Þjóðviljinn - 17.10.1978, Side 5
Þriðjudagur 17. október 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Stutt
spjall
við Hjörleif
Guðmunds-
son, formann
félagsins
1 gær voruliðin 50 ár frá stofnun
Verkalýðsfélags Patreksfjarðar.
Hinn 16. október 1928 var haldinn
fundur i Góðtemplarahúsinu á
Patreksfirði og kom Halldór
Ólafsson ritstjóri frá Isafirði til
að stuðla að stofnun félagsins.
Aður höfðu verið gerðar a.m.k. 3
tilraunir til stofnunar sliks félags
aUt frá árinu 1908, en þær höfðu
allar lognast út af vegna sam-
stöðuleysis verkamanna og hat-
rammrar andstöðu atvinnurek-
enda. Þjóðviljinn hafði samband
við Hjörleif Guðmundsson, nú-
verandi formann félagsins, og
spurði hann um afmælið og starf-
semi félagsins.
— Hverjir sátu í fyrstu stjórn
félagsins, Hjörleifur, og hversu
margir voru stofnendur?
— Stofnendur voru milli 50 og
60ogfyrsti formaðurinn var Arni
Gunnar Þorsteinssonen með hon-
um sátu i stjórninni Benedikt
Einarsson varaformaður.Ragnar
Kristjánsson ritari, Páll Ö. Guð-
finnsson varáritari, Kristján Jó-
hannesson féhirðir, Hans P.
Christiansen varaféhirðir, Guð-
finnur Einarsson meðstjórnandi
og Davíð Friðlaugsson með-
stjórnandi.
— Hefur saga félagsins verið
rituð?
— Nei, en það var tekið til um-
ræðunúna i sambandi við afmæl-
ið en reyndist vera svo mikið verk
og vandmeðfarið að ekki var lagt
út I það að svo stöddu. Hins vegar
eigum við fundargerðarbækur
félagsins frá upphafi sem eru
mikill fjársjóður. Fundargerðir
eru skrifaöar svo nákvæmlega og
vel og með svo fallegri hendi
fyrstu árin að sumir kynnu að
ætla að einhverjir aðrir en erf-
iðismenn af eyrinni hefur þar
haldið á penna.
— Hvað verður gert i tilefni af
afmælinu?
— Við ætlum aö efna til af-
mælishófs en það verður ekki fyrr
en 9. desember vegna þess að við
erum að biða eftir að nýja félags-
heimilið verði tekið i notkun. Þá
gefúm við út afmælisplatta sem
teiknaður er af heimamanni,
Friðþjófi Þorsteinssyni, og einnig
látum við teikna félagsmerkisem
ekki hefur verið til áður.
— Hvernig er starf félagsins?
— Starfið hefur verið i svipuð-
um farvegi undanfarin ár og fyrst
og fremst þróast f gegnum samn-
ingamálin,en almennfélagsstarf-
semi er frekar lltil. Það sem háir
okkur mikið er, að við höfum
ekki húsnæði og’ ekki launaðan
starfskraft. Samningamálin eru
orðin svoflókin t.d. aðþað er ekki
á valdi manna að ná tökum á
þeim með hádegismatnum eða i
fristundum. Við erum nú að biða
færis að fá hentugt húsnæði undir
starfsemina. Þess málika geta að
við eigum hlut i orlofshúsum
þeim sem eru komin langt á veg i
Vatnsfirði en þau eru 15 alls.
— Hversu margir eru i félag-
inu?
— Þeir eru um 230.
— Hverjir sitjai stjórninni með
þér?
— Ingveldur Magnúsdóttir er
var aform aður, Þórarinn
Kristjánsson ritari, Hannes
Agústsson gjaldkeri, Erla Gisla-
dóttir fjármálaritari og Marteinn
Jónsson meöstjórnandi. —GFr
Vatneyri, sögusvið verkfallsátakanna sem Þórður lýsir I viðtalinu. Neðst á eyrinni er athafnasvæði ólafs Jóhannessonar kaupmanns.
„Þegar viö lokuðum
hreppsnefndina inni”
Þórður Guðbjartsson verka-
maður á Patreksfirði, sem nú er
87 ára, kom mjög við sögu
verkalýðsbaráttunnar þar frá
upphafi og var ávallt i flokki
þeirra sem báru höfuðið hæst
enda var hann útilokaður frá
vinnu mánuðum og árum sam-
an meira og minna. 1 tilefni af 60
ára afmæli Alþýðusambands ts-
lands 12. mars 1976 átti Þjóðvilj-
inn við hann langt viðtal og
endurbirtist hér hluti úr þvi i til-
efni af 50 ára afmæli Verkalýðs-
félags Patreksfjarðart
—Reyndi fólk ekki að bindast
samtökum til að efla kjör sfn
fyrr en 1928?
— Það þorði það ekki. Svo átt-
um við nokkrir samleið að
stofna verkalýðsfélag i janúar
1917, i húsi sem er hérna fyrir
neðan, en var bara torfkofi þá.
Þar bjó Markús Jósefsson.
