Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Háskóli í auðv aldsþj óðfélagi Kosning 1. des.-nefndar stúdenta í Sigtúni i dag í dag verður kosið til 1. des-nefndar stúdenta. Framboðsfundur hefst í Sigtúni kl. 13.30 og stend- ur í u.þ.b. klukkustund. Að fundinum loknum hefst kosning og lýkur henni kl. 17.30. Tveir listar eru í kjöri/ A-listi Vöku og B-listi Verðandi. Verðandi# félag rót- tækra stúdenta, setur nú fram sem umræðuefni 1. desember: Háskóli í auðva Idsþjóðfélagi. Þjóðviljinn hitti að máli einn frambjóðenda Verðandi til 1. des.- nefndar, Einar Pál Svavarsson, og spurði hann að því, hvers vegna vinstri menn í Háskól- anum brydduðu nú upp á þessu umræðuefni. „Undanfarin ár höfum viö tekiö fyrir efni sem ekki hafa veriö nátengd skólanum,” sagöi Einar Páll. „Viö höfum m.a. reynt aö varpa ljósi á jafnréttis- baráttu kynjanna og stööu verkamanna í þjóöfélaginu. Einnig hefur hermáliö veriö tekiö fyrir oftar en einu sinni. En vinstri menn vilja nii llta sér nær og reyna aö skilgreina stööu sina innan háskólans og hinna ýmsu deilda hans og á hinn bóginn skoöa stofnunina Háskóla tslands og stöðu hennar innan auðvaldsþjóöfélagsins, hvernig markaöslögmálin ráöa vali I námi o.s.frv. Viö höfum lika hug á stofnun starfshópa innan háskóladeildanna sem haldi uppi virkri fagrýni.” Einar Páll sagðist bvlast viö aö dagskráin 1. desember verði meö svipuöu sniöi og veriö hefur undanfarin ár, en vinstri menn hafa sigraö I 1. des. kosningunum og ráöiö vali dag- skrár óslitiö siöan áriö 1971. Reynt yröi aö blanda saman ávörpum og léttu efni. „Hugmyndin er aö reyna aö gera grein fyrir þvi i dagskránni 1. desember, hvernig verka- lýösstéttin heldur mennta- kerfinu uppi, þótt meginþorri háskólaborgara fari aö loknu námi til starfa fyrir þaö þjóö- félagskerfi, sem hlýtur aö auka biliö milli verkalýös og stúdenta,” sagöi Einar Páll. Hann sagöist aö lokum vilja hvetja alla stúdenta til aö gagn- rýninni afstööu og skilgreiningu á skólanum og námi sinu innan þjóöfélagsins, og vinna aö þvi aö vinstri menn nái kjöri meö þvi aö kjósa lista Veröandi, B-list- ann i dag. —eös Framboðslisti Verðandi, félags róttækra stúdenta Anna Theodóra Gunnarsdóttir Eggert Eggertsson. Einar Páii I Svavarsson Guömundur Hálfdánarson Oddfrlöur H. Þorsteinsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Ýr Logadóttir Frestun á framkvæmdum við Hrauneyjafoss Landsvirkjun neitaði ekki tilmælunum Viötal við Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráðherra í samstarfsyfirlýsingu stjórn- arfiokkanna frá þvi í sumar var þvi lýst yfir aö endurskoöuð yröi framkvæmdaáætlun Hrauneyja- fossvirkjunar. Nú upp á siðkastið hafa svo birst i blöðum ýmsar fregnir um aö Landsvirkjun þumbaðist við gegn tilmælum rikisstjórnarinnar um aö hægja á framkvæmdum viö virkjunina. Þjóðviljinn leitaöi upplýsinga um þetta mál hjá Hjörleifi Guttorms- syni, iðnaöarráöherra. — Hvers efnis eru þau bréfa- skipti sem farið hafa fram á milli iönaöaráðuneytisins og stjórnar Landsvirkjunar? — „Ég vil f þessu sambandi visa til samstarfsyfirlýsingar stjórnarflokkanna frá í sumar, en þar var m.a. gert ráö fyrir aö geröyröi áætlun um raforkuöflun og orkuþörfnæstu 5-10 ára og yrði i því skyni endurskoðuð fram- kvæmdaáætlun Hrauneyjafoss- virkjunár. I framhaldi af þessu skrifaöi iönaöar ráðuney tiö Landsvirkjun bréf i september sl. með tilmælum um þessa endur- skoöun, þá ekkisist aö dregið yröi i land, svo sem framast er unnt á .næsta ári, vegna erfiörar fjár- hagsstööu. í svari, sem barst u.