Þjóðviljinn - 14.12.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.12.1978, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Fimmtudagur 14. desember 1978 — 277. tbl. 43. árg. Stiórnarflokkarnir sömdu um tekiuhliðina í sær: Fannst látinn I fyrrakvöld var gerð viðtæk leit aö manni, sem fariö hafði til rjúpnaveiöa I Norðurárdal um morguninn en kom ekki fram. Laust eftir miðnætti fannst maðurinn látinn, haföi oröið bráðkvaddur Maðurinn, sem var um fimmtugt hafði fariö með vini sinum til rjvipnaveiða i daln- um. Félagar úr björgunar- sveitum SVFl leituðu hans um kvöldið. SKATTVISITALAN 150 OG VÖRUGJALDIÐ 18% Ónýttur per- sónuafsláttur nýtist til lœkkunar á gjöldum lág- launafólks I gær náðist samkomu- lag i meginatriðum milli stjórnarf lokkanna um tekjuhlið fjárlaga. Þetta samkomulag er i aðal- atriðum byggt á tillögum skattanefndar þeirrar sem ríkisstjórnin skipaði og sagt var frá hér í blaðinu í gær. Þau atriði sem deilum hafa valdið innan rlkisstjórnarinnar, eru einkum, hvernig skipta ætti skattalækkuninni til láglauna- fólks milli hækkunar skattleysis- marka og þess að lækka sjúkra- tryggingagjald. Alþýöu- flokkurinn vildi hækka skatt- leysismörkin en Alþýðubanda- lagið lækka eöa fella niður sjúkratryggingagjaldiö. Sú lausn varð á þvi máli að skattvisitalan, sem ræöur skattleysismörkum, hækkar og veröur 150 stig, sjúkratryggingagjald lækkar úr 2,0% i 1,5% á lágum tekjum og ónýttur persónuafsláttur sem eykst vegna hækkunar skatt- leysismarka kemur til lækkunar á gjöldum láglaunafólks. Þá var einnig deilt hart um hækkun vörugjalds, en Tómas Arnason lagði fram tillögur um það á sunnudgskvöld að það skyldi hækkað úr 16% i 20 til þess að mæta tekjutapi vegna skatta og tollalækkana. Alþýðubanda- lagiö var mjög andvigt þessari hækkun og niðurstaðan verður liklega sú að vörugjald hækkar úr 16% 118 en tekjutapinu verður m.a. mætt með niðurskuröi rekstrargjalda á fjárlögum, en á þaö hefur Alþýðubandalagið alltaf lagt áherslu. Þetta samkomulag stjórnarflokkanna Framhald á 18. siðu Launin 12% hærri 9% hærra fiskverð Nú þegar mikið er talað um frystihús á hausnum er hið myndarlega Fiskiðjusamlag á Húsavlk rekið með miklum blóma og þó er bæði starfsfólki þess greitt umfram umsamið kaup og sjómönnum hærra verð fyrir fiskinn. Fiskiðjusamlagið er hlutafélag f eigu Kaupfélags- ins, bæjarfélagsins, Verkalýðs- félagsins, Samvinnuféiags út- gerðar og sjómanna að þvi er Kristján Asgeirsson bæjar- fulltrúi tjáði Þjóðviljanum I gær. Síöan 1974 hefur starfsfólki, ööru en því sem vinnur eftir og samt blóm - legur rekstur bónuskerfi, verið greidd 12% uppbót ofaná umsamið kaup en bónusfyrirkomulagið við flökun ogsnyrtingu er einnig öðru vlsi en gerist og gengur. Þar er gengið út frá fastri meðal- nýtingu I stað svokallaðrar fljótandi nýtingar og kemur þaö betur út fýrir mannskapinn þar sem hann er þá ekki að keppa innbyröis. Þrátt fyrir þetta varö tekjuaf- gangur Fiskiðjusamlagsins á slðasta ári 56 miljónir króna