Þjóðviljinn - 17.10.1978, Side 1

Þjóðviljinn - 17.10.1978, Side 1
UOWIUINN Þriðjudagur 17. október 1978 — 227. tbl. 43. árg. 50 ára gömul útvarpsmöstur á Vatnsendahœð: Geysflegt öryggisatriði að möstrin séu í lagi segirGuðjón Petersen, framkvœmdastjóri Almannavarna Almannavarnaráð ríkisins samþykkti svo að fylgja þessu eftir með frekari viðræðum við ráðamenn útvarpsins um úrbæt- ur. Guðjón sagði að ætla mætti að útvarpið gæti komið tilkynning- um til almennings, þó að þessi möstur hryndu. Endurvarps- stöðvarnar yrðu áfram i gangi, þvi ekkert af dreifingunni fer um langbylgjustöðina, heldur ýmist með simalinum eða á örbylgju. Þar að auki hefðu Almannavarnir rætt við forráðamenn Landssim- ans um möguleika á þvi að bæta við 209 kilóriðum i sendana á Rjúpnahæð, þannig að með tak- mörkuðum styrk yrði hægt að út- varpa á þau svæði hér Suðvestan- lands, sem hafa ekki FM-stöðvar. „En þó að hægt sé i neyð að merja út einhverja útsendingu til bráðabirgða, þá er samt sem áður nauðsynlegt að Rikisútvarp- ið verði gert sem öruggast,” sagði Guðjón Petersen að lokum. — eös. LANDSAMBAND VERSLUNARMANNA V æntir þess aö skriöur sé að komast á málin Langbyigjumöstrin tvö við endurvarpsstöð útvarpsins á Vatnsendahæðeru nú orðin 50 ára gömul og úr sér gengin. Þau geta hæglega brotnað i ofsaroki og er aðeins timaspursmái hvenær Jóhannes PáUII. Pólskur kardínáli kjörinn páfi. Sjá umsögn Frehens biskups á íslandi SÉÐA 3 slikt gerist. Samt sem áður hefur engu fé verið veitt til úrbóta eða endurnýjunar útvarpsmastr- anna. „Það er geysilega mikið ör- yggisatriði að langbylgjumöstrin séu í fullkomnu lagi, ” sagði Guðjón Petersen framkvæmda- stjóri Almannavarna rikisins i samtali við Þjóðviljann i gær. Hann sagði að haldinn hefði verið einn fundur með tæknimönnum simans og útvarpsins, þar sem rætt hefði verið um öryggi Rikis- útvarpsins. Þá hefði staða þess- ara mála verið rædd, bæði með tilliti til langbylgjusendisins og dreifikerfisins, sem viða er með brotalömum. A þessum fundi komu ýmis atriði i ljós, sem gera það að verkum að Rikisútvarpið er mjög veikt fyrir áföllum. „Þýðing þess er hinsvegar geysi- mikil i náttúruhamförum eða hvaða vá, sem yfir dynur,” sagði Guðjón. Hálfrar aldar gömul gnæfa útvarpsmöstrin á Vatnsendahæðinni. Ljósm.Leifur. Alagningu tekju- og eignaskattsaukans lokiö Hálfum miljarði meiri en áætlaö Fyrirtæki greiða 2,2 miljarða en einstaklingar 1,5 Sambandsstjórn Landssam- bands islenskra verslunarmanna hefur á fundi sinum á laugardag, 14. okt. gert samþykkt um kjara- mál, og kveður þar nokkuð við annan tón en hjá talsmönnum Verslunarmannafélags Reykjavikur um svipuð efni. Land rís við Kröflu ,,Þvi miður hef ég ekki haft neinar (réttir frá Kröflusvæðinu i dag, þar sem simasambandslaust hefur verið við Kröflu I dag, en siðustu fréttir sem ég hef frá s væðinu eru þær, að land risi jafnt og þétt, þó hægar en áður og eðli- leg sprungugliðnun eigi sér stað, samfara landrisinu”, sagði Axel Framhald á 14. siðu Fundurinn visaði til sam- þykktar þings LIV 1977, þar sem það markmið var sett fram, að leita eftir leiðréttingum á launa- töxtum verslunar- og skrifstofu- fólks til samræmis við þá nýgerða samninga við opinbera starfs- menn. Hafi verið leitað eftir viðræðum við atvinnurekendur, en undir- tektir verið afar dræmar Um þá hluti segir, að ,,er þess að vænta að skriður sé um það bil að komast á málin”. Siðan segir: Þvi skorar sambandsstjórnin á öll aðildarfélög sambandsins að hverfa ekki frá uppsögn kaup- gjaldsákvæða samninganna, en búa sig heldur undir að standa fast að framgangi þess réttlætis- máls, að verslunar- og skrifstofú- fólk fái með samningum viður- kennd hliðstæð kjör og aðrir, sem sambærileg störf vinna. Nú er lokið álagningu tekju- og eignaskattsaukans samkvæmt ákvæðum bráðabirgðalaga rikis- stjórnarinnar frá 8. september s.l. og nemur heildarálagningin 3,7 miljörðum króna og er það hálfum miljarði meira en áætlað var. Þessi skattauki var lagður á til að standa undir niðurfærslu vöruverðs, þ.e. niðurfellingar söluskatts af matvælum og aukn- um niðurgreiðslum landbúnaðar- vara. Félög og fyrirtæki greiða 2.2 miljarða og einstaklingar 1,5 miljarða. 100% eignarskattauki nemur 923 miljónum króna og greiðist af 3.517 félögum og fyrirtækjum. 6% tekjuskattur á hreinar tekj- ur atvinnurekstrar áður en fyrn- ingar eru dregnar frá greiðist af 3.361 félagi og nemur samtals 1200 miljónum króna. 6% tekjuskattauki á sjálfstæð- an atvinnurekstur greiðist af 9.757 einstaklingum og nemur þessi skattauki 673 miljónum króna. 50% eignaskattauki greiðist af Framhald á 14. siðu Flokksstarfið eflt 1 samræmi við aukin verkefni Verið að boða um 700 manns á fundl Um þessar mundir er flokks- skrifstofa Alþýðubandalagsins að senda fundarboð til um 700 félagsmanna i flokknum í sam- bandi við fimm meiriháttar ráð- stefnur og fundi sem framundan eru i flokksstarfinu á næstu tveimur mánuðum. Hér er um að ræða m.a. landsfund ungra sósialista, ráðstefnu um sveitar- stjórnarmál, ársfund verkalýðs- málaráðs og flokksráðsfund. Tvennar kosningar og rikis- stjórnarmyndun hafa að verulegu leyti gjörbreytt verkefnum Al- þýðubandalagsins og undirstrik- að forystuhlutverk þess á mörg- um þjóðfélagssviðum. Þessi breyttu viðhorf kalla á stóraukið flokksstarf og á opnu blaðsins i dag er fjallað um undirbúning framkvæmdastjórnar og skrif- stofu Alþýðubandalagsins að þessum auknu verkefnum. Sjá opnu Miöstj órnarfundur Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubanda- lagsins föstudaginn 20. október kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Undirbúningur og ákvörðun um flokksráösfund. 2. Onnur mál 3. Ráðherrar flokksins sitja fyrir svörum Lúðvik Jósepsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.