Þjóðviljinn - 17.10.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.10.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓDVILJINP/ Þriðjudagur 17. október 1978 Mikill sigur KR-inga Unnu stúdenta 100:79 A sunnudag léku KE og 1S i Crvaisdeildinni i körfuknatt- leik. t nýafstöbnu Reykja- vikurmóti báru stúdentar hærri hlut i viðureign lið- anna, en nú reyndust KR- ingar þeim ofjarlar og unnu auðveldan sigur. 1 fyrri hálfleik hafði 1S þó lengst af örlitla forystu, en undir lok hans jöfnuðu KR- ingar og i leikhléi höfðu þeir . tveggja stiga forskot, 41:39. Hafði Hudson þá skorað 24 stig fyrir KR, eða riflega helming allra stiga liðsins. Einnig náði Dunbar sér oft vel á strik og sýndi, hve frá- bæra knattmeöferð hann hefur og gott auga fyrir skemmtilegum samleik. f siðari hálfleik rauk öll barátta og ieikgleði stúdenta út i veður og vind. Þeir horfðu hver á annan meðan KR-ingar röðuðu stigunum á töfluna. Þeir komust fljót-, lega i 47:41 og litlu siöar var staðan orðin 65:49, og enn áttu þeir eftir að auka mun- inn eins og lokatölur leiksins sýna. Það hlýtur að verða stú- dentum nokkurt umhugsun- arefni, hvernig hægt er að missa einn leik svo út úr höndum sér. Eins og áður segir var augljóst, að þá skorti alla leikgleði i siðari hálfleik. Varnarleikur jafnt og sóknarliekur voru í mol- um. Engu var likara en þeir ætluðu Dunbar að sigra leik- inn upp á eigin spýtur. Það var ekki ósjaldan, að þegar hann prjónaði sig inn I vörn KR, þá drógu engir sig til baka til að varna KR-ingum hraðaupphlaupum. Einnig dreifðu þeir spilinu litið og langskot sáust varla. Allur annar bragur var á leik KR-inga. Þeir nýttu völl- inn vel, voru óragir við lang-: skot og teymdu andstæðing- ana þvi fram og til baka i vörninni. Með þessu móti gáfust Hudson góö tækifæri til að hirða sóknarfráköstin. Einnig náði hann flestum varnarfráköstunum, þar sem liðsmenn hans stigu stú- denta vel út ogTékk hann þvi oftast frið til athafna. Flest stig KR skoraði Hud- son eöa bvorki meira né minna en 42. Jón Sigurðsson kom næstur með 22 stig og sýndi afbragðs leik. Einar, Gunnar Jóakimsson, Krist- inn Stefánsson og Eirikur Jó- hannesson skoruöu 6 stig hver, en aðrir minna. Dunbar var stigahæstur tS með 35 stig og næstir honum komu Jón Héöinsson, Steinn Sveinsson og Ingi Stefánsson og skoruðu þeir 6 stig hver. Jón Oddsson frjálsíþrótta-^ maöur vestan af Isafirði er' byrjaöur að leika með IS. Þar er maður, sem býr yfir gifurlegum krafti, og ef rétt • veröur á málum haldið ætti hann að geta orðið einhver allra besti hraðaupphlaups- maöur i islenskum körfu- knattleik. Fyrstu leikir I úrvals- deildinni Klukkan 14.00 á laugar- dag mættust Valur og Þór í Hagaskóla og á sama tíma léku UMFN og IR i Njarð- vík. Opnuðu þessi lið hina nýstofnuðu úrvalsdeild í íslenskum körfuknattleik. Framan af i fyrri hálfleik höfðu Þórsarar forystu i leiknum við Val, en þegar siga tók að hléi hafði Valur náð öruggum tökum á ieiknum og i hléinu var staðan 55:46 fyrir þá. i síðari hálfleik varð engin breyting á og öruggur sigur Vals óumflýjanlegur, 101:89. Norðanmenn komu ákveðnir til leiksins og um miðjan fyrri hálf- leik höfðu þeir skorað 19 stig gegn 16 stigum Vals. Slik forysta telst þó mjög naum I körfuknattleik og t)r leik Vals og Þórs. Torfi Magnússon og Jón Indriðason berjast um knöttinn. Liósmynd: GIsli Fr. Námskeid knattspyrnu- þjálfiara 20.