Þjóðviljinn - 03.11.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1978
Frábær frammistaða
hjá Helga Ólafssyni
Hann hefur hlotiö 4 vinninga af 5 mögulegum
ÞaO verOur ekki annaö sagt en
aO Helgi Ólafsson hafi sýnt frá-
bæra frammistööu á Ólymplu-
mótinu i Argentínu. Hann hefur
teflt 5 skákir.unniö 3 og gert tvö
jafntefli, sem sé 4 vinningar af 5
mögulegum.
16. umferö var Helgi I essinu
sinu og lék sér aö andstæðingi
sinum frá Vanazuela, sem heföi
getaögefiö skákina eftir 16 leiki,
en hélt áfram i 25 leiki. Þessi
glæsilega sigurskák Helga fer
hér á eftir:
Hvitt Helgi ólafsson
Svart Diaz
Caro canvörn
1. C4-C6 5. Rc3-e6
2. e4-d5 6. Rf3-Be7
3. exd5-cxd5 7. cxd5-exd5
4. d4-Rf6
íslendingar í 10. sæti
tslendingar eru nú I 10 sæti á
ólympiuskákmótinu I Buenos
Aieres, eftir 3:1 sigur yfir
Venezula I 6. umferö meö 15
vinninga, aöeins tveimur
vinningum á eftir Sovét-
mönnum, sem eru einir I efsta
sæti meö 17 vinninga.
Friðrik ólafsson geröi jafn-
tefli viö Ostes á 1. boröi,
Guömundur geröi jafntefli viö
Fernandez á 2. borði, Helgi
sigraöi Diaz á 3. boröi og Ingvar
sigraöi Gambo á 4. boröi,
glæsilegur sigur.
íslensku kvennasveitinni
gengur ekki eins vel eftir
frábæra byrjun i mótinu.
tslensku stúlkurnar töpuöu fyrir
þeim dönsku i 6. umferö 1/2
gegn 2 1/2. Þaö var Guölaug
sem náöi jafntefli, en Birna og
Ólöf töpuöu sinum skákum.
Mesta athygli I 6. umferö
vakti viöureign Sovétmanna og
Ungverja, tveggja toppliöa.
Sovétmenn unnu þessa viöur-
eign 2 1/2 gegn 1 1/2 v. Spassky
var f miklum ham og „pakkaöi”
Portich saman, Pejrosjan og
Ribli gerðu jafntefli sem og
þeir Polugajefski og Sax og
Vaganian og Csom. Sú viöur-
eign var mjög söguleg. Skákin
fór I biö og var Vaganian meö
gjör tapaöa stööu, aöeins
formsatriði fyrir Csom aö
innbyröa sigurinn. En á
einhvern óskiljanlegan hátt
missti hann skákina niöur i
jafntefli. Manni virtist krafta-
verk þyrfti aö koma til aö svo
mætti fara.
Þá vakti þaö athygli hve illa
Englendingum gekk á móti
Bandarikjamönnum, eftir frá-
bæra frammistööu i siöustu
umferöum. Bandarikjamenn
sigruöu Englendinga, 2 1/2 gegn
1 1/2.
Viö þennan ósigur hröpuöu
Englendingar niöur i 3. til 5 sæti.
Korchnoj og Gligoric jafntefli
í 6. umferö mættust þeir Korchnoi og FIDE-forsetakandidatinn
Gligoric, þeir tefla á 1. boröi fyrir Sviss og Júgóslaviu. Skákinni
lauk meö jafntefli og var Korchnoi stálheppinn aö sleppa svo vel,
hann var meö verra tafl nær allan timan. Júgóslavar sigruöu 2 1/2
gegn 1/2.
8. Re5-0-0
9. Bd3-Rc6
10. 0-0-Be6
11. Be3-Rxe5
12. dxe5-Rg4
13. Bd4-f6
14. f4-fxe5
15. fxe5-Hxfl +
16. Dxfl-Da5
17. Bf5-Bc5
18. Bxe6-Kh8
19. Df4-Db6
20. Bxg4-Bxd4+
21. Khl-Dxb2
22. Hfl-Bc5
23. Ra4-Da3
24. Rxc5-Dxc5
25. e6- gefiö.
