Þjóðviljinn - 14.12.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.12.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. desember 1978 ÞJóÐVILJINN — StÐA 13 „Asmundarsalur” — húsnæöið sem Arkitektafélag tslands hefur fest kaup á. Ljósm. Leifur. Arkitektafélag Islands flutt í nýtt húsnæði Arkitektafélag tslands hefur keypt húseignina Freyjugötu 41, eða Asmundarsal einsog húsið er oftast nefnt. Var húsið opnað I gær eftir nokkrar lagfæringar og um leið var opnuð þar sýning á vatnslitamyndum Jörundar Páls- sonar, sem einkum er þekktur fyrir myndir slnar af Esjunni. Einsog Hilmar ólafsson, for- maður Arkitektafélagsins, komst að orði við opnunarathöfnina I gær, er markmið félagsins með þessum húsakaupum að skapa vettvang til athafna og umræðu um húsagerðarlist og umhverfis- mótun, og jafnframt að efla starf- semi félagsins. 1 húsinu verður skrifstofa félagsins, sem nú er opin hálfan daginn. Þar starfar einn fastráð- inn starfsmaður. Auk þess eru i húsinu fundarherbergi af ýmsum stærðum og aðrir Iverustaðir. Félagsmenn hafa lagt nótt við dag að undanförnu við að mála og teppaleggja. Arkitektar hyggjast hefja sýningarsalinn uppi á lofti aftur til vegs og virðingar. Þar verða sýningar á ýmisskonar myndlist, einkum þeirri sem tengist húsa- A skrifstofu Arkitektafélagsins að gerðarlist, og verður sýningar- salurinn bæði notaður af félags- mönnum og leigður út. Húsið að Freyjugötu 41 var byggt á árunum 1933 — 36. Sig- urður Guðmundsson arkitekt teiknaði það fyrir Asmund Sveinsson myndhöggvara, en Freyjugötu 41. Ljósm. Leifur. seinna gerði Sigvaldi Thoruarson arkitekt á þvl nokkrar breytingar, til þess forms sem er i dag. Myndlistarskólinn i Reykjavik var svo þarna til húsa frá 1956 þartil i október s.l. að Arkitektafélag Islands tók við þvi. ib Sildarútvegsneínd upplýsír: Norskt svikamál 1 síldveiðunum Vinnslustöðvum afhent 50 til 100% meira af fersksíld en gefið er upp 1 fréttabréfi, sem Þjóbviljanum hefur borist frá Sildarútvegs- nefnd, segir m.a.: Svo sem kunnugt er var mikill ágreiningur um það i Noregi hve mikið skyldi leyft að veiða af sild af norsk-Islenska stofninum I haust. Norsk stjórnvöld létu enn einu sinni undan þrýstingi fiski- mannanna og heimiluðu veiðar á 70.000 hl. þrátt fyrir aðvaranir fiskifræðinga. Ljóst er nú að veitt hefir verið mikið umfram veiðikvótann, þótt það komi ekki fram I opinberum skýrslum. Sildarútvegsnefnd hafa undanfariö borist fréttir víða aö um þaö, aö norsku vinnslustöövarnar fái „velúti- látna vigt” er þær taka viö fersk- sildinni, enda kemur umfram- magnið hvergi fram á opinber um skýrslum og skerðir þvi ekki kvóta veiðiskipanna. Hiö op inbera lágmarksverð fyrir fersk sildina virðist þvi sniðgengið á svipaöan hátt og á s.l. ári. Einn norskur sildarkaupmaöur tjáði SON nú I vikunni að algengt heföi verið á vertiðinni að veiðiskipin hefðu afhent vinnslustöðvunum 50 — 100% meira af fersksild en gef- ið hefði veriö upp og að fyrir um- frammagniö væri ekkert greitt. 1 fyrra var lengi vel þagað yfir þessu, én lögregluyfirvöld munu þó sums staðar hafa skorist i leik- inn, en norsk blöð skýrðu frá þvi að heilar bilalestir hafi flutt smyglaða saltsild („svarta sild”) yfir landamærin til Sviþjóöar og Finnlands. Ekki hafa enn borist öruggar fréttir um uppbætur þær, sem norsk stjórnvöld greiöa á saltsildina i ár, en þær námu há- um upphæðum á s.l. ári. Djasskvöld í Félagsstofnun t kvöld verður haldið djass- kvöld I Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þar munu spila þeir Siguröur Karlsson á tromm- ur, Guðmundur Ingólfsson á pianó, Lárus Grlmsson á flautu, Björgvin Gislason á gitar og Pálmi Gunnarsson á bassa. Fyrir þessari skemmtan etendur funda- og menningar- málanefnd Stúdentaráðs. Rétt er að geta þess, aö opiö veröur niöur i stúdentakjallarann, þar sem veitingar verða á boðstólum frám til ki. 24, en skemmtanin hefst kl. 20. Gavin lyali Viðsigrumeða deyjum VIÐ SIGRUM EÐA DEYJUM Sekúndubrot ráöa úr- slitum um lif eða dauða. Margfaldur metsöluhöfundur. mmmmmmmm hö FOTMAL DAUÐANS Hver drap nasistann? Snjöll njósnasaga eftir meistara Clifford. PU AFA bnLINW PUUUtN urnar Þaó ert þú sem eg £G ÞRAI ÞAÐ ERT ÞU ÁST ÞÍNA SEM ÉG ELSKA Magnþrungin bók um Eldheit ástarsag, heitar ástríður, al- Hver var hinn óttale gleymi og unað. leyndardómur? hörpuútgáfan Mýíku, liatforingi ihllúm Honn »i Mö»n 81 <sng;i sg tsndur 1 þrokj- búSit i Síberíu. Honum Mot 08 flýjo sálf ifrcngo vW og k»<«l |w þriggls óio genga vm ovBnJi.og byjij»f Siboriu, |xtf Mm 6*rvUgoi monomuntr biJo honi. A MEÐAN FÆT EFTIRLYSTUR AF GESTAPO Margföld metsölubók um Norðmanninn sem slapp frá GESTAPO. Sannar hetudáðir. URNIR BERA MIG Sönn saga um þýska liðsfcringjann, sem flúði úr fangabúðum i Síberíu. hörpuútgáfan Borgfirzk blando wW áwÉv Þjóðlegur fróðleikur sagnaþættir, skopsög- ur, lausavísur, frá- sagnir af sérstæðu fólki, slysförum, ferðalögum, draumum og dulrænu efni. SAFNAÐ HEFUR BRAGI ÞÓRÐARSON BORGFIRSK BLANDA Á ERINDI TIL ALLRA ÍSLENDINGA HÖRPUÚTGÁFAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.