Þjóðviljinn - 17.10.1978, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. október 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
L’tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig-
uröardóttir, Guðjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur
Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta-
fréttamaöur: Asmundur Sverrir Pálsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir,
Elias Mar, öskar Albertsson.
Safnvörður: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Kúnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir
Skrifstofa: Guörún Gúövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir.
Sfmavarsia: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Kitstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6.
Reykjavlk, slmi 81333
Prentun: Blaöaprent h.f.
Bingóblööin og tíu
króna stríðið
Tíu króna stríðið geisar á síðum síðdegisblaðanna. Líkt
og krossfararnir á miðöldum berjast riddarar bingó-
blaðanna fyrir háleitum markmiðum. Prentfrelsið er
sumsé í hættu, stjórnarskráin hef ur verið vanvirt og við-
skiptaráðherra ætlar með austantjaldsaðferðum að
koma f ram skoðanakúgun á vegum þess illræmda félags
sem kennt er við samtryggingu stjórnmálaflokkanna.
Án tíkalls ekkert frelsi.
Hlutföllin íþeirri sameiginlegu herferð sem ritstjórar
og forráðamenn bingóblaðanna hafa hrint af stað fyrir
frjálsri verðlagningu á blöðum eru brosleg og ekki innan
ramma þess sem skynsamlegt getur talist.
Þjóðviljinn hefur aldrei verið þrælbundinn markaðs-
lögmálunum vegna þess stuðnings sem hann nýtur af
framlögum lesenda sinna og velunnara i árvissum f jár-
hagserfiðleikum. Samt sem áður getur blaðið vel fallist
á það sjónarmið að óskynsamlegt sé að láta dagblöðin
gjalda jóess að hækkun á þeim hafi áhrif á framfærslu-
vísitöluna. Þjóðfélagsleg staða og þýðing blaðanna er
slik að þau ættu að hafa nokkra sérstöðu. Hitt hlýtur að
vera sanngirnismál að tillit sé tekið til þess að núverandi
rikisstjórn hef ur bundið sig við að halda niðri verðhækk-
unum. í sjónvarpsþætti fyrir helgina lýsti viðskiptaráð-
herra yf ir því að hann hefði notaðaðstöðu sína til þess að
knýja fram hækkun á verði dagblaðanna meðan nánast
er setið á öllum öðrum hækkunarbeiðnum.
Samt sem áður líkir talsmaður bingóblaðanna ráð-
herranum við Indiru Gandhi og Pahlevi Rheza (rans-
keisara i afstöðu sinni til frjálsrar pressu. Það liggur
auðvitað i augum uppi að eigi að taka blöðin út úr vísitölu
hlýtur það að taka töluverðan tima og hljóta sínu þing-
legu meðferð.
í stað þess að fallast á slík sjónarmið og taka þátt í
viðræðum við ríkisstjórnina um samskiptamál ríkis og
dagblaða lætur Dagblaðs-Jónas hafa sig út í pólitíska
herferð gegn viðskiptaráðherra að undirlagi flokkspóli-
tíkusanna og heildsalanna í stjórn Reykjaprents. Það er
ekkert smdvegis vfxlspor hjá Dagblaðsmönnum að
ganga þannig til liðs við kúgara sinn ,, Vísis-maf íuna” og
treysta á að þeim hlotnist nýtt píslarvætti í tíu króna
stríðinu við viðskiptaráðherra.
„Staiinisk frjálshyggja" hef ur það viðhorf verið nefnt
erlendis þegar því er haldið fram að markaðslögmálin
eigi alfarið að ráða því hverjir lifa og deyja á blaða-
markaðinum. Ekki er annað að heyra á talsmönnum
síðdegisblaðabandalagsins en þeim fyndist ekkert við
það að athuga þótt þeim tækist að ná einokun á
íslenskum blaðamarkaði með auglýsingaskrumi, sjálfs-
hóli, bílahappdrættum og bingói.
Gegn stalínískri frjálshyggju á blaðamarkaði hefur
verið teflf rökum um rétt þjóðfélagsþegna til þess að
velja úr f jölbreyttum blaðakosti, f lokkspólitískum og
óbundnum, svo og því sjálfsagða viðhorfi að stjórn-
málahreyfingum sé nauðsyn að koma stefnumálum
sinum á framfæri án þess að eiga allt sitt undir
„frjálsum" gróðarekstri á dagblöðum.
