Þjóðviljinn - 17.10.1978, Page 14
Ii4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN ! ÞriOjudagur 17. október 1978
Þrjú hundruð lögreglumenn
settir úr starfí í Bilbao
BILBAO, Spáni, 16/10 (Reuter) —
Þrjú hundruö lögrelgumenn i
Bilbao, hafa nú verið fluttir um
set vegna uppreisnargirni og
dónaskap gagnvart yfirmönnum
sinum.
Reiði hefur magnast meðal lög-
reglumanna i Baskalandi að
undanförnu, vegna tíðra morða á
mönnum úr liöi þeirra. Þykir
mörgum þeirra sem ekki sé vegið
nógu hart að skæruliðum.
Grisk útgerðarfjölskylda
brennur inni
LONDON, 16/10 (Reuter) —
Griski útgerðarmaðurinn
Michael Averoff og kona hans
fórust þegar hús þeirra brann á
sunnudagsmorgun. Lik þriggja
ára dóttur þeirra hefur ekki enn
fundist.
Averoff brann i eldinum, en
tuttugu og fjögurra ára gömul.
kona hans, sem var dóttir skipa-
kóngsins Nicholas Pateras lést
áður en á sjúkrahiis kom.
Hús þeirra lá rétt fyrir sunnan
London. Nágrannar hjónanna
gátu þess að þarna hefðu brunnið
antikvörur og málverk að verð-
mæti miljóna.
Kefívíkingar unnu
góðan trimmsigur
MOIi klukkan 10 og 16 á sunnu-
dag var efnt tii mikils trimms i
Keflavik. A sama tima trimmaði
fólk í vinabæjum Keflavikur á
öðrum Norðurlöndum. Þessir bæ-
ir hafa haft mikil samskipti sin i
milliá undanförnum árum en ný-
lunda er, að trimmkeppni sem
þessi $e* háð i öllum bæjunum
samtimis.
Keflvikingar létu ekki sitt eftir
Oggja og töku alls 2182 þátt i
keppninni. 61 lék golf, 354 hjóiuðu
5 km„ 417 syntu 200 m. og 1350
gengu, skokkuðu eða hlupu 2 1/2
km. Þetta eru 34% ibúa Keflavik-
ur og sigruðu þeir keppnina með
miklum yfirburöum.
Röð vinabæjanna og þátttaka
var þessi: Trollhattan i Sviþjóð
7,16%, Kereva i Finnlandi 5,9%,
Hjörring I Danmörku 1,55% og
KristjánSSandur i Noregi 1%.
Heigi Hólm, framkvæmdastjóri
trimmkeppninnar i Keflavik
sagðist vera mjög ánægður með
frammistööu bæjarbúa og nú
væri ætlunin að útbúa sérstaka'
aðstöðu þar suður frá, tii aö gera
fólki hægara að stunda alhliöa
likamsrækt.
aiþýöuÍÞantdfaiagið
Til styrktarmanna
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru vinsamlega minntir á aö
greiöa framlag sitt til flokksins fyrir áriö 1978. Giróseðlar hafa veriö
sendir út með fréttabréfi.
Alþýðubandalagið i Reykjavik
Viðtalstimar borgarfulltrúa
Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins i Reykjavik hafa viðtalstima kl.
17-18 mánudaga og þriðjudaga að Grettisgötu 3. Siminn er 17500.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi —
Aðalfundur
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi
verður haldinn I ölfusborgum laugardaginn 21. október og hefst kl.
13.30. Ráðgert er að ljúka fundinum þann dag.
Dagskrá: 1. Setning: Auður Guöbrandsdóttir. 2. Lagabreytingar. 3.
Venjuieg aðalfundarstörf. 4. Flokksstarfiö I Suðurlandskjördæmi.
Framsögumaður Baldur óskarsson. 5. Ræða: Störf og stefna rikis-
stjórnarinnar: Svavar Gestsson, viðskiptaráöherra. 6. önnur mál.
Stofnfundur Alþýðubandalagsins i Keflavík
Stofnfundur Alþýðubandalagsins i Keflavik veröur haldinn miðviku-
daginn 18. október I Hafnargötu 76 (vélstjórafélagshúsinu), og hefst kl.
20.30.
Dagskrá: 1. Lögð fram tillaga aö lögum félagsins. 2. Kosning stjórnar
og annarra starfsmanna 3. Kosning fulltrúa I kjördæmisráð og flokks-
ráð. 4. önnur mál.
Þingmennirnir Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundin-
um. — Undirbúningsnefndin.
