Þjóðviljinn - 25.11.1978, Page 7
Laugardagur 25. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Byggingarmeistararnir ráöa mestu um stærð íbúða,
sem og stærð og gerð fjölbýlishúsa.
Arkitektar hafa næsta fá tækifæri til að taka
virkan þátt í að skapa okkur umhverfi
Þórir Helgason
arkitekt
Þrátt fyrir skipulagsmistök
er Breiöholt ekki „slömm”
,,Hvar býrö þú?”
,,Ég á heima i lengstu húsi á
Islandi,” mælti ungur drengur
sem býr i Feilahverfi i Breiö-
holti. \
Ég held aö þrátt fyrir þá
mikiu gagnrýni sem dynur yfir
Breiöholt og oft setur samasem-
merki milli lélegs skipulags og
slæms fúlks, „slum”, finnist
fjöldanum öllum sem þar býr
Breiöholt ágætt og eru stoltir af.
Maöur veröur aö athuga sinn
gang, en ekki setja fram órök-
studda gagnrýni. Lengi vel hafa
Ibúar Breiöholts mátt þola aö
heyra ókvæmisorö og niörandi
tal um hversu Ijótt og leiöinlegt
allt sé I kringum þá, til dæmis
hversu einhæfu lifi þeir lifa.
Nýlega birtust eftir Trausta
Valsson i Þjóöviljanum fleiri
metrar af meintum mistökum.
Meö þvi aö láta ósagt af hverju
meintu mistökin stafa, hvaö eöa
hverjum er um aö kenna —
lendir gagnrýnin meö fullum
þunga á ibúum Breiöholts. Þaö
er óréttlátt, þaö eru ibúar
Breiöholts sem fyrst og fremst
hafa byggt þaö upp. Þaö eru
þeir sem hafa „reddaö” banka-
láni i kaffitlmanum, pantaö
steypubil eftir vinnu, hreinsaö
mótatimbur um helgar. Mjög
oft fer allur frltlmi fjöl-
skyldunnar i a.m.k. tvö ár til aö
koma sér upp húsnæöi.
Óhjákvæmilega tengir þessi
þáttur lífsbaráttunnar sterkum
böndum viö hverfiö og ibúana
innbyröis. En svo skrifa sumir i
blööin og segja „...þvi miöur sé
ekki nóg um félagslegt
„aktlfitet” I Breiöholti, og
húsin séu ljót.”
t raun og veru hafa ibúar
Breiöholts aldrei komiö nálægt
skipulagsákvöröunum um
hverfiö sitt. Akvaröanir um
skipulag eru meira aö segja svo
ólýöræöislegar aö þær eru ekki
kynntar opinberlega fyrr en
fariö er aö steypa. Og i fæstum
tilfellum fær fólk aö ráöa
nokkru um tillögur um útlit
húsa.
Hér á eftir veröa talin upp
helstu atriöin sem yfirvöld miöa
út frá viö skipulagningu nýrra
hverfa.
Stéttaskiptingin
Vegna þess aö fólk skiptist I
stéttir, hlýtur þaö aö koma I ljós
á mörgum stööum. I grófum
dráttum kemur þetta I ljós i
skipulaginu I skiptingunni ein-
býlishús, raöhús, fjölbýlis-
enda er gáö i skattaframtöl áöur
en úthlutaö er lóöum. Hlutfalliö
milli einbýlishúsa og raöhúsa
annars vegar og fjölbýlishúsa
hinsvegar er 20-30% á móti 70-
80%. Þetta hlutfall hefur ekki
breyst a.m.k. 50 ár. Þjóösagan
um „stökkpallinn” yfir i stærra
og betra hús er þvi blekking og á
sér staö i mjög litlum mæli.
Flestir búa alla ævi i fjölbýlis-
húsi.
Auk þess sem einbýlishúsiö
hefur garörými, greiöir borgin
1,5 — 2 miljónir til aö gera slika
lóö byggingarhæfa, — eftir aö
búiö er aö draga frá gatna-
geröargjald. Þaö sem borgin
greiöir aftur á móti fyrir Ibúö I
blokk er um 100.000 — 200.000.
Fjölbýlishús
Byggingameistarar koma
vlöa viö sögu I nýjum hverfum.
Þeir krefjast þess aö borgin út-
hluti þeim ákveönum fjölda fjöl-
býlishúsalbúöa árlega, og þeir
fá þaö. Þetta er sérlega góöur
„bissniss”. Byggi þeir tvö stiga-
hús, geta þeir reist þaö þriöja af
gróöanum af hinum tveim
fyrstu. Þeir kref jast þess lika aö
fá ákveöna tegund húsa.
