Þjóðviljinn - 13.10.1978, Blaðsíða 7
vii’iT / « i ■ 4
Föstudagur 13. október 1978 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7
— Það skyldi þó ekki leynast
þráður milli fagnaðarerindis miðaldanna
og tæknivæddra brennisteinsprédikana
Billy Grahams?
Ingolfur
Margeirsson
Góði dátinn Dóri
1 dagskrárgrein guöfræöi-
nemans Halldórs Reynissonar
um áslátt almættis, sem birtist
i blaöinu miövikud. 11. okt.,
ægir saman slikum þversögn-
um, aö ég sé mig knúinn til aö
gera þar nokkrar athugasemdir
viö. 1 fyrsta lagi vil ég Itreka, aö
þóttég aöhyllistkærleiksboöorö
kristninnar, tel ég mig hvorki
kristinn per definisjón Halldórs
né i flokki iörandi'sálna. Hér er
einungis um að ræöa heimspeki-
lega afstöbu. I ööru lagi telur
Halldór hið y tra form prédikana
Billy Grahams vera plastkrús,
mótaöa handa amrisku milli-
stéttarfólki, og viöurkennir
hana ófagra. En I sömu andrá
finnst honum eldræöur Billys
mun betri en hiö „þunglama-
lega og grútleiöinlega form”
islensku messunnar, og segir
orö amriska sálnaveiöarans
virka á sig og sina „skraufþurru
teólógiu sem fersk vatnsgusa”.
Og framar öðru: „Hvaöa rétt
höfum viö til aö setja ilt á það
sem aðrir hafa smekk fyrir?”
Sem sagt: Tilgangurinn helgar
meðaliö.
Um þetta mætti margt
segja. Kannski viö ættum að
glugga dálitiö i bækur þær, sem
Billy Graham hefur skrifaö og
selst hafa i miljón eintaka um
allan heim. Smekkur fólksins
hlýtur að ráða þeirri sölu. Billy
hefurm.a. skrifaö bók um engl-
ana (þaö er hægt aö kaupa hana
á flestum bensinstöövum i
Amriku), sem ber nafniö
„Englarnir — leynilegir sendi-
menn Guðs”. Eigum viö aö
glugga i hana?
A bls. 35 stendur: „Englamir
em skapaöir andar, sem geta,
ef þörf krefur, oröið sýnilegir.
Þeir geta birst og horfið siöan
aftur. Þeir hugsa og hafa til-
finningalif.” Ogásiöu 51: „Þaö
er til mannamál og englamál.
Englarnir tala himneskt mál,
sem skapar músik, sem er Guöi
þóknanleg.” Eigum viö aö
haldaáfram? Gott og vel, blað-
siöa 40: „Englarnir gleðjast yfir
atburöum og ýmislegrisamvist,
sem er miklu athyglisveröari
ogmeir hvetjandienkynlif.” Og
svo týpiskur Billy á siöu 144:
„Égverðaö itreka fyrir sjálfum
mér: Vertu varkár, englarnir
fylgjast meö þér.”
Ég verö aö játa hreinskilnis-
lega, að túlkun Billys slær hér-
umbil viöfræöilegri uppstillingu
miðaldaguðfræöinga á engla-
veröldinni. Jafnvel aeropagit-
inn eöa loftmerkjasérfræðing-
urinn Dionysios, sem nákvæm-
ast skráöi stéttarlega stööu ker-
úba, serafa og annarra eldengla
innan hins æösta helgivalds,
fölnar viö hliðina á sálnaveiðar-
anum frá landi Sáms. Engu aö
siöur var Dionysios fyrstur
manna til að benda á, aö stærstu
ogelstu englarnir höföu sex pör
af vængjum, sem spenntu eins
konar hring um himneska lik-
ama þeirra. Þannig englar lita
út eins og eldhjól, og koma oft
fyrir hjá málurum miöaldanna
einsog á myndum af sáramerk-
ingu heilags Fransikusar. Ogef
ég má halda áfram aödáun
minni á englatúlkun miðald-
anna og fá aö láni samlikingu
frá norska rithöfundinum Jens
Björneboe: „Dionysios hefur
gefið yfirgripsmestu og kerfis-
bundnustu mynd af englaheim-
inum, næstum þvi hvaö Linné
færði blómaheiminum nokkrum
öldum siöar.” En leyfið mér aö
bæta við: Billy Graham er ekki
siöri túlkandi englavisinda. Þaö
skykii þó ekki leynast leyndur
þráöur milli fagnaöarerindis
miöaldanna og tæknivæddra
brennisteinsprédikana Billy
Grahams?
