótt
kann Karvel öörum mönnum bet-
ur.
A Sandi gekk Karvel aö eiga
Onnu Olgeirsdóttur, Oliverssonar
frá Gröf I Grundarfiröi og Mariu
Guömundsdóttur frá Stóru-Hellu
á Hellissandi. Þau fluttu búferl-
um suöur I Njarðvik 1933 og þar
byggöi Karvel ibúöarhúsiö Bjarg,
þar sem hann býr enn. Hann haföi
stundað útgerö á Sandi og er suö-
ur kom færöist hann mikið I fang.
Asamt bræörum sinum dreif hann
upp útgerö og fiskverkun sem á
timabili varö mjög stór i sniöum.
Frystihús, sildarsöltun, saltfisk-
verkun, skreiöarverkun, allt meö
myndarbrag. Jafnframt hlaöast á
hann opinber störf. Hann var odd-
viti Njarövikurhrepps i 20 ár,
formaður ungmennafélags, sinnir
bindindismálum, formaöur
Otvegsbændafélags Keflavikur I
18 ár, formaöur Oliusamlags
Keflavikur og nágrennis I 25 ár, i
stjórn Oliufélagsins h.f. og I
stjórn Samvinnutrygginga frá
upphafi. Hér er mörgu sleppt, en
af þessu má sjá hvert traust var
til hans boriö. Enginn sinnir
svona umfangsmiklum félags-
málum án góðrar konu sér viö
hliö. Þó vill slikt stundum gleym-
ast. Þau Anna og Karvel eignuö-
ust 7 börn svo nærri má geta
hvort verkefni húsfreyjunnar hef-
ur ekki veriö æriö. Heimiliö var
mjög gestkvæmt og rausnarlegt.
Ekki má gleyma aö Karvel var
I fylkingarbrjósti þeirra sem
vildu að byggö yröi góö höfn 1
Njarðvik. En þaö þarf stundum
nokkuö til aö róta viö kjarklitlum
stjórnvöldum þegar barist er
fyrirstórum framfaramálum. Þá
er gott að hafa lært aö gefast ekki
upp þó aö þungur sé barningur-
inn. Það, hvernig Landshöfnin i
Njarövik varö aö veruleika, er
efni I langa sögu sem hér veröur
ekki skráð þó vert væri.
Karvel var lengi atkvæöamikill
forystumaöur I rööum sjálf-
stæöismanna og einhver magnaö-
asti málsvari þeirra þar suöur
með sjó. Þá voru stjórnmálafund-
ir f jörugri en nú. Ýmsir hlutu þar
kárinur nokkrar eins og gengur.
Þarna gat Karvel veriö i essinu
sinu þegar fast var deilt. Hins er
ekki siöur aö geta hversu sýnt
honum gat veriö aö lægja öldur
ósamlyndis I þeim samtökum þar
sem hann haslaöi sér völl. Stór-
lega laginn var hann einnig aö ná
samkomulagi i kjaradeilum.
Áriö 1958 missti Karvel, önnu,
konu sina og voriö 1962 drukknaöi
Eggert sonur hans af trillubáti
ásamt frændum sinum, Einari og
Sævari, en þeir voru synir Þórar-
ins bróöur Karvels.
Karvel bjó um árabil meö Þór-
unni Maggý Guömundsdóttur og
eignuöust þau dreng sem skiröur
var Eggert eftir bróöur sinum.
Á siöari árum hefur Karvel
lækkaö seglin og hefur nú litil um-
svif I atvinnurekstri. En eins og
þeim er titt, sem finna sig hafa
hlutverki aö gegna I lifinu, er
hann fullur af hugmyndum um
margt er til heilla horfir. Hug-
stæöir eru honum möguleikar
okkar til fiskiræktar, sem viö
hvarvetna eigum. Aö framleiöa
mat handa hungruöum heimi er
stórt og veröugt hlutverk þessari
þjóö. Hann trúir heldur ekki að
gæfuvegurinn liggi gegnum
málmbræösluofna.
Þegar þessum aldri er náö og
raunar fyrr, fara margir aö
kenna gllmunnar við Elli kerl-
ingu. Kerling þessi fer sér hægt
viö Karvel enda trúlegast aö hann
mæti henni meö svipuöum hætti
og Loftur mætti Gretti á Kili forö-
um og segi ,,Bjóö þú þeim þessa
kosti, er þeir þykja góöir, en ekki
vil ég svoláta það, er ég á, og fari
hvor sinn veg.”
