Þjóðviljinn - 25.11.1978, Page 8

Þjóðviljinn - 25.11.1978, Page 8
8 StÐA — ÞJOÐVILJINN . Laugardagar 25. nóvember 1978 Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Gísladóttir Kristín Ásgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Nýlega gerðust þeir at- burðir i Þrándheimi að ung stúlka Eva Fjelstad vann fegurðarsamkeppn- ina þar í bæ, en þegar til kom reyndist hún vera félagi í Kvinnefronten, sem eru samtök róttækra kvenna. I lokahófinu greip hún hljóðnemann þegar sigur hennar hafði verið tilkynntur og sagði skoðun sína óþvegna á gróðafíkn og auglýsinga- skrumi því, sem einkenn- ir keppnir af þessu tagi. Okkur bárust i hendur úrklippur úr norskum blöðum þar sem sagt er frá máli þessu og fylgir hér samantekt úr þeim ásamt hugleiðingum greinarhöfundar. I yetrar- gardinum forðum tíð Hér áöur fyrr stafaöi ljóma af feguröarsamkeppnum. Þá dreymdi marga stúlkuna um aö fá aö sveifla löngum leggjum framan i dómnefnd sérlega til- kvadda og auövitaö aö sigra og fá eftirsóttan titil. baö var á þeim árum þegar Bryndis Schram var krýnd I Vetrargarö- inum og þær Maria, Guörún, Sigrún Ragnars og Sirrl Geirs geröu garöinn frægan á Langa- sandi. íslendingar fengu loks langþráöa sönnun fyrir ágæti Is- lenska kynstofnsins og hafa siöan (þ.e. karlmennirnir) ekki látiö neinn karlmann erlendan sleppa úr landi án þess aö segja álit sitt á kvenfólkinu. Þaö hefur meira aö segja gengiö svo langt aö feröaskrifstofur taka þetta atriöi sérstaklega fyrir I auglýs- ingapésum sinum. En svo kom einhver aftur- kippur þegar afuröir eftirstriös- áranna komu á markaöinn, og þar sem Islendingar gera sig ekki ánægöa meö minna en eitt af fimm efstu sætunum I erlend- um stórkeppnum, þá dofnaöi áhuginn meö fallandi. gengi (markaöslögmálin gilda hér sem annarsstaöar). Fulltrúi og hélt Kvinnefronten” vann í fegurðarsamkeppni þrumuræðu yfir áhorfendum Eva Fjelstad brosti athygliog umræöur og gróöaskyni. breitt eftir keppnina. Sigur hennar vakti mikla um misnotkun á likama konunnar f auglýsinga- vlgllnunnar og sendu fulltrúa slna I keppnina. Hvergi náöist eins góöur árangur og I Þránd- heimi þar sem fulltrúi þeirra Eva Fjelstad var kosin ungfrú Þrándheimur. Máliö hófst þannig aö konurn- ar ákváöu þetta ráöabrugg á fundi og samþykktu jafnframt aö efna til mótmælaaögeröa fyrir utan keppnisstaöinn. Eva var slöan dubbuö upp, fengiö aö láni skartgripir, föt og annaö þaö sem þurfti til aö ganga I augun á dómnefndinni. Hún fékk sér nýtisku permanent og tilkynnti slöan þátttöku. Allt gekk sinn vanagang^ hún hark- aöi af sér meöan „sýningin” stóö yfir en viöurkenndi eftir á aö þaö heföi veriö sér erfitt aö ganga I gegnum þessa skoöun þar sem hún hefði hina megn- tækju I keppninni, en vonandi færi aö hylla undir lok svona fyrirlitlegrar meöferðar á kon- um. Aheyrendur sátu sem þrumu- lostnir. Samherjar Evu fögnuöu innilega, en nokkrir vonsviknir píptu. Eva var hin ánægöasta eftir á og sagöist hafa náö tak- marki þeirra stallsystra. I ár yröi enginn þátttakandi frá Þrándheimi I lokakeppninni, tekist heföi aö vekja athygli á málinu og maður sá sem skipu- lagöi keppnina lýsti þvl yfir aö hann væri hættur fyrir fullt og allt. í kjölfar þessa atburöar hafa fylgt miklar umræöur og hafa aögeröir þessar yfirleitt fengiö góöar undirtektir. Blööin eru sammála um aö þetta tiltæki og sigur Evu hafi vakiö marga til umhugsunar um kúgun konunn- ar þar I landi og misnotkun auö- valdsins á henni. Auglýsingar Digur um hupp og lendar Um 1970 fór aftur aö færast fjör I leikinn en þá brá svo viö aö fariö var að mótmæla keppnum af þessu tagi og var bent á aö þær væru niðurlægjandi fyrir konur og einungis haföar I þeim tilgangi aö nota Hkama konunn- ar I auglýsingaskyni. Er þess helst aö minnast frá þessum árum aö nokkrar konur tóku sig til þegar velja átti ungfrú Akra- nes eitt áriö og mættu meö einn fulltrúa til viöbótar. Sú var ekki af verri sortinni, þótt hún félli kannski ekki beint undir kröf- una 91-61-91 og 1,68 á hæö. Full- trúinn var sem sagt kvlga myndarleg, dígur um hupp og lendar og júgurmikil. Þótti mörgum þetta