Þjóðviljinn - 06.10.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.10.1978, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJlNNi Föstudagur 6. október 1978 Umsjón: Magnús H. Gíslason Sudurnes Slökkvibíllinn kominn heim Hinn nýi siökkvibill Suður- nesja er nú loksins kominn til Keflavikur. Hefur á ýmsu gengið með að leysa hann úr tolli þar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum gátu ekki snarað úr þeim 6 milj. kr. fýrir sölu- skatti og tolli, en fjármálaráðu- neytið fékkst ekki til þess að veita gjaldfrest á þessum gjöld- um um stundarsakir og bar þvi við, að það skapaði fordæmi. Sýnist Suðurnesjamönnum það umhugsunarefni fyrir hina nýju ráðherra hvort ekki sé eðlilegra að feUa niður gjöld af svona tækjum, sem nauðsynleg eru fyrir almanna heill^en að ráð- herrar njóti ýmissa friðinda i þessum efnum. Lausn þessa máls er að þakka Sparisjóði Keflavikurog Bruna- bótafélagi Islands þvi þeir aðilar lánuöu Brunavörnum Suðurnesja það sem á vantaði til þess að geta leyst bilinn út: BDlin kostar 21,5 milj. kr., en þá vantar á hann lausar slöngur, sem kosta sem næst 1,2 milj..Billinn er af Ford-gerð og svipaður bil þeim, er Bruna- varnirnar fengu 1973, en þó nokkru hærri. Hann er með 4 „buster”-slöngum og er með mun stærri vatnstank og mun ekki af veita þar sem hann er með mjög afkastamikla dælu. Með tilkomu þessa bils má heita að húsnæði Slökkvi- stöðvarinnar sé fullnýtt þegar allur tækjakosturinn er inni. Sjúkrabillinn, sem geymdur hefur verið á stöðinni, kemst þar nú ekki lengur fyrir og er i geymslu annars staðar. (Heim.: Suðurn.tið.) —mhg Hinn nýi slökkvibill Suðurnesja. táÉÉÍÍii Þingeyri við Dýrafjörð. Mynd: I.K. Frá Þingeyri: Togarinn moktiskar en tregt hjá trillum — Tiðarfar hefur verið hag- stætt hér um slóðir, bæði til lands og sjávar, segir frétta- ritari Þjóðviljans á Þingeyri, Davið Kristjánsson okkur. — Frostnætur tvær komu hér i þessari viku og er það fyrsta frostið i byggð á þessu hausti. Ber hafa verið óskemmd fram að þessu og hafa margir nýtt sér þau vel, þar sem berjaspretta, sérstaklega á aðalbláberjum, er með besta móti. Heyskapur — Garðrækt — Slátrun Hey bænda eru bæði mikil að vöxtum og góð og hafa allir lokið heyskap og sumir fyrir allnokkru. Kartöflur spruttu hér ágæt- lega i sumar og er upptöku þeirra lokið. Fengu margir allt að 10-falda uppskeru, sem þykir mjög gott. Framleiðendum fækkar en mjólkin vex A vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins hefurverið gert yfirlit um framleiðslu og sölu mjólkurvara fyrir timabilið 1. sept. 1977 til 31. ágúst 1978. Innvegin mjólk var 117,8 milj. ltr., aukning frá fyrra verðlags- ári var 4,6%. Meðalinnlegg i mjólkursamlag frá framleið- Nafnabrengl leiörétt Siöastliðinn þriöjudag birtist hér i Landpósti fréttaspjall við Ingimar Júliusson, fréttaritara Þjóðviljans á Bildudal. Þar segir m.a. að Tónlistarskólinn á BDdudalsé „einskonar útibú frá Tónlistarskólanum á Patreks- firði”. Kjartan Eggertsson, tónlist- arkennari á Bildudal, hringdi i Landpóst og benti á, að ekki væri rétt að tala um Tónlistar- skólann á Patreksfirði i þessu sambandi þvi skólinn héti Tón- listarskóli Vestur—Barða- strandarsýslu. Kjartan