-22. október Tækninefnd KSÍ og KÞÍ gengst fyrir fræðslunám- skeiði fyrir alla islenska knattspyrnuþjálfara, sem lokið hafa einhverjum af þjálfaranámskeiðum KSÍ eða iþróttakennaraprófi. Námskeiðið, sem er i senn verklegt og fræðilegt, verður haldið i Kennaraháskóla is- lands dagana 20., 21. og 22. október n.k. og hefst þann 20. kl. 9.30. Landsliðsþjálfarinn, dr. Youri Ilichev mun halda fyrirlestra á námskeiðinu m.a. um nýjustu sjónarmið i leikaðferðum og leikkerfum. Knattspyrnuþjálfarar eru beðnir að tilkynna þátttöku i sima 83386 eigi siðar en n.k. fimmtudag. Valur og UMFN sigruðu fljótlega úr þessu tók að halla á Þór. Var þar fyrst og fremst um að kenna ótimabærum lang- skotum Þórsara, sem fæst rötuðu rétta leið. Fram hjá hinu verður þó ekki gengið, að Vals- arar léku af miklu öryggi og voru þeir Tim Dwyer og Þórir nær óstöðvandi. Strax i siðari hálfleik juku Valsmenn forskotið með 7 stigum Kristjáns Agústssonar I röð, án þess að Þór tækist að svara fyrir sig og staðan orðin 62:46. Hélst þessi munur svo til leiksloka. Þessi sigur Vals kom ekki á óvart. A dögunum sigraði liðið Reykjavikurmótið á mjög sann- færandi hátt og virðist ekki siðra nú en i fyrravetur. Tim Dwyer fellur vel inn i liðsheildina og er sterkur bæði i vörn og sókn. Þórir Magnússon er mjög sterkur um þessar mundir og sýnir oft snilldar tilburði. Siðast en ekki sist er öryggi Kristjáns Agústs- sonar mjög mikið og bregst honum varla bogalistin undir körfunni. Sjálfsagt er varlegast að biða enn um sinn með mat á liði Þórs, þó verður ekki hjá þvi komist að minna á, hve skotgleði sumra þeirra var mikil i leiknum, einkum Jóns Indriðasonar. Hittni þeirra var ekki að sama skapi mikil. Þórir var stigahæstur Vals- manna, skoraði 27, Kristján skor- aði 25 og Dwyer kom næstur þeim með 23 stig. Mark Christensen skoraði 27 stig fyrir Þór, Jón Indriðason 22 og Eirikur Sigurðsson 18, aðrir minna. UMFN marði sigur yfir ÍR IR-ingar áttu ekki góðu gengi að fagna i Reykjavikurmótinu á dögunum, enda lagði þjálfarinn . litið kapp á það mót heldur stefndi að góðri frammistöðu á Islandsmótinu. Leikurinn við Njarðvikinga var besti leikur IR á þessu hausti og virðist sem liðið sé að smella saman. Vendipunkt- Undanfarið hafa Þór og Breiöa- blik ást við á ritveliinum, en ekki er ætlunin að rifja það upp hér. A laugardaginn áttust þeir hins vegar viö á leikvellinum og að þeirri viðureign verður hér vikið nokkrum orðum. Leikur þessi var háður til að skera úr um það, hvort liðið hlyti rétt til keppni I 2. deild lslandsmótsins I handknatt- leik I vetur. Leikurinn var háður á Akureyri og er skemmst frá þvl að segja, að Þór sigraði með 17 mörkum gegn 15. I upphafi leiksins komust