Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 18
.18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. október 1978 Deilt um Framhald af bls. 9. stofnunar, sem hefur meö aöal- skipulag eða svæðaskipulag að gera, verði uppistaðan i Skipu- lagsstofnuninni, sagöi Adda, og það er fjarstæöa að nágranna- sveitarfélögunum eigi að koma þaö á óvart að Reykjavik muni halda eftir hluta Þróunarstofnun- ar til að sinna sinum einkamál- um, þ.e. deiliskipulagsvinnunni. Maður verður aö koma I manns stað, sagði Adda, og það er ekki gott að vera lengur án manns sem getur boriö uppi skipulagsmál Reykjavikurborgar. Sigurjón Péturssonsagði að um aöalskipulagið sem samþykkt var 1977 hefði rikt mikill ágreiningur milli þáverandi meiri- og minnihluta. Greinilegt væri, að enn væri mikil vinna framundan i þvi skipulagi, sem enn hefur ekki verið staöfest, og miklar breyt- ingar ætti eftir aö gera á þvi. Þvi væri eölilegt að áfram yrði unnið I þessum málum á Þróunarstofnun og frekar væri hægt að tala um seinlæti varöandi ráðningu nýs forstööumanns, en að málinu hefði verið hraöað með óeðlileg- um hætti. Tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld og búast má við að embætti Þróunarstjóra verði auglýst inn- an skamms. Toppskattur Framhald af 1 hlutfalliö hér á Islandi árið 1974 33%. Eins og fram kom i ræðu fjár- málaráöherra er það þvi alrangt að hér á landi sé veriö að „kæfa allt I skattþunga með beinum sköttum”, eins og sést best með samanburðinum á toppskatti hér og I þeim löndum sem tslendingar miöa helst við. -ekh. Ræða Ólafs R. Framhald af 12. siðu. sveitarstjórnarkosningunum sú tangarsókn, sem splundraði her- ferð thalds og Framsóknar gegn- islenskri alþýðu, samtökum hannar og grundvallarréttindum. Það er vissulega veröugt um- hugsunarefni fyrir hólkór Alþýðuflokksins, sem nii situr hér i þingsölum, en gekk til vinnu sinnar verkfallsdagana 1. og 2. mars, að þá stóðu þeir með til- ræðismönnum engegn launafólki. Þaösama verkfall og þeir neituðu að styðja varð upphaf að þeirri atburðarás, sem i ágústlok skóp rikisstjórn launafólksins. Og reyndar ættu allir þeir, sem ásamt forsöngvurunum i holkór Alþýðuflokksins hiupust undan merkjum verkfallsdagana, 1. og 2. mars, að hugleiða, hvaöa á- rangri barátta stéttvisasta hluta launafólksins I ASÍ og BSRB hefur skilað öllu islensku launa- fólki. Lexia Framsóknar og Bilderbergeiður I kjölfar kosningaósigursins, eftir að atlagan að samtökum launafólks hafði gert Fram- sóknarflokkinn að minnsta stjórnmálaflokki á íslandi, dró Framsóknarforystan lærdóm af dýrkeyptri reynslu. Ölafur Jó- hannesson lauk myndun rikis- stjórnar, sem Lúðvik Jósepsson hafði lagt grundvöllinn að með samkomulagi við verkalýðs- hreyfinguna.Þvibervissulega að fagna, aö stefnuræða forsætisráö- herra hér i kvöld ber með sér að Framsóknarforystan virðist — a.m.k. i bili — hafa lært sina lex- iu. Hann segist nú staðráðinn i að virða á virkan hátt samráð við hreyfingar launafólks og gera þaö að raunverulegum hornsteini rlkisstjórnarinnar. Þótt ýmsir telji, að i flokki forsætisráðherra séu enn menn, sem vilji hefna sin Alþýðubandalagið Garði Stofnfundur Alþýðubandalagsfélags i Garði verður haldinn sunnudaginn 22. okt. kl. 13.30 i Samkomuhúsinu. Dagskrá: 1. Lögð fram tillaga að lögum félagsins. 2. Kosning stjórnar og annarra starfs- manna. 3. Kosning fuiltrúa i kjördæmisráð og flokksráð. 