Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐyiLJINN Laugardagur 21. október 1978 Það er sannarlega gott til þess að vita að dagblöðin íslensku hafa lagt metnað sinn i það að f á hæf ustu menn (og konur) til að f jalla um menningarmál og að umsagnir gagnrýnenda skuli oft vera drjúgur þáttur af lesefni dag- blaðanna. í þessum umsögnum er leitast við að gera listrænum umsvifum landsmanna sérfræðileg skil,og fer þá ekki á milli mála að gagnrýnandinn þarf helst að vera meira gáfnaljós, en sá sem listina fremur og hálfu listfengari. Morgunblaðið hef ur — að hinum blöðunum ólöstuðum — á að skipa vöskustu vitringasveit sem um getur i heimi fjölmiðla og eru gull- kornin ófá, sem hrokkið hafa úr stílvopnum listvitringa Morgunblaðsins og vakið óskiptan aðhlátur almennings í landinu á þessum síð- ustu alvörutímum. Það mun mjög útbreidd skoðun að flestir þeir sem um listir og bókmenntir fjalla í Morgunblaðinu (og jafnvel hinum blöðunum lika) séu fábjánar, en ég vil einarðlega mót- mæla þeirri staðhæfingu og mun hér á eftir reyna að sýna f ramá undantekningar, þó ekki væri nema til þess að sanna regluna. Einn af afkastamestu listspekingum Morgunblaðsins er Jóhann Hjálmarsson, mið- aldra Ijóðskáld og skelleggur málsvari ungra skálda sem orðin eru miðaldra, eða komin á fyrra eða jafnvel síðara hrörnunarskeiðið. Og það eru einmitt menn eins og Jóhann, sem halda uppi heiðri gagnrýnendastéttarinn- ar. Ef einhver skyldi leyfa sér að efast um ágæti mannsins, þá leyfi ég mér að benda á gagnrýni hans um Disneyrímur Þórarins Eld- járns, sem Iðunn gefur út. Gagnrýnin birtist í Morgunblaðinu 17. okt. undir yfirskriftinni „MIKKI MÚS i STUÐLUM OG HÖFUÐSTÖF- UM" I þessum tilskrifum er varpað fram hug- mynd, sem telja má að brjóti blað í hugmynd- um um Ijóðlist, en greinarhöfundur varpar fram þeirri frumlegu skoðun, að stílbrigði í Ijóðlist séu tvö, nefnilega „gamall stíll" og „nýr stíll". Með þessum nýju kenningum er kollvarpað öðrum eldri, sem til þessa dags hafa verið teknar góðar og gildar, nefnilega þeim, að til séu aðeins tvenns konar Ijóð: „góð Ijóð" og „vond Ijóð". Orðrétt segir gagnrýnandinn: „Margir, sem fást við að yrkja í gömlum stíl gæta þess ekki að laga hugmyndir sínar eftir nýjum tíma'i og síðan;„Yrkisefni hans (Þór. Eldj.) gæti ekki verið nýtískulegra: heimur Walt Disneys." Hér sannast hið fornkveðna „Errare human- um est", því svo sannarlega er krítikkerinn hér haldinn alvarlegri mannlegri „skjátlun" og fer með staðlausa stafi. Ef nokkurt yrkisefni er gamaldags, þá eru það kvæðabálkar um útlendar hetjur. Þetta yrkisefni er meira að segja miklu eldra en ríman, eins og dæmin sanna. Ein af þeim guðsgjöfum, sem listrænir gagnrýnendur virðast — oft að eigin áliti — hafa í ríkara mæli en almúginn í landinu er kímnigáfa og þess vegna veitist þeim létt að f jalla um þá hlið tilverunnar og húmor ann- arra en þeirra sjálfra. Jóhann Hjálmarsson, sem af mörgum er talinn mesti húmoristi Morgunblaðsins (og eru þar þó kynlegir kvist- ir fyrir), gefur Þórarni Eldjárn eftirfarandi einkunn fyrir „húmor": „Þórarinn hefur dá- lítið sérstakan húmor, maður skellihlær ekki aðþví sem hann segir, heldur brosir inní sér". Persónulega vildi ég fórna góðri saltfisk- máltíð til að fá að sjá hvernig nefndur krítikk- er verður í framan, þegar hann