Þjóðviljinn - 25.11.1978, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1978, Síða 1
UOWIUINN Laugardagur 25. nóvember 1978 — 261. tbl. 43. árg. Stjórnin áfram og lífskjör tryggð Sambandsstj. Verkamannasambandsins Kvödd saman í dag Aö sögn Guömundar J. Guö- mundssonar, formanns Verkamannasambands ts- lands, varö þaö aö samkomu- lagi milli hans og Karls Stein- ars Guönasonar, varafor- manns sambandsins, aö kveöja saman sambands- stjórnarfund i Verkamanna- sambandinu i dag. Hefst fund- urinn f dag kl. 4 I Lindarbæ (4. hæö). t sambandsstjórninni eiga sæti um 30 manns alls- staöar af landinu. Fundurinn er kvaddur saman tii þess aö ræöa viöhorf I kjara- og efna- hagsmálum og veröur sér- staklega rætt um ýmis rétt- indamál sem til skoöunar eru i sambandi viö efnahagsráö- stafanir rikisstjórnarinnar fyrir 1. desember. -----ekh. Brýn réttindamál á móti verðbóta- Rikisstjórnin kom saman til úrslitafundar f 1. desember málinu ki. 16 f gær og stóö fundurinn rúmar tvær klukkustundir. Sæti Kjartans Jó- hannssonar var, eins og á þessari mynd frá þvi í upphafi fundar, autt alian fundinn. Ljósm. Leifur. Fimm meginatriöi eru í sam- komulagi stjórnarflokkartna Lögbindingu kauplækk- unar hafnad Tekjutrygging aldraöra hækkar meira en laun almennt 1. desember Rikisstjórnin ákvaö á fundi sin- um i gær aö draga úr veröbólgu- holskeflunni sem aö óbreyttu væri framundan meö þvi aö flytja á mánudaginn frumvarp um tima- bundnar ráöstafanir um viönám gegn veröbólgu. Efni frumvarps- ins var afgreitt á rikisstjórnar- fundi i gær og felur i sér eftirfar- andi meginatriöi. • 1 fyrsta lagi aö frá 1. desem- ber aukist niöurgreiöslur á land- búnaöarvörum sem svarar 3 % i kaupi. • I ööru lagi aö skattar veröi lækkaöir frá þvi sem fyrirhugaö er i fjárlagafrumvarpinu sem svarar 2 % i kaupi. Hér er um aö ræöa annarsvegar niöurfellingu sjúkratryggingargjalds á lægstu tekjum og hinsvegar lækkun tekjuskatts á allra lægstu tekjum. • í þriöja lagi er gfert ráö fyrir þvi aö rikisstjórnin tryggi fram- kvæmd félagslegra ráöstafana af margvislegum toga. Hér er um aö tefla baráttumál sem verkalýös- hreyfingin hefur sett á oddinn I samningum undanfarin ár og áratugi en ekki náö fram. 1 greinargerö frumvarpsins veröur aöeins lauslega fjallaö um þessar félagslegu aögeröir en I framsöguræöu fyrir frumvarpinu á mánudag mun forsætisráö- herra gera ýtarlega grein fyrir þessum atriöum en útfærsla þeirra veröur unnin I samráöi viö hlutaöeigandi samtök launafólks. • I fjóröa lagi er I þessu frum- varpi gert ráö fyrir aö óbreytt veröbótafyrirkomulag á laun gildi framvegis og var hafnaö til- lögum sem fram komu frá Al- þýöuflokknum um lögbindingu kauplækkunar á árinu 1979. • 1 fimmtala lagi er gert ráö fyrir aö tekjutrygging aldraöra hækki meira en laun almennt frá 1. desember, enda má segja aö þær félagslegu ráöstafanir og þær skattalækkanir sem frumvarpiö byggir á komi viöskiptamönnum almannatrygginga ekki til góöa á sama hátt og ööru launafólki. -ekh stigum Ekki í fyrsta sinn sem verkalýðs- hreyfingin stendur þannig að verki, segir Svavar Gestsson viðskiptaráðherra //Alþýöubandalagið hefur siöustu \ikur lagt mjög mikla vinnu í undirbúning þessara ráöstafana", sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra eftir ríkisstjórnar- fundinn í gær. „Fyrst í framkvæmdastjórn og þing- flokki, stjórn verkalýðsmálaráðs og síðan á um 100 manna ársfundi verkalýðsmálaráðs og loks á flokks- ráðsfundi þar sem samankomnir voru fulltrúar af land- inu öllu. A þessum fundum voru forsendur aðgerðanna mótaðar af okkar hálfu, þannig að ég vænti þess að full- yrða megi að f lokksforystan hafi lagt sig fram um aö tryggja sem viðtækastan stuðning innan flokks og verka- lýðshreyfingar við þessar aðgerðar", sagði viðskipta- ráðherra. Varanlegar umbætur „Viö teljum þessar aögeröir réttlætanlegar vegna þess aö þær eiga aö hafa I för meö sér aö launamönnum veröi tryggö meö varanlegum félagslegum ráöstöfunum þau þrjú veröbótastig sem falla niöur fyrsta desember. 