þ .b. mánuöi slöar, eru svo settir fram nokkrir kostir um breytta framkvæmdatilhögun og sam- svarandi dreifingu fjár- magns.Hefur stjórnin lagt mat sitt á þessa kosti, sem fela 1 sér mismunandi mikla breytingu frá upphaflegri áætlun. Stjórnin byggir matiö á ákveönum for- sendum varöandi orkuþörf, einn- ig á samtengda svæðinu utan landsvirkjunarsvæöisins. Svar stjórnar Landsvirkjunar veröur til meðferöarhér I ráðuneytinu á næstunni og þá verður höfð hliö- sjón af öörum mikilvægum fram- kvæmdaþáttum á sviöi orku- mála.” — Túlkar þú svar stjörnar Landsvirkjunar sem neitun viö tilmælum ráöuneytisins um end- urskoðun framkvæmdaáætlunar- innar? Ekki neitun. — „Nei, ég túlka það engan veginn sem neitun þótt þaö hafi verið gefiö i skyn i blööum ný- lega. Matið á þeim kostum sem gefast,kann aö vera nokkuð mis- jafnt, en á þaö á eftir aö reyna betur.Égvil leggja á þaö áherslu ab málefni raforkuiönaöarins verður að skoöa i samhengi, þar sem i senn verði gætt ráödeildar og eðlilegs öryggis fyrir alla landshluta. Viö umfjöllun þessara mála er miöað viö orkuspá orku- spárnefndar sem gefin var út endurskoðuðl júli sl. Niðurstööur hennar byggja á tilteknum for- sendum, sumpart um flókin at- riöi.'þar ámeöal um mismunandi rafhitunarkosti og uppbyggingu dreifikerfis. baö fer m.a. eftir fjárveitingum til uppbyggingar dreifikerfisins hversu ört raf- orkunotkun vex, en á þessu sviöi hafa menn haft úr allt of litlu aö spila. Þá má einnig nefna annaö atriöi, sem alltof litiö hefur veriö sinnt hérlendis, en það er hag- kvæm orkunýting, sem sumir kalla orkusparnað. Þessi atriöi og fleiri koma inn I myndina, þegar fjallaö er um uppbyggingu raf- orkukerfisins til lengri tima. sgt. TO sölu Drengjareiðhjól fyrir 7-8 ára og barna- rimlarúm m/dýnu. Uppl. i sima 74375. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið, Jeppabifreið og sendibifreið. Ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiðar þ.á m. Sorpbifreið, er verða sýndar að Grensás- vegi 9 þriðjudaginn 24. október kl. 12-3. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN Staða HJOKRUNARDEILDAR- STJÓRA á dagdeild öldrunar- lækningadeildar Hátúni 10 B er laus til umsóknar. Staða HJUKRUNARDEILDAR- STJóRA við lyflækningadeild 3D er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. jan. 1979. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri i sima 29000. KÓPA VOGSHÆLI IÐJUÞJÁLFI óskast til starfa við hælið nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 41500. Reykjavik, 22.10. 1978 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Laus staða Staöa forstööumanns viögeröarstofu Þjóöskjalasafns Islands er laus tii umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, sérstaklega aö þvi er varöar handrita- og skjalaviögeröir, sendist Menntamálaráöuneytinu fyrir 25. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1978. Til sölu er húseignín Klapparstigur 11, Hauganesi 150 ferm á einni hæð. útborgun eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur örn Sigurðsson, Hauganesi, simi 96-61318.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.