Þjóðviljinn - 30.09.1978, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. september 1978
11
Ólympíumet”
Nadia Comaneci frá Kúmeniu er einn hinna ungu keppenda á
Ólympiuleikum. Hún varö sigursæl i finleikum á leikunum i
Montreal, þá 14 ára.
Það er nánast daglegur
viðburður, að sett sé nýtt
heimsmet í einhverri
grein íþrótta. Á ólympíu-
leikum falla metin eitt af
öðru og ný ólympíumet
eru sett i flestum grein-
umá hverjum leikum. En
til eru „ólympiumet"
sem, að öllum likindum,
verða aldrei slegin.
Fyrir tveimur árum vakti það
mikla athygli hversu ungir
sumir keppenda 'voru á
Ólympiuleikunum i Montreal.
Einkum voru það ungar telpur i
sundi og fimleikum sem voru i
sviðsljósinu að þessu leyti.
Nokkrar þeirra voru á
fermingaraldri. En börn hafa
áður látið að sér kveða I 80 ára
sögu Ollympiuleikanna og
yngsti keppandinn i sögu þeirra
var aðeins 10 ára að aldri og
hann varð meira að segja
ólympiusigurvegari. Þetta var
ungur Frakki, sem fenginn var
til þess að stýra róðrarbáti, á
Ólympiuleikunum i Paris árið
1900. Til þessa hefur ekki tekist
að hafa uppi á nafni þessa unga
keppenda en ræðararnir voru
hollenskir. A þeim timum var
það ekki óalgengt, að menn af
mismunandi þjóöerni kepptu
saman i sveit.
Nafn elsta keppandans I sögu
Ólympiuleikanna er hins vegar
vel þekkt. Sá heitir Oscar
Gomer Swahn frá Sviþjóð. Hann
keppti i fyrsta sinn á ólympiu-
leikunum i London árið 1908 i
skotfimi með veiöibyssu. Hann
var þá 63 ára gamall og sigraði
bæöi i einstaklingskeppni og
sveitakeppni og hlaut þar að
sem
aldrei
verður
bætt?
auki bronsverðlaun. Fjórum ár-
um siöar, i Stokkhólmi 1912, var
hann i sænsku sveitinni sem
sigraði. Enn mætti hann til leiks
árið 1920, þá 73 ára og nældi sér i
gullverðlaun i sveitakeppninni.
Oscar var valinn til þess aö
keppa fyrir Sviþjóð á ólympiu-
leikunum 1924, en hann veiktist
og gat af þeim sökum ekki verið
með þar. Sonur Oscars, Alfred
að nafni, var einnig i sænsku
sveitinni sem sigraði á leikun-
um 1908, 1912 og 1920. Til sam-
ans unnu þeir feðgarnir 6 gull-
verðlaun, 4 silfurverðlaun og 5
bronsverðlaun á Ólympiu-
leikum. Oft hafa keppendur i
listskautahlaupi verið ungir að
árum. Fjórar telpur voru t.d.
tæpra 12 ára þegar þær kepptu i
fyrsta sinn á Olympiuleikum.
Frægust þeirra er Sonja Henie
frá Noregi, sem keppti i list-
skautahlaupi á Ólympiuleikun-
um 1924 og sigraði siðan á
þremur næstuleikum (1928, 1932
og 1936).
Elsti kvenkeppandi i sögu
Ólympiuleikanna er enska kon-
an Hilde Lorna Johnstone. Hún
keppti i hestamennsku. á
Ólympiuleikunum i Munchen
árið 1972 og var þá tæplega sjöt-
ug.
Tveir iþróttamenn geta státað
af þvi að eiga lengstan keppnis-
feril á Ólympiuleikum. Báðirlétu
sig ekki muna um það að vera á
toppnum i fjóra áratugi og
keppa á þeim Ólympiuleikum,
sem haldnir voru á sama tima.