En við vorum aö tala um blek-
brögð Billys. Eigum viö halda
áfram meö ivitnanir? Jæja þá. I
bókinni ,,,,Friður meö Guði”
skrifar hann um helviti: „Ég
geri mér grein fyrir þvl, aö hel-
viti er ekkert skemmtilegt um-
fangsefni. Það er afar óvinsælt,
umdeilt og misskilið. Ég er þó
vanur að helga þessu efni eitt
kvöld á samkomuferöum min-
um.” Og i framhaldi af þessu
þema eru djöflarnir i „engla-
bókinni” túlkaðir sem persónu-
legar verur eins og englarnir,
nema hvaö þeir eru „fallnir
englar”.
Biíly Graham er frumstæður
og allt aö þvi hættulegur ógnar-
prédikari. En hvers vegna
skyldi enginn nema undirrit-
aður, aumur og afvegaleiddur
kúltúrkommi, reyna aö benda á
það? Hvers vegna skyldu allir
hinir þegja þunnu hljóöi, þó vit-
absé, að aöferðir Biliys séulitn-
ar misjöfnum augum innan
kirkjunnar? Hvers vegna?
Vegna þess aö tilgangurinn
helgar meöaliö? Eöa vegna
þess, aö Islenska kirkjan og
hræsnarar hversdagsins þola
hreinlega ekki nýtt trúarstrið?
En sleppum ekki bókmennt-
um Billys úr augsýn. Trú og
ytra útlit fara nefnilega einnig
saman aö hans dómi. I bókinni
„Leyndarmál hamingjunnar”
stendur: „Þaö er alls engin af-
sökun til fyrir þann kristna
mann, sem er óhreinn, ógreidd-
ur og óásjálegur til fara. Ef þú
ert meö hreint hjarta, óskar þú
einnig eftir hreinum likama.ú
Og nokkru siöar i sömu bók
má finna eftirfarandi gullkorn
um fatahönnuði Frelsarans:
„Ef þiö konur haldiö áfram að
Úæðast fötum I þeim tilgangi aö
lokka karlmanninn til syndar,
eruöþið sekar, hvort sem synd-
in er drýgö , eöur ei. Stúlka ein
sagöi viö mig: Ég gekk fram á
samkomunni og frelsaöist og
tók á móti Jesú. Nokkru siöar
var ég stödd i veislu. Ég var
klædd i kjól, og mér var litið I
spegil og fannst sem Jesús
horföi á mig. Ég hraðaði mér og
skipti um kjól. Og nú klæöi ég
mig eins og Jesús væri fylgi-
sveinn minn á hverju kvöldi.”4*
Smekkur fólksins? Þú spyrð
mig, Halldór Reynisson sem
hermaöur Herrans, hvaöa rétt
viö höfum til aö setja út á það,
sem aðrir hafa smekk fyrir.
Annar hermaöur hefur kannski
svaraö þessari spurningu. Hann
var kallaöur góöi dátinn Svejk,
og var runninn undan rifjum
tékkneska rithöfundarins Jaro-
slav Haseks. Svejk segir eftir-
farandi um vist sina á geö-
veikrahælinu:
„Hvermaöurmáttisegja þaö,
sem honum bjó I brjósti , alveg
eins og á þingi....Yfirleitt liföi
maöur þarna eins og blóm i
eggi. Maöur gat öskraö, ýlfraö,
grátiö, sungið, kumraö, stuniö,
hoppað á öörum fæti og klifraö
upp um veggina. Enginn kom og
sagði: - Þaö megiö þiö ekki
gera, það sómir sér ekki herra
minn! Satt er þaö aö visu, aö
þarna voru brjálaöir menn, sem
voru mjög stilltir. Þannig var
þar hámenntaöur uppfinninga-
maður, sem alltaf boraöi úr nef-
inu á sér og sagði:
— Ég er rétt búinn aö finna
upp rafurmagnið.
Þaö var eins og ég segi, sér-
lega viðkunnalegur staöur, og
. þessir tveir dagar, sem ég bjó á
vitfirringahælinu, eru yndisleg-
ustu stundirnar, sem ég hef
lifað.”
lngólfur Margeirsson,
blaöamaöur.
