Þjóðviljinn - 07.12.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
StálgrindahúsiO mikla þar sem ósplast hefur aösetur.
Mynd: — eik.
Þegar við Einar Karls-
son, Ijósmyndari
Þjóðviljans vorum sendir
norður á Blönduós á dög-
unum til að fylgjast þar
með störfum Fjórðungs-
þings Norðlendinga, var
hugmyndin að við dveldum
þar til þingloka á þriðju-
dag og ækjum að því búnu
beint til Reykjavíkur. Nú
bárust okkur hinsvegar
boð um það frá herfor-
ingjaráði Þjóðviljans — í
hvers þjónustu við vorum
— að fara til Skagaf jarðar
á mánudagskvöld, sýsla
þar eitthvað við myndatök-
ur á þriðjudagsmorgun,
aka svo til Akureyrar,
skilja farkostinn þar eftir
og fljúga til Reykjavíkur.
Þetta þýddi aö dvöl okkar á
Blönduósi varö skemmri en á-
formað var I upphafi og eftir
hlaut þessvegna aö veröa eitt-
hvaö af þvi, sem viö höföum ætlaö
„aö gera af okkur” þar á bæ.
Um morguninn höföum viö ekiö
fram hjá geysi stóru stálgrinda-
húsi. Og þegar við spuröumst
fyrir um hverjir byggöu svo veg-
legt húsnæöi þá var okkur sagt aö
þar væri fyrirtækiö Osplast meö
< starfsemi slna. Okkur Einari kom
saman um aö stela okkur smá-
. stund til þess aö lita þarna inn úr
dyrum, áöur en viö legöum fram
Langadalinn.
A stórum húsum eru gjarnan
margar dyr. Þaö er hyggilegt þvi
vel getur komiö sér aö eiga sem
flestar útgönguleiöir. Viö Einar
skiptum meö okkur göngum.
Hann fór meö annarri húshliöinni
en ég meö hinni. Allsstaöar læst.
Loks mættumst viö hjá seinustu
dyrunum. Þar reyndist loks lát á.
Uppi I skrifstofu sinni sat
Þorsteinn Húnfjörð, fyrrum
bakarameistari á Blönduósi en nú
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
Osplast. Og viö byrjuöum þegar
að spyrja:
Reis upp frá dauðum
— Er þetta ekki frekar ungt
fyrirtæki, Þorsteinn?
— Jú, aldurinn er þvl nú svo
sem ekki aö meini, en samt er þaö
nú I raun og.veru gamall draum-
ur. Ósplast var upphaflega stofn-
aö áriö 1971, sem almennt hluta-
félag og framleiösla þess þá var
fyrst og fremst bundin viö bakka
og dósir. Reksturinn gekk vægast
sagtfremur stirölega framanafog
endirinn var sá, aö fyrirtækiö
varö aö gefast upp áriö 1973. Þaö
var þó sem betur fór ekki algert
dauöadá og var fyrirtækiö þvl
vakiö upp áriö 1976. Svo réöist, aö
ég tæki aö mér framkvæmda-
stjórnina. Og þaö tók mig hvorki
meira né minna en tvö ár aö fá
þær vélar til landsins, sem viö
notum nú viö framleiösluna.
Já, hreppsnefndin tók nefnilega
rögg á sig fyrir tveimur árum eöa
svo og ákvaö aö drlfa þetta veru-
Rætt við Þorstein Hún-
fjörð, framkv.stj.
Ósplasts á Blönduósi
Már Sigurbjörnsson
lega I gang. En þaö er ekki sopið
káliö þótt I ausuna sé komiö. Þaö
er ekki nóg aö koma saman út I
félagsheimili og stofna hluta-
félag, þar þarf meira til. Og I
raun og veru er þaö nú svo, aö
þótt fyrirtækiö teljist hafa veriö
stofnaö 1971 og endurreist 1976 þá
erum viö I sjálfu sér ekki búnir aö
starfa nema svona einn mánuö, 1
þvi formi, sem þetta er rekiö nú.
Stærstu hluthafarnir I fyrirtæk-
inu eru hreppsfélagiö, kaupfélag-
iö og Trésmiöjan Fróöi og af þeim
er hreppurinn stærstur. Hlutaféö
er 40 milj. kr.
Framleiðslan nú
— Þú sagöir aö þiö heföuö I
byrjun framleitt bakka og dósir.
Eruö þiö þá meö aöra framleiöslu
núna?
Þorsteinn Húnfjörö
að reyna að
halda höfði
Ákveðnir í
— Já, núna framleiöum viö
aöallega affallsrör og slöngur I
plastpoka af ýmsum stæröum.