Niðurstaða umræðna um þessi mál í nágrannalöndum
okkar, t.d. annarsstaðar á Norðurlöndum, hefur leitt til
þess að ríkisvaldið þar lítur á það sem skyldu sína að
tryggja þessi markmið með skatta- og gjaldskrárívíln-
unum, niðurgreiðslum á blaðapappír, hagstæðum lána-
kjörum og beinum styrkjum til blaða sem standa höllum
fæti i samkeppni.
Hvernig menn geta komist að þeirri niðurstöðu,að
slikar opinberar aðgerðir til þess að tryggja frjáls
skoðanaskipti séu tilræði við lýðræðið/flokkast undir
yfirskiIvitlega hluti. Enda bendir ekkert til þess að
lýðræðið standi höllum fæti í Noregi og Sviþjóð þótt þar
tíðkist opinber stuðningur við pressuna. Þvert á móti.
Hér þurfa íslensk dagblöð þessutan að standa í sam-
keppni við ríkisf jölmiðlana um auglýsingar, en fá ekki
krónu fyrir veitta þjónustu við þessa samkeppnisaðila
sina, og allsenga opinbera styrki.
Umræða bingóblaðanna um þessi mál er gjörsamlega
á haus miðað við það sem annarsstaðar tiðkast. Þeim
væri nær að sameinast viðleitni morgunblaðanna til þess
að knýja á um réttlátari verðlagningu samhliða úrbótum
i samskiptamálum ríkis og dagblaða.
—ekh
Hvenœr getur
stjórnar-
andstaðan hafist?
„Stjórnarandstaðan er byrj-
uð” segir höfundur ritstjórnar-
greinar Visis í gær og er þaö
honum fagnaðarefni að vonum.
Það er hinsvegar afar kostulegt
aö stjórnarandstaöan upphefst
ekki úr þeirri átt sem menn áttu
heist von á heldur úr „stjórnar-
andstöðudeild” Alþýðuflokksins
sem hefur lýst yfir þvi að hún sé
andvig vaxtastefnu rikis-
stjórnarinnar og hyggist leggja
fram frumvarp um raunvexti.
Stærsti stjórnmálaflokkur
landsins sem nú er i stjórnar-
andstöðu virðist hinsvegar van-
hæfur um að hefja stjórnarand-
stööu eða standa i henni yfirleitt
vegna magnaðra innanflokks-
deilna.
„Ekkert nema guð almáttug-
ur getur bjargað þessum mönn-
um”, sagði óánægður Sjálf-
stæðismaður við klippara i gær.
Þeir hafa nú haft úrslit próf-
ikjörsins i vor að engu með þvi
að fella Albert Guðmundsson úr
þeim nefndum sem hann sóttist
eftir. Með þvi eru þeir ekki að-
eins að lýsa frati á Albert heldur
alla þá kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins sem unnu að þvi að
gera Albert að efsta manni
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjavik við kosn-
ingarnar. Þetta er svo dæma-
laus vitlaus framkoma að hún
hlýtur að leiða til fylgishruns.
j Geir beitir
j liðsforingjunum
Við verðum að vanda valið með
þvi að hafa þig ekki með i neinu.
grimsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins fram sem sáttasemj-
ari i þeim hatrömmu deilum
sem innan þingflokksins geisa.
Hann beitir þó liðsforingjum
sinum Ragnhildi Helgadóttur og
Eyjólfi Konráö Jónssyni til þess
aö knýja fram atkvæðagreiðslu
um nefndakjör innan þing-
flokksins i stað þess að leita
sátta og samninga. Tilraunir
þessara liösforingja Geirs virð-
ast miða að þvi að Albert Guð-
mundsson fái enga viðurkenn-
ingu á þvi að hann er fyrsti
þingmaður Reykvikinga. I stað
þess er tveimur Reyknesingum
tryggð seta i fjárhags- og við-
skiptanefnd neðri deildar og
Reykjavik fær þar engan full-
trúa enda þótt þingmenn Reyk-
vikinga séu fjórðungur þingliös
Sjálfstæðisflokksins.
