Þjóðviljinn - 07.12.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 07.12.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1978 f\___N Umsjóp.: Ingólfur Hannesson Oyissa um framtíð meistara- flokks Ármaims í knattspymu Þessi skal í markið Eitthvaft i þessa áttina gaeti drengurinn meö boltann á mynd- inni hér aö ofan veriö aö hugsa. Einbeitnin skin úr svipnum og eitthvaö viröist hann kunna fyrir sér i handboltanum, þvi margir fullorönir gætu veriö hreyknir af slikum „töktum”. Reyndar ætti þessi mynd, sem tekin er úr Sænska haiídboltablaöinu Hánd- boll, aö minna okkur á aö leggja mikla rækt við yngri flokkana. Oflug starfsemi hjá þeim yngstu er einatt aöaismerki góöra félaga. • Margir ungir leikmenn félagsins hyggja nú á félagaskipti Undanfariö hefur sú saga geng- iö fjöllunum hærra, aö flestir leikmenn 2. fiokks Armanns væru á förum frá féiaginu. Máliö er nokkuö flóknara en þaö, þvi obb- inn af drengjunum úr 2. flokknum iék einnig meö meistaraflokki félagsins eöa um 'sjö þeirra. Til þess aö reyna aö komast tll botns i máli þessu reyndi iþrótta- siöan i gærdag aö ná i einhvern stjómarmanna Knattspyrnu- deildar Armanns og tókst loks aö hafa upp á einum þeirra, Finnbirni Hermannssy ni, meðstjórnanda. — Jú, þaö er satt að þetta hafi heyrst. Hins vegar erlitið hægt aö segja fyrr en tilkynningar um fé- lagaskipti hafa borist i okkar hendur. Þetta er eflaust afleiöing af þvi hve litiö er hægt aö gera fyrir yngri flokkana vegna peningaleysis. Strákarnir fara þá eölilega aö lita i kring um sig og sumir hyggja þá kannski tO hreyfings. Miöaö viö önnur félög stöndum viö mjög Ula af ýmsum crsökum. — Eins ogdeildin er rekin f dag eru þaö aöeins tveir til þrir menn,- sem halda henni gangandi og slikt er auövitaö ekki hægt. Þaö viröist vera aö ómögulegt sé aö fá fólk til þess aö starfa fyrir félagiö og þetta bitnar siöan á allri starf- seminni. Þess má geta, aö þátt- taka meistaraflokksins i 2. deild- inni siöastliöiö sumar var algjör dragbitur á starf annarra flokka, slikur var kostnaöurinn þar. — Eg veit ekki annaö en'allir núverandi stjórnarmeölimir muni segja af sér og hvaö þá tek- ur viö er ekki gott aö segja um. Vonandi fást þó einhverjir aörir tU þess aö halda knattspyrnu- deildinni gangandi. Þaö viröist þannig vera aö ein- hver fótur sé fyrir þeim sögu- sögnum, sem i upphafi var minnst á. Undirrótin aö þessum umrótum er sú, aö þetta gamal- gróna Iþróttafélag, Armann viröist vera aö lognast útaf. Starfsemi i flestum deUdum er i lágmarki og almennur áhugi fyrir þróttmUdu starfi ekki tU staðar. Þessari óheillaþróun veröur aö snúa viö og hefja félagiö tU þess vegs og virðingar, sem þvl ber. I einudágblaöanna var sagtfrá þvf fýrir stuttu, aö Gunnar Andrésson, fyrirliöi liösins væri á förum til Fylkis. Nú hafa margir fleiri bæst i þann hóp sem hyggur á félagaskipti t.d. Arnleifur Guömundsson og Smári Jósafats- son yfir i Fram, Oddur Hermarinsson til K.R. o.fl. Þessir drengir voru nánast þjálfaralaus- ir i sinum flokki, 2. flokknum, i fyrrasumar, en náöu þrátt fyrir þaö prýöisárangri. Þannig hefur aöstööuleysiö hrakiö þá tU ann- arra félaga og er slikt vel skUjan- legt. Fleiri pUtar, en þessir sem hér hafa veriö nefndir halda aö sér höndum og ætla aö biöa og sjá hvernigrætistúr þjálfaramálum, áöur en þeir fara frá félaginu. Hér verður stjórn knattspyrnu- deUdarinnar aö gripa i taumana og reyna aö koma lagi á málin. IngH / 1 Arsenal úr leik UEF A-bikarnum 1 gærkvöldi var leikiö i' 16-liöa úrslitum UEFA-bikarsins i knatt- spyrnu . Eftir umferöina er ljóst aö I uppsiglingu er eitt allsherjar einvigi milii enskra og vestur-- þýskra félagsliöa, þvi aö af átta liöum.sem komust áfram eru sex- frá þessum tveimur löndum. En litum á úrslitin: ..Borussia Mönchengladbac Slask Wroclaw 2 Gladbach áfram (5:3) Dukla Prag 4 — VFB Stuttgart 0 Dukla áfram (5:4). MSV Duisburg 4— Strasbourg 0 Duísburg áfram (4:0). 