4. önnur mál. Geir Gunnarsson mætir á fundinn. alþýöubandalagiö Alþýðubandalagið i Hveragerði — Skemmtun I tengslum viö aðalfund kjördæmisráös Alþýðubandalagsins I Suöur- landskjördæmi sem haldinn veröur laugardaginn 21. október i ölfus- borgum gengst Alþýðubandalagið I Hveragerði fyrir dansleik þá um kvöldið i félagsheimili öifyssinga ætluöum ráösfulltrúum, öðru Alþýðubandalagsfólki og gestum þeirra. Skemmtunin hefst kl. 22. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi — Aðalfundur Aöalfundur kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins i Suöurlandskjördæmi verður haldinn I ölfusborgum i dag, laugardaginn 21. október og hefst kl. 13.30. Ráðgert er að ljúka fundinum I dag. Dagskrá: 1. Setning: Auður Guöbrandsdóttir. 2. Lagabreytingar. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. 4. Flokksstarfið i Suöurlandskjördæmi. Framsögumaður Baldur óskarsson. 5. Ræða: Störf og stefna rikis- stjórnarinnar: Svavar Gestsson, viðskiptaráöherra. 6. önnur mál. Alþýðubandalagið i Grindavik Framhaldsstofnfundur Alþýðubandalagsins i Grindavik veröur haldinn i félagsheimilinu Festi (litla sal) i dag kl. 14. Fundarefni: 1) kosning stjórnar og fulltrúa, 2) bæjarmálefni, 3) önnur mál. Alþýðubandalagið á Akureyri: Opið hús verður á Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 22. okt. frá kl. 15-17. — Böðvar Guömundsson les úr væntanlegri bók sinni. — Veitingar. — Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi — Aðalfundur Aöalfundur Alþýðubandalagsins I Kópavogi veröur haldinn i Þinghól miðvikudaginn 25. okt. n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt löeum félagsins. Stjórnin. Alþýðubandalagið Reykjavík — félagsfundur. Alþýöubandalagið I Reykjavik heldur félagsfund miðvikudaginn 25. okt. kl. 8.30 I Glæsibæ. Þingmenn G—listans I Reykjavik mæta á fund- inn og sitja fyrir svörum. á verkalýðshreyfingunni og króa hana af, þá skulum við vona, að sú óheilindakenning reynist ekki rétt. Málflutningur Geirs Hall- gri'mssonar og Gunnars Thorodd- sen hér I kvöld ber það hins vegar glöggt með sér, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekkert lært. Þeir dýru eiöar, sem Geir Hallgrims- son sór I Washington lagsbræörá. um sinum Bilderbergreglu hins alþjóðlega auðvalds, kvöldiö serr alþýðan tók stjórn Reykjavikur I sinar hendur, eru greinilega enn i fullu gildi. Óöld og mannvig i flokksherbergjum Sjálfstfl. muni liklega á næstu misserum hindra aö þessir herramenn átti sig i þvi, hvaö hefur I raun og veri gerst I islensku þjóðfélagi, að islensk alþýöa hefur skapaö séi nýja fótfestu I stjórnkerfi lands- ins. Alþýðubandalagið er nú næst- stærsti flokkur þjóðarinnar, for- ystuafliö I samtökum launafólks, burðarásinn i rikisstjórn sem formaður ftokksins lagði grund- völlinn að, ábyrgt fyrir stjórn fjölmennustu bæjarfélaganna á landinu og fjölda sveitarstjórna um allt land. Slik þáttaskil skapa flokki okkar margvlsleg verkefni og fjölþættan vanda. Viö skulum minnast þess, aö sigrar siöustu mánaða i baráttunni við rikis- stjórn auðstéttarinnar voru að- eins varnarsigrar. Enn er vig- staða lagsbræðra ihalds og er- lendrar ásælni ótrúlega sterk i okkar landi. Samtök atvinnurek- enda, leyniregla herstöðvarsinna i hinum ftokkunum þremur og fjandsamlegt embættiskerfi mynda enn öfluga viggirðingu gegn afgerandi þjóöfélagslegri umsköpun. Barátta Alþýöubanda. lagsins og verkalýöshreyfingar- innar