og var hann notaður til að greiöa 9% hærra fískverð. Aöur hafði að sjálfsögðu verið reiknaöar út afskriftír, greiddur 10% arður til hluthafa og lagt I end- urnýjunar- og varasjóö. Kristján Asgeirsson sagði að saga samvirkrar stjórnar sam- vinnuhreyfingarinnar, bæjar- félagsins og verkalýðsfélagsins á helstu atvinnutækjumbæjarins á slöustu árum væri hin merk- asta og þess virði að vera sögð. —GFr Ur Fiskiðjusamlagi Húsavlkur: Hér hefur um árabil verið betri bónus og hærra kaup en annars staðar og samt er mikill tekjuafgangur. (Ljósm.: eik) FISKIÐJUSAMLAGIÐ Á HÚSAVÍK: Vilmundur Gvlfason: Tíma- fréttin röng Vilmundur Gylfason alþingis- maður sagði i samtali við Þjóð- viljann i gær að frétt á forsiðu Timansígær ætti við engin rök að styðjast. Þar var þvi haldið fram að hluti af þingliði Alþýðuflokks- ins undir forustu Vilmundar væri að undirbúa eigin fjárlagatillögur og ætluðu sér með þeim að bregða fæti fyrir rikisstjórnina með stuöningi Sjálfstæðisflokksins. Staöreyndin er sú, sagði Vil- mundur, að við erum búnir að vera á stöðugum fundum um efnahagsmál af öllum stærðum og gerðum allt frá þvi i júll og svo er einnig núna. Vandinn er sá að við sem erum áhugamenn um önnur mál, t.d. menningarmál, erum orðnir dauðleiðir á þessu og viljum leysa efnahagsmálin til lengri tima en þriggja mánaða I senn. önnur og merkilegri mál eiga lika að komast aö, en þau gera það bara ekki. — GFr Afurðalán siávarútvegs: Vaxtalækk- SUÐURNES: Ellefu naudungaruppboðum bjargað fyrir horn Þau áttu öll að fara fram í dag Á mánudaginn var voru auglýst nauðungaruppboð hjá 11 útvegs* eða fisk- vinnslu-fyrirtækjum á Suð- urnesjum,og var í flestum tilfellum um annað og síð- asta uppboð að ræða. Að sögn Jóns Eysteinssonar bæjarfógeta í Keflavík var i gær búið að bjarga öllum þessum málum fyrir horn/ eins og sagt er, það er að þeim hefur verið frestað. 1 nær öllum tilfellum koma þessi nauðungaruppboð til vegna vangoldinna skatta og eins er um aö ræða skuldir við ýmsa sjóði. Sagði fógeti að hér væri sam- tals um að ræða mjög háar upp- hæðir sem hefðu safnast saman á þessu ári. Til aö mynda hefðu þessi fyrirtæki flest ekki greitt neitt af opinberum gjöldum á þessu ári. Hvort aðeins er um frest aö ræða að þessu sinni, eða hvort fyrirtækin geta greitt þessar skuldir var ekki vitað I gær. — S.dór un og geng- istrygging 1 gær mælti Svavar Gestsson fyrir stjórnarfrumvarpi um afúrðalán sjávarútvegsins. Hin nýja skipan felst I þvl að lánin verða gengistryggð, bera vexti sem tlðkast erlendis á þess háttar lánum 8,5% og greiöast fram- leiðendum hér við útskipun vör- unnar. Þessar ráðstafanir hafa I för með sér samkvæmt mati fisk- framleiöenda að vaxtabyrði þess- ara fyrirtækja lækkar um 2,5%. Það samsvarar um 10% lækkun á launakostnaði I fiskvinnslunni. Frumvarpið fékk góðar undir- tektir við fyrstu umræðu I efri deild þótt sjálfstæðismenn hefðu nokkurn fyrirvara á stuðningi slnum. — sgt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.