Þjóðviljinn - 25.11.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. nóvember 1978
AF TÆPITUNGU
Hvers vegna skyldi aldrei vera gerð nein
marktæk, fræðileg úttekt á því hvert er vin-
sælasta sjónvarps- og útvarpsefni sem öldur
Ijósvakans bera að brotnum ströndum sjón- og
útvarpsneytenda.
Allir vita hve hjartfólgnir þeir félagar
Kójak og Falkonettí hafa verið hverju lands-
barni. Nú skilst manni að þessar þjóðhetjur
séu báðar búnar að geispa golunni og lands-
lýður sé af þeim sökum í auknum mæli farinn
að leggja eyrun að útvarpinu frekar en að
berja sjónvarpsskjáinn augum.
Útvarpið hefur það raunar framyfir sjón-
varpið að útvarpsneytendur þurfa ekki að
hafa andlitin á fiytjendum fyrir augunum. (
útvarpi kemur þetta sér ótrúlega vel fyrir
marga af þeim sem oftast koma fram í þeim
f jölmiöli, því að það get ég sagt lesendum
mínum í trúnaði að þar villir margt greppi-
trýnið á sér heimildir undir huliðshjálmi
ósýnisins.
Og nú, þegar fólk er farið að hlusta meira á
útvarp en horfa á sjónvarp, þá vaknar að
sjálfsögðu sú spurning, hvað sé vinsælasta út-
varpsefni, sem er á boðstólunum.
Ég veit af sérstökum ástæðum að það eru
ekki f réttirnar siðast á kvöldin, því að þær er
oftast búið að lesa þrjá daga í röð um það bil
tuttugu sinnum á dag, eða m.ö.o. er maður að
hlusta á þær í sextugusta sinn í þann mund að
maður er að fara í draumalandið. Þá held ég
að tónlistarþættirnir „Munnharpan munduð"
og „Nikkan í návist" mættu vera sjaldnar á
dagskrá, en lengur í senn. „Bæjartóftirnar
tala" er að vísu merkilegur þáttur, einkum
eftir að steyputæringin komst upp, en samt er
þessi þjóðlegi þáttur ekki nándar nærri nógu
vinsæll. „Lög sjúklinga", „Lög heilbrigðra",
„öskalög fyrir unglinga", „öskalög fyrir
gamlingja" og „Óskalög fyrir miðaldra" eru
alltaf staðgóð, andleg næring,og þá má ekki
gleyma að vinsælustu útvarpsmennirnir í dag
er tvímælalaust þeir Páll Heiðar og Björn Tje
How. Annar fyrir að vera á öldum Ijósvakans
áður en fólk vaknar, en hinn fyrir að koma
fram eftir að allir eru sofnaðir.
Hér hefur verið stiklað á stóru um vinsælt
útvarpsef ni og er þá ónef nt það sem er vinsæl-
ast allra dagskrárliða, en það eru þættirnir
„Daglegt mál" og „fslenskt mál".
I „Daglegu máli" er venjulega fjallað um
það hvernig Islendingum er fyrirmunað að
tala kórrétt, þegar þeir eru að skiptast á
skoðunum, og það hvernig landslýður beitir
alls kyns fáheyrðum og óleyfilegum belli-
brögðum til að gera sig skiljanlegan í dagleg-
um orðaskiptum.
Þátturinn „fslenskt mál" fjallar aftur á
móti um það hvernig æskilegt væri að lands-
menn töluðu sman, þegar þeir eru að reyna að
skilja hver annan, og má þá einu gilda hvort
talað er bull. H.vað segir raunar ekki Einar í
kvæðinu góða „Rök Ragnars":
Bull er þegar best lætur
það besta sem að sagt er
i því eru dreifðar dýpstu rætur
og dregnar. (Eða að minnsta kosti það
finnst mér)'
Annars þjónar þátturinn „.íslenskt mál" lika
öðrum tilgangi en „Daglegt", eða þeim að
mata íslensku orðabókina (sem er víst að
koma út á næstunni) á því hvernig gömlu oq
senílu dreifbýlisfólki heyrðist það heyra talað,
þegar það var ómálga reifábörn í baðstof-
unni heima i Norðurmúlasýslu og isbirnir
voru þar sígangandi á land.
Þess vegna er þátturinn „ Isienskt mál" allt-
af einhvern veginn svona:
Ásgerður í Neðrahundagerðishjáleigu sendir
þættinum greinargott bréf og kunnumvið henni
þakkir f yrir. Asgerður segist ekki kannast við
orðið hundslappadrífa sem sniókomu úr
Vopnafirði. Venjulega hafi verið talað um
„stórhríð",eða „blindbyl". Þó kveðst Ásgerður
kannast við „hundslappa" úr gamalli lestrar-
bók sem gef in var út að Leirá í Mosfellssveit.
Þar var sagt að „hundslappar" væru menn
frá Lapplandi, sem notuðu hunda til að drífa
hreindýrareksturinn áfram, en þá var
reksturinn kallaður „hundslappadrífa".
Hinsvegar kannast Ásgerður vel við orðið
„hundslappahrifa", en það var sérstök bak-
klóra fyrir heldri húsfreyjur í Múlaþingi, og
þessu til stuðnings er málshátturinn: „Hefst
þá hundslappahrífan er handleggjum slepp-
ir".
Kunnum við orðabókarmenn Ásgerði bestu
þakkir fyrir ómetanlegar upplýsingar til
handa íslensku orðabókinni og vonum að hún
láti aftur heyra frá sér sem fyrst (Ásgerður).