Björn Qlafsson bifreiðastjóri
Tilboö sem þú getur
ekki hafnaö
Vestur i Bandarikjunum er
flugfélag sem heitir Seaboard
World Airlines. Þetta flugfélag
hefur komiö mjög við sögu is-
lenskra flugmála hin siöari ár,
vegna viðskipta sinna við Loft-
leiöir og siðar Flugleiöir. 1 hvert
sinn sem Loftleiðir / Flugleiðir
ásamt dótturfyrirtækjum hafa
keypt sér flugvél hefur þetta
bandariska flugfélag hlaupið
undir bagga og séð um söluna á
vélunum til hinna islensku
aöila, og hefur þetta sjálfsagt
veriö beggja hagur. S.W.A. hef-
ur þvi oröið eins konar stóri
bróöir fyrir Flugleiöir, og lik-
lega fór hagur Loftleiöa fyrst aö
vænkast þegar þaö komst i sam-
band viö þetta fyrirtæki i
Bandarikjunum.
En eins og alþjóö er kunnugt
þá urðu nokkrar breytingar á
starfsemi Loftleiða er þær fluttu
til Keflavikur og jafnframt
jukust umsvif þeirra mjög. Viö
flutninginn kom upp það vanda-
mál að nú þurfti aö aka far-
þegum til og frá Reykjavik, og
nú minntust eigendur Loftleiöa
gamals vinar og hjálparhellu,
Guömundar Jónassonar fjalla-
bilstjóra. Guðmundur haföi þá
um nokkurt skeið haft frekar
erfiða tima. Feröir Islendinga i
hópum innanlands voru að
dragast saman og aukin sam-
keppni um þá sem feröuöust.
Guðmundur haföi aöeins eitt
litið sérleyfi og erfitt, Reykjavik
— Hólmavik, og I þaö dugði einn
bill tvisvar i viku.
Loftleiöamenn sömdu nú viö
Guömund Jónasson um alla
flutninga á farþegum og
áhöfnum á þeirra vegum.
Raunar sögöu skæðar tungur aö
Loftleiðir heföu keypt fyrirtækiö
og létu Guðmund reka það, og
fékk sú saga byr undir báða
vængi þegar fyrirtækinu var
breytt i hlutafélag, og vildu
menn meina aö Loftleiöum heföi
verið I lófa lagið að kaupa sina
eigin bila i þessa flutninga, rétt
eins og þeir siöar stofnuðu bila-
leigu. En hvað sem hæft er i
þessu þá hafa i þaö minnsta
Loftleiöir ávallt stutt Guðmund
Jónasson h/f eins dyggilega
sem þetta væri þeirra eigiö
fyrirtæki. Viö þaö aö fjárhags-
staða Guömundar Jónassonar
h/f batnaöi, þá fóru og umsvif
fyrirtækisins vaxandi, og var
viöa leitaö fanga.
Ma. var fariö inná Gullfoss —
Geysis-sérleyfiö sem þriöji
aöili, meö útlenda feröahópa á
vegum feröaskrifstofu sem er
eign Loftleiöa og Ferðaskrif-
stofu rikisins og nefnist Kynnis-
feröir s/f.
Um sögulegar forsendur fyrir
þvi, aö Guömundur Jónasson
h/f skyldi komast þarna inn, er
ekki kunnugt, en grunur lék á aö
stóri bróöir heföi beitt áhrifum
sinum.
Þetta fyrirkomulag á hóp-
akstri á þessari leiö þýddi
auövitaö aö minna kom i hlut
sérleyfishafans á leiöinni, ölafs
Ketilssonar.
Aö visu má segja að Ólafur
eigi þarna nokkra sök á sjálfur,
þvi vegna tregöu á aö láta hinn
alþjóðlega túrisma segja sér
fyrir verkum, og einnig sú
skoöun að þjónustan viö
byggöarlögin ætti að ganga
fyrir einhverjum duttíungum
útlendra, þá þráaöist hann
nokkuð viö að láta byggja fyrir
sig og taka i notkun svonefndar
„glerhallir”, en það eru bif-
reiðar þar sem stór hluti af yfir-
byggingunni eru gluggar,
heldur taldi Olafur að billinn
ætti aö geta flutt bæði fólk og
vörur, svo sem veriö hafði frá
fyrstu tiö. Þetta viðhorf ólafs
olli þvi, aö feröaskrifstofu-
menn töldu bila hans ekki boö-
lega erlendum ferðamönnum,
og yröu þeir þvi að leita til þess
sem hafði finustu og nýjustu
bílana. Þannig liðu árin, og var
það um 1970 sem Ólafur þurfti
aö fara inn á sjúkrahús til
aðgerðar á atvinnusjúkdómi
sem hann haföi lengi þráast viö
aö leita sér lækninga á, en þaö
var kölkun I mjaömaliöum.
Eftir þessa sjúkrahúsvist þá
hófst nokkur skollaleikur yfir-
valda við ólaf, og er hann það
furðulegur aö maöur gæti haldiö
aö þar væri ekki öllum sjálfrátt,
en Ólafur,stendur nokkuö vel af
sér þessar hriöir og heldur sinu
striki þrátt fyrir ýmsa farar-
tálma.
