Þjóðviljinn - 25.11.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 25.11.1978, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1978 FRÁ ÆÐARRÆKTARFÉLAGI ÍSLANDS Hækkandi verð á dún, önnum ekki eftírspurn — Þrátt fyrir vökult starf æöarbænda viröist lltil aukning hafa oröiö é varpi og dúnmagni yfir landiö sföustu ár. Aðalfundur Æðarrækt- arfélags Islands var hald- inn að Hótel Esju laugar- daginn 11. nóv. sl. Fundinn sátu félagar og gestir viðsvegar að af landinu, alls 40-50 manns. Sex félagsdeildir A árinu var stofnuö deild i ÆI, Æöarvé, fyrir Dalasýslu og Austur-Baröastrandarsýslu. Eru þá starfandi 6 félagsdeildir i Æ.I. úti um land en enn vantar starf- andi deildir i Strandasýslu, á Austurlandi sunnan Vopnafjaröar og á Suö-vesturlandi, sunnan Hit- arár. Þrátt fyrir vökult starf æöarbænda viröist litil aukning hafa oröiö á varpi og dúnmagni yfir landiö siöustu ár. Er þar um aö kenna þeim ófögnuöi mein- dýra, ýmissa mávategunda hrafna og minka, sem herja á varpstöövar og æöarstofninn, aö ógleymdum hrognkelsanetalögn- um, sem valda miklum blóötök- um I stofnfugli varpsins. Ýmsar hömlur og lagaákvæöi torvelda njög aö þaö náist tilætlaöur ár- angur i baráttu viö netalagnir og varginn. önnum ekki eftirspurn Æöardúnn hefur,þrátt fyrir alla veröbólgu undanfarinna ára, alltaf veriö fluttur út á heims- markaösveröi, og hefur verö fariö hækkandi erlendis frá ári til árs og önnum viö ekki eftirspurn. Um þessar mundir fást 95.000 kr. á kg. I útflutning. Heildarfram- leiösla á hreinsuöum æöardún er nú 2000 kg á ári en var mest hér fyrr á árum 4000 kg. 4-5 verðlaun þarf i skotið Fundarmenn fögnuöu þingsályktun frá Alþingi 2. mal 1978 um visindalega rannsókn á lifnaöarháttum æöarfugls. Var skoraö á stjórn Æ.I. aö fylgja málinu eftir viö landbúnaöarráö- herra, og einnig aö stuöla aö til- raunum meö útungun æöareggja I stórum stfl og uppeldi æöarunga. Deildin Æöarvé haföi samþykkt á aöalfundi sinum aö ráöa mann hluta af árinu til fækkunar varg- fugls á svæöinu og leita til vald- hafa um samráö og fjárstuöning, en varpeigendur á svæöinu greiöi i sama tilgangi kr. 500 á kg af dún. Sama deild óskar eftir aö lyfjanotkun veröi leyfö þar sem um allt land I baráttu viö varginn og telur ekki ástæöu til aö óttast aö óhöpp veröi af I höndum trú- veröugra manna. Einnig aö skot- verölaun fyrir svartbak veröi aldrei Iægri en meöalverö hagla- skota á hverjum tlma. Þess má geta, aö núverandi skotverölaun voru ákvöröuö 1965 og fengust þá 4-5 skot fyrir verölaunin en I dag þarf 4-5 verölaun til aö borga skotiö. Deild selabænda Jón Benediktsson kom fram meö þá tillögu, aö selabændur, kópaskinnsframleiöendur, stofn- uöu deild innan Æ.I. er tæki vara á hagsmunum selabænda, þvl oft eru æöarvörp og selveiöi hjá sömu aöilum. Benti Jón á, aö kópaskinn af útsel eru verölítil, en hinsvegar fælir útselur landsel frá látrum og hefur fariö fjölg- andi hin seinni ár. útselur er stór skepna og veiöir fisk á móts viö allsæmilega smábátaútgerö og er keöja I hringormasmiti I fiski, sem torveldar mjög fiskvinnslu. Þvl taldi Jón aö allra hagur myndi vera ef hiö opinbera greiddi ákveöiö framlag á útsels- kópaskinn. Þá myndu selabændur veiöa kópinn og halda í skefjum stofnstæröinni. Of duglegir Fram kom á fundinum aö helstu þjóöfélagsvandamál okkar nú virtust vera dugnaöur þjóöar- innar, bændur framleiddu of mik- iö og sjómenn ofnýttu fiskimiö. Bent var á, aö ýmis gæöi og hlunnindi, s.s. reki, væruekki nýtt sem skyldi. Eigi aö takmarka framleiöslu bænda á kjöti og mjólkurvörum, veröur hiö opin- bera aö hlutast til um aö annaö komi I staöinn, t.d. aö stuölaö aö fullnýtingu rekaviöar, og sjálf- sagt