Þjóðviljinn - 13.10.1978, Side 9
Föstudagur 13. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SlðA 9 '
gosum. Koma þessar breytingar
bæöi fram i borholum og náttúru-
legum hverum.
Tillögur um viðbrögð
Meö framanskráöar athug-
anir I huga má telja nokkuövist aö
jaröhræringar haldi áfram um
einhver ár enn i Þingeyjar-
sýslum. Búast má við hraun-
rennsli sem ógnaö getur mann-
virkjum. Einnig má búast við
timabundnum breytingum á jarö-
hitakerfum og skemmdum á
borholum, sem torveldaö geta
vinnslu guf» úr jaröhita-
svæöunum til orkuveranna I
Bjarnarflagi og viö Kröflu.
Viö hættu á hraunrennsli má
bregðast meö þvi aö byggja
varnargaröa og koma upp kæliút-
búnaöi og reyna þannig aö beina
hrauninu á þá staöi þar sem þaö
ekki verður til tjóns. Þetta var
gert i Vestmannaeyjagosinu meö
þokkalegum árangri. Mun
auöveldara er aö verjast hraun-
rennsli á Mývatnssvæðinu meö
slikum aögeröum vegna þess hve
þunnfljótandi kvikan er á þessum
slóöum. Viö Kisiliöjuna hefur
þegar veriö komið upp varnar-
garöi og kæliútbúnaöi, Einnig
hefur veriö geröur einn garður til
varnar byggöinni i Mývatnssveit.
Auka þessar aögerðir verulega
öryggi mannvirkja á þessu svæöi.
Aftur á móti hafa engir varnar-
garöar veriö geröir I grennd viö
Kröfluvirkjun þrátt fyrir mikil
verömæti, sem þar eru I húfi.
Væri æskilegt aö nú þegar yröu
allar eldri áætlanir um þetta
teknar til endurmats og stefnt aö
þvi aö gera þá varnargaröa, er
mest myndu draga úr hættu á
hraunrennsli I átt aö virkjuninni.
Þyrfti aö hefja þetta verk á næstu
vikum áöur en haustveöur og
frost i jörö hamlar fram-
kvæmdum.
Þó verjast megi hraunrennsli
er fátt til varnar gegn áhrifum
jaröhræringa á jaröhitasvæði og
borholur. Svo lengi sem óróinn
varir má búast viö skemmdum á
borholum og óstöðugleika bæöi á
afli og efnainnihaldi þeirra. Frá
jarðfræöilegu sjónarmiöi er þvi
eina örugga ráðið til þess aö
foröast erfiðleika af völdum jarö-
hræringa að fresta öllum frekari
borframkvæmdum uns jarö-
hræringum linnir og jafnvægi er
komið aftur á. Ógerlegt er aö
segja fyrir um hversu langan
tima þaö tekur,en þetta gæti þýtt
frestun borana og framkvæmda á
svæöinu um nokkur ár.
Auk jarövisindalegra sjónar-
miöa eru einnig f járhagsleg atriöi
sem ráöa ákvaröanatöku i þessu
máli. Þaö hlýtur ávallt aö fara
eftir mikilvægi þess reksturs og
stöðu framkvæmda á hverjum
staö og tima hvort og hversu
mikla áhættu er taliö rétt að taka
til þess að halda rekstri gangandi
eða framhalda framkvæmdum.
Ljóst er að stöðvist gufuvinnsla i
Bjarnarflagi mun mikilvægur út-
flutningsiönaður Kisiliöjunnar
stöövast svo og hitaveita heils
byggðarlags. Þaö er þvi brýnt
mál að tryggja gufuöflun fyrir
þessi fyrirtæki og jafnvel rétt-
lætanlegt að bora fleiri holur ef
gufa þverr i eldri holum þrátt
fyrir hættu á skemmdum á þeim i
framtiöinni.
Nokkru ööru máli gegnir um
Kröfluvirkjun, sem enn hefur
ekki hafið raforkuframleiöslu.
Gifurlegur fjármagsnkostnaöur
er bundinn virkjuninni næstu árin
og þess vegna væri æskilegt að
hún kæmist i fullt gagn sem fyrst.
Það fer einnig eftir þvi hversu
fljótt og hversu mikil þörf verður
fyrir rafmagn frá virkjuninni
hvenær halda beri þar fram-
kvæmdum áfram. Hvernig svo
sem niðurstaða þessa mats
veröur er æskilegt að árangur
borana liggi ljós fyrir nokkrum
árum áöur en orkuframleiösla á
aö hefjast. Gæti þvi veriö rétt-
lætanlegt aö bora 2-3 holur á ári
næstu árin til þess aö afla frekari
upplýsinga um jaröhitasvæöiö og
leita að hentugu gufuvinnslu-
svæöi fyrir virkjunina, en þaö er
enn ófundiö, þrátt fyrir áhættu á
aö holur skemmist vegna
umbrota.
