Þjóðviljinn - 15.10.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. október 1978. mmm í FJALA- KETTINUM Kvikmyndin sem Fjala- kötturinn sýnir þessa viku heitir Ef til vill djöfullinn (Le diable probablement) og er nýjasta mynd franska leikstjórans Robert Bresson. Hann stóð á sjötugu þegar myndin var frumsýnd í fyrra. Ef til vill djöfullinn mun vera tólfta mynd hans/ en hin fyrsta hét Englar syndar- innar (Les Anges du Péché), gerð 1943. Bresson hefur jafnan þótt „sér á parti” i franskri kvikmynda- gerð. Hann hefur ekki fylgt nein- um tiskustraumum, en haldið sinu striki. í fyrstu tveimur myndum sinum, Englum syndar- innar og Konunum i Boulogne- skógi (Les Dames du Bois de Boulogne, 1944) notaði hann at- vinnuleikara, en i öllum siðari myndum hans, allt frá Dagbók sveitaprests (Le Journal d’un Curé de Campagne, 1950) hafa leikendur verið það sem hann kallar „módel” — þ.e. áhuga- menn. Þar með hafnar hann öll- færiðsjáist i myndinni. Hann seg- ir að kvikmyndalist sé ekki fyrst og fremst myndlist, heldur sé um það að ræða að skapa „sjónræna hrynjandi”. Sem fyrr segir af- neitar hann atvinnuleikurum, en talar um að módelin sem hann notar séu „tvö hreyfanleg augu i hreyfanlegu höfði á hreyfanleg- um likama”. Persónurnar i myndum hans eru yfirleitt ungar og mjög alvarlegar, breyta sjald- an um svip og tala yfirleitt ekki saman, heldur er einsog hver og ein þeirra sé aö tala við sjálfa sig. Aðdáendur Bressons telja að með þessum aðferðum hreinsi hann persónurnar af öllu ónauðsynlegu og yfirborðskenndu, svo eftir stendur sálin, ein og nakin, Kvikmyndir Bressons hafa flestar verið tiltölulega ódýrar i Ef til vill innihald þeirra, sjálfan boðskap listamannsins. Það fer vist ekki á milli mála að Bresson er bölsýn- ismaður. Honum finnst — að visu ekki að ástæöulausu — sem hann lifi i snargeggjuðum heimi. Og hann trúir eiginlega ekki á neitt sem til bjargar megi koma. Mannkynið rambar á heljarþröm og fer áreiðanlega fram af, fyrr eða siðar. Trúmál hafa jafnan skipað stóran sess i myndum hans, en þau megna heldur ekki að bjarga heiminum. t nýjustu myndinni, Ef til vill djöfullinn, gengur Bresson svo langt að láta i það skina að það sé sennilega djöfullinn sem stjórni mannkyn- inu á hraðri niðurleið þess. Le diable, probablement fjallar um sjálfsmorð ungs manns og að: alvarlega. Þaö eina sem Charles græðir á samtalinu við hann er nöturlegt ráð: sálfræðingurinn segir honum að útvega sér leigu- morðingja og fá hann til að drepa sig, úr þvi honum sé svo umhugað að fremja sjálfsmorð. Charles tekur hann á orðinu og fær mann nokkurn til að framkvæma „sjálfsmorðið” fyrir sig. Mynd- inni lýkur á þvi að leigumorðing- inn læðist burt frá morðstaðnum, sem er kirkjugarður. Charles kaus að láta skjóta sig við leiði Maurice Thorez, fyrrverandi leiðtoga franskra kommúnista. Vinur Charles er umhverfis- verndarmaður, og umhverfismál og mengun koma mjög við sögu i myndinni. Ef hægt er að finna i henni ljósan punkt má segja að þetta sé lifsmark sem þrátt fyrir allt er að finna hjá sumu ungu fólki. Sumir gagnrýnendur hafa sagt að myndin fjalli um hina si- gildu baráttu milli hins illa og hins góöa i tilverunni. Hið illa sé þá fólgið i mengun og rányrkju i kærleikslausum heimi, en