4 — Aísenal 1 — Red Star 1 Red Star áfram (2:1). Manchester City 3 — A.C. Milan 0 Man. City áfram (5:2). WBA 2 — Valencia 0 WBA áfram (3:1). Hertha Berlin 4 — Esbjerg 0 Hertha áfram (5:2). Ajax 2 — Honved 0 Honved áfrám (4:2). IngH Leikurinn gegn Pólverjum mjög góður af okkar hálfu I síðustu viku tók ís- lenska landsliðið í hand- knattleik, þátt í sex liða keppni í Frakklandi. Þátttakendur voru auk Islands, Pólland, Túnis, Kína, Frakkland A-lið og Frakkland B-lið. (slend- ingarnir höfnuðu í þriðja sæti og má það teljast bærilegur árangur miðað við þann undirbúning og samæfingu, sem liðið hafði fengið áður en til ferðarinnar kom. Til þess aö fræöast pánar um feröina, haföi iþróttasiöan sam- band viö Jóhann lnga Gunnars- son, landsliösþjáifara og — ein- vald. — Mér finnst aö þessi keppn- isferö haf; náö sinum tilgangi og er ég án^göur meö árangurinn. Aöur en viö lögöum af staö setti ég þrjú meginmarkmiö meö feröinni. I fyrsta lagi aö athuga hver staöa Islands væri i alþjóöahandknattleik i dag. 1 ööru lagi var hér um hreina æf- inga- og keppnisferð aö ræöa og i þriöja og siöasta lagi var nauö- synlegt fyrir mig aö láta lands- liöiö spreyta sig I erfiöri keppni, til að hægt sé aö velja þann kjarna, sem mun halda okkar merki á lofti á næstunni. Þessi þrjú markmiö tel ég aö hafi náöst. Rætt við Jóhann Inga Gunnarsson landsliðsþjálfara um keppnisferðina til Frakklands Jóhann Ingi Gunnarsson, lands- liöseinvaldur og — þjálfari i handknattleik. — 1 rauninni skipti engu meg- inrnáli hver lokastaöa okkar i mótinu yröi, viö tókum. hvern leik fyrir sig og reyndum aö gera okkar besta. Þaö var aö- eins i leiknum gegn Frakklandi A-liöi, sem okkur voru mislagö- ar hendur. Sérstaklega var leik- urinn gegn Pólverjum góöur og áttum viö þar alla möguleika á aö sigra þessa geysisterku handknattleiksmenn. Aö minu mati hafa Pólverjar á aö skipa einu af sex bestu handknatt- leiksliöum heimsins, — 1 leikjunum úti kom ber- lega i ljós, aö þaö er nokkuð annaö aö skora mörk i 1. eöa 2. deildar keppni á tslandi eöa aö skora gegn góöum landsliöum. Svipaöa sögu er aö segja um markvörsluna. Þe.tta veröa menn aö hafa i huga þegár rætt er um val einstakra manna i landsliö. Hvaö markvörsluna varöar tel ég aö hún hafi verið I betra lagi en oftáöur, enda fariö aö leggja miklu meiri áherslu á þann þátt en áöur var, t.a.m. láta pólsku' þjálfararnir hérna sina markmenn æfa tvisvar á dag. — Næsta verkefni landsliös- ins er landsleikirnir gegn Dön- um 17. og 18. þ.m., en þvi miöur er ekki hægt aö hafa æfingar fram aö þeim tima vegna anna leikmannanna meö sinum fé- lagsliöum. Þá mun útilokaö aö Vikingarnir geti tekiö þátt i þessum leikjum vegna Evrópu- keppni þeirra og erfitt veröur aö fá Valsmenn i leikina, þvi þeir eiga leik úti þann 16. tslensku leikmennirnir I Þýskalandi koma heim sama daginn og leika á, þannig aö alls óvist er ennþá hvernig liöiö veröur skip- aö. , — Eftir landsleikina viö Dani . hefst undirbúningur fyrir B-- keppnina á Spáni af fullum krafti og er ég þegar búinn aö útbúa þjálfunaráætlun frá 19. des. fram aö Spánarkeppninni. Þetta er ströng áætlun, hvar yfirleitt er gert ráö fyrir tveim- ur æfingúm á dag. Þannig munu landsliðsmennirnir okkar ekki sitja auöum höndum yfir hátlö- irnar. IneH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.