Benedikt Sigurðsson var kosinn
formaður félagsins. En fólkið
skildi ekki þessa nauðsyn. Það
var hrætt við samtökin. Það var
engin leið að fá það til að skilja
að með samtökunum væri það
öruggt um betri lifskjör. Fóikið
hélt að kaupmaðurinn væri eini
bjargvætturinn og eina hjálpar-
hellan. Svo sáu atvinnurekend-
urnir sinn hag i að láta þá öngva
fá vinnu sem voru i félaginu.
Hið nýstofnaða Alþýðusamband
var ekki orðið nógu sterkt til að
hjálpa upp á sakirnar. Þar með
fækkaði einum og einum og fé-
lagið dó. Það var svo endurreist
um 1919 en dó aftur. Og þá
komst það ekki á fót fyrr en
1928.
—Mér skilst að Kambsbræður
hafi gertsig mjög gildandi hér á
fystu árum Verkalýðsfélagsins?
— Faðir þeirra kom hingað
frá Hornafirði. Hann hét Einar
Sigurðsson, afarmenni mikið.
Hans synir voru Sigurður, Guð-
finnur, Helgi, Einar, Benedikt,
Sveinn og Lúðvik. Svo áttu þau
tvær dætur. Þeir stóðu ákaflega
framarlega i verkalýðsmáium
og voru stéttvisir menn. Bene-
dikt var hörkukarl. Hann var
geysilega þrekinn og ólafur Jó-
hannesson, atvinnurekandinn,
sagði að hann mundi borga hon-
um tveggja manna kaup. Það
var 45 tonna kútter hérna og
Benedikt tók seglið niður af
gaflinum, bómunni og masturs-
böndunum, rúllaði þvi upp,
flutti það einn i land á bát og bar
það upp i seglahús en það munu
hafa verið 2-300 metrar. Það var
venjulegt að láta 3 menn undir
seglið. Hann bar það einn, braut
það i tvennt og siengdi þvi á öxl-
ina. Þetta er satt, enda var faðir
hans gifurlegt heljarmenni.
— Hvað er til marks um það?
— Það var sver járnkarl sem
var hafður til að rifa upp grjót.
Hann hlykkbeygði hann i átaki.
Ég get sagt þér að þegar þeir
unnu saman að fjórsbyggingu
nokkurri Einar Sigurðsson,
Oddur Magnússon, Ingimundur
Arnason og Jón Þorsteinsson þá
er engu við að likja. Það voru
ógurleg afköst. Ég var með
þeim, en það var eins og gesta-
fluga það sem ég var. Þeir voru
eins og jötnar.
— Geturðu sagt mér frá fleiri
verkalýðsfrömuðum ?
— Sighvatur Arnason, tengda-
sonur Einars á Kambi, var einn.
Hann var faðir Björgvins á ísa-
firði.
Sigurjón Jónsson var annar.
Hann var stuttur maður og dig-
Kafli úr viötali
við Þórö Guð-
bjartsson verka-
mann á Patreks-
firöi sem Þjóö-
viljinn átti viö
hann í mars
1976
ur, þrekmaður og kjarkmaður
með afbrigðum. Hann lét sér
ekkert fyrir brjósti brenna. Eitt
sinn, eftir að togari Ólafs Jó-
hannessonar kom, var hann
kominn með góðan afla og allir
flykkjast ofan eftir. Þá liggur
þar fyrir að allir skuli fá vinnu
nema Sigurjón Jónsson. Þá fór
ég og fleiri þessir verri menn,
til Benedikts Einarssonar og
sögðum að þetta væri nú rang-
látt. Og hann féllst á það og
sagði:
„Þið skuluð koma inn með
mér”
Svo við fórum heim til Olaís,
og Benedikt sagði honum að ef
Sigurjón fái ekki vinnu þá verði
ekki skipað upp úr togaranum.
Nú, þá kom hann Ólafur og tók i
mig og ýtti mér aftur að tröpp-
unum.
„Ólafur, ég vil nú fá að standa
á fótunum, ég ræðst ekki á
neinn” segi ég.
Jæja, þá lögðum við lika að
honum að það væri ósanngjarnt
að fara svona með Sigurjón.
Faðir hans væri karlægur, móð-
ir hans vesalingur og systir
hans sjúklingur. Og hann væri
eina fyrirvinnan. Það hafði eng-
in áhrif. Og þá þykknaði i Bene-
dikt þvi að hann var skapmað-
ur.
„Komið þið, við verjum það
eins og við getum”, sagöi hann.
Nú kom það á daginn að ekk-
ert var unnið fyrr en kom sendi-
boði ofan á bryggju og sagði að
Sigurjón mætti fá vinnu i þetta
skipti. Þá var allt laust.
Sigurjón var settur hjá þegar
kostur var á, bæði hann, Jenni
Jónsson, Július og Hermann
Kristjánssynir og ég ásamt ein-
hverjum fleiri.
— Eru einhver verkföll þér
sérstaklega minnisstæð?