Eggertsson sagði okkur að I fyrra vetur hefðu nemendur Bildudalsskólans verið 54. Nú væru þeir þegar orðnir 40 og mætti fastlega búast við að þeir yrðu ekki færri i vetur en i fyrra vetúr. Er sá áhugi með hreinum ólik- indum þvi 54 nemendur er býsna hár hundraðshluti af I- búum byggðarlagsins. —mhg anda var 44.607 ltr. af mjólk en var á fyrra verðlagsárinu 40.675 ltr. Samtais eru mjólkurfram- leiðendur, sem leggja inn mjólk, taldir vera 2.670. Hefur þeim fækkað á undanförnum árum um 3% árlega. Sala á nýmjólk hefur enn minnkað. Samtals voru seldir 45,2 milj. ltr. af mjólk en það var 4,4% minna en á verðlags- árinu 1976/1977. Sala á rjóma var aftur á móti 2,9% meiri nú en á fyrra timabili, heildarsalan var 1,1 milj. ltr. Sala á venjulegu skyri minnkaði nokkuð en sala á bláberja- og jarðarberjaskyri varð aftur á móti meiri. Heildarsala á skyri var 3,8% meiri en á fyrra ári og nam hún 1,706 lestum. Aukning var i sölu undan- rennu um 18,8%. Heildarsala á siðasta ári var um 3,8milj. ltr. Nokkur aukning varð í smjör- framleiðslunni eða um 1,1% en það voru 1.802 lestir. 1 upphafi verðlagsársins voru birgðir af smjöri 936 lestir en það var 56% meira en i upphafi fyrra verð- lagsárs. Samtals voru seldar beint til neyslu 1.433 lestir en það var samdráttur frá fyrra ári um 0,7%. Notaðar i aðra fram- leiöslu voru 8 lestir. Birgðir 1. sept.sl. voru 1.297 lestir en það var 38,6% meira en i upphafi fyrra verðlagsárs. Framleiðsla á 45 og 30% ostum var 3.263 lestir en það var 41% meira en á fyrra verö- lagsári. Nokkur samdráttur varð i sölu á þessum ostum en veruleg aukning i sölu á bræddum ostum. Heildsala á öllum ostum var 1.402 lestir, sem var 2,4% aukning frá fyrra ári. Fluttar voru út á verðlags- árinu 1.842 lestir en árið áður var útflutningur aðeins 662 lestir. Birgðir af ostum l.sept.sl. voru 1.419 lestir en það var 14% meira en i fyrra. Neysla á ostum breytist þvi nú er meira keypt af mögrum ostum en þeim fiturikari. (Heim.: Uppl.þjón.landb.) —mhg Slátrun sauðfjár stendur nú yfir. Gerðar hafa verið endur- bætur á sláturhúsinu og vinnu- skilyrðum þar breytt nokkuð frá þvi, sem áður var. Þykir það til bóta sérstaklega er kjöt- iðhreinna. Frá sjósókninni Róðrar á smærri bátum liggja nú niðri þar sem frystihúsið tekur ekki á móti fiski þann tima, sem slátrun stendur yfir. Annars er mikil gróska hér i trilluútgerð. Þrettán trillur lönduðu hér i sumar, þegar þær voru flestar. Afli þeirra var heldur tregur. Afli togarans Framnes I. hefur verið með eindæmum. Hreinlega mokafli. Hann landar nú afla sinum á Isafirði meðan slátrun sauðfjár stendur yfir hér. M.b. Sæhrimnir var gerður út á troll héðan i sumar. Hann hefur nú hætt veiðum i bili og hýggja eigendur hans til sölu á honum og þá væntanlega á kaup á stærri bát. M.b. Framnes var ekki gerður út i sumar en stór endur- bót á bátnum og viðgerð fór fram. Byggingaframkvæmdir Óvenjumikið hefur verið um byggingaframkvæmdir hér i sumar. Kaupfélagið hefur látið vinna að byggingu tveggja stál- grindahúsa. Er annað þeirra fiskimjölsverksmiðja en i hinu er ætluð aðstaða fyrir útgerðina til viðgerða og geymslu. A vegum rikisins og sveitar- félagsins er unnið að