Þjóðviljinn - 30.09.1978, Page 20

Þjóðviljinn - 30.09.1978, Page 20
Laugardagur 30. september 1978 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægtaö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BUOlfU simi 29800, (5 llnur)^~~__ , Versliö í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki Nýtt húsnæði bætir úr brýnni þörf I Arnarholtí. Aðstaðan bætt í Arnarholti i gær var.fréttamönnum boöiö upp aö Arnarholti á Kjalarnesi til þess aö skoöa nýtt húsnæöi, sem byggt hefur verið við vist- heimiliö þar. Hefur heimiliö i Arnarholti verið hluti af geð- deild Borgarspitalans sfðan 1. janúar 1972. Hin nýja bygging leysir af hólmi eldra húsnæði og var ekki vanþörf á. Flutt var i þá álmu, sem vist- mönnum er ætluð i desember á fyrra ári. Eru þar nú til húsa 45 vistmenn af 60, sem dvelja á heimilinu. Eldhúsálma hússins er aö mestu fullbúin og við anddyri og þjónustuálmu verður lokiö á næsta ári. Með þessari byggingu er merkum áfanga náð en þó að- eins einum á langri leið. Eftir helgina mun nánar sagt frá heimsókninni i Arnarholt. —mhg Dauöadómi fullnægt að næturþeli Asmundur Ste- Haukur Már fánsson: Verð- Haraldsson: ur lektor við Ráöinn blaöa- lláskólann. fulltrúi og rit- stjóri Vinnunn- ar. Nýr rltstjóri Vmnimnar Manna- skipti hjá ASÍ Á miðstjórnarf undi ASÍ í fyrradag var Ásmundi Stefánssyni hagfræðingi sambandsins veitt lausn frá störfum frá og með 1. október. Ásmundur hefur verið hagfræðingur ASÍ í f jögur ár og getið sér gott orð í því starf i. Hann tekur nú við lektorsstörfum við Háskóla íslands. A miðstjórnarfundinum var jafnframt ákveöið að ráða hag- fræðing i stað Ásmundar og verð- ur liklega gengið formlega frá þeirri ráöningu næstu daga. Þá hefur Haukur Már Haralds- son verið ráðinn i fullt starf sem • ritstjóri Vinnunnar, timarits ASI, og blaðafulltrúi Alþýðusam- bandsins, en Haukur Már hefur gegnt þessum störfum i hálfu starfi á móti störfúm á Þjóðvilj- ánum undanfarið. Vegfarendur sem leið áttu um Laugaveginn á fimmtudags- morgun veittu þvi athygli að silfurreynirinn fagri, sem stóð þar undir húsgafli, hafði veriö höggvinn niður. Tveir kaupmenn ætla að byggja stórhýsi á horninu og gátu ekki séð af smáhorni fyrir hið aldna tré. 1 fyrra þegar ljóst var að byggingin hafði verið leyfð, urðu nokkur blaöaskrif um silfurreyninn, og vildu margir að honum yrði þyrmt enda tslend- ingar ekki of rikir af gömlum og limmiklum trjám. Ekki hefur samviska kaupmannanna verið upp á hið besta þvi að þeir laum- uðust til þess að næturþeli að fullnægja dauðadómnum sem þeir höfðu sjálfir fellt yfir trénu. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri lýsti þvi yfir bréflega að skipu- lagsyfirvöld Reykjavikurborgar i fyrra að tréð væri ónýtt og kom- inn i það fúi sem ekki yrði stöðvaður. Voru þá fengnir tveir skógfræðingar, þeir Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavikur og Baldur Þorsteinsson hjá Skóg- rækt rikisins og boruðu þeir i stofn trésins og komust að gagn- stæðri niðurstöðu. Silfurreynirinn væri fullkomlega heilbrigður og gæti lifað i 100 ár i viðbót. Stað- festi Baldur þetta i samtali við Þjóöviljann i gær. Samt samþykktu yfirvöld teikningar. Þá hringdi Þjóðviljinn i Hákon Bjarnason, fyrrv. skógræktarstjóra, en hann er manna kunnugastur trjám i Reykjavikurborg. Sagði hann að silfurreynar hefðu verið gróður- settir allmargir á þessum slóðum milli 1924 og 1930 og væri þessi vafalaust einn af þeim. sá alfall- egasti hefði verið á baklóð við Laugaveg 66 og þegar P & ó reisti hús þar á framlóðinni vildu þeir þyrma honum en verktakinn hefði orðið fyrri til og höggvið hann án þess að spyrja kóng né prest. Eigendur lóðarinnar á Lauga- vegi 67 eru þeir Hákon Jóhanns- son i versluninni Sport og Þorsteinn Daviðsson i versluninni Mirru. Þjóðviljinn hringdi i Þorstein og spurði hann hvenær tréð hefði verið hoggið og svaraði hann þvi til að hann hefði átt þetta tré og það kæmi engum öðrum við. ,,Það er horfið og þarf ekkert um það að ræða”, sagði hann. ,,Þeim virðist vera sérstaklega annt um tré sem ekki eiga þau”, Litið timburhús stendur á horn- inu og hefur leigjendum nú veriö sagt upp en ekki sagðist Þorsteinn neitt vilja tjá sig um hvort það yrði rifið og ekki heldur hvort það yrði flutt. „Ég þarf ekki að gefa neinar upplýsingar um þaö”, sagöi hann. —GFr. Silfurreynirinn var' hið glæsileg- asta tré (Ljósm. eik) Meðal jólabóka Almenna bókatelagsins: Ný ljóðabók eftir Jón úr Vör Meðal jólabóka Almenna bókafélagsins eru tvær nýar skáldsögur, þrjár Ijóðabækur þ.á.m. Altarisbergið eftir Jón úr Vör, ævisaga Rögnvalds Sigurjónsson og Kallaö 1 Kremlarmúr, frásögn af ferð um Sovétrikin ásamt Steini Steinar o.fl. eftir Agnar Þórðarson. Eirikur Hreinn Finnbogason tjáði Þjóðviljanum þessi tíðindi I gær. Hinar nýju skáldsögur eru Hægar pælt en kýlt eftir Magneu J. Matthiasdóttur en það er fyrsta skáldsaga hennar og Blóö eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Ljóðabækurnar eru Fyrirstríö eftir Erlend Jónsson sem þegar er komin út, Vængir draumsins eftir Ingólf Jónsson frá Prest- Spilað og spaugað og hefur bakka og Atlarisbergið. Guðrún Egilson skrifað hana, . Ævisaga Rögnvalds heitir _GFR Ekkert nema stubburinn eftir (Ljósm.: Leifur) Búið er að segja upp lcigjendum i litia timburhúsinu og verður það vafalaust rifið innan skamms þó að eigandinn, Þorsteinn Daviðsson kaupmaður, vildi ekkert urn það segja. Silfurreynirinn, sem nú er horf- inn, I baksýn. ( Ljósm.: eik)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.