— Já kolaverkfallið (áramót-
in 1929/1930) og isverkfallið
(jan. 1932) 1 þeim voru mestu
átökin og úr hvoru tveggja varð
handalögmál. I kolaverkfallinu
var verkfallsbrjótum safnað i
nærliggjandi hreppum og átökin
sköpuðust við að láta þá fara og
koma ekki sinu fram, en i is-
verkfallinu klofnaði verkalýðs-
félagið og nokkur hluti af félög-
unum fór að vinna á móti sjálf-
um sér.
— Segðu mér nánar frá kola-
verkfallinu.
—Það var ekki verið að berj-
ast fyrir gulii og grænum skóg-
um heldur aöeins fyrir mat og
að geta skýlt nekt sinni. Krafan
var að fá 5 aura hækkun. Það
gekk ekki og verkfall var boðað.
Þá neitaði atvinnurekandinn
okkur um kol. Það var eini eldi-
viðurinn i plássinu. Þá var eng-
inn kostur að afla sér bjargar á
nokkurn hátt eða elda ofan i sig.
Þeir sem erfiðast áttu fengu að
tina mola i kringum binginn þvi
að kolin voru úti.
Nú var safnað mönnum á
Barðaströnd og Rauðasands-
hreppi og átti ekki að lita við fé-
lögum úr verkalýðsfélaginu.
Þeir voru aðvaraðir fyrst að
skipta sér ekki af þessu, en
margir þeirra önsuðu þvi ekki.
Þeir komu upp að bryggjunni og
bóndi nokkur sem ég vil ekki
nefna var að rifa sig sérátaklega
við mig og Benedikt. Hann kast-
aði skó i mig upp á bryggju en
hitti ekki. Þegar hann var kom-
inn upp á bryggju og var að rifa
kjaft i þvöngunni þá tók Bene-
dikt, þvi að hann var heljar-
menni.i rassgatið á honum og
herðarnar og henti honum i bát-
inn. Þá espaðist hann um allan
helming, en svo fór að þeir urðu
að fara heim rófubrenndir. Það
var alvara að verja þannig lifs-
afkomu sina, að aðkomufólk
fengi ekki að skipta sér af þessu.
Kröfurnar voru ekki til að hlaða
gullkastala eins og nú gerist.
Þær voru til að geta fengið eitt-
hvað meir en var, geta bætt
garmana á sér með einhvurjum
ráðum. Þær voru til þess. A full-
um rökum reistar. En það voru
engar sérkröfur og engir hótel-
menn.
— Hvernig leystist verkfallið?
— Við skutum á fund og buð-
um Ólafi að koma. Hann kom,
þvi að fiskurinn þurfti að kom-
ast i burt. Það var lifsnauðsyn
fyrir reksturinn. Þegar hann
kom var hann sifellt vitnandi i
guð. En það fór svo að Benedikt
sagði við hann:
„Það er best að vera ekkert
að tala um þetta lengur. Þú
skalt bara fara heim og sjóða
fiskinn við kolin _þin”, j>vi að
Ólafur bannaði öllum kol.
Nú, um kvöldið var samið.
— Geturðu sagt mér frá
einherjum skemmtilegum fundi
i verkalýðsfélaginu?
—Ég man nú engan skemmti-
legrien þann þegar við lokuðum
hreppsnefndina inni. Hún var
búin að lofa að reyna að hafa
áhrif á aukna atvinnu, annað-
hvort i gegnum atvinnurekend-
ur eða þá að hún réði i það sjálf.
Það gekk á ýmsu og aldrei var
hreyft við neinu. Við sýndum
fram á að þegar engin úrræði
væru til að lifa, þá mundum við
heldur slaka til að einhvurju
litlu leyti á timalaununum gegn
þvi að fá einhverja atvinnu. Við
fengum engin svör á endurtekin
bréf. Svo að við buðum Jónas
Magnússyni oddvita bréflega að
koma á verkalýðsfund með
nefndina með sér.
Hún var siðan lokuð inni og
fékk ekki að fara út fyrr en hún
fyllti upp loforðið sem hún var
búin að gefa en ætlaði að hunsa
Það voru 7 dyraverðir en
hreppsnefndinni voru 7 menn
— Var hún lengi lokuð inni
— Þaö var feiknartimi. Fund
urinn var boðaður klukkan 3 en
kl. 2 um nóttina var enginn
kominn heim. Þá sögðu þeir
„Lofið okkur út”.
Það var neikvætt. Þeir fengu
ekki að fara út fyrr en loforði
kom. Þá var það sem þeir hlut
uðust til um að farið var a
draga grjót á sleða ofan úr Urð
unum og búinn til hólmi i tjörn
inni, sem varð varphólmi á sin
um tima, en er nú horfinn. Þett
var dálitil bót þó að sumir væru
nú settir hjá.
GF
Halldór ölafsson ritstjóri á tsafirði sem var aðalhvatamaður að
stofnun félagsins 1928, og Þórður Guðbjartsson verkamaður á
Patreksfirði sem viðtalið er við hér aðneðan. Myndin var tekin fyrir
3-4 árum skömmu áður en Halldór dó.