byggingu skólahúss, sem nú er komið undir þak. Og bygging læknis- bústaðar er hér á lokastigi. Fjögur einbýlishús eru i smiðum fyrir einkaaðila og þrjár ibúðir i raðhúsi eru i Akranes: Varanleg gatnagerd 1 sumar hefur verið unnið að þvi að steypa Kalmannsbraut, milli Stillholts og Esjubrautar og hluta af Háholti. Er sú vinna búin að taka gifurlega langan tima eða þvi nær allt sumarið. Til stóð að leggja oliumöl á Skarðsbraut en það hefur ekki verið gert enná. Er það fyrir- tækið Hlaðbær, sem tekið hefur að sér verkið en þeir leggja einnig 4 km. á Akranesveginn og 1 km. á Innnesveginn, (Akra- fjallsveg), frá Leyni að Kirkju- garðsveginum gamla. Bærinn mun svo leggja þaðan að Garða- braut. F'yrir nokkrum árum var gerður samningur við Sements- verksmiðju rikisins þess efnis, að hún sæi um að steypa Faxa- braut. Samningurinn hljóðaði upp á það, að gatan yrði steypt i tveimur áföngum. Sá fyrri var steyptur sl. sumar og sá seinni átti að steypast i sumar. Það hefur ekki verið gert. Verk- smiðjan hefur frestað þessu verki án samráðs við bæjar- stjórn. Er það að sjálfsögðu al- varlegt mál. (Heim.:Umbrot) —mhg smiðum á vegum Þingeyrar- hrepps. Er þar um að ræða sölu- eða leiguibúðir á vegum sveitarfélaga, samkvæmt lögum þar um. Vegagerð Opinberar framkvæmdir á sumrinu hér i nágrenni aðrar en þær, sem áður eru taldar, eru helstar þær, að vegurinn milli Meðaldals og Haukadals var endurbyggður. Einnig var hækkaður hluti vegarins á Hóla- hlið. Þessar framkvæmdir miða að þvi að vegurinn um sveitina verði snjóléttari. Út og suður Hlaupabraut var lögð umhverfis iþróttavöllinn. Byrjað er og á framkvæmdum við að girða af þorpið. Aætlað var og, að eitthvað yrði unnið við Þingeyrarflugvöll á þessu ári, en sú vinna hefur ekki hafist ennþá. 1 menningarmálum er það helst til tiðinda, að Sinfóniu- hljómsveitin og Þjóðleikhúsið miðluðu okkur hér i sumar af sinu nægtaborði, og nutu þess margir. Skemmtimál Nokkrir aðrir farandflokkar af skemmtanafólki höfðu hér viðdvöl á ferðum sinum um landið ; og árlegt hestamanna- mót i byrjun ágústmánaðar fór fram með miklum sóma. Einnig má nefna nokkur iþróttamót og Vestfjarðamót i svifdrekaflugi. Ýmis félagssamtök hér eru að hefja vetrarstarf sitt og má þar helst nefna kvenfélagið Von, sem byrjaði starf sitt i haust nú i vikunni með námskeiði i meðferð grænmetis. Lionsklúbbur Þingeyrar hélt sinn fyrsta fund á haustinu einn- ig i þessari viku og bridds- félagið Gosi hóf sitt 21. starfsár með skyndisveitakeppni s.l. föstudagskvöld. Læknirinn kominn Heldur virðist nú vera að rofa hér til i heilbrigðismálum, þar sem við höfum fengið lækni, Kristján Vikingsson að nafni, sem hefur ráðið sig hér i heilt ár, og erum við þvi lausir við mánaðarlæknana i bili a.m.k. Hér má svo bæta þvi við, að við erum prestslausir eins og sakir standa eða siðan prest- urinn okkar, sr. Stefán Eggerts- son, andaðist. Hann var búinn að þjóna hér i 28 ár og naut almennra vinsælda og virð- ingar. Ekkja hans, Guðrún Sigurðardóttir, mun flytjast til Reykjavikur. Við vonum að úr þessu rætist með prestinn þótt auglýsing starfsins hafi enn engan árangur borið. dk/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.