brosir „inní sér" og bera það saman við andlitið, þegar hann brosir utaná sér. Undir lokin í bókmenntagagnrýni Jóhanns kemur svo æsilegur vitsmunasprettur byggð- ur á eigin reynslu og annarra ungra skálda af eldri kynslóðinni: „Aftur á móti mætti spyrja, hvort skáldið hefur erindi sem erfiði. Nær boðskapur rím- unnar til fólks? Til hvaða lesenda höfðar formið? Ég held til dæmis að efni rímunnar eigi ekki við þá kynslóð sem vönust er rímum, fólk, sem nú er orðið aldrað. Og bágt á ég með að hugsa mér ungt fólk lesa rimu og allra sist kveða hana." Hér slær nú heldur betur útí f yrir hinum al- vitra gagnrýnanda, og ég ætia að leyfa mér að gerast svo djarfur að gera framangreindum spurningum og fullyrðingum nokkur skil. Um það hvort boðskapur rímunnar nái til fólks nægir að geta þess að samkvæmt upplýsingum bókaútgáfunnar Iðunnar, hefur engin Ijóða- bók selst þar, fyrr né síðar, í svipuðu upplagi og Disneyrímur Þórarins/enda að seljast upp. Hins vegar er það vitað að þegar Ijóð góð- skálda af kynslóð hinna ungu miðaldra eru gefin út, brestur venjulega flótti i lið vina og vandamanna góðskáldanna, en upplagið venjulega miðað við að hægt sé að þröngva þeim nánustu til að kaupa Ijóðspekina. For- eldrarþessaraskálda eru venjulega þeir einu, sem kaupa I jóðabækurnar af því að þeir ná því ekki að bjarga sér á f lótta sakir aldurs og ör- kumla, ef þeir eru þá ofar moldu. Jóhann Hjálmarsson er vafalaust vel að sér i því hvernig á að yrkja og yrkja vel. En þá virðist hann líka harla fáfróður um sögu ís- lenskrar Ijóðlistar, ef hann heldur að það fólk sem nú er aldrað hafi einhvern tímann gluggað í rímur. Flestir telja að Jónas Hallgrímsson hafi greitt rímunni banahöggið með ritgerð um Tristansrímu Sigurðar Breiðf jörð 1831 og full- víst er talið að það haf i aðeins verið kynlegir kvistir, sem kunnu rímur um síðustu aldamót. Þess vegna hefur Þórarinn Eldjárn endurvak- ið rímuna með þeim neista, sem vonandi á eft- ir að verða mikið rímnabál. Og það að Jóhann skuli eiga bágt með að hugsa sér ungt fólk lesa rímu og „allra síst að kveða hana" sýnir bara að hann er orðinn gamall og man ekki lengur þá liðnu tíð þegar hann var sjálf ur ung- ur og hin Ijóðelska íslenska æska lá og pældi í Ijóðperlunum hans, en rímnaskáldin settu saman leirbull á við þetta: Engan vissi ég vænni vinsælli né Ijóðrænni en skáld á grein grænni sem gáfnaljósum var kænni. og viðlagið: Trítlaði ei fróður troðna slóð tregur að bjóða uppá Ijóð. Bíður nú þjóðin alveg óð eftir þeim rjóða Ijóðasjóð. Flosi. UEFA-KEPPNIN 04 IBV keppa á Melavellinum í dag kl. 14.00 Forsala á midum hefst kl. 10 f.h. Komið og sjáið spennandi leik Inn- kaup á gólf- teppum t annari viku nóv. veröur haidinn á vegum Bygginga- vörudeildar fundur meö inn- kaupamönnum kaupfélag- anna tii kaupa á gölfteppum. Þar veröa kynntar vörur frá umboösfyrirtækjum Bygg- ingavörudeildar erlendis, sem leggja fram tilboö sin. Sföan veröa geröar þar sam- eiginlegar pantanir Sambandsins og kaupfélaganna. Ekki er vitaö um heildar- upphæö pantananna en þær munu vafalaust velta á tugum milj. aö fob-verö- mæti. Jafnframt má svo vænta þess aö kaupfélögin noti tækifæriö til þess aö gera margvisleg önnur inn- kaup á söluskrifstofum deildarinnar. (Heim.: Sambandsfréttir). —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.