Alþýðubandaiagið Neskaupstað
Bæjarmálaráð. Fundur miðvikudaginn 18. október kl. 20.00. Fundir
ráðsins verða áfram vikulega á miðvikudögum, sama tlma .
Alþýðubandalagið Kópavogi — Aðalfundur
Aðalfundur Alþýöubandalagsins I Kópavogi veröur haldinn I Þinghöf
miðvikudaginn 25. okt. n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt lögum
féiagsins. Stjórnin.
Alþýðubandalagið Laugardal.
Aöalfundur Alþýðubandalagsins I Laugardal
verður haldinn þriöjudaginn 17. október I Hlið
Laugarvatni. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrr^fétaga.
2. Lagabreytirtfar.
3. Venjuleg aðaifundarstörf.
'4. Kosið i kjördæmisráð og flokksráö.
5. Ræöa: Baldur Óskarsson: Rikisstjórnarþátt-
taka Alþýðubandalagsins.
6. önnur mál. Stjórnin.
Baldur
Úskarsson.
Siðast liðinn föstudag voru tveir
lögreglumenn drepnir I Bilbao og
fóru þá félagar þeirra I setuverk-
fall. Við útför lögreglumannanna
degi seinna spörkuðu lögreglu-
menn i bifreið lögreglustjórans,
Manuel Timon de Lara hershöfð-
ingja.
Kallað hefur verið á varalög-
reglulið til að taka við af fýrr-
nefndum þremur hundruðum,
sem settir veröa i önnur störf.
Fundað um
vandamál
PRETORIA, 16/10 (Reuter) —
Utanrikisráðherrar fimm vestur-
velda eru komnir til Pretoriu til
viðræðna við Pieter Botha for-
sætisráðherra Suður-Afriku um
framtíð Namibiu.
Þeir eru Cyrus Vance frá
Bandaríkjunum, David Owen frá
Bretlandi, Hans-Dietrich
Genscher frá Vestur-Þýskalandi,
Donald Jamieson frá Kanada og
varautanríkisráöherra Frakka
Olivier Stirn.
WASHINGTON, 16/10 (Reuter) —
Yfir standa friðarviðræður Is-
raelsmanna og Egypta i
Washington. Sagt er að þeim miði
vel áleiðis og jafnvel talið að þeim
ljúki fyrir mánaðamót. Enn er
reynt að fá Hussein Jórdaniukon-
ung til að taka þátt i friöarumleit-
unum.
BEIRUT, 16/10 (Reuter) — I gær
hófst fúndur fulltrúa frá aðildar-
rikjum Arababandalagsins, sem
fjalla á um ástandið i Libanon og
lausn þess vandamáls.
Kristnir ræna
hershöfðingj-
um í Libanon
METULLAH, tsrael, 16/10
(Reuter) — t dag uröu mótmæla-
aðgerðir fyrir utan herbúðir
Sameinuðu Þjóðanna I Suður—
Libanon. Voru þar kristnir menn
og tóku þeir þr já múhameðstrúar
hershöfðingja höndum. Búið er að
sleppa einum þeirra og búist við
að hinir tveir verði fljótlega látnir
lausir.
Mótmælendur kröföust þess aö
friðargæslusveitir Sameinuðu
Þjóðanna flyttu sig frá Suður--
Libanon og vörðu hægri menn
gegn friðarsveitum Sýrlendinga.
Eitt slagorða þeirra hljómaði
svo: Þiö erúð engir skemmti-
ferðamenn hér. Farið og berjist.
Álagningin
Framhald af 1.
13.647 einstaklingum og nemur
hann 449 miljónum króna.
6.741 einstaklingur greiðir 6%
tekjuskattsauka á tekjur umfram
ákveðið mark og nemur þessi
skattur 414 miljónum króna.
Gjalddagar skattaukans eru 4,
þ.e. 1. nóvember. 1. desember, 1.
janúar og 1. febrúar á næsta ári.
Skattskrár vegna þessarar auka-
álagningar veröa lagðar fram hjá
embættum skattstjóra innan tið-
ar. —AI.
Krafía
Framhald af 1
Björnsson jarðeðlisfræðingur, er
"við inntum hann frétta af óróa-
svæðinu við Kröflu I gær.
Land er þegar komið upp fyrir
þá hæð, sem mest varð f júli sl.,
þegar siðasti órói varð á svæðinu.
Það hefur hinsvegar nokkrum
sinnum gerst, eftir að landris hef-
ur náð hámarki, að nokkur bið
hafi orðið á kvikuhlaupi og svo
virðist ætla aö verða nú.