er þvi aldrei brýnni en nú. önn dagsinskallará öflugavöku. Þjóðfélag jafnréttis og sam- hjálpar, viðtæks lýöræðis og raunverulegs frelsis til eflingar manngildis en ekki auðsöfnunar, er enn langt undan. Fjötrar erlendrar ásælni, hervalds og fjármagns, hindra enn I mörgu sjálfsákvörðunarrétt islensku þjóðarinnar. Baráttan fyrir sjálf- stæðu islensku samfélagi, þar sem lifandi lýðræði blómstrar á öllum sviðum og arðrán manns á manni leggur ekki lengur steina i götu raunverulegs frelsis allra til að lifa lifinu i samræmi við drauma sina og getu, sú barátta mun enn standa langa hrlð. Atburðarás sumarsins sneri vörn I sókn, alþýðunni til heilla. Nú er það verkefni okkar allra, á Alþingi og i sveitarstjórnum, i verkalýðshreyfingunni og öðrum fjöldasamtökum, að fylgja sókn- inni eftir. Ef það tekst, mun þessi rikisstjórn marka stærri þáttaskil en flesta hefur grunað. Bridge Framhald af 13. siðu. Nokkuð óvænt sigraði sveit Guömundar Páls sveit Hjalta, þó sigurinn i leiknum væri aldrei I verulegri hættu. Td. munaði 41 imp-stigi fyrir sið- ustu 8 spilin, og er það veruleg- ur munur. Ungu mennirnir i sveit Guðmundar eru þvi' komn- ir I úrslit. Til hamingju með það, strákar! 1 hinum leiknum áttust við reyndir kappar, fullir sigur- vilja, enda mikið Ihúfi. Þaö er skemmst frá þvi að segja, að sveit Þórarins yfirspilaði sveit Jóns gjörsamlega og sigraði næsta örugglega. Örslitaleikurinn verður lik- lega spilaður 28. okt. nk. VINYLglófunum. IMAX,H Heildsölubirgdir og dreifing David S. Jónsson og Co. hf. S 21333. I.EIKFRIAG *á* * RirvKjAviKUR rr GLERHCSIÐ i kvöld kl. 20.30 þriðjudag kl. 20.30 föstudag kl. 20.30 VALMCINN SPRINGUR CT ANÓTTUNNI sunnudag kl. 20.30 miðvikudag kl. 20.30 SKALD-RÓSA fimmtudag kl. 20.30 fáar sýningar eftir Miðasala I Iönó kl. 14—20.30 simi 16620 BLESSAÐ BARNALAN i Austurbæjarbiói I kvöld kl. 23.30 Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16—23.30 simi 11384. ifiÞJÓBLEIKHÚSHS A SAMA TIMA AÐ ARI 8. sýning I kvöld kl. 20. Uppselt. Grá aðgangskort gilda. SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS sunnudag kl. 20 SÖNG- OG DANSFLOKKUR FRA TIBET þriðjudag kl. 20 miðvikudag kl. 20 Litla sviðið: SANDUR OG KONA sunnudag kl. 20.30 þriðjudag kl. 20.30 MÆÐUR OG SYNIR 20. sýning miövikudag kl. 20.30 Fáar sýningar eítir. Miðasala 13.15—20. Simi 1- 1200. Blaðberar Háteigsvegur (sem fyrst) Seltjarnarnes (1. nóv.) uOBmnNN Síðumúla 6. sími 81333 Harmónikukennsla hefst á næstunni á vegum Félags harmónikuunnenda ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar i sima 12310 kl. 7-8 sunnudag og mánudag. STJÓRNIN Getur ekki einhver — leigt blaðamanni ibúð i Reykjavik sem allra fyrst. Uppl. i sima 83878. > ........"" ..................... < Jón P. Emils lögfræðingur andaðist aðfaranótt 16. október sl. i sjúkrahúsi Hvita- bandsins. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu kl. 3 siðdegis mánudaginn 23. október. Systkini hins látna V»IMM...... ■■III Móðir okkar Jóhanna Jóhannsdóttir Hraunhvammi 3, Hafnarfirði veröur jarðsungin frá Þjóðkirkjunni Hafnarfiröi þriðjudaginn 24. okt. kl. 2 e.h. Arsæll Kristófer Jónsson Rósa Guðmundsdóttir Lilja Guðmundsdóttir Fánney Guðmundsdóttir P ' n Helgi Þorvarðarson aðstoðarlyfjafræðingur Grettisgötu 86 andaðist að heimili sinu þriðjudaginn 17. október. Fyrir hönd vandamanna Listasafn tsiands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.