1 gegnum öll hin miklu umsvif
langrar ævi hefur afmælisbarniö
eignast óteljandi vini viöa um
landið og hann er vinur vina
sinna, I þvi efni hefur hann hvergi
sparaö sjálfan sig ef aöstoöar var
þörf og hann gat orðið aö liöi. En
um slikt má ekki mikið ræöa.
Hverri þjóö er lifsnauösyn aö
eiga góöa sagnaþuli. Annars týnir
fólk uppruna sinum og veit ekki
um lif fyrri kynslóöa i landinu. Þá
glatast vitneskja um gömul
vinnubrögö, merkileg orö týnast
úr málinu og margur fróöleikur
fer forgöröum. Aldrei veröur allt
skráö á bækur. Þarna hefur
sagnasnilld Karvels verið betri en
ekki. Varla getur meiri skemmt-
un en þá aö sitja i góöum hópi og
heyra hann segja frá eigin lifi og
genginna kynslóöa. Þá er oft sleg-
iö á'létta strengi.
Hann ber mikla viröingu fyrir
fornri speki og veit aö oft er gott
sem gamlir kveöa. Sjálfur er
hann nú suður I Þýskalandi aö
láta hressa sig viö meö nála-
stungu-lækningu upp á kinversku.
Þaö er reyndar merkilegt aö
þurfa úr landi til sliks.
Aö^lokum vil ég senda afmælis-
barninu heillaóskir og óska þess
af eigingirni aö mega lengi njóta
vináttu hans og mannkosta. Þaö
er svo framtiöarverkefni aö
gjalda liku likt.
Siguröur Pálsson
Systkinin og listamennirnir Þórarinn og Sigrún Eldjárn
— ný kvæðabók
Hjá IDUNNI er komin út ný
kvæöabók eftir Þórarinn Eidjárn
og nefist hún Disneyrimur. 1
Disneyrimum er fjailaö um Walt
, Disney (1901-1966) lif hans og
störf fyrir og eftir dauöann, segir
á bókarkápu.
Disneyrimur eru 6 rimur
sem eru hver um 60 erindi , en
alls eru um 340 erindi i bókinni.
Höfundurinn hefur stuðst viö
fjölda fræðirita um bragfræöi Is-
lenskra rimna, um teiknimynda-
sögur og hugmyndafræöi Disney-
framleiösunnar og ævisögur um
Disney sjálfan. Disneyrimur
skýra sig þó sjálfar. Má segja að
rimurnar fjalli ekki beinlinis urh
Disney sem persónu, þótt þær
reki lif hans og starf, heldur um
Disney sem menningardreifi og
fyrirtækisstjóra.
Disneyrimur eru tilraun ungs
höfundar til að nota forna menn-
ingarhefö, rimnaformið, i episku
ljóði. Hann notar mansöngva sem
inngang að hverri rimu, eins og
heföin býöur, og yrkir undir hefö-
bundnum bragarháttum. Verður
þaö aö teljast til tiöinda á þessari
„rimlaúsu skeggöld”.
( Höfundur Disneyrimna, Þórar-
inn Eldjárn, er fæddur I Reykja-
vik 1949. Hann hefur áöur gefiö út
kvæöabókina Kvæöi (1974).
I bókinni eru 12 teikningar eftir
Sigrúnu Eldjárn. Sigrún er fædd i
Reykjavik 1954, er myndlistar-
maöur aö mennt og starfi og hef-
ur fengist talsvert viö bóka-
skreytingar á undanförnum ár-
um.
Bókin er 89 bls. að lengd, prent-
uö i Grafik hf. Bókfell hf annaöist
bókband.
Ný strætisvagnaleið:
Leið 14. Lækjar-
torg — Sel
Mánudaginn 2. október n.k.
hefst almennur akstur á nýrri
leið, nr. 14, Lækjartorg - Sel, sern
ætlaö er aö þjóna ört vaxandi
byggö i Seljahverfi og um leiö
Breiöholti 1 eða þeim hluta þess,
sem nú á lengst að sækja i veg
fyrir strætisvagna, þ.e. viö
austanveröan Arnarbakkann. Nú
i sumar hefur veriö haldiö uppi
tilraunaakstri á þessari leiö á
mestum anntlmum þ.e. 2 feröum
aö morgni og 3 feröum siödegis en
framvegis veröur ekið á þessari
leiö ■ alla virka dags, þ.e.
mánudaga til föstudaga frá kl. 7
til kl. 19 óslitið á klukkustundar
fresti fyrst um sinn. Ekið veröur
frá LækjartorgiumMiklubrautog
Reykjanesbraut (sömu leiö og nr.