Allt simasamband við Kröflu-
svæöið hefur verið bilaö siöan á
sunnudag og hafa þvi engar frétt-
ir borist af umbrotunum þar, eöa
eins og Axel Björnsson sagði i
gær, „það gæti þess vegna verið
farið að gjósa þar”.
—S.dór
Fimm fundir
Framhald af bls. 9.
flokksráösfundar 17. til 19.
nóvember. Ég leggmikla áherslu
á að flokksráðsfundurinn verði
undirbúinn vandlega eins og und-
anfarin ár með fundum I öllum
Alþýðubandalagsfélögum á land-
inu. Þá er ekki siður vert að
hvetja sem allra flest félög til
þess að senda fulltrúa á flokks-
ráðsfundinn. Það er ótvirætt
sty rkur Alþýðubandalagsins hvað
það stendur traustum fótum um
land allt, og flokksráösfundur og
landsfundur hafa þvi aðeins gildi
að þeir séu sóttir úr öllum lands-
hlutum.
Þegar flokkstáðsfundur verður
haldinn mun standa yfir um-
fangsmikil ákvarðanataka innan
Alþingis, rikisstjórnar og verka-
lýðshreyfingar, m.a. vegna fjár-
laga, nýrra skattalaga, starfa
visitölunefndar og fleiri mála.
Niðurstöður þessara ákvarðana
verða afgerandi fyrir þróunina á
næsta ári. Flokksráðsfundurinn
veröur þvi m.a. vegna þessara
aðstæðna mikilvægur vettvangur
fyrir fulltrúa Alþýðubandalags-
félaga um land allt til þess að
gera sig gildandi I sambandi við
stefnumótun Alþýðubandalagsins
i þessum efnum.”
Árangurinn byggist
á flokksstarfinu
Hér hefur verið gefið nokkuð
yfirlit yfir helstu verkefni i
flokksstarfi Alþýðubandalagsins
á næstunni og Þjóðviljinn bað
Ólaf Ragnar Grimsson að draga
saman meginþráðinn I þvi starfi i
lok samtalsins.
,,1 raun og veru er rauöi
þráðurinn i umfangsmiklu flokks-
starfi sem nú er I undirbúningi og
þeirri umræðu á þessu sviði sem
Tram fer innan flokksins á hvern
hátt flokkurinn geti helst gegnt
þvi meginhlutverki sinu að vera
virkur og stefnumótandi tengilið-
ur milli þeirrar fjölþættu fulltrúa-
sveitar flokksins á Alþingi, i
rikisstjórn, I sveitarstjórnum, i
forystu verkalýðshreyfingar og
launþegasamtaka um land allt og
fjölmörgum öðrum fjöldasamtök-
um. Flokkurinn þarf að vera
tengiliður milli þessarar fulltrúa-
sveitar innbyröis og milli hennar
og launafólksins i landinu sem
hún er fyrst og fremst að vinna
fyrir á hinum ýmsu sviöum.
Starfið á vegum flokksins er
þessvegna afgerandi fyrir það
hvort tekst aö nýta á samræmdan
hátt þá .miklu aðstöðu sem nú er
fyrir hendi i Islensku þjóðféla gi til
þess að knýja fram raunveruleg-
ar breytingar á skipulagi þjóð-
félagsins I samræmi við hags-
muni launafólks.
An virkrar og lifandi samteng-
ingar I gegnum flokksstarfið er
hætta á þvi að starf fulltrúa
flokksins á opinberum vettvangi
eða innan fjöldahreyfinga feli
ekki i sér þann slagkraft sem
mögulegur er og það samræmi I
stefnu og störfum sem er for-
senda fyrir varanlegum árangri.
Þótt fra mk væmdast jórn
flokksins og flokksskrifstofan geti
á margan hátt stuðlað að þvi aö
flokkurinn valdi þessu verkefni
sinu byggist árangurinn fýrst og
fremst á lifandi starfi einstakra
flokksdeilda og sérbvers flokks-
manns.” EinarKarl
Nefndirnar
Framhald af bls. 4
Samgöngunefnd: Karl Steinar
Guðnason (Alþfl.), Stefán Jóns-
son (Abl.), Jón Helgason (F),
Bragi Nielsson (Alþfl.), Helgi F.
Seljan (Abl.), Jón G. Sólnes (S)
og Guðmundur Karlsson (S).
Landbúnaðarnefnd '• Helgi F.
Seljan (Abl.), Bragi Sigurjónsson
(Alþfl.), Vilhjálmur Hjálmarsson
(F), Stefán Jónsson (Abl.), Bragi
Nielsson (Alþfl.), Eyjólfur K.
Jónsson (S) og Þorvaldur G.
Kristjánsson (S).
