Þjóðviljinn - 14.11.1978, Side 1

Þjóðviljinn - 14.11.1978, Side 1
MÚWIUINN Þriðiudagur 14. nóvember 1978—251. tbl. 43 árg. Þing Sambands byggingamanna: IStöðvaður verði linnflutningur á full-| i unninni trévöru i j Flutt inn fyrir 3 miljarda á þessu ári I Þing sambands bygginga- ' manna krefst þess af stjórn- Ivöldum að nú þegar verði stöðvaður sá hömlulausi inn- flutningur á fullunninni trévöru ■ sem staðið hefur siðustu ár og Ihafur stigmagnast á siöustu mánuðum, segir i ályktun frá þvi. • Þar segir ennfremur aö á sama tima og atvinnuhorfur byggingamanna sfeu mjög óljósar séu fluttar inn fullunnar trévörur fyrir 3 miljarða króna á þessu ári og samsvari það 250—300 starfsárum. Segir að slikur innflutningur hafi engan annan tilgang en að skapa fá- mennum hópi innflytjenda verslunargróða sem veldur stórfelldri sóun á dýrmætum , gjaldeyri sem væri betur varið á i annan hátt en að flytja inn með I þessum hætti erlent vinnuafl. I Þá er ráðherra gagnrýndur , fyrir að skipa iðnþróunarnefnd ■ þar sem enginn fulltrúi úr sam- I tökum launamanna eigi sæti. | —GFr , Óróinn á Kröflu- svæðinu: Þessi hrina er gengin yfir segir Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur „Það liggur nokkurnveginn ljóst fyrir aðþessihrina er gengin yf ir, og aö ekki verður meira úr að þessu sinni. Jarðsigið er svo til búið og óróinn, sem komið hefur fram á mælum, lika”, sagbi Axel Björnsson jarðeMisfræðingur hjá Orkustofnun, er við ræddum viö hann I gær og spurðum frétta af Kröflus væöinu. Axel sagði, að ljóst væri, að kvikan gefði hlaupiö norður eftir að þessu sinni og enda þótt flestir hefðu búist viö aö hún hlypi nú i suöur, kæmi þessi atburðarrás ekki á óvart. Menn vita ekki með neinni vissu, við hve miklu kviku- magni sprungurnar norður eftir geta tekið, þótt álitið hafi veriö að þar væri allt oröið fullt. Landsig að þessu sinni er um 60 sm, og ef allt fer eins og eftir undanfárnar hrinur, má búast við einhverjum atburðum á svæöinu eftir um það bil 4 mánuöi.—S.dói Benedikt endurkjörinn formaður á 8. þingi SBM Benedikt Daviðsson trésmiður var endurkjörinn formaður Sam- bands byggingamanna þingi þess um helgina. Aðrir i stjórn voru. kjörnir Daði Olafsson bólstrari varaform., Egill Jónsson múrari. Tryggvi Þór Aöalsteinsson hús- gagnasmiður, Magnús Stephen- sen málari, Jón Snorri Þorleifs- son trésmiður og Torfi Sig- tryggsson trésmiöur. -GFr Þing Sambands byggingamanna: Kaupmátturínn aðalatriðið Ríkisstjórn og verkalýðshreyfing komi sér saman um raunhæfar félagslegar úrbœtur er staðið geti til frambúðar A 8. þingi Sambands bygginga- manna sem haldið var um helg- ina var samþykkt einróma eftir- farandi áiyktun i efnahags- og kjaramálum: Þjóðfélagsástandið og staða verkalýðshreyfingarinnar s.l. tvö ár hefur einkennst af harövitug- um, pólitiskum átökum I samfé- laginu. Fyrrverandi rikisstjórn knúði verkalýössamtökin til þessara átaka og hlaut að taka afleiðing- unum af því. Þau póUtisku straumhvörf sem urðu með siðustu kosningum og tilurð nýrrar rikisstjórnar fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingar- innar leggja samtökunum nýjan vandaáherðar, vanda sem krefst mikillar pólitiskar yfirsýnar og ábyrgðar. Þingið fagnar þeirri samvinnu sem komið hefur verið á milli rik- isstjórnarinnarog verkalýðssam- takanna um lausn aösteðjandi vandamála og bindur vonir sinar við að samtökunum takist með þessum hættiað beita sameinuðu, faglegu og pólitisku afli sinu til þess að verja þau lifskjör sem þegar hafa náðst og undirbúa Mis- skilningur sagði forsætisráð- herra um gagn- rýnina á ráðningu blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar Sjá Þingsjá bls. 6 nýja sókn til aukins félagslegs og efnahagslegs jafnréttis. Brýnustu