1 þessu sambandi vil ég benda á aö verkalýöshreyfingin hefur hvaö eftir annaö I kjarasamningum slegiö af kaupkröfum gegn framgangi mikilvægra réttindamála. Þaö er á þeim forsendum sem Alþýöubandalagiö reisir afstööu sins og frumkvæöi viö þessar efna- hagsráöstafanir”, sagöi Svavar ennfremur. Mótun efnahagsstefnu ..Viö vonumst fastlega eftir þvi aö I framhaldi af þessum ráöstöfun- jm veröi tekist á viö þaö af festu aö framkvæma efnahagsstefnu sem ráinur bug á ööaveröbólgunni. Nú eiga aö vera forsendur til þess aö yinna aö slikri stefnumótun og á þaö leggjum viö höfuöáherslu eins og raunar fram kom á flokksráösfundi okkar um sl. helgi.” Þriðja lotan sú harðasta Þjóöviljinn innti ráöherrann eftir þeim deilurn sem staöiö hafa um efnahagsráöstafanirnar milli stjónarflokkanna. „Þaö er ljóst”, sagöi Svavar Gestsson, „aö mjög sterk öfl i þjóöféiag- inu og einning innan stjórnarflokkanna telja aö efnahagsvandinn veröi ekki leystur ööruvisi en meö kauplækkun. Sú lota sem nú hefur staöiö yfir milli stjórnarflokkanna um efnahagsaögeröir er sú þriöja á nokkr- um mánuöum. Sú fyrsta stóö um stjórnarmyndunina, siöan kom 1. desember vandinn og nú er sú þriöja afstaöi.n. Sú siöasta hefur veriö höröust. Þar hefur ásóknin 1 aö lækka kaupiö veriö augljósust og erfiöust viöxangs. Samt hefur nú enn tekist aö tryggja lifskjörin og um :leiö aö halda stjórninni saman þannig aö hún geti áfram unniö aö framkvæmd þeirra almennu stefnumála sem hún hefur sett sér”, sagöi viöskiptaráöherra aö lokum. —ekh Alþýðuflokkurinn lýsti gremju sinni í ríkisstjórn Styður stj órnarfrumvarpið A rikisstjórnarfundinum i gær vár lögö fram eftirfarandi sam- þykkt þingflokks Alþýðuflokksins sem bókun. Hún var samþykkt einróma á þingflokksfundi i gær: „Alþýöuflokkurinn mun styöja framkomiö frumvarp til laga um aögeröir fyrsta desember, 1978, til þess aö koma i veg fyrir aö enn frekari veröbólguholskefla skelli yfir þjóöfélagiö. Alþýöuflokkurinn lýsir þó mik- iili gremju meö þaö aö ekki skuli hafa náöst fram svo heildstæö stefna i efnahagsmálum fyrir ár- iö 1979 aö verulegur árangur I baráttu gegn veröbólgu sé tryggöur. Enda þótt allverulegur árangur hafi náöst meö samningu þeirrar greinargeröar, er frumvarpinu fylgir, er oröalag hennar svo al- mennt um veigamikil atriöi, aö viöbúiö er aö enn alvarlegri efna- hagsvandi blasi viö fyrsta mars, 1979. Alþýöuflokkurinn leggur á þaö mikla áherslu aö aöhaldssöm stefna i launamálum er þvi aöeins réttlætanleg, aö rikisstjórnin fylgi aö ööru leyti skynsamlegri stefnu i rikisfjármálum, peninga- málum, fjárfestingarmálum og skattamálum. Veröbólguvandinn veröur ekki leystur meö eilifum bráöabirgöa- ráöstöfunum.” Svavar Gestsson: Siðasta lotan var hörðust. Dr. Valdi- mar Kr. Jónsson formaður BHM Landsþing BHM, sem lauk i gær var rólegt og átakalitið að sögn. A þinginu var kjörin ný stjórn og skv. lögum bandalagsins, sem kveða svo á um að enginn megi sitja lengur i stjórn en i 4 ár samfleytt gengu 4 fyrrverandi stjórnarmenn úr stjórninni. 1 stjórn voru kjörnir: dr. Valdimar Kr. Jónsson, véla- verkfræöingur, formaöur, Ómar Arnason kennari viö MT, varaformaöur, Jón L. Sigurösson yfirlæknir, Guömundur Björnsson deildarstjóri Pósts og sima og Guömundur Hjálmarsson meöstjórnendur.Varamenn i stjórn voru kjörin Ragnar Aöalsteinsson, lögmaöur og Kristin Indriöadóttir, bóka- safnsfræöingur, KHI. A þinginu voru samþykkt- ar nokkrar ályktanir þar á meöal ályktun um aö laun skuli vera visitölutryggö, gegn visitöluþaki og skattráni. Konur á þinginu báru fram til sigurs samþykkt um aö fæöingar- orlof skuli vera 6 mánuöir og geti hvort foreldriö um sig notiö þess. Ennfremur aö veikindi barna eöa annarra fjölskyldumeölima jafngiltu veikindadögum. Þá var samþykkt tillaga i húsnæöismálum þess efnis aö kostnaöur viö húsnæöi, hvort heldur er keypt eöa leigt skuli ekki nema meira en 1/4 — 1/5 af launum manna. Nánar veröur sagt frá samþykktum BHM þingsins eftir helgina. —AI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.