Nú er slikt náttúrulega útiiok-
að, þvi að hinir yngri skáka
þeim eldri og gott þykir ef menn
afreka það að keppa á tveimur
til þremur ólympiuleikum.
Þessir tveir menn voru Daninn
Ivan Osiir og Norðmaöurinn
Magnus Konow. Osiir tók þátt i
skylmingum á öllum Ólympiu-
leikunum frá 1908—1948, að leik-
unum i Berlin 1936 einum
undanskildum, en þangað vildi
hann ekki fara vegna gyð-
ingaofsóknanna i Þýskalandi
fasismans, en hann var sjálfur
Gyðingur. Norðmaðurinn keppti
a.á m. I siglingum á Olympiu-
leikunum 1908, 1912, 1920, 1936
og 1948. og hlaut tvenn gullverð-
laun, ein silfurverðlaun og varð
auk þess tvivegis i 4. sæti.
Sá sem tekið hefur þátt i flest-
um Ólympiuleikum, er Italinn
Raimondo d’Inzeo. Hann hefur
keppt óslitið siðan 1948, eða á
alls 8 leikum, og getur reyndar
bætt þeim niundu við komist
hann til Moskvu eftir tvö ár.
Sérstætt „Ólympiumet” á
ungverski skylmingamaðurinn
Aladar Gerevich. Hann hlaut
a.m.k. ein gullverðlaun á hverj-
um leikum frá 1932—1960 eða
samtals 7 gullverðlaun, en til
viðbótar vann hann ein silfur-
verðiaun og tvenn bronsverð-
iaun. Gerevich var einn þeirra
miklu ungversku skylminga-
manna, sem gerðu garðinn
frægan á árunum 1928—1960.
Fjölskylda þessa manns hefur
reyndar getið sér góðan orðstir
fyrir skylmingaiþrótt sina og
siðast keppti sonur hans i
Míinchen árið 1972, en þar var
hann meðal þeirra, sem hlutu
bronsverðlaun i sveitakeppni.
En mesti „methafi” i allri
sögu Ólympiuleikanna, er ekki
20. aldar maður, heldur hinn
sögufrægi Leonidas frá Rhodos
sem uppi var á 2. öld fyrir
kristsburð. Hann varð fjórvegis
þrefaldur sigurvegari á
Ólympiuleikunum að fornu ( á
árunum 164—152 f. kr.) i vallar-
hlaupi, lengra spretthlaupinu og
vopnahlaupi og sprettharðasti
maður Grikklands um 12 ára
skeið. Enginn frjálsiþróttamað-
ur siðari tima hefur komist
nálægt þvi að vinna svipað afrek
og Leonidas!
Einkennílegt réttarfar
A. s.l. vori fóru fram
tveir leikir i handknattleik
milii meistaraflokka karla
Breiöabliks í Kópavogi og
Þórs frá Akureyri. Til
þessara leikja var stofnað
til að fá úr því skorið hvort
liðið ætti að leika í 2. deild á
því keppnistímabili sem nú
er að hefjast.
Fyrri leikur liðanna fór fram að
Varmá 23. april og sigraði Þór
með einu marki. Bar þar ekkert
sérstakt til tíðinda, en öðru máli
gegndi um siðari leikinn, sem
fram fór á Akureyri 4. mai. Sá
ieikur hefur nú nýiega, eða heil-
um 130 dögum seinna, verið
dæmdur ógildur.
Það er skoðun stjórnar Hand-
knattleiksdeildar Þórs, að tilurð .
kæru Breiðabliks, aö leikurinn
yröi dæmdur ógildur, málsmeð-
ferð dómstóls HSl og niðurstaða
dómsins sé með slikum endemum
að engin dæmi séu sliks.
Þar sem Þór gafst engin kostur
á að fylgjast með málsmeðferð
fyrr en dómur var fallinn, hvað
þá að dómstóllinn sæi ástæöu til
aö heyra álit Þórs á málsatvik-
um, þá verður ekki hjá þvi kom-
ist að gera opinberlega grein fyrir
þessu máli eins og það litur út frá
okkar bæjardyrum.