Það bætir svo gráu ofan á
svart að átök standa um kjör
Gunnars Thoroddssens i þing-
flokksformennsku sem hann
hefur gegnt. Meðan það mál
stendur i járnum og er ekki út-
kljáö er ekki von að Sjálfstæðis-
flokkurinn geti snúið sér að þvi
Útávið kemur Geir Hall-
að sinna stjórnarandstöðuhlut-
verki sinu.
Lítill matur
í liðinni sögu
Raunar má ætla aö núverandi
rikisstjórn verði alfarið að
treysta á stjórnarandstöðudeild
Alþýðuflokksins til þess að fá
upp andstæð viðhorf og umræðu
um verk sin. Og væri það ekki i
fyrsta sinn sem kratar taka
ómakiö af ihaldinu.
Það er svo býsna kátlegt þeg-
ar svona er i pottinn búið hjá f-
haldinu þegar Morgunblaöið
loksins rumskar og fer að ræöa
um að Lúövik og Geir Gunnars-
son hafi tekiö Alþýðubandalags-
strákana i ráðherrastólunum i
karphúsiðfyrirað hafaætlaö að
láta Tómast Arnason plata sig
til þess að leggja fram fjárlaga-
frumvarp i upphafi þings án
samráðs við þingflokkana.
Talið um yfirráðherra og valda-
leysi ráðherranna kemur um
það bil tveimur vikum of seint
fram i dagsljósið, þaö er eftir aö
flokkarnir þrir sem að rikis-
stjórninni standa voru búnir aö
koma sér saman um hvernig
vinna ætti að framlagningu
fjárlagafrumvarpsins.
Og rikisstjórnin þarf við það
að glima að samræma sjónar-
mið ráðherra þriggja flokka og
þriggja stjórnmálaflokka þann-
ig að togstreita og ágreiningur
um leiöir hlýtur að vera nánast
daglegt brauð á stjórnarheimil-
inu. En þeir sem ekki einu sinni
geta byrjaö stjórnarandstöðu
vegna innanflokksilldeilna og
átaka um persónur ættu ekki að
breiða yfir eigin vanmátt meö
upphrópunum um vandamál
annarra. Sérstaklega ekki þeg-
ar þau eru liðin saga.
—ekh. |
Nefndaskipan Alþingis
I gær fór fram kosning f allai
fastanefndir Alþingis, nema fjár
veitinganefnd sem að ósk rikis-
stjórnarinnar var samþykkt aö
fresta með 54 samhljóöa atkvæö-
um. Þessikosningáttiupphaflega
aðfara fram s.l. fimmtudag en þá
var þingfundi frestaö aö ósk
Sjálfstæöisflokksins, eins og
kunnugt er.
I upphafi þingfundarins minnt-
ist forseti sameinaös þings. Gils
Guðmundsson látins lýrrverandi
alþingismanns, Siguröar Ingi-
mundarsonar forstjóra, sem and-
aðist I Landsspttalanum s.l.
föstudag hinn 13. október, 65 ára
aö aldri. Er þingmenn höföu vott-
aö hinum látna viröingu sina meö
því aö rlsa ur sætum var gengið
til kosninga i fastanefndir sam-
einaös þings, aö undanskilinni
fjárveitinganefnd, og fara niöur-
stööur kosninganna hér á eftir.
Utanríkismálanefnd
Aðalm.: Einar Agústsson (F),
Gils Guðmundsson (Abl.), Ami
Gunnarsson (Alþfl.), Jónas Arna-
son (Abl.), Vilmundur Gylfason
(Alþfl.), Ragnhildur Helgadóttir
(S) og Friöjón Þórðarson (S).
Varam.: Ingvar Gislason (F),'
Svava Jakobsdóttir (Abl.), Karl
Steinar Guðnason (Alþfl.), Kjart-
an Ólafsson (Abl.,), Finnur Torfi
Stefánsson (Alþfl.), Geir Hall-
grimsson (S) og Eyjólfur K. Jóns-
son (S).
Atvinnumálanefnd
Björn Jónsson (Alþfl.), Þórarinn
Sigurjónsson (F), Kjartan ólafs-
son (Abl.), Jóhanna Sigurðar-
dóttir (Alþfl.), Stefán Valgeirsson
(F), Jón G. Sólnes (S) og Friörik
Sophusson (S).
