Þjóðviljinn - 06.10.1978, Qupperneq 3
Föstudagur 6. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
ERLENDAR FRÉTTIR
Starfsmenn Leyland- verksmiöj-
unnar krejjast 30 % launahœkkunar
LONDON, 5/10 (Reuter) — Foringjar hundraö þúsund starfs-
manna hjá Leyland-bilaverksmiöjunum bresku samþykktu 1 dag
aö kref jast 30% launahækkunar. Starfsmenn eiga eftir aö greiöa
atkvæöi um kröfuna, en dregiö er i efa aö hdn muni mæta nokk-
urri andstööu þar.
Um þessar mundir eru fimmtlu og sjö þúsund starfsmenn
Ford-verksmiöjanna i verkfalli en þeir krefjast 27% launahækk-
unar.
Stefna rikisstjórnarinnar, undir forystu James Callaghan, er
aö takmarka launahækkanir viö 5%, en fjármálastefna hans hef-
ur mætt mikilli andstööu á flokksþingi Verkamannaflokksins.
Hörö átök vegna hœkkunar á
strœtisvagnafargjöldum
i Guatemala
GUATEMALA, 5/10 (Reuter) — Fjórir menn létu lifiö og fimm
hundruö særöust i mótmæiaaögeröum gegn hækkun á strætis-
vagnafargjöldum I Guatemala.
A mánudaginn var tilkynnt 100% hækkun á fargjöldum með
strætisvögnum og olli þaö mikilli reiði meðal borgarbúa i Guate-
mala. Fólk setti tálmanir á götur höfuöborgarinnar og þvi
svaraöi lögreglan meö aö dreifa táragasi yfir mannfjöldann.
Þrjú hundruð menn voru handteknir. Um helmingur þeirra sem
særöust höföu fengið skotsár.
Sjö spœnskir fangar fluttir á
sjúkrahús vegna pyntinga
MADRID, 5/10 (Reuter) —Yfirmaður Carabanchelfangelsisins i
Madrid skýröi frá þvi i gær, aö sjö fangar heföu veriö fluttir á
sjúkrahús vegna pyntinga sem þeir máttu þola af hálfu sam-
fanga sinna.
Að sögn hans voru mennirnir lamdir meö keöjum, þeim veitt
raflost og brenndir meö sigarettum, um siðustu helgi, þar sem
samfangar þeirra grunuðu þá um aö hafa sagt fangelsisyfirvöld-
um frá leynigöngum sem lágu frá fangelsinu.
Carlos Parada fangelsisstjóri segist hins vegar hafa vitaö af
þessum leynigöngum, enda væru þau ekki hin fyrstu sinnar teg-
undar i Carabanchel.
I ágústmánuöi fann lögreglan klefa, sem fangar notuöu ber-
sýnilega til aö pynta félaga sina i, ef grunur féll á þá, um aö hafa
ljóstraö einhverju upp.
Hýenur leggjast á börn álndlandi
LUCKNOW, Indlandi, 5/10(Reuter) — Borgaryfirvöld i Lucknow
hafa ráöiö atvinnuveiöimenn til aö skjóta hýenur sem valda *
miklum mannskööum i borginni. A sex mánuöum hafa hýenur
drepiö tuttugu og fjögur börn i fátækrahverfum i útjaöri
Lucknow.
Sföasta fórnarlambið var fjögurra ára gömul stúlka, sem
fannst skammt frá heimili sinu i fyrradag.
Ný fóstureyðingalög í Grikklandi
AÞENA 5/10 (Reuter) — Yfirmenn grisku kirkjunnar hafa lýst
andstööu sinni viö fóstureyöingarfrumvarp sem nú biöur undir-
skriftar forsetans.
Frumvarpiö leyfir eyðingu á fóstri fram til tuttugustu viku
meögöngutimans, ef i ljós kemur aö fóstriö sé skaddað á ein-
hvern hátt. Fóstureyðing veröi leyfileg fram aö tólftu viku meö-
göngutimans, ef i ljós kemur að geðheilsa móðurinnar sé eitt-
hvað tæp.
Núgildandi lög leyfa einungis fóstureyðingu ef lif móöurinnar
er i hættu, eða ef þungunin er afleiðing nauðgunar.
Fjögurra manna sendinefnd mun hafa skýrt Tsatsos forseta
frá andstööu kirkjunnar gegn sliku frjálslyndi, sem nýja frum-
varpið er.
Taliö er að tvö hundruð þúsund fóstrum sé eitt árlega i Grikk-
landi á ólöglegan hátt.
Fœrri konur á p-pillunni
LONDON, 5/10 (Reuter) —Fjölskylduráðgjafar i London skýrðu
frá þvi i dag, aö á einu ári heföi hálf milljón breskra kvenna hætt
notkun á getnaðarvarnarpillunni. t staö hennar hafa þær gripið
til annarra getnaöarvarna, sem ekki þykja eins hættulegar. Um
er aö ræöa konur yfir þritugt.
A siöasta ári var þeim konum, sem náö hafa þrjátiu og fimm
ára aldri, ráðlagt að nota aörar getnaðarvarnir en p-pilluna.
Konum, sem voru orönar þritugar og höfðu notaö pilluna i fimm
ár eöa meira,var einnig ráölagt aö gripa til annarra varna.
Einnig var þess getiö, aö margar yngri konur heföu einnig hætt
notkun pillunnar, en slikt væri ekki nauðsynlegt.
Komiö hefur i ljós I Bretlandi og Danmörku aö dregið hefur
mikið úr notkun getnaöarvarnarpillunnar, en meira notast viö
verjur. Kynsjúkdómar urðu tiðari meö tilkomu pillunnar, en nú
hefur dregiö úr þeim á ný.