Liöur nú fram til áranna 1975-
76. Þá er boöiö til sölu gamalt og
rótgróiö sérleyfi á góöri leiö Sel-
foss - Reykjavik, og uröu þar
nokkrir til að bjóöa i.
Nú skeöur þaö aö hæstbjóö-
endur veröa tveir fyrrverandi
ökumenn frá Guömundi Jónas-
syni h/f og með þeim einn af
fyrrverandi ökumönnum hjá
hinu gamla sérleyfi.
Þessir aöilar tóku siöan við
sérleyfinu og nefndu það
Sérleyfisbifreiðar Selfoss h/f og
hafa rekið það af miklum
dugnaði, en einhverjir erfiö-
leikar hafa orðiö, þvi
Guðmundur Jónasson h/f er nú
orðinn meöeigandi i fyrir-
tækinu, og hefur nú heldur
tognaö úr þræöi hins alþjóðlega
fjármagns á Islandi.
Nú vikur sögunni til opinbers
aöila, svokallaörar skipulags-
nefndar fólksflutninga, sem þvi
miður gegnum árin hefur oft
haft forgöngu um aðgeröir sem
eiga litiö skylt viö skipulag,
þrátt fyrir góöan vilja einstakra
nefndarmanna. Þessi nefnd
hefur undanfarin ár gert um þaö
tillögur til ráðherra aö Ólafi
Ketilssyni skuli aöeins veitt
hans gamla sérleyfi til eins árs i
senn, þrátt fyrir skýr ákvæöi i
lögum um aö sérleyfi skuli veita
til 5 ára i einu. Þaö sjá allir hvaö
það er erfiöur rekstrargrund-
völlur þegar menn vita ekki
hvort þeir mega starfa aö ári
liönu, og erfitt að gera
framtiöaráætlanir, jafnvel þótt
Ólafur hafi nú gert það meö þvi
aö endurnýja bilakost sinn.
En svo þegar raddir komust á
loft að Ólafur hygöist gera
rékstur sinn aö hlutafélagi og
gefa m.a. sveitarfélögum þeim
sem hann ók fyrir kost á aö
eignast hlut i þvi, þannig aö sér-
leyfiö væri þá i góöum höndum
er hans nyti ekki lengur viö, þá
brá svo við að fulltrúi Búnaöar-
félags tslands og fulltrúi
Alþýðusambands Islands i
skipulagsnefnd fólksflutninga
tóku höndum saman við for-
mann nefndarinnar, sem er af
tilviljun fyrrverandi ökumaöur
hjá Guðmundi Jónassyni h/f!!
og lögðu til við ráöherra að Sér-
leyfisbifreiðum Selfoss yröi
veitt Laugarvatnssérleyfiö, og
má þar segja að höggviö hafi sá
sem hlifa skyldi, enda var
greinilega einhverjum ljóst, að
nú dugöi ekki lengur aö biða
eftir að Ólafur félli frá; það yröi
að ná þessu meö illu úr þvi aö
það gekk ekki með góöu.
Eftirleikinn þekkja flestir af
blaða- og útvarpsfregnum.
Þessir þættir sem ég hef
gert hér aö umtalsefni
minna óneitanlega nokk-
uö á þaö sem gerist viöa
erlendis, mönnum eru gerö
tilboð sem þeir geta ekki
hafnaö, og ef þeir gera þaö, þá
ráöa ýmis samverkandi atriöi
þvi, aö þeir standa uppi öreiga
og kannski ærulausir, en eitt-
hvert risafyrirtæki fær enn einn
góðan bita að kjamsa á, oft
þannig aö forystumenn þess
telja að tilviljun ein hafi ráðið
þvi að þeir hrepptu hnossiö. Nú
er það svo, aö þeir tveir menn
sem ég hef nafngreint hér aö
framan, ólafur Ketilsson og
Guömundur Jónasson, eru
brautryöjendur i samgöngum
hér á landi og hafa báðir unniö
mikiö starf og eiga fulla
virðingu skiliö, og margir
standa i þakkarskuld við þá
eftir aö hafa fylgst meö þeim á
vegum sem vegleysum þessa
lands.
Nokkuö hefur oröiö ójafnt
Framhald á 14. siöu
Ég tel nauðsynlegt aö það séu reistar skordur viö því sem
fyrst að stórfyrirtæki, jafnt þó þau teljist eign íslendinga,
fái að seilast til áhrifa...inná þær Hfæðar þjóðarinnar sem
fólk og vörufiutningar eru..