Auk jarövisindalegra og fjár-
hagslegra raka geta pólitiskar
ástæöur eins og t.d. atvinnu- og
byggöajafnvægissjónarmiö ráöiö
úrslitum i ákvaröanatöku um
framhald framkvæmda. Engin
tilraun verður gerö til aö meta
þessi atriöi hér.
Er þetta ekki hlægilegt verö?
Á
markaöi
í Eyjum
Verslunin Gunnar Olafs-
son & Co. eða „Tanginn"
eins og hún er kölluð í dag-
legu tali, efndi til markað-
ar í nýbyggingu sinni við
Strandveg sl. laugardags-
morgunn. Á boðstólum
var grænmeti og ávextir,
glervörur, leirvörur, pott-
ar, pönnur, balar og kirnur
og sitthvað í þeim dúr.
Margménni dreif aö og er ekki
fráleitt að smá útsölustemmning
hafi gripið suma. Agnarlitill fiör-
ingur var i loftinu, rétt svona til
að gera menn skrafhreifa og
kankvisa milli þess sem þeir
gerðu sig alvarlega i andlitinu viö
aödrættina.
Ekki fór milli mála aö þessi til-
breytni I bæjarlifinu var vel þeg-
in.
—gp
Hvaö annaö mun endast æfina?
Margmenni areit ao
©-«
íslendingar í
Kaupmannahöfn:
Mót-
mæla
einokun
Flug-
leida
Blaöinu hefur borist eftirfar-
andi samþykkt, sem gerö var á
ársþingi Sambands tslendinga-
félaga og námsmannafélaga i
Danmörku og Suöur-Sviþjóö
(SIDS) i Húsi Jóns Sigurössonar i
Kaupmannahöfn 30. sept. s.I.:
Fundurinn harmar þá þróun i
flugmálum tslendinga, að Flug-
leiöir skuli nú hafa náö meirihluta
i Arnarflugi.
Bendir fundurinn á, að Arnar-
flugi haföi nýlega tekist aö rjúfa
einokunaraðstöðu Flugleiöa á
Noröurlandaflugleiöinni, með þvi
aö bjóöa upp á ódýrar leiguferð-
ir. Fundurinn vekur einnig at-
hygli á þvi, að Arnarflug hefur aö
undanförnu veriö með lægsta til-
boö i leiguferöir, sem S.I.D.S.
hefur staðiö fyrir til íslands-um
jól og einnig i sumar er leiö.
Meö hliðsjón af þessari þróun
flugmála má búast viö, aö Arnar-
flug keppi nú ekki lengur viö
Flugleiðir um áöurnefnd leigu-
flug. Þvi má reikna meö, aö dýr-
ara veröi fyrir félaga i aðildar-
félögum S.I.D.S. aö fljúga heim i
jóla- og sumarfri.
Idgjaldataxtar
brunatrygginga
húseigna hjá BÍ:
Lækka
um 20%
Fleiri iðgjaldataxtar
eru i endurskoðun
A blaöamannafundi sem
Brunabótafélag tslands boöaöi til
I gær, var greint frá þvi aö
iögjaidataxtar fyrir bruna-
tryggingu húseigna skuli
iækkaöir um 20% frá og meö 15.
október nk.
Astæðan fyrir þvi aö Bt er unnt
aö lækka taxtana er sú, aö sl. 5 ár
hefur brunatjón veriö til muna
minna en næstu 5ár á undan. Ariö
1973 voru iðgjöld af bruna-
tryggingum lækkuö um 25% og
þótti ýmsum nokkuö djarft teflt,
en reynslan hefur sýnt aö sú
ákvöröun var rétt.
Þá kom fram aö BI er aðili aö
gjaldskrá fyrir lausafjár-
tryggingar, sem fleiri félög nota.
Ekki hefur náöst samkomulag
um lækkun iðgjalda á þeim
tryggingum nú þegar og ákvaö
þvi stjórn B1 aö i staö iögjalda-
lækkunar nú, kæmi 20% aröur til
viöskiptamanna, sem dregst frá
endurnýjunariögjaldi, er fellur I
gjalddaga 15. okt. nk. Ekki hefur
reynst unnt aö lækka iögjöld af
heimilstryggingu, þar sem tjón er
falla undir heimilistryggingu
hafa veriö mun meiri og tiöari en
i brunatryggingum.
Brunabótafélag Islands var
stofnað áriö 1917 og var sett á
laggirnar til aö rjúfa einokun
danskra tryggingafélaga hér á
landi. Nú eru um þaö bil 90% allra
húseigna utan Reykjavikur,
brunatryggö hjá Bl. 1 Reykjavik
er þaö hinsvegar Húsatryggingar
Reykjavlk, sem er félag á
vegum borgarinnar, sem bruna-
tryggir húseignir í Reykjavik.
Aö lokum má geta þess aö B1
hefur ákveöiö aö vátryggingar-
upphæö húsa skuli hækka
ársfjóröungslega I samræmi viö
byggingarvisitölu. Tjónþolar fá
þá greiddar bætur samkvæmt
þeirri visitölu, sem I gildi er þann
dag, sem tjóniö verður. — s.dór