viöfangsefni liöandi stundar i kjaramálum verður að skoða með þau langtimamarkmið I huga sem að framan greinir. Verkalýðshreyfingin getur ekki nú frekar en áöur fellt sig viö að efnahagsvandinn sé leystur á kostnað launafólks með skerð- ingu kaupmáttar, enda hefur reynslan sýnt að meö slikum ráö- stöfunum hefur enginn vandi verið leystur heldur þvert á móti. Jafnframt þvi að fundin veröi leið til að halda kaupmætti launa samkvæmt kjarasamningum óskertum leggur þingið áherslu á að rikisstjóm og verkalýðshreyf- ing komi sér saman um, raunhæf- ar félagslegar útbætur er staðið geti til frambúðar svo sem i hús- næðismálum, tryggingamálum, fræðslumálum, öryggis- og heil- brigöismálum o.fl..Verkalýös- Framhald á 14. siðu Geysimikill reykur myndaðist og fór inn I allar Ibúðirnar við stiga- ganginn. ( L jósm : Leifur ) Bruni í blokk: Miklar reyk- skemmdir Trésmiöir björguðu fólki af svölum Klukkan 16.22 I gær var allt slökkviiiðið I Reykjavik kaliað að Stekkhólum 6 i Breiðholti en þar hafði komið upp eldur i geymslu- herbergi i kjallara.Stigagangur- inn fyllsist af reyk en við hann eru fjórar (búðir og fór reykur inn i þær allar og olli miklum skemmdum. Það voru trésmiðir I ná- grenninu sem urðu fyrst varir viö reykinn. Barn var efst I gang- inum og bankaði á dyrnar hjá móður sinni og um leið og hún opnaöi fylltist ibúðin af reyk. Hljóp bún þá út á svalir með börn sin tvö og komu þar trésmiöirnir hlaupandi með stiga og björguðu þeim og tveimur öðrum konum niöur. Slökkviliðið kom 15 minút- um eftir að það var kallaö út og var þá geysimikill hiti og reykur I kjallaranum þrátt fyrir tiltölu- lega litinn eld. Uröu reykkafarar að skiptast á um að fara inn með slökkvitækin þar niður. Slökkvi- starfi lauk á 6. timanum en þá var enn mikill reykur I húsinu. Ekki var kunnugt um eldsupptök i gær- kvöld. —GFr Hundruð miljóna kr. tjón er söltunarstööin Stemma á Höfn brann til kaldra kola — nærri eitt hundrað manns missir atvinnuna Um klukkan hálf eitt að- faranótt sl. sunnudags kom upp eldur i söltunarstöðinni Stemmu h.f. á Höfn I Hornafirði með þeim afleiðingum, að tvö ný- byggð söltunarhús brunnu til grunna, á milli 1200 og 1400 tunnur sildar eyðilögðust og bif- reið og lyftari fyrirtækis- ins brunnu inni. Þarna varö tjón sem nemur hundruðum miljóna króna. Þar að auki missir hátt I eitt hundrað manns atvinnu sina, þar af 70 söltunar- stúlkur. Sjómaður, sem var um borð I báti sinum i höfninni, varð fyrstur eldsins var, annars urðu margir varir við eldinn svo til á sama tima, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar fréttar. Þjóð- viljans á Höfn. Þegar slökkviliö staöarins kom á vettvang, voru báöar skemmurnar alelda, þannig að ekki varö við neitt ráöiö. Enginn steyptur veggur var á milli húsanna. Einbeittu menn sér þá að þvl að verja saltsildartunnurnar sem stóðu fyrir utan húsin, en I stöðinni hefur veriö saltað i um 29.999 tunnur í haust. Tókst að verja þær skemmdum. Sem fyrr segir var eldurinn mjög mikill þegar slökkviliöið kom á staðinn. A þaki húsanna voru plastgluggar, sem þegar bráönuöu og þvi var mikill trekkur I skemmunum og eldur- inn magnaöist. Erfitt mun verða aö komast að þvi hvað olli brunanum. Sýnist mönnum þó að hann hafi komið upp i þeim enda húsanna þar sem kyndi- klefinn var, en þar var lika skrifstofa, hreinlætisaðstaða og kaffistofan.Þykir mönnum heldur óliklegt að eldurinn hafi komiö upp i kyndistöðinni, þar sem hún var vel einangruð frá húsinu með steyptum veggjum. Eigendur söltunarstöðvar- innar Stemmu hf., sem eru frá Höfn og ólafsvik, munu hafa fullan hug á að byggja stööina upp aftur og vonast til að hægt veröi að taka hana i notkun næsta haust. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.