Kjarasamningar blaöanna
KAUPMANNAHÖFN, 5/10(Reuter) — Blaðamenn viö Börsen i
Danmörku hafa nú náð samkomulagi viö útgefendur blaösins um
laun sin næstu þrjú árin. Veröa meðallaun þeirra á þessum tima
um það bil ein milljón islenskra króna á mánuði.
RAFVEITUSTJÓRINN í HAFNARFIRfH;
Getum ekki selt
rafmagn ódýrara
Töpum ekki á þessari orkusölu, segir rafveitustjórinn
á Sauðárkróki þar sem raforka til
brauðgerðar er einn þriðji af því sem er í Hafnarfirði
Eins og skýrt var frá í
Þjóöviljandum i gær, er
raforkuverð til brauðgerð-
ar um það bil helmingi
hærra i Hafnarfirði en
annars staðar á landinu. I
gær náðum við tali af Jón-
asi Guðlaugssyni rafveitu-
stjóra í Hafnarfirði og
spurðum hann hvers vegna
raforka til brauðgerðar
þar væri svona dýr.
Jónas sagöi, aö hann teldi þetta,
verakosnaðarverö eftir þá kostn-
aöargreiningu, sem RH heföi
gert.
„Við getum ekki selt rafmagniö
undir kostnaöarverði”, sagöi
Jónas.
Aðspuröur hvernig hann teldi
aörar rafveiturá landinu fara að i
þessu sambandi, þar sem veröið
væri sumsstaöar ekki nema 1/3 af
þvi sem er i Hafnarfirði og viöast
aðeins helmingur.sagði Jónas, aö
hann teldi þær rafveitur tapa á
orkusölunni.
Viö leituöum þá til Siguröar
Agústssonar, rafveitustjóra á
Sauðárkróki, en rafmagn sem þar
kostar 41.580 kr. kostar i Hafnar-
firði 114.807 kr. Við spuröum hann
hvort þeir á Sauöárkróki töpuöu á
þessari raforkusölu til
brauögeröar. Sigurður hló viö og
sagöi, aö samkvæmt reikningum
RS væri ekki tap á þessari orku-
sölu.
Þaö sama sagöi Sverrir Sveins-
son, rafmagnsveitustjóri á Siglu-
firöi, en þar kostar sama m agn af
rafmagni40.810 kr. En hann benti
á aö til væru margir rafmagns-
taxtar, sem rafmagniö væri selt
eftír, en sér sýndist Rafveita
Hafnarfjaröar vera sú dýrasta og
benti á að rafmagn til lýsingar i
búöargluggum i Hafnarfiröi væri
selt á 77,15kr kgw.-stundin, 45.00
kr. á Siglufiröi og á 25.88 kr. i
Reykjavík.
— S.dór.
Flóðin í Víetnam og Thailandi:
Hrísuppskera ónýt
og hungursneyð
yfirvofandi
BANGKOK, 5/10
(Reuter) — Yfirvöld í
Thailandi skýrðu frá þvi
i dag, að meira en
áttatiu manns hefðu far-
ist i flóðunum sem nú
eru i landinu og liggi nú
þrjú hundruð og tuttugu
þúsund hektarar lands
undir vatni. Þar af er
mikill hluti hrisakrar.
Þetta eru verstu flóö sem menn
muna, — stór hluti hrisuppskeru
fólksins hefur eyðilagst I vatni.
Taliö er aö flóöin hafi bitnað á
hálfri miljón manna i átján hér-
uðum. Vegir hafa eyðilagst svo og
fjörutiu brýr.
Víetnamar sögðu i dag aö mikil
þörf væri fyrir matvæli til svæða
þeirra inoröurhluta landsins sem
verst hafa oröiö úti I rigningum
og flóöum að undanförnu. Tugir
þúsunda ibúa i héraðinu Ha Son
Binh eiga við alvarlegan fæöu-
Somoza
hyggstefla
herinn
MANAGUA, 5/10 (Reuter). —
Somoza forseti Nicaragua lýsti
þvi yfir i gær, aö hann myndi
auka fjárlög til hermála um
helniing i staö þess aö láta undan
kröfum andstæöinga sinna og
segja af sér. Hann endurtók enn
einu sinni.aö hann yröi viö völd út
kjörthnabil sitt, sem er til ársins
1981.
Herlög veröa ekki afnumin á
næstunni i landinu. Hermönnum i
stjórnarsveitunum veröur fjölgað
um sjö þúsundir.
Um þessar mundir er stödd
fimm manna nefnd i Nicaragua,
sem rannsaka á hvort ásakanir
um grimmilegar aöferðir
stjórnarhersveita eigi viö rök aö
styöjast.
skort aö striöa. Hrisforöi fólksins
hefur hreinlega skolast burt. —
Til að létta undir, hefur verið
ákveðiö aö ibúar þeirra svæöa i
Víetnam, sem ekki hafa orðið
fyrir baröinu á flóöum, skuli hver
gefa tvö kiiógrömm af hrisi mán-
aöarlega fram á vor, til aö hlaupa
undir bagga hjá bágstöddum
löndum sinum.
Hjúkrunar-
fræðingar
Félagsfundur Reykjavikurdeildar H.F.f
verður haldinn 9. október i Átthagasal
Hótel Sögu kl. 20,30.
Fundarefni:
Málefni fréttablaðs númer 5
Takið með ykkur blaðið. Stjórnin.
S ementsv erksmiði a
Ríkisins
óskar »að ráða tvo verkamenn til starfa i
verksmiðjunni Akranesi.
Sementsverksmiðja rikisins.
Þurrkaður harðviður
Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik
og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir
parket. Sendum i póstkröfu um allt land.
ðQMi
HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK
Sími: 22184 (3 llnur)
u