Þjóðviljinn - 17.10.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.10.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. október 1978 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i VOT. Ein af flugvélum Flugfélags Noröurlands. r Aætlunar- flug til Siglufjarðar Flugfélag Norðurlands hefur nú nýlega tekið upp áætlunar- flug til Siglufjarðar. Flugstjóri i fyrstu ferðinni var Gunnar Karlsson en flugmaður Jónas Finnbogason. Framkvæmda- stjóri Flugfélags Norðurlands er Sigurður Aðalsteinsson. A Siglufjarðarflugvelli ávarp- aði Sigurður Aöalsteinsson við- stadda. Gat hann þess m.a. að ráðgert væri að fljúga þrisvar i viku milli Akureyrar og Siglu- fjarðar: á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Af hálfu heimamanna talaði Vigfús Þór Arnason varaforseti bæjarstjórnar. Flugfélag Norðurlands á nú fjórar flugvélar, tvær 19 manna ,.Twin Otter, eina 9 manna og eina 5 manna vél. bað annast sjúkra- og leiguflug og auk þess áætlunarflug. Er haldið uppi reglubundnum flug- ferðum til Isafjarðar, Grims- eyjar, Húsavikur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Egilsstaða. (Heim.: Norðurland). —mhg. Kj ördæmisráö AB á Austurlandi: ÁLYKTUN um landbúnaðarmál Fundur i Kjördæmisráði Al- þýöubandalagsins i Austur- landskjördæml haldinn á Fá- skriiðsfirði dagana 30. sept, og l. okt. samþykkir eftirfarandi i landbúnaðarmálum: Kjördæmisráðið fagnar þeim árangri, sem þegar hefur náöst i landbúnaðarmálum i samræmi við þá stefnu, sem Alþýðu- bandalagið hefur boðaö. Hér er m. a. um að ræða: 1. Rikið hefur tekið að sér að greiða um 1300 milj. króna, eða sem nemur 3-400þús. kr. á hvert býli i landinu, sem fyrrverandi rikisstjórn skildi eftir óleyst og ætlaði bændum að taka á sig að fullu. 2. Söluskattur á kjöti og kjöt- vörum hefur verið felldur niður. 3. Niðurgreiðslur hafa verið stór-auknar á landbúnaðarvör- um, sem væntanlega veröur til þess að draga verulega úr óhagstæðum útflutningi. 4. Þá hefur hin nýja rikis- stjórn skuldbundið sig tíl að taka upp beina samninga við samtök bænda um verðlagsmál, stefnu i framleiðslumálum landbúnaðarins og önnur hags- munamál bænda. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að samningar við samtök bænda um þessi mál verði upphaf aö mörkun nýrrar stefnu i landbúnaðarmálum, stefnu, sem sé jöfnum höndum i samræmi viö hagsmuni þjóðar- heildarinnar og miði einnig að auknu atvinnuöryggi bænda og bættum kjörum þeirra. (Heim.: Austurland). —mhg Hið nýja hús barna- og unglingaskólans á Fáskrúðsfirði. Merkur áfangi 1 skólamálum Herjólfur. Aðalfundur Herjólfs Aðalfundur Herjólfs var hald- inn 28/9. Kosin var ný stjórn og ákveðið að hækka hlutaféð úr 75 milj. upp I 200 milj. Guðlaugur Gislason, fyrrv. alþingismaður, las upp reikn- inga.en með svo miklu muskri að ekki var nokkru eyra unnt að nema tölurnar, enda kannski ekki til þess ætlast, að menn festu þær á blað hvað þá i minni. Fundarstjóri var Kristmann Karlsson, heildsali. — Fundur þessi var frámunalega langur og leiðinlegur. Menn létu fátt i sér heyra utan Hermann Ein- arsson, sem spurðist fyrir um uppsögn fyrsta velstjóra. Svarið var aö ekki heföi verið um 100% vélstjórn að ræða. Stjórn Herjólfs skipa nú eftir- taldir menn: Af fjármálaráðu- neytinu: Georg Hermannsson, kaupfélagsstjóri aðalm., Sigur- geir Kristjánsson, forstj. varam. Af samgönguráðuneyt- inu: Jón Kjartansson, form. Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja aðalm., Elias Björnsson, form. sjómannafélagsins Jötuns, varam. Skipaðir af bæjarstjórn: Guðmundur Karlsson, alþm., Jóhannes Kristinsson, aðalmenn, Jóhann Friðfinnsson og Tryggvi Jónas- son, varamenn. Almennir hlut- hafar: Stefán Rundlfsson, yfir- verkstjóri aðalm. og Heiðmund- ur Sigurmundsson, heildsali, varam. Magnús Jóhannsson, frá Hafnarnesi. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar var settur sunnudaginn s.okt. og um leið var nýtt og vandað skólahús tekið formlega I notk- un. Búðahreppur og Fáskrúðs- fjarðarhreppur hafa nú verið sameinaðir I eitt skólahverfi og með byrjun þessa skólaárs munu allir grunnskólanemend- ur i hreppunum báðum stunda nám sitt i einum skóla, Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar. Aður voru tveir skólar, Tunguhoits- skóli, sem var heimavistarskóli fyrir börn til 12 ára aldurs úr Fáskrúðsfjarðarhreppi og Búðaskóli, sem var fyrir aila nemendur úr Búðahreppi & grunnskólaaldri og nemendur úr Fáskrúðsfjarðarhreppi, sem voru i 7«-9.bckk. Skólabill. Nú er ætlunin að aka nemend- um úr Fáskrúðsfjarðarhreppi daglega til og frá skóla, en þau börn, sem lengst eiga i skólann þurfa að aka 70 km. á dag. 1 vetur verður bráðabirgðaað- staða fyrir sveitabörnin i fé- lagsheimilinu Skrúð á Búðum, þar sem þeim verður séð fyrir hádegismat og siðdegiskaffi og athvarfi milli kennslustunda. Þessi aðstaða á svo að koma, væntanlega fyrir næsta haust, i einni álmu nýja skóiahússins. Að ööru leyti er húsið að mestu fullbúið hið innra, ef frá eru taldir skápar og aðrar smærri innréttingar. 1400 ferm.— 3650 rúmm. Hið nýja skólahús stendur ofan Hliðargötu, innarlega i Búðakauptúni, tveggja hæða og snýr stöfnum i austur og vestur, en tvær álmur ganga út frá Einar Georg Einarsson, skólastjóri, t.v., tekur við lyklunum að skólanum úr hendi Alberts Kemps. aðalhúsinu, til fjalls. Flatarmál hússins er um 700 ferm. á hvorri hæð er 1400 ferm. alls og stærð nýtanlegs rýmis 3650 rúmm. 1 húsinu eru 8 kennslustofur, þar af tvær sérkennslustofur og á efri hæð eru tvær samliggj- andi stofur með lausum milli- vegg og er hægt að gera þar stóran samkomusal með þvi að opna á milli stofanna. Auk þess eru svo snyrtingar og fatahengi og nokkur geymsluherbergi. 1 stjórnunarálmu er kennara- stofa, tvö vinnuherbergi kenn- ara, vinnuherbergi skólastjóra og fjölritunar- og kennslu- gagnaherbergi. Kostnaöur nú 90 milj. kr. Undirbúningur að byggingu skólahússins hófst 1970, en það ár og hið næsta var húsið teiknað. Það gerði Bárður Danielsson, arkitekt. Bygginga- framkvæmdir hófust 1972 og verkinu hefur verið þokað á- leiðis nokkuð flest árin, en mestur hefur verkhraðinn verið á siðasta ári og þessu ári. Aðal verktaki frá upphafi hefur veriö Trésmiðja Austur- lands h.f. á Fáskrúðsfirði og yfirsmiður Páll Gunnarsson, byggingameistari. Innréttingar hafa einnig verið smiðaðar af Þorsteini Bjarnasyni, bygg- ingameistara. Raflagnir teikn- aði Agúst Karlsson, Reykjavik, en raflagnir annaðist Guðmund- ur Hallgrimsson, rafvirkja- meistari. Fyrirtækið Fjarhitun annaðist teikningu vatns- og hitalagna, en það verk var að öðru leyti i höndum Sverris Sigurðssonar, Reykjavik. Múr- húðun önnuðust Stefán Jónsson og Lars Gunnarsson múrarar. Málningu, dúk- og teppalagnir annaðist Þráinn Þórarinsson, húsvörður skólans. Allir þessir menn, sem hér hafa verið nefndir án þess að heimilisfanes hafi verið getið, eru heimamenn á Fáskrúðsfirði. Heildarkostnaður við bygg- ingu skólans er nú um 90 milj. kr. og þar af hefur verið unnið fyrir 65 milj. frá s.l. hausti. Brunabótamat hússins er nú 195 milj. kr. I skólanum verða um 200 nemendur i vetur i 10 bekkjar- deildum, þaðer forskóladeild og 1.-9. bekkur grunnskóla. Kenn- arar eru alls 11 með skólastjóra, þar af eru 3 stundakennarar. Skólasetning. Setningarathöfnin á sunnu- daginn hófst með þvi að sungnir voru sálmar og bænir fluttar,en siðan voru flutt nokkur ávörp. Helgi Seljan, alþingismað- ur.flutti ávarp og sérstakar kveðjur frá menntamálaráð- herra, Ragnari Arnalds, sem gat ekki komið þvi við að vera viðstaddur vegna anna. Avörp fluttu einnig Vilhjálmur Hjálm- arsson, alþingismaður, Guð- mundur Magnússon, fræðslu- stjóri á Austurlandi, Þorsteinn Bjarnason, oddviti Búðahrepps, Jón Olfarsson, oddviti Fá- skrúðsfjarðarhrepps, sr. Þor- leifur Kristmundsson sóknar- prestur á Kolfreyjustað. Þá lýsti Albert Kemp, bygginga- stjóri skólans og formaður skólanefndar, byggingunni og afhenti skólastjóra lykla hins nýja skólahúss. Siðan flutti skólastjórinn, Einar Georg Einarsson, skólasetningarræðu. Ræðumenn allir fluttu Fá- skrúðsfirðingum hamingjuóskir i tilefni þessa merka áfanga i fræðslumálum byggðarlagsins. Fjöldi fólks var við setningar- athöfnina, en að henni lokinni skoðuöu viðstaddir hið nýja skólahús. Eftirfarandi upplýsingar fékk Landpóstur hjá fréttaritara Þjóðviljans á Fáskrúðsfirði, Birgi Stefánssyni. bs/mhg. I ■ I ■ I i i i i i i i ■ I ■ j i i ■ I ■ I J i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.