Þjóðviljinn - 07.12.1978, Side 16
1MOÐVIUINN Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 —12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös- s Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtœki
- - ». Fimmtudagur 7. desember 1978 ins i þessum siihum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BÚDIN simi 29800, (5 linurN-^«^_ ,
Kaldur matur við
veriö kynnt ríkisstjórninni
þegar í maí svo aö þessi
aðgerð þyrfti ekki aö koma
á óvart.
Skiili sagði aB gjaldfallnar
skuldir Félagsstofnunarinnar til
áramóta næmu nú rúmum 58 mil-
jónum króna og heföu þær safnast
upp vegna greiBsluerfiðleika s.l. 3
ár. Þetta stafaöi m.a. af þvi aö
hlutur rikisvaldsins hefBi fariö
stööugt minnkandi i rekstrinum
allt frá 1969 þegar Félagsstofn-
unin var stofnuö. Aöaitekjustofn-
ar eru framlög stúdenta i gegnum
innritunargjald og framlög rikis-
sjóös. 1 reglugerö var stefnt aö
þvi aö hlutur rikisvaldsins væri
þrefalt framlag stúdenta en nú
hefur dæmiö snúist viö. Ariö 1969
var framlag hvers stúdents 383
krónur en rikiö lagöi 3328 kr. á '
móti. Nú er framlag rikisins á
stúdent 516 krónur á verölagi árs-
ins 1969 en stúdentsins 588 krðnur.
Skúli sagöi aö i itarlegri
greinargerö sem send var yfir-
völdum 10. mai s.l. heföi veriö
tekiö fram aö fyrirsjáanlega yrði
aö loka Félagsstofnuninni, og
þeirri starfsemi sem hún rekur
(mötuneyti, stúdentagaröarnir,
bóksala og fjölritun) ef rikiö sæi
sér ekki fært aö auka framlag
sitt. 1 byrjun október var fariö
fram á 25 miljón króna aukafjár-
veitingu fyrir þetta ár og var
beiönin lögö fyrir rikisstjórnina
13. nóvember en ákvöröun hefur
enn ekki veriö tekin.
Ennfremur var fariö fram á 63
miljón króna framlag á fjárlög-
um næsta árs en i fjárlagafrum-
varpinu eins og þaö liggur nú
fyrir er gert ráö fyrir 19 miljónum
króna.
Þess skal aö lokum getiö aö i
gær fór fram fjölmennur fundur
um lánamál stúdenta og var
Tómas Arnason fjármálaráö-
herra þar staddur. Skömmu áöur
eöa siödegis f gær var rafmagni
hleypt á Félagsstofnunina aftur.
—GFr
1 mötuneyti stúdenta voru i hádeginu I gær framreiddar kaldar samlokur, skyr og súrmjólk en kerti
voru á boröum og stúdentarnir úlpuklæddir (Ljósm.: eik)
kertaljós
í Félagsstofnun stúdenta í gær.
Lokað fyrir rafmagnið vegna
skulda. Opnað aftur síðdegis
I gærmorgun lét Raf-
magnsveita Reykjavíkur
til skarar skríöa og lokaöi
fyrir rafmagn í Félags-
stofnun stúdenta vegna
skuldar upp á 10/7 miljónir
króna. Þegar blaöamann
og Ijósmyndara Þjóðvilj-
ans bar þar að í hádeginu
voru framreiddar kaldar
samlokur, skyr og súr-
mjólk viö kertaljós og hálf-
gerðan kulda vegna þess
aö hluti hitakerfisins varö
óvirkt vegna rafmagns-
leysisins. Skúli Thoroddsen
framkvæmdastjóri Fé-
lagsstofnunarinnar sagði I
samtali aö slæm f járhags-
staöa stofnunarinnar hefði
Skúli Thoroddsen framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunar stúdenta:
Viö höfum tilkynnt rafmagns-
veitunni aö viö getum ekki greitt
skuldir okkar nema meö aöstoö
rikisvaidsins.
Einar Ögmundsson um launakjör vörubílstjóra:
Yeröa aö éta upp af-
skriftir bílanna
til að framfleyta sér
Laun vörubifreiða-
stjóra eru miðuð við að
þeir hafi vinnu állt árið
en þvi fer fjarri að svo
sé. Þetta veldur þvi að
þeir eru lægst launaðir
allra stétta i landinu og
framfleyta sér aðeins á
þvi að éta upp afskrift-
imar á bíl sínum, sagði
Einar ögmundsson i
samtali við Þjóðviljann
en hann var endurkjör-
inn formaður Land-
sambands vörubif-
reiðastjóra á þingi
sambandsins fyrir
skömmu.
Viö höfum reiknaö Ut aö mán-
aöarlaun vörubílstjóra miöaö
viö 40 stunda vinnuviku eru nú
rúmlega 120.000 krónur á mán-
uöi. Miklir fjármunir eru i veöi i
venjulegum vörubll þar sem
meöalverö á 8-10 tonna vörubll
er nú 16,8 miljónir króna. Eins
og áöur sagöi veröa bilstjórarn-
ir aö éta upp afskriftir bilanna
oghafa auk þess enga lánasjóöi
til aö ganga i. Ennfremur eru
bílarnir ekki veöhæfir þegar
tekin eru venjuleg bankalán.