Dómari mætti ekki
Þegar umræddur leikur átti að
hefjast kom i ljós að annar dóm-
arinn var ekki mættur. Var þá
gerð gangskör að þvi að leita aö
honum en án árangurs. Nú voru
góð ráð dýr: leikmenn Breiða-
bliks komnir um langan veg og
enginn dómari nærtækur, sem
hafði landsdómararéttindi. Var
nú komin upp svipuð staða og
leikmenn Þórs höfðu oft staðið
frammi fyrir fyrir sunnan, að
skipaðir dómarar létu ekki sjá
sig. 1 slikum tilvikum hafði Þór
oft samþykkt að fá nærtæka dóm-
ara til að bjarga málum þótt þeir
hefðu ekki fyllstu réttindi. Með
þetta I huga var Breiðabliks-
mönnum bent á að i salnum væri
maður sem hefði héraösdómara-
réttindi en væri þrátt fyrir það
vanur að dæma erfiða leiki.
Gekk nú hvorki eða rak og hálf
klukkustund liðin frá þvi leikur-
inn átti að hefjast. Fyrir Þór var
það að sjálfsögðu ekkert sérstakt
kappsmál aö leika leikinn þennan
dag og helst hefði Þór kosið að
fresta leiknum og fá dómara með
fullum réttindum. Fyrir Breiða-
blik gegndi að sjálfsögðu ööru
máli: ferðalag fyrir hundruð þús-
unda er auðvitað þungt lóð á
vogarskálina þegar liö tekur á-
kvörðun um það hvort leika skuli
leik þótt dómarar hafi ekki fyllstu
réttindi.
Að lokum tjáðu Breiðabliks-
menn sig fúsa að leika leikinn,
þótt annar dómarinn hefði ekki
fyilstu réttindi. Við viljum i þessu
sambandi lýsa þvi sem ósannind-
um, að þeim Breiðabliksmönnum
hafi ekki verið kunnugt um þenn-
an vankant á réttindum annars
dómarans en á þvi þrástagast
þeir i langri greinargerð til dóm-
stóls HSI. Við gerum okkur grein
fyrir þvi, að það er alvarlegur
hlutur að bera á félaga i íþrótta-
hreyfingunni að þeir segi ósatt, en
við staðhæfum að það sem að
framan er sagt er rétt.
Barnaskapur okkar var einasta
sá, að fá ekki skriflegt samþykki
Breiðabliksmanna fyrir dómur-
unum.
Það er í þessu sambandi
athyglisvert að leikurinn dróst i
meira en hálfa klukkustund og ef
Breiðabliksmenn stóðu i þeirri
trú að báðir dómararnir væru
með full réttindi, eftir hverju var
þá beðið?.
Leikurinn fór siðan fram og
sigraði Þór með fimm marka
mun. Engar fregnir bárust af þvi
að breiðabliksmenn hefðu gengið
á bak orða sinna og kært leikinn
fyrr en seint i sumar, en þá hafði
Þór ráðið þjálfara og mikið starf
hafið fyrir keppni i 2. deild.
Kæra lögð fram
Dómstól HSl barst kæra frá^
Handknattleiksdeild Breiðabliks
vegna leiksins með brefi dags. 5.
mai. Skömmu siðar ritar deildin
annað bréf til dómsins og lá þvi
fyrir dómstólum 4 1/2 vélrituð
siða frá Breiðablik. Það hefði þvi
ekki verið til mikils mælst að Þór
fengi að leggja orð I belg, þvi
málið er höfðaö gegn Þór. En
slikt var ekki gert og verður ekki
annað sagt að réttarörygginu sé
nokkuð áfátt, i Sovétrikjunum fá
þó sakborningarnir að hlusta.