Eða eins og Æru Einar Tobbi segir svo frá-
bærlega:
Á íslensku er hægt að segja eiginlega allt
sem einhverjum dettur í hug að hugsa á iörðu
hér
og þó að á Fróni sé fremur svalt og kalt
er samt gott að vera hér oftast, ja það finnst
mér.
Flosi
Breytt
símanúmer
Frá og með 1. desember 1978
verður símanúmer launadeildar
fjármálaráðuneytisins 28111
Fjármálaráðuneytið launadeild
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöður
VÍFILSSTAÐASPÍTALI
RITARI óskast i hálft starf.
Umsóknir sendist til hjúkrunar-
framkvæmdastjóra sem einnig veit-
ir allar upplýsingar i sima 42800.
Reykjavik, 26.11. 1978
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5. SÍMI 29000
Tímarit irá Sovétríkjunum
Þar sem „Erlend timarit” hafa hætt
starfsemi sinni. hefur orðið að samkomu-
lagi að bókabúð Máls og menningar taki
að sér umboð fyrir blöð og timarit frá
Sovétrikjunum. Þeir sem verið hafa
áskrifendur eru þvi beðnir að láta vita ef
þeir óska að halda áskrift sinni áfram.
Bókabúð Máls og menningar.
Ályktun flokksráösfundar Alþýdubandalagsins:
Ný stefna í húsnæöismálum
Frá flokksráðsfundi AlþýOubandalagsins: 1 ályktun fundarins um hús-
næOismál segir m.a. aö hver fjölskylda sem ekki á Ibúö skull eiga rétt á
láni frá hdsnæöismálastjórn sem nemi allt aö 60% af kostnaöarveröi f-
búöar, og tryggt sé aö ársgreiöslur af ibúöalánum láglaunafólks fari
ekki fram úr 20% launatekna.
Flokksráösfundur Alþýöu-
bandalagsins lýsir fullum
stuöningi viö baráttu verkalýös-
hreyfingarinnar fyrir endurbót-
um á lánakerfi rlkisvaldsins til
húsnæöismála og stórauknum
ibúöabyggingum á félagslegum
grundvelli.
Fundurinn minnir á áratuga
langa baráttu launastéttanna
fyrir endurbótum á húsnæöismál
um I landinu og þann mikla
árangur, sem náöist meö
samningunum um Fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlunar,
þar sem ákveöiö var aö byggja
1250 ibúöir á höfuöborgarsvæö-
inu. Þær framkvæmdir uröu til
þess aö losa Reykjavlkurborg
endanlega viö þann smánarblett,
sem braggahverfin voru.
A síöustu árum hefur verka-
lýöshreyfingin meö samningum
viö rlkisvaldiö I tengslum viö
kjarasamninga lagt fram veru-
legan hluta af þvi fjármagni, sem
variö er til húsnæöismála, en þvi
fjármagni hefur aö verulegu leyti
veriö variö til óskipulegra fram-
kvæmda einstaklinga og villu-
bygginga.
Þrátt fyrir ákveöiö loforö rikis-
stjórnarinnar á siöasta kjörtima-
bili hefur engin endurskoöun fariö
fram á húsnæöislöggjöfinni og er
nú svo komiö, aö bygging verka-
mannabústaöa hefur nærri lagst
niöur um allt land. Flokksráös-
fundurinn leggur áherslu á aö
jafnan sé kostur á öruggu leigu-
húsnæöi þannig aö fólk sé ekki
neytt til aö verja bestu árum ævi
sinnar til aö eignast Ibúö.
1. Stórauknu fjármagni veröi
variö til þess aö útrýma heilsu-
spillandi húsnæöi um allt land,
og I samstarfi viö sveitarfélög-
in veröi sett þaö mark aö út-
rýma öllum slikum ibúöum á
næstu fimm árum.
2. Byggingar verkamannabú-
staöa veröi þegar hafnar á öll-
um þéttbýlisstööum um land
allt meö stórauknum fjárhags-
legum og tæknilegum stuöningi
Húsnæöismálastjórnar. Veru-
legur hluti ibúöa i hverjum
byggingaráfanga verka-
mannabústaöa veröi jafnan
leiguibúöir. Jafnframt veröi
sveitarfélögum gert skylt og
fjárhagslega mögulegt aö
standa fyrir slikum fram-
kvæmdúm. Tryggt veröi aö
ársgreiöslur af Ibúöalánum
láglaunafólks fari ekki fram úr
20% launatekna.
3. Tekin veröi upp ný stefna i
framkvæmd húsnæöismála-
lána til einstaklinga, sem stuöli
aö endurbyggingu og nýtingu
eldri bæjarhverfa.
Hver fjölskylda, sem ekki á I-
búö, skal eiga rétt á láni frá
Húsnæöismálastjórn, sem
nemi allt aö 60% af kostnaöar-
veröi ibúöar, hvort sem um er
aö ræöa nýbyggingar eöa til
endurnýjunar á eldra húsnæöi.
Meginhluti Islensku þjóöar-
innar býr nú viö svo góöar aö-
stæöur i húsnæöismálum, aö
óverjandi er, aö þeir sem erfiöari
aöstæöur hafa njóti ekki aöstoöar
þjóöfélagsins viö lausn á slnum
húsnæöismálum.
Brask og spákaupmennska meö
llfsnauösynjar almennings eins
og ibúöarhúsnæöi má ekki viö-
gangast.
Veröi tekiö á húsnæöismálum
þjóöarinnar meö þeim hætti, sem
hér er lagt til, væntir Alþýöu-
bandalagiö þess aö teysta megi á
áframhaldándi stuöning verka-
lýöshreyfingarinnar viö fjár-
mögnun á þvi verkefni.