Þetta kerfi er þvi afar ranglátt
og hlýtur aö hefna sin, sagöi
Einar.
1 landsambandinu eru nú 33
félög meö um 700 bilstjóra innan
vébanda sinna. Skilyröi til inn-
göngu er aö bilstjórinn hafi aö-
alatvinnu af þvi aö aka bilnum
og eigi ekki nema einn bll.
Landsambandiö er innan Al-
þýöusambands Islands enhefur
dálitla sérstööu þar vegna þess
aö félagarnir eiga sjálfir vinnu-
tækiö en gera jafnframt samn-
inga um kjör sin.
Aöaluppistaöan 1 vinnu bil-
stjöranna er vegavinna, afuröa-
flutningar til bænda og akstur i
tengslum viö útgeröina i dreif-
býlinu. Reykjavikurborg er
stærsti atvinnurekandinn i
Reykjavik. Samningar vörubif-
reiöastjóra viö hreppsfélög og
útgeröarfélög hafa losaö þau
undan þeirri kvöö aö binda fé I
bllum. Annars hefur oröiö svo-
litil misvisun i þróuninni undan-
fariö þar sem t.d. Vegageröin
hefur krafist stærri og stærri
bila meö bættum vegum og
þannig lækkaö flutningskostnaö
á einingu en á smærri stööum
bera hvorki hús, bryggjur eöa
vigtir svo stóra bfla og veröur
þá aö vera tvenns konar bfla-
kostur til reiöu. Þetta hefur haft
vissa erfiöleika I för meö sér.
Helsta ágreiningsmál okkar
viö atvinnurekendur er fólgiö i
þvi aö viöhöfum forgang til alls
leigubifreiöaaksturs og uröu um
hana býsna snörp átök fyrir
fjórum árum. Viö teljum aö
þetta kerfi sé hagkvæmt fyrir
báöa aöila þar sem viö skuld-
bindum okkur jafnframt til aö
útvega þjónustu þegar um hana
Einar Ogmundsson: Forgangs-
rétturinn til leigubifreiöaakst-
urs er lifsakkeri okkar.
er beöiö. Ef forgangsrétturinn
yröi afnuminn er hætt viö aö
smærri aöilar i hinum ýmsu at-
vinnuvegum fengju mun lakari
þjónustu. Ýmis stór fyrirtæki
eiga hins vegar sinn eigin bfla-
kost og vilja krossnota hann sfn
á milli en fá þaö ekki núna
vegna forgangsréttarins. Hann
er þvl lifsakkeri okkar sem viö
viljum alls ekki af hendi láta,
sagöi Einar aö lokum.
— GFr
■
I
■
I
■
I
■ 1
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
Félagsstofnun
stúdenta:
Megas
í kvöld
Guðbergur
annað
kvöld
t kvöld, fimmtudagskvöld,
munu Megas og félagar
fiytja DRÖG AÐ SJALFS-
MORÐI I Félagsstofnun
stúdenta. Megas munu aö-
stoöa viö flutning verksins
þeir Guömundur Ingólfsson,
Pálmi Gunnarsson, Björgvin
Gislason, Siguröur Karlsson
og Lárus Grimsson.
Tónleikarnir heíjast kl. 21
um kvöldiö. A föstudags-
kvöldiö mun Nafnlausi söng-
hópurinn troöa upp f Stúd-
entakjallaranum, syngja þar
og spila fyrir kjallaragesti.
Þá munGuöbergur Bergsson
einnig lesa þar upp úr verk-
um sínum.
1 Stúdentakjallaranum
sýnir nú Asgeir Lárusson, '
ungur listamaöur, 15 verk
eftir sig.
Neytenda-
samtökin
á Akra-
nesi
Laugardaginn 25. nóvem-
ber var stofnuö deild Neyt-
endasamtakanna fyrir Akra-
nes og nágrenni, Gestir
fundarins voru Reynir Ar-
mannsson formaöur Neyt-
endasamtakanna og Jó-
hannes Gunnarsson, formaö-
ur Borgarfjaröardeildar.
Formaöur var kjörinn Sig-
Gunnlaugsdóttir, Vallhoiti
21.
Markmiö deildarinnar er
aö gæta hagsmuna neytenda
á verslunarsvæöi Akraness,
veita félagsmönnum slnum
leiöbeiningar og fyrir-
greiöslu ef þeir veröa fyrir
tjóni vegna kaupa á vöru eöa
þjónustu, svo og aö reka út-
gáfu- og fræöslustarfsemi,
svo eitthvaö sé nefnt.
Viötalstimi deildarinnar
veröur á þriöjudögum milli
20 og 22 aö Jaöarsbraut 9,
neöri hæö. Þar er tekiö á
móti kvörtunum og veittar
upplýsingar. Simi déildar-
innar er 2539.
Alþýðubandalagið:
Midstjórn
kemur
saman í
kvöld
Fyrsti fundur nýkjörinnar
miöstjórnar Alþýöubanda-
lagsins er i kvöld aö Grettis-
götu 3 og hefst kl. 20.30. A
dagskrá fundarins er kosn-
ing framkvæmdastjórnar og
starfsnefnda miöstjórnar,
umræöur um efnahagsráö-
stafanir og stjórnarsam-
starfiö og önnur mál.