vel til fundiö, enda minna keppnir þessar í sjónvarpi Jólin nálgast. Þaö fer ekki fram hjá þeim sem glápa á sjónvarpiö endrum og sinnum. Auglýsingatimar sjónvarpsins eru aö fyllast af jólaskruminu, nú á aö kaupa og kaupa, jafnt ajax til aö þrifa allt hátt og lágt sem gjafirnar fyrir hana og hann. En einn er sá hluti auglýsinga sem fer alveg sérstaklega I taugarnar á mér, en þaö eru þær sem beinast sérstaklega að konum og sýna konur I alls kon- ar hlutverkum sem minna okk- ur óþægilega á hve auövaldinu tekst vel aö ginna konur út I alls kyns vitleysu. Kvöld eftir kvöld er okkur talin trú um aö þaö sé i rauninni aöeins eitt sem gefi konunni gildi: hiö rétta ilmvatn. Þaö eru ekki fötin, ekki snyrt- ingin eöa háriö, nei þaö er ilm- urinn sem afhjúpar hina sönnu konu svo að enginn karlmaöur efast lengur. Þaö er jú eina tak- markiö aö ganga i augun á karl- kyninu eöa hvaö? önnur uppákoma sem yfir okkur dynur er gosauglýsing sem sýnir fólk i glööum hópi og allar falla stúlkurnar fyrir ein- um gæja sem minnir mjög á Elvis sáluga Presley. Þær krjúpa að fótum hans I andakt og hversvegna, jú hann er töff og drekkur þessa einu réttu teg- und af ropvatni. Fleira mætti nefna af sama tagi, en mergur- inn málsins er: hvort við eigum aldrei aö losna viö þessa niöur- lægjandi mynd af konum sem þarna birtist. Ættum viö ekki aö taka hinar norsku stallsystur okkar sem sagt er frá hér aö of- an til fyrirmyndar og gera eitt- hvaö róttækt i málinu? Spennandi bækur Þaö er ástæöa til aö vekja at- hygli allra lestrarhesta á þvl að nú streyma á markaöinn ýmsar góöar bækur sem vert er aö lesa og ræöa. Ungir höfundar kveöa sér hljóös og góöar bækur hafa veriö þýddar. Rauösokkahreyf- ingin efnir til umrasðna um bæk- ur annan hvern laugardags- ’ morgun kl. 10-12 I Sokkholti og veröur annan laugardag rætt um Le eftir Hjordis Mollehave (AB),Þaö þarf ekki að taka þaö fram aö allir eru velkomnir. K.A. einna helst á verðlaunasýningar landbúnaöarins. Ekki dugöi þessi aögerö til aö binda endi á ósómann. Undirrituð minnist þess aö hafa séö i sjónvarpi mynd frá lokaorustu á hótel Sögu þar sem nokkrar stúlku- kindur höktu um senuna skjálf- andi á beinunum meöan þulur kynnti þær sem ungfrú Stranda- sýsla og ungfrú Vestur Skafta- fellssýsla (eöa hvaöan sem þær nú voru) og sagði á þeim nánari deili en allar voru þær kallaöar Diddl, Biddl og Viddl I vinahóp. Þaö skal viöurkennt aö máske er hér ekki um sagnfræöilega nákvæmni aö ræöa, enda veröur aö segja sem er aö áhugi grein- arhöfundar á þessu hrossa- prangi er I algjöru lágmarki. Að baki víglínunnar En nú vikur sögunni til Nor- egs. Þar hafa aö undanförnu staöiö yfir undanúrslit I fegurð- arsamkeppninni um titilinn ungfrú Noregur. I nokkrum bæjum ákváöu konur úr „Kvinnefronten” sem eru rót- tæk kvennasamtök aö skera nú upp herör gegn keppninni. Þær gripu til þess ráðs aö beita tang- arsókn, smygluöu sér aö baki ustu fyrirlitningu á svona kroppasýningum og þætti hún niöurlægjandi. Þrumuræða Svo kom aö lokaþættinum. Salurinn I véitingahúsinu Bajazzo var þéttsetinn skraut- búnu fólki, dómnefndin dró sig I hlé til að kveöa upp endanlegan dóm. En aö sviösbaki rikti mikil geðshræring. Þaö haföi sem sagt borist njósn um aö ein stúlknanna væri félagi I Kvinne- fronten. Stúlkurnar voru yfir- heyröar og Eva játaöi. Hún var þá beöin aö draga sig i hlé og féllst á þaö en þá var þaö um seinan þvi dómur nefndarinnar var kominn: Eva var sigurveg- arinn. Hún gekk fram á Senuna og greip hljóönemann og hélt ÞRUMURÆÐU I 6 mlnútur. 1 ræöunni réöst hún harkalega á aðstandendur keppninnar og sagöi aö þeir væru einungis aö leita aö ungum, fallegum kon- um til aö nota I auglýsingaskyni og til aö græöa á. Hún sagðist hafa tekiö þátt I keppninni I þeirri von aö fá tækifæri til aö koma á framfæri skoöunum sín- um á þeirri niöurlægingu og misnotkun sem konur væru beittar. Hún sagöist ekki for- dæma stúlkurnar sem þátt í Þrándheimi Ekki er langt siöan reynt var aö særa allar sýslur og kaupstaöi landsins til feguröarsamkeppni Óvænt úrslit

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.