-S.dór
Sovét-
menn
einir á
toppnum
Meö sigri sfnum yfir Ungverj-
um komust Sovétmenn einir i
efsta sætiö á ólympiuskákmót-
inu og er staöa efstu sveitanna
sem hér segir:
Sovétrikin 17 v.
Búlgaria 16,5 v.
Bandarikin 16 v.
England 16 v.
Júgóslavia 16 v.
íslendingar eru i 10. sæti meö
15 vinninga, sem er frábær
árangur.
Endanlega er nú ljóst, aö is-
lenska kvennasveitin mun
keppa i D-riöli, neösta riöli
keppninnar i úrslitakeppninni.
OLYMPIU-
SKÁKMÓTIÐ
Frá Helga Ólafssyni
Sft DEN HfllVE VERDEN
MuunuwKumu «v»*mk>«»vho í
Silja, Dagný, Sólveig og Maria Jóna. Þær hafa, ásamt öörum, haft veg og vanda af undirbúningi hátib-
arinnar.
Frá morgni til kvölds
Á morgun, laugardaginn 4.
nóvember, veröur haldinn i
Tónabæ hátiö Rauösokka-
hreyfningarinnar. Hátlöin hefur
hlotiö nafniö ,,Frá morgni tii
kvölds” og stendur frá kl. 10 um
morguninn til kl. 2 eftir miönætti.
Dagskráin.
Dagskrá hátiöarinnar er mjög
fjölbreytt og viðamikil. Hún hefst
meö hópumræöum kl. 10 - 12. Til
umræöu veröur ýmislegt sem
varöar börn, t.d. „Aö fæöa barn”,
„Lyklabörn”, „Unglingavanda-
mál /Foreldra vandamál”,
„Kynlifsfræösla” og „Barna-
menning”, Umræöunum veröúr
þannig hagaö aö þátttakendur
skipta sér i hópa eftir áhuga-
málum og veröa 1-2 framsögu-
menn i hverjum hópi, en megin-
áhersla lögö á almenna þátttöku i
umræöunum.
Eftir hádegishlé, kl, 14, hefst
bókakynning. Lesiö veröur upp úr
nýútkomnum kvennabókum:
Vetrarbörn, Eldhúsmellur, Le og
Dægurvlsa (sem er nýkomin út i
endurútgáfu).
Kl. 15.30 hefst samfelld dagskrá
um „Samskipti karls og konu” i
samantekt og flutningi
Rauðsokka. Dagskráin er i
reviustil, lesin og sungin.
Ki. 16.30 flytur Alþýöultikhúsiö
barnaleikritiö Vatnsberarnir eftir
Hersisi Egilsdóttur.
Kl. 17.30 veröur lesiö úr
óprentuö verkum eftir konur. Þar.
koma fram a.m.k. sex konur:
Kristin Bjarnadóttir les ljóöa-
Rauðsokkar
halda fjöl-
skylduhátíð í
Tónabœ á morgun
þýöingar, Auöur Haralds les úr
sjálfsævisögu sinni, Steinunn
Eyjólfsdóttir, Vilborg Dagbjarts-
dóttir og Þórunn Magnea
Magnúsdóttir lesa ljóö, og Norma
Samúlesdóttir les úr skáld-
sögunni „Beta — húsmóöir i
Breiöholti”.
Um kvöldiö veröur húsiö opnaö
kl. 20, en kl. 21 hefst samfelld
söngdagskrá, þar sem m.a. koma
fram Stella Hauksdóttir, Hjördis
Bergsdóttir, Kristinólafsdóttir og
Alþýöuleikhúshópur frá Akur-
eyri. Aö þessu loknu veröur
stiginn dans til kl. 2 e.m.
Barnagæsla
Sú góöa hefö hefur myndast á
samkomum Rauösokka aö hafa
jafnan eitthvaö fyrir börn, og svo
verður einnig nú. Eitt dagskrá-
atriöanna, Vatnsberanir er
sérstaklega ætlað þeim — þótt
ekki sé aö efa aö foreldrar og
aörir fullorönir hafi einnig gaman
af þvl, — og auk þess verður
barnagæsla allan daginn I kjall-
ara Tónabæjar. Þar veröa leik-
föng til staöar og ýmislegt veröur
gert til aö skémmta börnunum.
