Þjóðviljinn - 06.10.1978, Síða 16
mOVIUINNl Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- Verslið í sérverslun með litasjónvörp
Föstudagur 6. október 1978 ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. \ bÚÐIN simi 29800, (5 linurr— og hljómtæki
Jónas Arnason um fullyröingar utanríkisráðherra varðandi friðlýsingu N-A tlantshafsins
Afstaða Benedikts ræðst
af NATO-klafanum
í Timanum i gær var haft eftir Benedikt Gröndal
utanrikisráðherra, að friðlýsing N-Atlantshafsins
væri óraunhæf. Þjóðviljinn spurði Jónas Árnason
alþingismann, sem mjög hefur barist fyrir slikri
friðlýsingu, hvað hann vildi segja um þessa full-
yrðingu ráðherrans.
— Hún er I hæsta máta vlta-
verö, sagöi Jónas. í samkomulagi
stjórnarflokkanna er ákvæöi um
utanrikismálanefnd, sem á aö
kanna nýjar leiöir i svokölluöum
öryggismálum og m.a. athuga
hugmyndir um friölýsingu
hafsins. Svo leyfir utanrikisráö-
herra sér á mjög óviöurkvæmi-
legan hátt að torvelda starf
nefndarinnar aö þessu leyti meö
þessari fullyröingu. Og þótt
nefndin eigi aö starfa á -vegum
forsætisráöherra en ekki után-
rikisráöherra,liggur þaö I augum
uppi, aö hún á miklu óhægara um
vik meö aö vinna aö framgangi
þessa máls eftir aö utanrikis-
ráöherra hefur sagt þetta.
Afstaöa Benedikts Gröndals
ræðst af þeim klafa, sem hann,og
flokkur hans,er bundinn á hjá
NATÖ og herstööinni.
Annaöhvort veit hann eða telur
sig vita, aö friölýsing á þessum
slóöum yröi ekki vel séö hjá risa-
veldinu i vestri. Risaveldiö I
austri mundi lika eflaust mót-
mæla þeirri skeröingu á athafna-
frelsi þessara stórvelda til
hernaöarbrölts. En stórveldin
hafa nú fyrr mótmælt, þegar viö
Islendingar höfum stigiö skref I
hafréttarmálum, sbr. viöbrögö
þeirra viö landhelgisútfærslu
okkar.
Þaö er rétt, sem Þórarinn
Þórarinsson hefur margitrekaö i
Timanum, aö kominn er timi til
aö viö tslendingar tökum frum-
kvæöi i á'tt til þess aö draga úr
hernaöarumsvifum hér á norður-
slóöum, á sama hátt og viö áttum
Bókakaup
undir póli-
tíska stjórn?
A borgarstjórnarfundi I gær-
kvöldi lögöu Sjálfstæðismenn
fram tillögu um að öll bókakaup
Borgarbókasafnsins yrðu lögð
fyrir stjórn safnsins en hingað til
hefur borgarbókavörður ásamt
svokallaðri bóka valsnefnd ákveð-
ið þessi bókakaup.
Adda Bára Sigfúsdóttir sagöi
við umræður um þessa tillögu aö
sér fyndist i hæsta máta óeðlilegt
að pólitisk nefnd færi aö skipta
sér aö bókakaupunum en Ragnar
Júliusson, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, sagöi aö starfsmenn
safnsins væru pólitiskir. Tillagan
var felld.
AI/GFr
Ekki er ástæöa til aö gera mikl-
ar athugasemdir við þaö sem ein-
stakir þingmenn Alþýöuflokksins
eru si og æ uppi meö til aö spilla
fyrir þessu stjórnarsamstarfi, en
þaö gegnir ööru máli þegar sjálf-
ur formaöur flokksins, sem jafn-
framter utanrikisráðherra, leyfir
sér slikt.
Benedikt gerir litiö úr starfi
nefndar á vegum Sameinuöu
þjóöanna um friðlýsingu
Indlandshafs. Ég kannaði þetta
mál og samkvæmt þeim
upplýsingum^em ég fékk á skrif-
stofu þessarar nefndar, veröur
haldin ráöstefna um máliö I april
eöa mai næsta vor. Þeir sem ég
ræddi viö hjá nefndinni og einnig
fulltrúar I sendinefnd Sri Lanka,
en formaður nefndarinnar er úr
þeirra hópi, sögöu,aö það heföi
mikla þýöingu aö sem flestar
þjóöir styddu starf nefndarinnar
og væntu þeir þess aö Islendingar
geröu þaö meö formlegum hætti.