væri aö sjávarbændur og smábátaútgerö sjávarþorpa byggju ein aö hrognkelsaveiöi. Mætti þá haga svo lögnum, aö æöarstofni stafaöi slöur hætta af. Umsjón: Magnús H. Gíslason f/Frumvarp um uppeldi meinfugla" Arni G. Pétursson ráöunautur skýröi frumvarp til laga um fuglaveiöar og fuglafriöun. Voru sum atriöi þess mjög gagnrýnd af fundarmönnum. I fyrsta lagi friö- unarákvæöi sumra meinfugla, svo sem hvltmávs, bjartmávs, hettumávs og skúms, sem ættu aö vera réttdræpir allt áriö, þar sem þeir eru stór skaölegir ööru fulga- lifi i landinu. I ööru lagi aö I frumv. er enginn geröur ábyrgur fyrir þvl aö halda I skefjum offjölgun meinfugla, sem gæti tortímt öllu ööru fugla- lifi landsins. Arni G. Pétursson sagöi, aö eins og frv. lægi fyrir væri réttara heiti „frumvarp til laga um fuglaveiöar og uppeldi mein- fugla”. En I frv. er lögö rik áhersla á aö veiöa rjúpu sem allra mest „til aö nýta sem best stofninn, þvl rjúpan er auk grá- gæsa þýöinga'rmesti veiöifugl þessa lands, ef frá eru taldir sjó- fuglar”. Fundarmenn, fulltrúar allsstaöar frá af landinu, hafa hvergi séö umtalsveröan rjúpna- stofn undanfarin ár, og vilja allir alfriöa rjúpuna. Fram kom aö al- friöa ætti einnig teistuna. I skip- unarbréfi menntamálaráöuneyt- isins til nefndar þeirrar er samdi frv. er þetta tekiö fram m.a.: „...markmiö meö endurskoöun- inni er fyrst og fremst aö leita leiöa til þess aö tryggja eölilega vernd fuglallfs I landinu og þá þannig, aö skynsamlegt hlutfall haldist milli hinna ýmsu tegunda, en eins og kunnugt er hefur sum- um mávategundum fjölgaö mjög aö undanförnu til tjóns fyrir sum- ar aörar fuglategundir”. Viö gerö frv. viröist nefndin hafa sniögengiö þessi tilmæli ráöuneytisins, nema aö svo sé, aö nefndin telji skynsamlegt hlutfall aö stuöla aö fjölgun vargfugla I landinu á kostnaö annars fulga- llfs. Greinargerö sem fylgdi frv. er til fyrirmyndar. Og má ætla, ef alþingismenn beita skynsemi, aö þeim lánist aö samþ. lög, sem standast heitiö „fuglaveiöar og fuglafriöun”. Aðstoð veiðistjóra Fram kom á fundinum aö á síö- ustu tveimur árum hafa veiöi- stjóriog trúnaöarmenn hans veitt ýmsum aöilum meiri háttar aö- stoö I baráttu viö vargfugl. 1 engu tilfelli hefur þó veriö um æöar- bændur aö ræöa þótt þaö óbeint stuöli aö friöun varps viö fækkun vargsins. Heldur hafa þaö veriö sveitafélög, veiöifélög, fiskverk- unarstöövar, heilbrigöisfulltrúar, sauöfjárbændur, hrossabændur, kornyrkjubóndi og fuglavinafélag noröanlands. Framanskráö talar sinu máli hvaö meinfuglar koma vlöa viö og eru orönir skæöir hér á landi. Orn geröi usla I varpi I Æöey og Vigur i vor og drap einnig lömb. Hinsvegar gætti arnar minna I Breiöafjaröareyjum. Og varp aö Arbæ I Reykhólasveit jókst um 10 kg af dún þegar örninn yfirgaf varpiö.Frám kom aöerni og fálka hefur fjölgaö undanfarin ár og er ekki ástæöa til aö kviöa þvi aö þær tegundir veröi aldauöa hér á landi á næstu árum. Stjórn Æöarræktarfélags ls; lands skipa: Ólafur E. Ólafsson, formaöur, GIsli V. Vagnsson og Borgþór Björnsson. Varastjórn: Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur og Eysteinn G. Gíslason, bóndi I Skáleyjum. Skráöir félagar I Æöarræktar- félagi Islands eru nú 230 talsins, vítt um land. _mhí Bætt aðstaða Björgunars veitar- innar á Dalvik Björgunarsveit SVFl á Dalvlk keypti fyrir skömmu rússneskan jeppa af geröinni UAZ-420. Er hann fram- byggöur og fjórhjóladrifinn. Verö bilsins var kr. 1.800 þús. og er þá búiö aö fella niöur aöflutningsgjöld og nokkuö af tolli. Unnt er aö hafa tvær sjúkrakörfur I bflnum og sæti veröa aftur I honum. Björgunarsveitarmenn binda miklar vonir viö þennan nýja bi%ekki sfst vegna þess, aö