Allsherjarncfnd
Páll Pétursson (F), Jónas
Arnason (Abl.), Vilmundur
Gylfason (Alþfl.), Ólafur Ragnar
Grímsson (Abl.), Gunnlaugur
Stefánsson (Alþfl.), Lárus Jóns-
son (S) og Ellert B. Schram (S).
Kosning f þingfararkaupsnefnd
var annaö mál á dagskrá og i
henni hlutu sæti: Garöar Sigurös-
son (Abl.), Arni Gunnarsson
(Alþfl.), Ingvar Gislason (F),
Stefán Jónsson (Abl.), Eiður
Guðnason (Alþfl.), Sverrir Her-
mannsson (S) og Friöjón Þóröar-
son (S).
í fastanefndir efri deildar voru
eftirfarandi þingmenn kjörnir:
Fjárhags- og viöskiptanefnd:
Lúðvík Jósepsson (Abl.), Finnur
TorfiStefánsson (Alþfl.), Halldór
E. Sigurðsson (F), Kjartan Ólafs-
son (Abl), Vilmundur Gylfason
(Alþfl.), Matthias A. Mathiesen
(S) og Ólafur G. Einarsson (S).
Samgöngunefnd: Halldór E.
Sigurösson (F), Garöar Sigurðs-
son (Abl.), Arni Gunnarsson
(Alþfl.), Kjartan ólafsson (Abl.),
Finnur Torfi Stefánsson (AlþfU,
Friöjón Þórðarson (S) og Sverrir
Hermannsson (S).
Landbúnaöarnef nd: Stefán
Valgeirsson (F), Eðvarö Sigurös-
son (Abl.), Finnur Torfi Stefáns-
son (Alþfl.), Þórarinn Sigurjóns-
son (F), Lúövik Jósepsson (Abl.),
Pálmi Jónsson (S) og Eggert
Haukdal (S).
Sjávarútvegsnefnd: Sighvatur.
Björgvinsson (Alþfl.), Garðar
Sigurðsson (Abl.),Páll Pétursson
(F), Eiöur Guönason (Alþfl.),
Lúövík Jósepsson (Abl.), Matthi-
as Bjarnason (S) og Sverrir Her-
mannsson (S).
Iönaöarnefnd: Kjartan Ólafs-
son (Abl.), Arni Gunnarsson
(Alþfl.), Ingvar Gislason (F.),
Eðvarö Sigurðsson (AbU, Gunn-
laugur Stefánsson (A.þfl.) Gunn-
ar Thoroddsen (S) og Jósep H.
Þorgeirsson (S).
Félagsmálanefnd: Jóhanna
Siguröardóttir (Alþfl.), Stefán
Valgeirsson (F), Eðvarð Sigurðs-
son (Abl.), Gunnlaugur Stefáns-
son (Alþfl.), Páll Pétursson (F),
Gunnar Thoroddsen (S) og Egg-
ert Haukdal (S).
Heilbrigöis-og trygginganefnd:
Einar Agústsson (F), Jónas
Arnason (Abl.), Jóhanna Sig-
urðardóttir (Alþfl.), Garðar Sig-
urðsson (Abl.), Vilmundur Gylfa-
son (Alþfl.), Matthias Bjarnason
(S) og Jósep H. Þorgeirsson (S).
Menntamálanefnd: Svava
Jakobsdóttir (Abl.), Eiður
Guðnason (Alþfl.). Ingvar Gisla-
son (F), Jónas Arnason (Abl.),
Sighvatur Björgvinsson (Alþfl.),
Ellert B. Schram (S) og Friðrik
Sophusson (S).
Allsherjarnefnd: Vilmundur
Gylfason (AlþfU, Svava Jakobs-
dóttir (Abl.), Einar Agústsson
(F), Arni Gunnarsson (AlþfU,
Gils Guðmundsson (Abl.),
Matthias A. Mathiesen (S) og
Friörik Sophusson (S).
I neðri deilder nefndaskipan eft-
irfarandi:
Fjárhags- og viöskiptanefnd :
Jón Helgason (F), Karl Steinar
Guðnason (Alþfl.), ólafur Ragn-
ar Grimsson (Abl.), Björn Jóns-
son (Alþfl.), Geir Gunnarsson
(AbU, Jón G. Sólnes (S) og
Eyjólfur K. Jónsson (S).
Framhald á bls. 14