Þjóðviljinn - 13.10.1978, Side 1
Sorpeyðingarstöð Suðumesja
UOWIUINN
Kostar hálfan
Meirihátíar íorystu-
kreppa?
„Yiljum vanda valið
í nefndirnar”, segir Geir
Föstudagur 13. október 1978 — 224. tbl. 43. árg.
miljarð
Ástæðan fyrir því að við
förum út í að reisa svona
dýra sorpeyðingarstöð/
sem vafalaust mun kosta
milli 4* og 500 miliónir/ i
stað þess að hylja sorpið
eins og gert er í Reykjavík/
er hræðsla við vatnsmeng-
un.
Hérna suðurfrá er eintómt
hraun og litil mold til aö grafa
sorpiðog þvi nánast örþrifaráð að
brenna það, sagði Haraldur
Gislason starfsmaður samstarfs-
nefndar sveitarfélaga á Suöur-
nesjum er Þjóðviljinn spurði
hann um Sorpeyðingarstöð Suö-
urnesja, sem formlega verður
stofnuð á mánudaginn kemur, en
hún verður i eigu sveitarfélag-
anna þar.
Verkið var boðið út á sinum
tima og bárust 24 tilboð og voru 3
þeirra hagstæðust. Eitt var frá
franska fyrirtækinu Laurens
Boulier, sem Rolf Johansen hefur
umboð fyrir, og var þvi tekið
vegna þess að talið var að þar
væri á boðstólum nýtiskulegasta
stöðin, sagði Haraldur.
Sorpeyingarstöðin mun standa
skammt frá Höfnum við girðingu
Keflavikurflugvallar. og sagði
Haraldur að verið væri að þreifa
1 á þvi við varnarmáladeild utan-
rikisráðuneytisins hvernig afnot-
um bandariska hersins af stöðinni
verður háttað. —GFr
,/Við viljum vanda vel
val okkar í nefndirnar",
sagði Geir Hallgrímsson í
gær er hann var spurður að
því hverju frestunarbeiðn-
in sætti. Hann gat þess
einnig að búið hefði verið
að boða miðstjórnarfund í
flokknum þennan dag og
langir þingfundir hefðu
getað truflað hann.
Alþýðubandalagið:
Miðstjórn-
arfundur
20. október
Boðað hefur veriö til
miðstjórnarfundar i Alþýðu-
bandalaginu föstudaginn 20.
október kl. 20.30. Fundurinn
ferður haldinn i Reykjavik
en fundarstaður verður til-
kynntur l Þjóðviljanum
siðar.
A fundinum verður einkum
rætt um undirbúning flokks-
ráðsfundar Alþýðubanda-
lagsins sem haldinn verður I
næsta mánuði. Þá munu ráð-
herrar Alþýðubandalagsins
sitja fyrir svörum. — ekh
Samkvæmt þeim heimildum
sem Þjóðviljinn hefur aflað sér
eru það klikuátökin i þingliði
Sjálfstæðisflokksins sem valda
töfinni á vali þingflokksformanns
og skipan I nefndir. Geir Hall-
grimsson taldi sig ekki hafa þann
stuðning I þingflokknum að hann
gæti knúið sinn vilja i gegn og þvi
var nauðsynlegt að biða komu
Ellerts Schram frá útlöndum.
Ellert kom i tæka tið fyrir mið-
stjórnarfund Sjálfstæðismanna I
þinghúsinu sem hófst ekki fyrr en
kl. 18 i gær, þannig að þingfundir
hefðu varla truflað hann. Þvi má
segja að Alþingi hafi verið sent
heim meðan beðið var eftir Ell-
ert.
Ýmislegt fleira er til vitnis um
að meiriháttar forystukreppa er
nú innan Sjálfstæðisflokksins. 1
neðri deild sitja þeir nú allir,Geir
Hallgrimsson, Gunnar Thorodd-
sen og Albert Guðmundsson. Þaö
hangir á hálmstrái að Geirsliðið
geti komið i veg fyrir að þeir
siðarnefndu nái lykilstöðum i
nefndum deildarinnar. Þá hafa
Sjálfstæðismenn lagt fram þrjár
tillögur um landgrunnsmál og á
engri þeirra eru nöfn þeirra Al-
berts og Gunnars meðal
flutningsmanna, þótt ætla mætti
að þeim hafi leikið fullur hugur á
að vera meðflutningsmenn.
Þannig ber allt að sama
brunni. Einnig það að Geirsarm-
urinn I þingliðinu skuli ekki hafa
teyst sér til þess að ganga frá
kjöri þingflokksformanns fyrr en
það væri fullskipað með komu
Ellerts Schram úr utanlandsför.