Breiðabliksmenn i 5:3 og héldu siðan forystu fram i miðjan fyrri ur leiksins var, þegar um íu minútur voru til leiksloka, þá var staðan 70:69 fyrir IR-inga, en á næstu minútum skoruðu þeir aðeins 2 stig gegn 10 stigum Njarðvikinga, sem með þessu gerðu út um leikinn. Loka- tölurnar urðu 97:94. Njarðvikingar höfðu þó forystu i leiknum utan þetta eina skipti og mest var hún 10 stig. I leikhlé var staðan 46:39 Njarðvikingum i vil. 1 siðari hálfleik jöfnuðu IR-ingar hálfleikinn. Þá tókst Þdrsurum að jafna og hélst leikurinn siðan i jafnvægi fram að leikhléi, en rétt áöur en flautað var skoraði Þór sitt 11. mark og staðan 11:10. Fyrstu 12 minúturnar i siðari hálfleik gerði hvorki að ganga né reka. Tókst hvorugu liðinu að skora mark allan þennan tima. Afganginn af leiknum notaði Þór siðan til að skora 6 mörk, en Breiðabliksmenn nýttu hann að- eins til 5 marka og þvi fór sem fór. Þórsarar áttu i mjög miklum erfiðleikum með þá Hörð Má og Kristján Gunnarsson, sem skor- leikinn smám saman, en Njarð- vikingar létu ekki að sér hæða og náðu, sem áður getur, mjög góðum leikafla og reyndist 1R um megn að brúa bilið eftir það. Að sögn fellur Ted Bee vel inn i lið sunnanmanna, styrkir liðs- heildina en sker sig ekki úr. Hann átti ágætan leik og skoraði 29 stig. Næstur kom Gunnar Þorvarðar- son með 18 stig. Flest stig IR-inga gerði Paul Stewart, eða 37 og næst flest Kristinn Jörundsson, 22. uðu 7 mörk hvor fyrir Breiðablik. Gripu þeir til þess ráðs að taka þá félagana úr umferð og þétta vörn sina til muna. Varð þetta Þór til bjargar þar sem sóknin var allan timann i molum hjá liðinu. Breiðablik fékk 6 viti og tókst ekki að nýta nema tvö þeirra. Þór skoraði einnig úr tveimur vit- um, en fékk 4 dæmd. Arnar Guðlaugsson þjálfari Þórs og Sigtryggur Guðlaugsson voru markahæstir Akureyringa, Skoruðu 6 mörk hvor. Næstur þeim kom Sigurður Sigurðsson með 3 mörk. Þór í aðra deild Sigraði Breiðablik um helgina Júgóslavar A laugardag sigruðu Júgó- slavar Sovétmenn i úrslitaleik hei m s m eistara keppninna r I körfuknattleik. Eftir venjulegan lciktima var staöan jöfn 73:73 og þvi þurfti að framlengja leik- inn. Þá tókst Júgóslövum að knýja fram eins stigs sigur, 82:81. Fjölmargir áhorfendur voru aö þcssum æsispennandi leik og þeirra á meðal Anatoly Karpov, sem tók sér fri frá ekki siður spennandi keppni við Kortsnoj. Dragan Dalipagic átti nú enn einn stórleikinn i liði Júgóslava og skoraði 21 stig. Nafni hans Kicanovic gerði 17 stig og var sigruðu næst stigahæstur Júgóslavanna. ’ Flest stig Sovétmanna skoraði ‘Vladimir Tkachenco, 14. Þeii Belov og Salnikov skoruðu 12 stig hvor. Bronsið i keppninni' hreppti Brasilia, sem vann nauman sigur á Italíu, 86:85. Kanada- menn lentu i 5. sæti, en um það kepptu þeir við Bandarikja- menn og sigruðu með 94 stigum gegn 86. Astralia hafnaði siðan i 7. sæti og Filipseyingar i hinu 8. Röð liðanna frá 9-14 varð þessi: Tékkóslóvakia, Puerto Rico, Kina, Dominikanska lýðveldið, Suður-Kórea og Senegal.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.