Fjögurra hæöa stigahús eru vin-
sælust, en I fjögurra hæöa hús
þarf engalyftusem kostar mikiö
fé. Kostnaöur viö grunn,
kja’lara, þak og annaö sam-
eiginlegt dreifist á sem flestar
ibúöir. Gróöinn er þvi I
hámarki. Svo er og um 7 hæöa
húsin. 1 þeim eru fimmtlu
ibúöir, sem er leyfilegt hámark
á eina lyftu, og því mjög hag-
kvæmt. 7 hæöir eru innan viö 22
metra, en yfir þá hæö gilda sér-
stakar háhúsareglur sem þýöir
aukinn kostnaöur. Bygginga-
meistarar eru lika mjög miklu
ráöandi um aö minnka
ibúöirnar. Þaö er vegna þess aö
hægt er aö selja litlar Ibúöir
hlutfallslega dýrari heldur en
stórar ibúöir.
Kröfur byggingameistara
hafa hvaö mest mótaö stærö og
gerö húsa I Breiöholti og munu
gera þaö áfram.
Verslun og þjónusta
Þaö eru kaupmenn sem
ákveöa hversu stóra verslun
þurfi til aö ná hagkvæmum
rekstri. Þeir ákveöa llka hversu
mörgum ibúum þeir vilja þjóna.
Fái þeir þessu ekki framgengt,
neita þeir einfaldlega aö
byggja.
Hvaö varöar almenna
þjónustu svo sem skóla, dag-
vistarstofnanir, SVR, læknis-
þjónustu o.fl. þá er þetta i
algjöru lágmarki eins og alls-
staöar, og þaö mundi ekki batna
þó svo aö Breiþholt væri á
Austurvelli. Skólar eru þri-
setnir, dagvistarstofnanir rúma
börn einhleypra foreldra ein-
göngu, og strætisvagna-
þjónustan er léleg. (Aö sögn
ráöamanna vegna miljón króna
taps á dag.) Hér er sparaö og
sparaö og skoriö niöur.
Fjöldi íbúa
i hverri íbúö
Fyrir 50 árum voru 8 manns
aö meöaltali I hverri Ibúö, en I
dag 2-3, og fer fækkandi. Þaö
stafar ekki af þvi aö fólk hafi
betri hag I dag en áöur fyrr,
heldur býöur þjóöfélagiö I dag
uppá svo mikiö öngþveiti og
streitu aö fjölskyldan er aö
brotna saman og og flosna upp.
Smærri og smærri neyslu-
einingar myndast. Þetta leiöir
til þarfa fyrir smærri Ibúöir og
auövitaö fleiri. Kynslóöir flosna
upp, unga fólkiö flytur frá þeim
eldri.
Þáttur skipuleggjenda
er sáralítíII
Borgaryfirvöld fá skipulag I
hendur arkitektastofum. Oft vill
þaö brenna viö aö arkitektar og
fólk almennt llti á þá sem
skapendur umhverfis. Þetta er
auövitaö broslegt, þar sem I
fyrsta lagi er stór hluti arki-
tekta launþegar hjá atvinnurek-
endum stofa og ráöa svo til
engu, I ööru lagi eru arkitektar
sem eru atvinnurekendur -
þjónar rlkjandi yfirvalda fyrst
og 'fremst, og má harla lltiö
hrófla vib þáttum þeim sem
minnst var á aö ofan. Samt hafa
skipulagsarkitektar oft tekiö á
sig þaö hlutverk aö verja mistök
sem gerö hafa veriö, eingöngu
til aö lyfta sér upp á ábyrgara
stig tilverunnar.
í minningu fallinna félaga
Þó að helfregnin mikla frá Sri
Lanka hafi oröiö okkur þyngri
sorg en orö fá tjáö, þá gerir hún
okkur skylt aö þakka nú fyrir
langa samfylgd og góöa þeim átta
félögum okkar, sem horfnir eru.
Allir áttu þeir rlkulegan þátt I aö
efla eindrægni,- sem skóp órofa
vináttu samstarfsmanna, enginn
varö lengur einn I gleöi eöa sorg,
allir stóöu öruggan vörö um
hvern og einn, hver og einn um
allan hópinn. Hvert okkar og eitt
á þess vegna nú um þau sár aö
binda, sem sigö dauöans hefur
veitt ökkur öllum. Sameiginlega
drúpum viö höföi I sárri sorg.
Viö vitum aö vinir okkar átta
voru hugljúfastir þeim, sem
þekktu þá bezt. Þess vegna send-
um viö fjölskyldum þeirra inni-
legar samúöarkveðjur, þakklát
fyrir aö mega geyma meö þeim
hjartfólgnar minningar um kæra
vini og ógleymanlega samstarfs-
menn.
...,,Sjá, einn I dauöann
enginn fer,
hver einn skal vita þaö”...
...,,að hvert eitt sinn, er
dauöinn drap
á dyr, fór hluti af mér”....