Pokarnir eru geröir hjá SIS á
Akureyri. Úr slöngum okkar er
hægt aö framleiöa allt upp I
meters vlöa poka. Vldd affalls-
röranna er frá 40—110 mm en viö
höfum möguleika á aö framleiöa
rör upp I 160 mm vldd. Rörin eru
notuö i leiöslur frá vöskum og úti
en viö stefnum aö því aö
framleiöa fyrst og fremst innan-
hússlagnir.
Ennþá erum viö ekki búnir aö
fá allar þær vélar, sem viö þurf-
um á aö halda, en aö því er stefnt
aö fá aöra vél til þess aö geta
framleitt samtímis rör og slöng-
ur. Eins og er nemur framleiösla
okkar tveimur tonnum á sólar-
hring.
Starfsmenn 9 en fleiri
koma við sögu
— Hvaö vinna margir viö fyrir-
tækiö?
— Hér vinna 9 menn á tviskipt-
um vöktum. Viö stefnum að sjálf-
sögöu aö þvl aö þeir geti oröiö
fleiri. En þaö hefur alls ekki
reynst neitt auövelt aö fá menn til
starfa. Viö fengum hingaö
Þjóöverja, bæöi til þess aö prufu-
keyra vélarnar og þjálfa starfs-
mennina.
Sumir vilja kannski gagnrýna
okkur fyrir aö setja á stofn svona
dýrt fyrirtæki, sem ekki veitir
fleiri mönnum atvinnu en raun
ber vitni. En þá er þvi i fyrsta lagi
til aö svara, aö viö gerum ráö
fyrir þvl aö geta fjölgaö starfs-
mönnum, eins og ég sagöi áðan. A
annan staö er svo þess aö gæta, aö
viö veitum fleiri atvinnu en þeim
einum, sem hér eru I fastri vinnu.
Þar kom til flutningarnir bæöi á
hráefninu hingaö og vörum og
hráefni héöan. Loks má svo gera
ráð fyrir, aö værum viö ekki meö
þessa framleiöslu hér þá væri hún
bara einhversstaðar annarsstaö-
ar og hverju værum við bættari
meö þaö?
Viö erum raunar I haröri
samkeppni bæöi viö innflutning-
inn og aöra en auðvitaö ættum viö
ekki aö þurfa aö flytja svona vör-
ur inn, viö getum framleitt þær
sjálfir.
Viö erum tiltölulega vel settir
hvaö snertir dreifingu vörunnar.
Hráefniö flytjum viö frá Akureyri
eins og stendur en þegar
framleiösla okkar eykst er mein-
ingin aö þvl veröi skipað upp hér.
— Þú talaðir um dýrt fyrirtæki.
Hvaö er fjárfestingin oröin mikil
hjá ykkur?
— Hún er nokkuö á annaö
hundraö miljónir kr. eins og er.
En viö stefnum hátt og teljum
okkur þaö óhætt.
— Þaö er ekkert smáræöis
húsnæöi, sem þiö eruö hér I, ekki
haföi þiö þaö allt undir?
— Nei, til þess þyrftum viö nú
aö færast heldur betur I aukana.
Skemman öll er 4100 ferm. Viö
erum meö 1/4 hennar. Húsiö er
stálgrindahús, eins og þiö hafiö
séöog er keyptfrá Seyöisfiröi. Þvl
er ætlaö aö hýsa ýmiss konar iön-
aöarstarfsemi, vera einskonar
iöngaröar. Ég tel húsiö vera mjög
hentugt.
Vonandi vex króinn
— Cg þaö er mikill móöur I
ykkur um framhald þessa
reksturs?
— Já, viö erum ákveönir i þvl
aö reyna aö halda höföi. Þaö
vantar raunar ekki aö hér hafi
veriö sett upp iönfyrirtæki, sem
ekki hafa kembt hærurnar. Og
auövitaö er viö ýmsa öröugleika
aö etja. Rafmagnsveröiö t.d. er
okkur óhagstætt. Þaö þyrfti aö
lækka. Fjármagnsútvegun öll er
erfiö þvi þaö er þungt á sér og
svifaseint, þetta blessaö kerfi
okkar. En viö ætlumst til eiohvers
af okkar þingmönnum. Tii þess
eru þeir. Viö höfum ekki út-
geröina á aö byggja hér á Blöndu-
ósi og þvi þurfum viö iönaö.
Nýi hreppsnefndarmeirihlutinn
er okkur mjög hlynntur, -þaö má
gjarnan koma fram, — enda er
kaupfélagiö aöili aö rekstrinum.
Og fyrsta sendingin fór frá okkur
til SIS I dag en þaö sér um sölu
fyrir okkur.
Ég fór út I þetta af þvl ég vildi
ekki trúa þvi, aö bakari gæti rekiö
fyrirtæki en ekki samfélagið. Og
viö ætlum ekki aö láta fyrirtækiö
drabbast niöur. Þegar þiö komiö
hingaö næst þá verðiö þiö vonandi
varir viö þaö, aö króinn hafi
stækkaö. —mhg