Þjóðviljinn - 17.10.1978, Qupperneq 11
ÞriAjudagur 17. október 1978 — ÞJÓÐVILJINN. II SIÐA
Markaregn á Akranesi
• Ungu mennirnir sigruðu
fœreyska liðið 32:25
Á sunnudagsmorguninn fór
fram siðari landsleikur tslend-
inga og Færeyinga og aA þessu
sinni var leikiA á Akranesi. LiA
islendinga var skipaA leik-
mönnum 23 ára og yngri. Þeir
höfAu yfirhöndina allan leikinn
og var staAan i ieikhléi 15:12.
Islendingar hófu leikinn af
miklum krafti og innan tiðar
höföu strákarnir skoraö 3 mörk
gegn engu marki Færeyinga.
Framan af leiknum, einkum
fyrstu 20 minúturnar, náðu þeir
að sýna ágætan leik og juku
muninn jafnt og þétt. Siðan kom
slæmur kafli, Færeyingar
gengu á lagið og minnkuðu
muninn niður i 3 mörk. Hið
sama var upp á teningnum i sið-
ari hálfleik sem i hinum fyrri:
Góður ieikkafli framan af og
þegar um 10 minútur voru eftir
af leiknum höfðu Islendingar
náð lOmarka forskoti, 28:18. En
þá fór allt að ganga verr og timi
Færeyinga kominn til aö
minnka muninn og þegar upp
var staðið var hann aðeins 7
mörk.
Eins og af þessu má sjá missa
tslendingar leikinn niður loka-
minúturnar i hvorum hálfleik.
Þetta er engin nýlunda i islensk-
um handknattleik og liklegt, að
hér sé um að kenna agaleysi
leikmanna. Hvorki markvarsla
né varnarleikur tókst nægilega
vel hjá liðinu. Þaö að fá
á sig 25 mörk er dálit-
ið mörgpm mörkum um
of. Hins Vegar tókust hraða-
upphlaupin nokkuö vel og
skoraði liðið fjölda marka úr !
þeim. A hitt er svo að lita, að að-
eins gafst tóm til að hafa eina
æfingu með liðinu fyrir leikinn J
og þvi vart hægt að ætlast til
mikils.
Færeyingar vc"u nú mun
sprækari en i fyrri leiknum og
sýndu, að þeir kunna að notfæra
sér hraðaupphlaup, en mörg
marka sinna skoruðu þeir ein-
mitt úr þeim. ,
Mörk tsiendinga skoruðu ■
þessir: Pétur Ingólfsson 7, Sim-
on Unndórsson 5, Konráö Jóns-
son 5, Sigurður Gunnarsson 5, •
Birgir Jóhannsson 5, Jóhannes l
Stefánsson og Atli Hilmarsson 2
mörk hvor og Erlendur Her- |
mannsson 1 mark ■
______________________________J
ísland — Færeyjar 31:18
Islenska handknattleiks-
landsliðiö þurfti lítið að
hafa fyrir stórum sigri sín-
um gegn Færeyingum á
laugardaginn. Færeysku
leikmennirnir þurftu að
halda rakleiðis frá flug-
vellinum i Laugardalshöll-
ina og fengu engan tíma til
þess að jafna sig. Auk þess
gátu þeir ekki stillt upp
sinu sterkasta liði og léku
m.a. án stórskyttunnar
Hanus Joensen, sem var
meiddur. Það var því lítt
að undra að þeir urðu létt
leikandi íslensku landsliði
auðveld bráð. Þeir Konráð
Jónsson, Þrótti, Guðmund-
ur Magnússon og Sverrir
Kristinsson FH, Andrés
Kristjánsson og Þórir
ólafsson Haukum, klædd-
ur. Færeyingarnir virkuðu utan-
gátta og ráðleysislegir, en réttu
þó heldur úr kútnum er leið á leik-
inn. tslendingarnir náðu mest 11
marka forystu i fyrri háifleik, en i
leikhléi var staðan 17:7.
Islendingar byrjuðu seinni
hálfleikinn á þvi að reyna hálf
kjánalega varnaraðferð, sem
gafst illa, og litil alvara var yfir
leik liösins lengst af i siðari hálf-
leik. Færeyingarnir voru aftur á
móti allir hressari, en mest mun-
aði þó um ágæta markvörslu hjá
Finni Bærentsen. Hann varði
m.a. viti frá Arna Indriðasyni.
Nýliðinn Sverrir Kristinsson fékk
einnig að reyna sig i islenska
markinu og varði ágætlega. Is-
lenska liðið náöi mest 14 marka
forystu i leiknum, en þá gerðu
Færeyingarnir fjögur mörk i röð
og staðan varð 28:18. Þórir ölafs-
son gerði siðan þrjú siðustu
mörkin i leiknum og lokatölurnar
urðu 31:18.
Færeyska liðið olli nokkrum
vonbrigðum þrátt fyrir aö afsaka
Páli Björgvinsson brýst I gegnum vörn Færeyinga og skorar
voru
Fimm nýliðar
í íslenska liðinu
ust allir islensku landsliðs-
peysunum í fyrsta skifti í
þessum leik.
Islenska liðið tók afgerandi for-
ystu i leiknum strax i upphafi og
eftir örfáar minútur var staðan
orðin 6:1. Liðið lék mjög hraöan
og góðan handknattleik i fyrri
hálfleik auk þess sem Jens
Einarsson varði eins og berserk-
megi frammistöðu þess að
nokkru með erfiðum aðstæðum.