Fundum
Alþingis
frestað að
beiðni
Sjálfstæðis-
manna
„Venjulega er kosið í
nefndir á 2. fundi eftir
þingsetningu/log því er það
einstakt að Sjálfstæðis-
flokkurinn skuli ekki hafa
verið búinn að ná sam-
komulagi um þessi forms-
atriði," sagði þingmaður í
samtali við Þjóðviljann í
gær. Sjálf stæðisf lokks-
menn óskuðu þess í gær að
þingfundum yrði frestað
til mánudags og eftir
nokkurra mínútna fundi í
Sameinuðuþingi ogí efri og
neðri deild var frekari
fundarhöldum frestað.
„Verðum að vanda valið”, gæti Geir Hallgrimsson hafa sagt við Albert Guðmundsson er þeir komu út
úr þingsalnum I gær eftir að fundi hafði veriðfrestað að beiðni Geirs. Ljósm.: eik.
Banaslys í fyrrinótt
Aðfararnótt fimmtudags varð
banaslys 1 Reykjavfk, er 17 ára
piltur lést af völdum 3ja metra
falls um þakglugga niður á stein-
gólf.
Pilturinn var ásamt tveimur
félögum sinum á húsþaki á ný-
byggingu Karnabæjar við
Austurstræti og féll hann niður
um þakglugga úr plasti á stein-
gölfiö þremur metrum neðar.
Annar piltanna sem með honum
var gerði lögreglunni aðvart um
eitt-leytiö i fyrrinótt en þeir voru
báðir I vörslu lögreglunnar um
nóttina.
Ekkireyndistunntað fá frekari
upplýsingar úm þetta mál hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins 1
gærkvöldi. _^i
Ellert Schram kom beint úr flugvélinni á miðstjórnarfund f Alþingis-
húsinu á siaginu sex i gær. Þarmeð var Geirs-liðið tilbúið i átökin við
Albert og Gunnar. Ljósm.: eik.
Gunnar Thoroddsen var formað-
ur þingflokksins slðasta kjör-
timabil og verður fróðlegt að
fylgjast með þvi hvort honum
verður nú skákað burt úr þeirri
stöðu.
Allt Alþingi íslendinga er sem-
sagt sent heim vegna innan-
flokksdeilna i Sjálfstæðisflokkn-
um og ekki hægt að ljúka forms-
atriðum til þess að þingið geti
hafið afgreiðslu mála fyrr en 1
næstu viku.
—ekh
Bætt þjónusta
við borgarbúa
Borgar-
spítalinn
annast
neyðarvakt
á daginn
Þann 1. október s.l. urðu
þær breytingar á neyðar-
þjónustu lækna I Reykjavik
að Borgarspitalinn tók yfir
daglega neyðarvakt sem
Læknafélag Reykjavikur
hefur annast til þessa.
Jóhannes Pálmason, aö-
stoðarframkvæmdastjóri
Borgarspitalans sagði I sam-
tali við Þjóðviljann 1 gær að
hann teldi þetta stórt skref
fram á við i bættri þjónustu
við borgarbúa, en þessi hátt-
ur verður hafður á 1 3 mánuði
til reynslu. Nú eru aðeins 12
dagar síöan þetta kerfi var
tekiðupp, sagði Jóhannes,og
þvi er litil reynsla komin á
þetta, en ég hygg að hún
muni sýna að eðlilegt sé aö
Borgarspitalinn annist þessa
þjónustu. Með þessu fyrir-
komulagi er tryggt að menn
náfyrr ilæknienella.Hér er
ávallt ákveðinn læknir á vakt
i þessu skyni og s júklingur á
að vera búinn að ná sam-
bandi við hann innan minútu
eða svo. Læknirinn ákveður
siðan hvort hann fer til sjúkl-
ingsinseðahvorthann kallar
hann inn á spitalann sem ég
hygg að verði ofaná i flest-
um tilvikum. Neyðarvaktin
er opin frá 8-17 virka daga og
er allt annaöenkvöld-nætur-
og helgidagavaktin, sem er
til húsa i Heilsuverndarstöð-
inni. Neyöarvaktin er miðuð
við þá sem þurfa að ná til
læknis, og ná ekki til heim-
ilislæknis eða hafa ekki að-
gang að heilsugæslustöð,
sagði Jóhannes. Aður fyrr
þurfti skrifstofa Lækna-
félags Reykjavikur að ná
sambandi við lækni á bak-
vakt úti I bæ og það gat tekið
nokkurn tima, en hér eru á-
vallt menn til staðar i húsinu
sjáifu. Simanúmer neyðar-
vaktarinnar er hið sama og
áður. —ai