hið góða sé unga fólkið, éina aflið sem enn er hægt að binda ein- hverjar vonir við. Ef til vill djöfullinn er, eins og Úr fyrstu mynd Bressons, „Englar syndarinnar' Ef til vill djöfullinn: Charles hjá sálfræðingnum Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir um leikhúshefðum og einbeitir sér að tjáningarmeðulum kvik- myndlistarinnar. Fólkið sem hann kvikmyndar fær fyrirmæli um aö vera i staðinn fyrir aó þykjast vera. Hiö hreina form Rauði þráðurinn I sköpunar- starfi Bressons er leitin að hinu „hreina formi”. Hann er á hött- unum eftir fullkomnu raunsæi, notar t.d. ekki tónlist nema hljóð- framleiðslu, enda hefur still þeirra einkennst fremur ööru af sparnaði og jafnvel meinlæta- stefnu. „Notaðu aldrei tvær fiðlur ef þú kemst af með eina” — sagði hann einhverntima. Hinsvegar tekur langan tima að undirbúa og fullgera hverja mynd. „Kvik- myndalistin er hernaðarlist. Kvikmynd þarf að undirbúa á sama hátt og orrustui’ segir hann, og myndirhans bera þvi merki að þar er hvert atriði og hvert skot þaulhugsað. Tilviljanir eiga ekki upp á pallborðið hjá Bresson. T.d. er sagt að hann hafi látið endur- taka 52 sinnum mjög einfalt atriði i myndinni Au hasard Balthasar (1966): kona leggur hönd á bekk og karlmannshönd kemur inn i myndina og snertir konuhöndina. Tilgangurinn meö þessari smá- munasemi er auövitað fyrst og fremst nákvæmni, en einnig vill Bresson að „módelin” hreyfi sig án umhugsunar, á „sjáTfvirkan” hátt, þvi aö þannig telur hann að þau verði sjálfkrafa innbiásin og hugmyndarik. Ef til vill hefur nákvæmni og smámunasemi Bressons hvergi notið sin betur en i myndinni Dauðadæmdur fangi er flúinn (Un condamné a mort s’est echappé, 1956). Þar er at- burðarásin takmörkuð við undir- búning flótta úr fangabúðum og flóttann sjálfan. Hvert smáatriði er sýnt og spennan sem hleðst upp er ótrúleg. Engin „hjálparmeð- ul” eru notuð, þögn kemur i stað dramatiskrar tónlistar. Hér er það myndavélin ein sem segir frá, lýsir atburöum og dregur ályktanir. Bölsýnismaður Fáir verða til að vefengja mikilvægi Bressons fyrir kvik- myndasöguna. Hinsvegar eru menn ekki á eitt sáttir um myndir hans, og er þá einkum deilt um draganda þess. Ungi maðurinn, Charles, er þreyttur og leiður á lifinu. Hann reynir að finna eitt- hvað sem til bjargar megi verða: vináttu, ást, trú eða stjórnmála- lega sannfæringu, en allt kemur fyrir ekki. Vinur hans og tvær vinkonur gera allt sem i þeirra valdi stendur til aö hjálpa honum, en ekkert dugar. Loks fer hann tií sálfræöings, en nær engu sam- bandi við hann vegna þess að sá lærði maður tekur hann ekki nógu aðrar myndir Bressons, langt frá þvi að vera auðmelt. Hún gerir miklar kröfur til áhorfandans, sem verður að halda athyglinni vakandi og hugsa, vilji hann á annað borð nema það sem Bres- son hefur að segja. Hvað sem um boðskap þessa franska öldungs er að segja veröur það ekki af hon- um skafið að list hans er hrein- ræktuð kvikmyndalist. Sýningarnar i Fjalakettinum i dag eru kl. 17, 19.30 og 22. Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK Sími: 22184 (3 Knur) • Blikkiðjan Asgaröi 1, Garöabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 í Auglýsingasíminn er 81333

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.