Starfsmannafélag Loftleiöa
Kveðja Félags islenskra
atvinnuflugmanna til
þeirra sem fórust á Sri
Lanka.
Þegar sú sorgarfregn barst, aö
islensk flugvél heföi farist i fjar-
lægu landi, varö islenska þjóöin
harmi slegin. Enn hefir forsjónin
séö ástæöu til þess aö höggva
stórt skarð i hina fámennu sveit
islenskra flugliöa. Þegar slikir
sorgaratburöir eiga sér staö,
leitar hugurinn til ástvina og ætt-
ingja hinna brottkölluöu meö
þeirri bæn, aö sá harmur, sem aö
þeim er kveöinn, megi læknast
meö hjálp drottins. Félag is-
lenskra atvinnuflugmanna
sendir þeim, sem fórust, sína
hinstu kveöju og vottar ástvinum
og ættingjum þeirra slna dýpstu
samúð.
Stjórn Félags islenskra
atvinnuf lugm anna.
Sófasett og boröstofuhúsgögn I Húsgagnalandi eru meö léttu
og nútimalegu sniöi.
Kveðinn upp dómur um Landmannaafrétt:
Eignarréttur ríkisins viðurkenndur
Hinn 27. október s.l. var kveö-
inn upp dómur i aukadómþingi
Rangárvallasýslu um eignarrétt
aö Landmannaafrétti, þingfest á
árinu 1975. Málshefjandi var fjár-
málaráöherra f.h. rikissjóös og
krafan sú aö viöurkenndur væri
eignarréttur rikissjóös aö Land-
mannaafrétti. Niöurstaöa meiri
hluta dómsins, Guömundar Jóns-
sonar borgardómara og Stein-
grims Gauta Kristjánssonar
héraösdómara, var sú aö þessi
réttur var viöurkenndur en Þór-
hallur Vilmundarson prófessor
greiddi sératkvæöi og taldi aö
sýkna bæri stefndu af öllum
kröfum stefnanda vegna skorts á
skýrum lagaákvæöum um
eignarrétt á afréttum.
I umsögn meiri hluta dómsins
segir m.a. aö landsvæöiö sé ekki
almenningur eins og stefnandi
hafi látiö skina i heldur afréttur.
Segir aö ekki sé ljós leitt aö beinn
eignarréttur hafi stofnast með
framkvæmd sveitarstjórna á af-
réttarnotkun og fjallskilum, ekki
hafi beitarafnot orðiö grundvöllur
eignarheföar fyrir eigendur og á-
búendur jaröa og ekki leiddar
sönnur á þvl aö hreppsfélög hafi
öölast eignarrétt á landsvæðinu
fyrir nám, löggerning, hefö eöa
meö öörum hætti.
Þá var af hálfu stefnanda lýst
yfir aö rlkisvaldiö viöurkenni rétt
byggöamanna til upprekstrar og
annarra afréttarnota, sem lög og
venjur eru fyrir.
1 dómnum segir aö hæsta-
réttardómi frá 25. febr. 1955 um
Nýjabæjarafrétt milli Skaga-
fjaröar og Eyjafjaröar veröi ekki
haggað en þar var eignarréttur
rlkisins viöurkenndur.
—GFr
AUGLYSINGASÍMI
ÞJÓÐVILJAN S ER
81333
Stálhúsgögnin
í mikilli sókn
Sérverslun með stálhúsgögn i Siðumúla
Stálhúsgögn hafa undanfarin ár
veriö i mikilli sókn, bæöi á inn-
lendum og erlendum markaöi.
Hér á Islandi hefur Stálhús-
gagnagerö Steinars aukiö fram-
leiöslu sina á sófasettum, borö-
stofuhúsgögnum, eldhúsgögnum
o.fl. jafnt og þétt, og sl. sunnudag
opnaöi fyrirtækiö glæsilega versl-
un i Siöumúla 2 meö húsgagna-
sýningu.
Verslunin ber nafniö Hús-
gagnaland og veröa þar bæöi seld
islensk stálhúsgögn og innflutt frá
Italiu. 1 versluninni kennir
margra grasa og má nefna auk
'áður talinna húsgagna skrifborö,
skrifstofustóla, skólahúsgögn
o.m.fl.
I samtali viö forráöamenn
verslunarinnar og stálhúsgagna-
geröarinnar kom fram aö aöal-
framleiösluvaran er skólaborö og
skólastólar, en eftirspurn eftir
stálhúsgögnum til heimilisnota
hefur aukist ár frá ári. Létt er yfir
húsgögnunum, og þykja þau
einnig niösterk, en undan-
tekningarlitið er um krómuð hús-
gögn aö ræöa
Stálhúsgagnagerö Steinars
hefur nú á aö skipa um 25 starfs-
mönnum og eru þar auk járn-
smiöa m.a. 4 trésmiðir og 3-4
bólstrarar.