björgunarleiööngrum I Ólafsfjaröarmúlann hefur fjölgaö meö hverjum vetri. Björgunarsveitin hefur nú komiö sér upp húsnæöi. Er þaö tvöfaldur bilskúr og geymsla fyrir björgunar- tæki. Um þessar mundir eru björgunarsveitarmenn einn- ig aö bæta og auka tækjakost sinn til fjarskipta. (Heim.: Noröurland). —mgh LEIKFÉLAG KEFLAVIKUR Sýnir Tobacco Road Leikfélag Keflavíkur, sem starfað hefur af miklum krafti undan- farin ár/ frumsýndi mánudaginn 13. nóv. leik- ritið Tobacco Road, sem gert er eftir ágætri sögu Erskine Cadwells og þýtt af Jökli Jakobssyni. Tobacco Road f jallar, eins og raunar flest bestu verk Cald- wells, um llf hvltra öreiga I suöurríkjum Bandarikjanna á fyrstu áratugum þessarar aldar. Aöalpersónur leikritsins, Ada og Jeeter Lester, sem leikin eru af Arna Ólafssyni og As- laugu Bergsteinsdóttur, hokra á niöurniddri jörö sinni mest af framtaksleysi og gömlum vana. Þótt Jeeter láti örla á einhverju I ætt viö tryggö bóndans viö jöröina er þaö fyrst og fremst skálkaskjól og afsökun fyrir þvi aö móka verklaus I sólinni milli þess, sem hann reynir aö snúa á hungurvofuna meö tiltækum ráöum eins og stuldi eöa betli. örbirgöin hefur svo gjörsam- lega þurrkaö út hvern snefil af mannlegri reisn aö neöar veröur tæplega komist. I seig- drepandi baráttu fyrir þvl aö halda llfi, hefur þessi fjölskylda löngu losaö sig viö allan óþarfa farangur á borö viö samheldni eöa umhyggju hvert fyrir ööru. Börnin fyrirlita foreldrana og foreldrarnir eru tilbúnir til þess aö selja börnin. Yfir þessu undarlega mannlifi vakir svo guö eins og nokkurskonar stækkuö útgáfa af heldur ein- faldri en vel meinandi sveita- löggu. Þessi guö, sem auövelt er bæöi aö blekkja og múta, hefur beint samband viö systur Bessie (Þórdis Þormóösdóttir). Einu mannlegu tilfinninguna er aö finna hjá ödu, sem vill foröa dóttur sinni, Pearl, burt úr þessu umhverfi. Af þessari lýsingu mætti ráöa, aö texti leikritsins væri botn- laust svartagallsraus og beiskja. En einmitt I þvl er galdur Caldwells fólginn aö sýna þetta dapurlega mannllf I skoplegu ljósi, meö þessum undarlega blæ af glóandi sól- skini og hömlulausum fýsnum. Og hvernig tókst svo aö koma þessu andrúmslofti til skila I suddanum hér á Suöurnesjum? Þaö tókst merkilega vel. I leikriti sem þessu hlýtur aö vera ærin hætta fyrir áhugaleikara aö detta I þá gryfju, aö leika þetta sem hreinan farsa. Þaö er einföld og átakalltil láusn. Þaö sýnir I senn örugga leikstjórn Þóris Steingrlmssönar og alvar- leg vinnubrögö leikenda hvaö vel flestum þeirra tekst aö sneiöa hjá þvt, aö vinna sér verkiö létt á þennan hátt. Gisli Gunnarsson og Ingibjörg Hafliöadóttir I hlutverkum sinum. Viöamestu hlutverk leiksins eru 1 höndum þeirra Arna Ólafs- sonar og Asalugar Bergsteins- dóttur, sem komast prýöilega frá slnum hlut. Einkum er ástæöa til aö vekja athygli á sérlega vönduöum leik As- laugar. Þórdis Þormóösdóttir I hlutverki systur Bessie dró e.t.v. full einhæfa skrlpamynd ‘af prédikaranum er var sköru- leg I hlutverki slnu. Börnin, Ellie Mey og Dude, léku þau Marta Haraldsdóttir og GIsli Gunnarsson og geröu þeim ágæt skil, þótt framsögn Glsla mætti aö ósekju vera skýrari. Leik- myndin, sem gerö var af Stein- þóri Sigurössyni, var einstak- lega vönduö og átti sinn þátt I aö gera sýninguna trúveröuga. 1 leikslok voru leikendurnir ákaft hylltir og þeim færö'blóm. Þaö er full ástæöa til þess aö Suöurnesjamenn séu þeim hópi þakklátir, sem leggur á sig mikla og óeigingjarna vinnu viö aö koma hér upp jafn ágætum leiksýningum. Þaö þakklæti láta þeir best I ljós meö þvl aö síkja sýninguna I Stapa. Hún er þess viröi. A.A.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.