Veitingar
Um daginn veröa gosdrykkir og
prinspóló til sölu á hátiöinni, en
fólk er hvatt til aö hafa meö sér
kaffi á brúsum og/eða annaö
nesti. Um kvöldiö þarf hinsvegar
ekki aö hafa meö sér nesti af
neinu tagi. Eins og fyrr segir
veröur gert hlé á dagskránni til
þess aö fólk geti fariö heim aö
boröa hádegis og kvöldmat.
Aðgangseyrir og söngur.
Ekki verður sdt inn á dagskrána
fyrir hádegi. Eftir hádegi verður
hinsvegar byrjaö aö selja inn, og
kostar hver miöi 1500 krónur, ef
viökomandi ætlar aö taka þátt i
hátiöahöldunum allan daginn og
kvöldiö, en 1000 krónur fyrir þá
sem ætla einungis á
kvöldskemmtunina. Enginn
aögangseyrir er fyrir börn.
Söngbók Rauðsokka,
„Syngjandi sokkar” veröur til
sölu á staönum. Hún er glæný af
nálinni og kostar kr. 600. Fjölda-
söngur veröur stór liöur i
hátioinni, aö því er Rauösokkar
sögöu blaöamönnum á fúndi nú I
vikunni, og er ætlast til þess aö
söngbókin veröi óspart notuö.
Einnig veröur til sölu plakat,
sem Hjördis Bergsdóttir hefur
hannaö sérstaklega fyrir
hátíöina. Þaö kostar 800 krónur.
Væntanlega þarf ekki aö taka
þaö fram, aö Rauösokkuhátlðin
er öllum opin, konum og körlum á
öllum aldri.
„Hlaupvídd sex”
á Akranesi
í kvöld verður frumsýnt
í Bíóhöllinni á Akranesi
leikritið „Hlaupvidd sex"
eftir Sigurð Pálsson. Leik-
stjóri er Þorvaldur
Þorvaldsson. Leikendur
eru tólf i þrettán
hlutverkum, en alls starfa
við uppsetninguna um
þrjátiu manns. Æfingar
hafa staðið í sjö vikur.
Leikritiö fjallar á gamansaman
hátt um stríöiö, hernámiö og
„ástandiö” og munu þeir sem
komnir eru til fulloröinsára sjá á
sviöi ýmsa atburöi sem þeir
kannast viö frá þessum tima.
Þetta er áttunda verkefni Skaga-
leikflokksins á þvi fjóruoghálfu
ári sem hann hefur starfaö.
Onnur sýning veröur laugardags-
kvöldiö 4. nóvember og einnig
veröa tvær sýningar sunnudaginn
5. nóvember, kl. 5 og 9. Miöasala
er I Blóhöllinni frá 6 til 8 daglega.
Sviðsmynd úr „Hlaupavidd sex” I uppfærslu Skagaleikflokksins.
Arsfundur Hafnasambands
sveitarfélaga
Niundi ársfundur Hafna-
sambands sveitarfélaga veröur
haldinn aö Hótel Esju, Reykjavik,
föstudaginn 3. nóvember n.k.
Samgönguráöherra, Ragnar
Arnalds, mun flytja ávarp i upp-
hafi fundarins.
Auk venjulegra ársfundastarfa
veröur fjallaö um skipulagsmál
hafna og kynntar veröa
hugmyndir um verkaskiptingu
rikis og sveitarfélaga á sviöi
hafnamála.
Hafnasamband sveitarfélaga
var stofnaö áriö 1969. Aöild aö
sambandinu eiga nú 54 hafnir.
Formaður hafnasambandsins er
Gunnar B. Guömundsson,
hafnarstjóri I Reykjavik.
Auk fulltrúa aöildarhafna
munu sækja fundinn fulltrúar frá
Samgönguráðuneytinu, Hafna-
málastofnun, Siglingamála-
málastofnun og nokkur öörum
stofnunum, sem afskipti hafa af
hafnarmálum.