Og ég trúi ekki ööru en rikis-
stjórnin geri þaö, þrátt fyrir af-
stööu utanrikisráöherrans.
Jónas Arnason: Ummæli utan-
rikisráöherra torvelda starf
þeirrar utanrikismálanefndar
sem leita á nýrra leiða i öryggis-
málum.
Tími til að
íslendingar
eigi frum-
kvaeöi að þvi
að draga úr
hernaðarum-
svifum á
norðurslóðum
frumkvæöiö I aö stööva tor-
tímingaraðgeröir útlendinga á
fiskstofnum.
—eös
Þessir bjálkar hrundu i fyrradag ofan af kvist-
inum og hefðu getaö valdiö stórslysi. Siödegis i
gær hafði ekkert verið hreyft við þeim. Birgir
Svan, sem sésteinnig á myndinni, býr i húsinu við
hliðina og hefur útsýn yfir brunarústirnar úr
gluggum sinum. (Ljósm.: eik)
1 staö gangstéttar er gryfja svo aö vegfarendur
veröa aö ganga út á götuna til aö komast leiöar
sinnar. Svona hefur þetta verið i allt sumar.
Timburhúsið sem flutt var að Þingholtsstrœti 28:
Liggur nú undir
skenundum
Byggingarmeistari sá sem
fékk dýrmæta byggingarlóö viö
Þingholtsstræti 27 meö þeim
skilmálum að hann flytti norska
timburhúsið sem þar stóö yfir
götuna og endurreisti þaö I sinni
upprunalegu mynd, en þaö haföi
brunnið að hluta, hefur ekkert
hirt um að gera það fokhelt I
sumar svo að nú liggur það
undir skemmdum I vetur.
1 fyrradag hrundu stórir
bjálkar af kvistinum ofan á
gangstéttina og hefði getað
orðið fólki þar aö fjörtjóni.
Siödegis i gær höfðu þeir ekki
verið fjarlægðir. I staö gang-
stéttar fyrir framan húsið er
gryfja og veröa vegfarendur að
fara út á götuna til að komast
leiðar sinnar en umferö er
þarna mikil og gatan þröng. Þá
er garöurinn allur vanhirtur og
er hann og brunarústirnar ekki
til fegurðarauka nágrönnum og
öörum sem eiga leiö um Þing-
holtsstrætið. Gera verður þá
kröfu að húsinu verði a.m.k.
lokaö fyrir veturinn og gengiö
frá gangstéttinni.
—GFr
AI.MANNAVARNIR:
Biðja um 1,9 milj. kr. í skjálftavakt
Almannavarnir hafa fariö þess
á leit, aö rlkiö greiöi kostnaö
vegna vaktmanns á skjálftavakt
á Kröflusvæöinuásamtdvalar- og
ferðakostnaöi sérfræðings á veg-
um visindastofnana, sem y.rði þar
einnig aöstaðaldri. Er þá gert ráð
fyrir tveim jaröfræöingum til
skiptis á vakt, til ráögjafar.
Kostnaöurinn er áætlaöur tæp 1.9
miljón kr., miöaö viö vaktmann I
4 vikur og visindamann í 6 vikur.
. Olafur Walter Stefánsson skrif-
stofustjóri i' Dómsmálaráðuneyt-
inu sagöi í viötali viö Þjóöviljann I
gær, aö Almannavarnir rikisins
heföu sent þetta til ráðuneytisins
sem beiðni um viöbótarfjárveit-
ingu. Ekki hefur veriö tekin
ákvöröun i málinu, en þar kemur
einnig til kasta Fjármálaráðu-
neytisins.
Mývetningar óskuöu eftir þvi
aörikiötæki þennan kostnaöá sig
og telur hreppurinn sig ekki hafa
bolmagn til aö standa undir
kostnaöi viö skjálftavaktina.
Orkustofnun stóö fyrir skjálfta-
vaktinni á sinum tima, en hætti
þvium siöustu áramót. Þá stóðu
heimamenn vakt, sem greidd var
aö hálfu eftir reglum um starf-
semi aimannavarnanefnda.
, ,Það veröur tekin ákvörðun um
þetta á næstu dögum,” sagði
Ólafur Walter. „Almannavarnir
telja slika vakt nauösynlega og
útfrá þvi er unnið.”
—eös