Sjávarútvegsnefnd: Stefán
Jónsson (Abl.), Björn Jónsson
(Alþfl.), Alexander Stefánsson
ÍÍi'WÓÐlEIKHÚSffl
SONUR SKÓARANS OG
DÓTTIR BAKARANS
i kvöld kl. 20. Uppselt
fimmtudag kl. 20.
A SAMA TÍMA AÐ ARI
7. sýning miðvikudag kl. 20
8. sýning laugardag kl. 20
KATA EKKJAN
föstudag kl. 20
Siöasta sinn
Litla sviðið:
SANDUR OG KONA
Frumsýning fimmtudag kl.
20.30.
Miðasala 13.15-20.
Simi 1-1200.
LKIKFRIAG
REYKJAVÍKUR
GLERHUSIÐ
miðvikudag kl. 20.30
12. sýning laugardag kl. 20.30
VALMUINN
| fimmtudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
l SKALD-RÓSA
föstudag kl. 20.30
Fáar sýningar eftir.
I Miðasala i Iðnó kl. 14-19.
Simi 16620.
(F), Geir Gunnarsson (Abl.),
Karl Steinar Guðnason (Alþfl.),
Oddur Ólafsson (S) og Guðmund-
ur Karlsson (S).
Iðnaöarnefnd: Björn Jónsson
(Alþfl.), Vilhjálmur Hjálmarsson
(F), Stefán Jónsson (Abl.), Jón
Helgason (F), ólafur Ragnar
Grimsson (Abl.) Þorvaldur G.
Kristjánsson (S) og Ragnhildur
i Helgadóttir (S).
Félagsmálanefnd: Stefán Jóns-
son (Abl.), Bragi Sigurjónsson
(Alþfl.), Alexander Stefánsson
(F), Ólafur Ragnar Grimsson
(Abl.), Björn Jónsson (Alþfl.),
Þorvaldur G. Kristjánsson (S) og
Guðmundur Karlsson (S).
Heilbrigðis og trygginganefnd:
Bragi Nielsson (Alþfl.), Helgi F.
Seljan (Abl.), Vilhjálmur
Hjálmarsson (F), Bragi Sigur-
jónsson (Alþfi.), Geir Gunnars-
son (Abl.), Oddur ólafsson (S) og
Ragnhildur Helgadóttir (S).
Menntamálanefnd: Vilhjálmur
Hjálmarsson (F), Bragi Nfelsson
(Alþfl.), ÓlafurRagnar Grimsson
(Abl.), Alexander Stefánsson
(F), HelgiF. Seljan (Abl.), Ragn-
hildur Helgadóttir (S) og Oddur
Ólafsson (S).
Allsherjarnefnd: Vilhjálmur
Hjálmarsson (F), Bragi Sigur-
jónsson (Alþfl.), Olafur Ragnar
Grimsson (Abl.), Jón Helgason
(F), Bragi Nielsson (Alþfl.), Jón
G. Sólnes (S) og Eyjólfur K. Jóns-
son (S).
Námskeið
Framhald af 6. siöu .
Námskeiði byggingarmanna
var stjórnaö af Erni Erlendssyni
og sóttu það 11 smiðir. Flutt voru
erindi sem siðan voru umræður
um og hópvinna.
Þeir Arnmundur Bachmann og
Guðmundur Hilmarsson
fjölluðu um stöðu trúnaðar-
mannsinsi skv. lögum 0g
samningum. Tryggvi Þór
Aðalsteinsson hélt erindi um
dagleg viðfangsefni
trúnaðarmanna, Benedikt
Daviðsson,Grétar Þorleifsson og
Grétar Þorsteinsson fjölluðu um
kjarasamning SBM og nokkur
helstu lagaleg réttindi launafólki
Jón R. Sigurjónsson talaði um
lifeyrissjóðsmál, Jón Snorri
Þorleifsson og Hrafn Friðriksson
um öryggi og hollustuhætti
Bragi Friðriksson um skipulag og
starfshætti VSl, Helgi
Guðmundsson og Jón Snorri um
skipulag og stefnumið ASl, SBM,
MFA og fræðslumálin og þeir
Hallgrimur Snorrason, Benedikt
Daviðsson og Gunnar Björnsson
um stöðu byggingariðnaðarins
—GFi
<*!<• <*J<*
SAMTÖK
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA
Laugarneshverfi, >
Fundur þriðjudagskvöld kl. 20.30 að Hofteigi 32.
Fundarefni: Umræöur um baráttuleiðir og lagabreytingar. Allir hvatt-
ir til að koma.
Hverfahópur herstöðvaandstæðinga Laugarneshverfi.