Leikur þess var skipulagslaus,
bæði i vörn og sókn, en vonandi
gefur þessi leikur ekki rétta mynd
af getu liösins. Það voru helst
markvörðurinn Bærentsen og
gamla kempan Sverri Jakobsen
sem léku af eöliiegri getu i þess-
um leik. Mörk Færeyinga gerðu:
Jakobsen 6, Helmsdal 3, Person,
Djurhuus, Nattestad og Carlsen 2
mörk hver og Hörgaard 1.
Islendingar hafa varla nokkurn
tima teflt fram jafn reynslulitlu
landsliði og i þessum leik, en
samt er þetta stærsti sigur okkar
yfir Færeyingum frá upphafi.
Þrátt fyrir að ekki hafi veriö um
neinn stórleik að ræða komust
flestir leikmenn allvel frá leikn-
um. Liðið bauð upp á hraöan leik
og hraöaupphlaupin voru óspart
notuð, en lætin urðu þó full mikil á
kafla i seinni hálfieik. Það sem
helst skorti á i landsliöinu að
þessu sinni voru örvhentir leik-
menn, eins og svo oft áður. Þegar
Viggó Sigurðsson, sem átti mjög
góðan leik, var ekki inná fór allur
leikur liðsins fram á vinstri helm
ingi vallarins og varö vandræða-
legur. Geir Hallsteinsson lék nú
með liöinu að nýju og átti að
vanda góðan leik. Þótt leikurinn
snerist mest i kringum reyndari
leikmennina voru nýliðarnir þó ó-
venju virkir og stóðu sig vel. Guð-
mundur Magnússon var þó þeirra
bestur og geröi varla nokkur mis-
tök i leiknum. Mörk Islands skor-
uðu: Viggó 9, Geir 5, Páll Björg-
vinsson og Konráð Jónsson 4
hvor, Guðmundur og Þórir 3 hvor,
Arni Indriðason 2 og Ingimar 1.
-SS—
r
n
Valur laut í lægra haldi
Mætti Refstad í Evrópukeppni meistaraliða
A sunnudaginn léku Valur og
norsku meistararnir Kefstad i
Egerbergshallen i ósló. Var
þetta fyrri leikur liðanna i
Evrópukeppni meistaranna i
handknattleik. Refstad sigraAi
meA 16 mörkum gegn 14, en i
leikhléi hafði Valur eins marks
forystu, 7:6.
Ekki voru liðnar nema 5 min-
útur af leiknum, þegar Valur
missti Gisla Blöndal út af vegna
meiðsla. Gisli hefur verið einn
af atkvæöamestu mönnum liðs-
ins undanfarið og var þvi blóð-
ugt fyrir Val aö njóta ekki
styrks hans meir i þessum leik.
Engu aö siður átti liðið ágætan
leik og hafði yfirhöndina i leik-
hléi, eins og áður segir. Vals-
menn juku siðan forskotið i 3
mörk snemma i siöari hálfleik
og sigurmöguleikarnir þvi væn-
legir. En þá voru þrir þeirra
reknir út af, hver á fætur öðr-
um, og norsku meistararnir
náðu að jafna og siðan að kom-
ast yfir 15:14.
5 sekúndum fyrir leikslok
skoraði Refstad svo sitt 16.
mark.
Bæði liö léku fasta vörn og var
leikurinn töluvert harður af
þeim sökum. Hvort lið fékk 4
vitaskot og skoraði Valur aðeins
úr tveimur, en Norðmennirnir
úr öllum sinum. Markverðir
beggja liða vörðu mjög vel.
Mörk Vals skoruðu: Jón Pét-
ur 5, Þorbjörn 3, Steindór,
Bjarni og Jón Karlsson 2 hver.
Trond Inge-Brindsted skoraði
flest mörk Refstad, eða 5.
Seinni leikur liðanna verður i
Laugardalshöll á sunnudaginn
og verður að ætla Val sigur i
þeim leik.
Enska
knatt-
spyrnan
Úrslitin
um
helgina
1. deild:
A-Villa —Man.Utd. 2:2
BristolC. —Nott.Forest 1:3
Chelsea — Bolton 4:3
Ipswich — Everton 0:1
Leeds—WBA 1:3
Liverpool — Derby 5:0
Man.City —Coventry 2:0
Middlesb. — Norwich 2:0
Southampton — QPR 1:1
Tottenham —
Birminghan 1:0
Wolves—-Arsenal 1:0
Blackburn — Luton 0:0
Brighton —Fulham 3:0
Leicester —Charlton 0:3
Mðlwall — Sheff.Utd. 1:1
Notts.C. — BristolR. 2:1
Oldham — WestHam 2:2
Orient — Cardiff 2:2
Preston —C:.Paíace 2:3
Stoke -^.Burnley 3:1
Sundérlahd— Newcastle 1:1
Wrexliám —-Cambridge 2:0
jSTAÐAN 1
1. deiid: **
Liverpooi 10 19
Everton 10 16
Notth.Forest 10 14
Man.Utd. 10 13
Man.City 10 13
WBA 10 13
Coventry 10 12
Tottöiham 10 11
Arsenal 10 10
Bristol C. 10 10
A-Villa 10 10
Norwich 10 9
QPR 10 9
Leeds 10 8
Ipswich 10 8
Derby 10 8
Bolton 10 8
Southampton 10 8
Middlesb. 10 6
Wolves 10 6
Chelsea 10 6
Birmingham 10 3
2. deild:
C.Palace 10 16
Stoke 10 15
Fulham 10 12
West Ham 10 12
Newcastle 10 12
Brighton 10 12
NottsC. 10 12
BristolR. 10 11
Burnley 10 11
Luton 10 11
Sunderland 10 11
Wrexham 10 10
Charlton 10 10
Cambridge 10 9
Sheff. Utd. 10 9
Leicester 10 8
Orient 10 8
Oldham 10 8
Cardiff 10 8
Preston 10 5
Blackburn 10 5
Millwall 10 5