13) aö Arnarbakka, um
Arnarbakka réttsælis, en siöan
um Seljahverfi sömu leið ognr. 11
- rangsælis - til baka um
Arnarbakka rangsælis og siöan
sömu leiö og áður til baka i
Miðbæinn. Þar sem hér á aö vera
um hraöferðarþjónustu aö ræöa
(akstuntimi milli Lækjartorgs og
Seljahverfis veröur aöeins 20
min. ), veröa biöstöövar fáar á
leiöinni (hinar sömu og hjá leið
13), annarsstaöaren i Breiöholti,
þar sem stansaö verður viö allar
biðstöövar á leiöinni. Vagninn
ekur 10 min. yfir hvern heilan
tima frá Lækjartorgi og á hál.fa
timanum frá Skógarseli.
Sérstök athygli skal vakin á þvi
aö seinasta ferö á þessari leiö frá
Lækjartorgi verður kl. 18.10 (úr
Seljahverfi kl. 18.30), þ.e. feröin,
sem farin hefur veriö i sumar frá
Lækjartorgi kl. 19.10, fellur aftur
niður.
Prentuö hefur veriö viöbót viö
Leiðabók SVR 1978 meö
upplýsingum um hina nýju leiö,
og fæst hún á sölustööum SVR.
Þaö er von forráöamanna SVR,
aö meö þessari auknu þjónustu
veröi komiö til móts viö þarfir og
óskir ibúa ofangreindra hverfa.
Erindi um
umhverfismál
I verkfræði- og raunvisinda-
deild Háskóla Islands veröa á
næstu vikum flutt 11 erindi um
umhverfismál. Til þeirra er
stofnaö fyrir nemendur i verk-
fræði, eölisfræöi og efnafræöi,
en aögangur er öllum frjáls,
eins þeim sem ekki eru nemend-
ur i háskólanum. Er gert ráö
fyrir nokkrum umræöum á eftir
hverju erindi. Umsjón hefur
Einar B. Pálsson prófessor.
Erindin veröa flutt á mánu-
dögum kl. 17:15 i stofu 158 i húsi
verkfræði- og raunvisindá-
deildar Harðarhaga 6. Þau eru
ráögerö svo sem hér segir:
2. október:
Hjörleifur Guttormsson,
liffræðingur, iönaðarráöherra:
Maöur og umhverfi.
9. október:
Unnsteinn Stefánsson, prófessor
i haffræði: Sjórinn sem um-
hverfi.
16. október:
Agnar Ingólfsson, prófessor i
vistfræði: Ýmis undirstööuatr-
iöi ivistfræði.
23. október:
Ingvi Þorsteinsson MS,
Rannsóknarstofnun landbún-
aöarins: Gróöur, gróöureyöing,
rányrkja.
30. október:
Þorleifur Einarsson, prófessor i
jarðfræði: Jarörask viö
mannvirkjagerö.
6. nóvember:
Arnþór Garðarsson, prófessor i
liffræöi: Rannsóknir á röskun
lifrikis.
13. nóvember:
Jakob Björnsson, verkfræöing-
ur, orkumálastjóri: Orkumálog
umhverfi.
20. nóvember:
Jakob Jakobsson, fiskifræðing-
ur, Hafrannsóknastofnun: Mat
á auðlindum sjávar.
27. nóvember:
Árni Reynisson, framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráös:
Skipulag náttúruverndarmála.
4. desember:
Vilhjálmur Lúöviksson, efna-
verkfrasðingur: Verkfræðilegar
áætlanir og valkostir.
11. desember:
Einar B. Pálsson, prófessor i
byggingarverkfræöi: Matsatr-
iöi og sjónarmiö.
Fréttfrá Háskóla tslands.
Kvenstúdentafélag íslands
og félag íslenskra
háskólakvenna
heldur aðalfund laugardaginn 7. október
1978 i átthagasal Hótel Sögu og hefst fund-
urinn kl. 12.30 með hádegisverði.
Fundarefni:
Aðalfundarstörf
Stjórnar og nefndarkosningar
Önnur mál.
Stjórnin.