1 stuttri greinargerð dómarans
(þess sem hafði full réttindi)
kemur fram það álit hans, að það
komi honum vægast sagt á óvart
að Breiðabliksmenn skyldu reyna
að kæra leikinn þegar gangur
hans sé hafður i huga.
En hvað sem þvi llður er hitt
einnig ljóst, að dómstóllinn hafði
markað stefnu i nákvæmlega
samskonar máli einum og hálfum
mánuði áður en umræddur leikur
fór fram.
Fordæmi fengið
1 marz s.l. kærðu Haukar leik
við Þór i fyrstu deild kvenna m.a.
á þeim forsendum að annar dóm-
arinn fullnægði ekki itrustu kröf-
um. Þaö vill svo til að hér var um
sama manninn að ræða og
Breiðabliksmenn byggöu kæru
sina á.
1 niðurstööum dómsins segir
um þetta m.a.:
„Alkunnugt er að fjölmargir
leikir i yfirstandandi landsmóti
eru ýmist dæmdir af einum
dómara eða af réttindalausum
dómurum. Með hliðsjón af
þessu þykir fráleitt að láta van-
kanta af þessu tagi varða ógild-
ingu leiks”. (Leturbr. Þórs)
Af þessu er ljóst, að dómstóllinn
hafði kveðið upp stefnumarkandi
dóm, a.m.k. að þvi er tók tii yfir-
standandi landsmóts. Hins vegar
var kunnnugt um þá skoðun dóm-
stólsins og stjórnar HSI að fyrir
næsta landsmót yrðu dómar-
amálin færð i fastara form og
undir það skal tekið.
Með tilliti til þessa dóms er vit-
að að margar kærur um svipuð
tilvik sáu aldrei dagsins ljós:
dómstóllinn hafði markað stefn-
una, eða hvað?
Stefnuleysi opinberað
Það kom þvi eins og þruma úr
heiðskiru lofti þegar sami dómur
kemst að þvi að ógilda skyldi
seinni leik Þórs og Breiðabliks, en
i þeim dómi segir m.a.: „þykir
sjálfsagt að taka kröfu UBK til
greina og hinn kærði leikur sé
þvi endurtekinn, enda annar
dómarinn réttindalaus.” (sic)
(Leturbr. Þórs). Vont er þeirra
ranglæti, en verra þeirra réttlæti.
Formaður dómsins hefur látið
hafa það eftir sér opinberlega að
bréfaskipti dómstólsins og
stjórnar HSI i millitlðinni
um ástandið i dómaramál-
um hafi ráðið um breytta
afstöðu dómsins. Slikt er
auðvitað aumlegt yfirklór: það er
hverjum manni ljóst, að þvi að-
eins hefur slikt þýðingu, að félög-
unum sé tilkynnt um innihald
slikra bréfa og breytta stefnu.
Lög öðlast t.d. ekki gildi fyrr en
landslýð hafa verið birt þau.
Það er skoðun stjórnar Hand-
knattleiksdeildar Þórs, að hér
hafi dómstóllinnn brotið þær regl-
ur, sem hver sómakær dómstóll
kappkostar að halda i heiðri. Það
er einnig skoðun okkar að þessi
dómur sé virðingu handknatt-
leiksins ekki samboðinn enda
viröast dómarar ofurseldir duttl-
ungum og stefnuleysi.
Aö læra af reynsiunni
Viö gerum okkur ljóst að þess-
um dómi er ekki hægt að áfrýja
og leikurinn verður endurtekinn.
En það mega þeir Breiðabliks
menn vita, að við höfum mikið
lært. Við héldum t.d., að einlæg-
ast væri að útkljá málin á leik-
vellinum en ekki i réttarsalnum,
viö stóðum i þeirri trú að orð
iþróttamanna væru jafngild
undirskrift. En þvi miður neyö-
umst við til að endurskoða þessa
afstöðu okkar.
Reynslunni rikari munum við
Framhald á bls. 18.
„Vont er þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti"