Þjóðviljinn - 06.10.1978, Síða 7
Föstudagur 6. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Við höfum auðlindirnar allt í kringum okkur, en
vinnum því miður ekki úr nema
litlum hluta þess sem veiðist, þótt allt sé raunar
nýtanlegt til vinnslu á margan hátt
Betri nýting
s j ávaraf la
Franski kokkurinn Appert var
sá fyrsti, sem gerði tilraunir
með niðursuðu fyrir um það bil
160 árum. Fram að þeim tíma
þekktu menn engar haldgóðar
aðferðir til að geyma matvæli ó-
skemmd, nema með þurrkun,
söltuneða reykingu. Siðar bætt-
ist svo hraðfrysting við.
Appert hafði auðvitað engan
suðuofn (autoklav). Hann setti
framleiðslu sina eingöngu i glös
og sauð þau í þvottabala upp i
100 gráður á Celsius. Fyrir
þessar tilraunir sinar fékk hann
120000 franka frá frönsku rikis-
stjórninni. Það mun hafa ráðið
miklu um þessa sty rkveitingu
h ve þessi uppllnning kom þá i
góðar þarfir. Tilraunir hans
tókust yfirleitt mjög vel og leið
ekki á löngu uns hægt var að
hefja framleiðslu með þessari
aðferð, þótt i smáum stil væri.
Niðursuðuiðnaður jókst þó mjög
fljótlega og tók risaskref fram á
við þegar menn fundu upp suðu-
ofna, sem hægt var að sjóða i
yfir 100 gráður á Celsius með
gufuþrýstingi.
Enn tók niðursuða risaskref
þegar Englendingurinn Durand
fór að nota blikkdósir fyrir
niðursuðu. Geysilegar framfar-
ir hafa orðið i niðursuðuiðnaði
þessi 160 ár frá þvi að Appert
gerði sinar fvrstu tilraunir. Nti
er svo komið að niðursuðuiðn-
aður er stórliður i þjóðarbúskap
margra þjóða. Þvi miður erum
við Islendingar ekki komnir
langti þessari grein, en vonandi
mun það opinbera og sterk
einkafyrirtæki gera sér fulla
grein fyrir hinum miklu mögu-
leikum, sem við blasa i niður-
suðu matvæla og þá einkum sjáv-
arafurða. Við verðum að læra
af þeim þjóðum, sem lengst eru
komnar i þessari grein og fá að
senda unga menn til náms i
verksmiðjum þessara þjóða og
byggja þannig upp þekkingu um
nýtingu alls sjávarafla til niður-
suðu. Þegar sú undirstaða er
fyrir hendi er okkru varla vandi
á höndum, þvi fáar eða engar
þjóðir hafa slik skilyrði til
niðursuðu og nýtingar sjávar-
afla sem við tslendingar.
Flestallar fisktegundir, sem
hér veiðast, má hagnýta á ein-
hvern hátt. Við höfum gnægð
hráefna. Við höfum sildina,
sem við til þessa höfum flutt út
meira og minna hálfunna. Auk
þesshöfum við þorskinn, ýsuna
og upsann. Þessar tegundir má
allar nýta til fullnustu. Ekki má
heldur gleyma þorsklifrinni til
niðursuðu. Sú lifur, sem kemur
af úthafsmiðum er alveg orma-
laus og vítamfnmagn lifrar-
innar er öllum kunnugt. Óhætt
er að fullyrða að nýta megi til
frekari vinnslu en nú, allar okk-
ar fiskitegundir og þá ekki sist
karfa o g steinbit. Fy rst og femst
verðum við að hagnýta sildina
betur en nú er gert. Allstaðar
þar sem sild er landað að ráði
verðuraðvera aðstaða til niður-
suðu eða a.m.k. frystihús, sem
getur tekið þá sild, sem ekki
vinnst timi til að salta, til flök-
unar og geymslu i frystiklefa.
Þegar sildarvertið er lokið má
taka flökin til frekari vinnslu.
Þetta er gert bæði i Noregi og
Þýskalandi og hefir reynst á-
gætlega. Þetta myndi auka at-
vinnu um land allt og stórauka
verðgildi þessa hráefnis. Viða
erlendis hefir fólk atvinnu allt
árið við fullvinnslu sildar, bæði,
sem þessar þjóðir veiða sjálfar
og eins sild, sem kemur hálf-
unnin héðan frá tslandi. Þessa
vinnu þurfum við að flytja inn i
landið og flytja siðan héðan full-
unnar sjávarafurðir til Evrópu
og Ameriku og annarra heims-
álfa. Við megum ekki horfa
lengur upp á það aðgerðarlausir
að islenskur sjávarafli, sem er
liklega sá besti i heimi sé fluttur
út úr landinu til erlendra niður-
suðuverksmiðja til vinnslu.
Margar þjóðir sem standa
framarlega i niðursuðu hafa
lika sótt mikiö af hráefni sinu á
íslandsmið. Þetta hráefni er
orðið margra daga og jafnvel
margra vikna gamalt þegar það
er tekið til vinnslu. Þessa vöru
hafa þessar þjóðir siðan selt
okkur fullunna a.m.k. fram á
siðustu ár.
Við höfum auðlindirnar allt i
kringum okkur, en vinnum þvi
miður ekki úr nema litlum hluta
þess sem veiðist, þótt allt sé
raunar nýtanlegt til vinnslu á'
margan hátt. Hér getum við nær
alltaf fengið hráefnið glænýtt. *
Það eitt gerir það að verkum að
við ættum að geta boðið miklu
betri afurðir en þeirra, sem
verða að vinna úr margra vikna
~gömlum fiski.
Hér hafa verið gerðar tilraun-
ir með flestar okkar fisktegund-
ir. Þær tilraunir hafa yfirleitt
gengið vel, en þó er ljóst aö enn
er mikið óunnið á þessu sviöi og
margt þarf nýrrar athugunar
við. Það verður að læra á þéf
markaði, sem best liggja við
fyrir okkur og vonandi opnast á
næstunni. Það verður að taka til
greina smekk og óskir neytenda
á hverjum tima. Það opinbera
verður að hefja alhliða mark-
aðsleit og styrkja framleiðend-
ur til markaðsleitar. Ég efast
um að við getum fullnægt eftir-
spurn eftir niðursuðuvörum
héðan ef slik markaðsleit verö-
ur framkvæmd af fullri alvöru.
Með sameiginlegu átaki þurf-
um við að snúa af þeirri óheilla-
braut að kasta matvælum, sem
eru miljarða virði, meðan mil-
jónir manna svelta viða um
heim og hætta smám saman að
senda hráefni okkar hálfunnin
og óunnin úr landi.
Ingimundur Steinssor
Akranesi
I.M. blaðamaður og Billy Graham-samkomur:
Vér smælingjar
Einn maður átti athygli Þjóö-
viljans öörum fremur s.l. miö-
vikudag. Sá heitir Billy Graham.
A forsiöu skin ásjóna hans, á bls.
3 er viðtal viö einn af „lærisvein-
um” hans og aö siöustu er honum
og samkomunum I Neskirkju
helguð breiösiöa i opnu blaðsins.
Samkvæmt þessum skrifum
mætti ætla aö maöurinn Billy
Graham væri hiö mesta úrhrak
og þeir er mættu á þessar sam-
komur froöuf ellandi guösorða-
snakkar (... sem stóöu I leiðslu
undir sjónvarpsskermi Skapar-
ans... það stóö þarna þegjandi og
horföi dáleitt á ásjónu Billys...
Billy gaf hinum nýveiddu sál-
um... siöan biðu menn átekta og
gláptu þegjandi á dauða
skermana....)
Eða er blaðamaður Þjóðviljans
I.M. kannski bara haldinn slikri
mannfyrirlitningu á þessum örm-
u og „naiv” sálum er flykkst hafa
i Neskirkju þúsundum saraan?
Billy Graham....
Er I.M. blaðamaður sté fæti
sinum inn fyrir dyr i Neskirkju
s.l. mánudagskvöld virðist hann
hafa verið uppfullur af einhver ju
sem á islensku alþýðumáli nefnist
fordómar. Ameriskur predikari
og kristinn i þokkabót. Slikt er
ekki likegt til að falla i kramið hjá
islenskum kúltúrkomma.
Sú mynd sem blaðamaöurinn
dró upp af samkomunni virðist
vera óhjákvæmileg afleiðing af
fyrirfram mótuðum skoðunum
hins viðsýna og umburðarlynda
blaðamanns.
Látum það vera þótt menn
gagnrýni Billy Graham. Það er
ekki nema sjálfsagt og eölilegt. I
hreinskilni sagt er undirritaður
litt hrifinn af mörgu þvi sem sá
maður segir og gerir — á þaö
bæöi við guðfræði hans og þjóð-
félagslegar skoðanir. Hins vegar
er það ákaflega ómaklegt að
draga hann og þá er hlýða á
Halldór
Reynisson
hann sundur og saman i háði og
fyrirlitningu, eins og tónninn i
greininni ber með sér. Og þaö er
að minu mati fremur slæm blaða-
mennska að reyna að gera
Graham og samkomurnar eins
torkennilegar og afskræmdar og
blaðagreinin ber með sér.
Er það kannski sannleiksást að
segja i myndatexta „kirkjugestir
létu fúslega peninga af hendi til
styrktar Billy Graham” — þegar
fram kemur annars staðar i blað-
inu sama dag að þeir peningar
eru notaðir til að kosta þessar
samkomur? Er það mannkær-
leikur að hæða og afskræma það
sem öðrum kannað vera heilagt?
...og Þjódviljinn
Þetta leiðir hugann að umf jöll-
un Þjóöviljans um kristna trú yfir
höfuð. A árum áður var kristin
trú bannfærðá siðum þessablaðs.
Það var á meðan Stalin keisari
rikti i austri.
Seinni árin hefur hins vegar
birt til i hugum Þjóðvilja- og
Alþýðubandalagsmanna, hvað
snertir kristna trú. Ýmsir
heiðarlegir sósialistar og sósial-
demókratar (ef ég má!) i þeim
herbúðum hafa hafið upp raust
sina og aflétt þessari bannfær-
ingu.
Menneins og Hjalti Kristgeirs-
son hafa sagt að hin sögulega
efnishyggja marxismans (sem er
iraun gildismat og lifsskoðun) sé
ekki nauðsynlegur partur af
kenningu Marx og enn siður
Alþýðubandalagsins. Það merkir
i raun að flokkurinn setur sig
ekki upp á móti lifsskoðun eins og
kristinni trú.
Grein eins og sú er f jallaði um
samkomurnar i Neskirkju virðist
hins vegar benda til þess að ný
lina (og öllu marxiskari) sé að ná
yfirhendinni I málgagni Alþýöu-
bandalagsins. 1 þessu sambandi
koma mér i hug orð Kjartans
Ölafssonar ritstjóra Þjóðviljans
er hannsagði við mig fyrirnokkr-
um árum: „Viðleggjum þaö ekki
i vana okkar að auglýsa þessi
mál (þ.e. kristna trú)”.
Það kann þó aldrei að vera að á
bak við grimu róttæks og þjóölegs
umbótaflokks leynist önnur á-
sjóna og öllu kommúnistiskari?
Hvað sem sllkum vangaveltum
liður væri fróðlegt að fá einhvern
mætan Alþýðubandalagsmann til
að skýra afstöðu (eða afstööu-
leysi) flokksins til kristinnar trú-
ar.
Lokaorö
Það er eflaust ástæða til aö
gagnrýna Billy Graham og að-
ferðir hans fyrir margra hluta
sakir. En það er ástæöulaust að
uppmála hann sem einhvern
skratta með kalt bros og sting-
andi augnaráð. Það er heldur
- ekki ástæða til að fyllast háði og
Framhald á 14. síðu
Styrkir til að sækja þýskunámskeið i Sam-
bandslýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt Islenskum
stjórnvöldum að boðnir séu fram þrir styrkir til handa
islenskum stúdentum til aö sækja tveggja mánaöa
þýskunámskeið i Sambandslýðveldinu Þýskalandi á veg-
um Goethe-stofnunarinnar á tímabilinu júni-október 1979.
Styrkirnir taka til dvalarkostnaöar og kennslugjalda, auk
600marka ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrin-
um 19-32 ára og hafa lokið a.m.k. tveggja ára
háskólanámi. Þeir skulu hafa góöa undirstööukunnáttu i
þýskri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. nóvem-
ber n.k. Sérstök umsóknareyöublöð fást I ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
3. október 1978.
Styrkir til háskólanáms i Sambandslýð-
veldinu Þýskalandi
Þýska sendiráöið i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum
stjórnvöldum að boðnir séu fram þrir styrkir handa
islenskum námsmönnum til háskólanáms i Sambandslýð-
veldinu Þýskalandi háskólaárið 1979-80. Styrkirnir nema
650 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta auk 100 marka á
námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar
undanþegnir skólagjöldum og fá ferðakostnaö greiddan að
nokkru. Styrktimabilið er 10 mánuöir frá 1. október 1979
aö telja en framlenging kemur til greina aö fullnægöum
ákveðnum skilyröum.
Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu
hafa lokiö a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa
borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vik, fyrir 1. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð
fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
3. október 1978.
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garöabæ
onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verötilboö
SÍMI 53468