Þjóðviljinn - 14.12.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Steingrímur sýnir að Kjarvalsstöðuni Vogun vinnur, vogum tapar segir listamaðurínn Steingrimur Sigurðsson list- málari opnar 41. sýningu sina að Kjarvalsstöðum á morgun, föstu- dag kl. 20.30 i trássi við sýninga- bann BtL og FtM á Kjarvalsstöð- um. Steingrlmur mun sýna 60-70 verk, ýmist máluð fyrir vestan eða I Reykjavik, nánara tiltekið i Breiðholtinu, sem listamaðurinn nefnir Gólanhæðir. Sýningin verður opin til 22. desember. Þjóðviljiiin hefði samband við Steingrim varðandi þessa ákvörðun hans um að sýna á Kjarvalsstöðum. — Ég sótti um leyfi til að sýna á Kjarvalsstöðum fyrir 10-12 dög- um og fékk það f siðustu viku, sagði Steingrlmur. Ég er ekki Framhald á 18. siðu — Sýning mln hreinsar loftið meðal myndlistarmanna, segir Stein- grlmur Sigurðsson. Spillir fyrir samningunum Þannig hefur veriö umhorfs á Kjarvalsstöðum siðustu vikurnar vegna banns FtM á hiísið. -Ljósm. Leifur. segir formaður FIM „Þessi ákvörðun er ákaflega heimskuleg og hlýtur að spilla fyrir samkomuiagi við listamenn. Viðræður voru i gangi og við höfð- um vonast til þess að á næsta fundi yrði séð fyrir endann á deil- unni," sagði Hjörieifur Sigurðs- son, formaður Féiags Islenskra myndlistarmanna, I gær um þá ákvörðun meirihlutastjórnar Kjarvalsstaða að leyfa utanfé- lagsmanni að opna sýningu þar á morgun. Stjórn Kjarvalsstaða hefur ekki haldið formlegan fund siöan 28. nóvember sl. Akvörðunin um aö veröa við ósk Steingrims Sig- urðssonar um að opna sýningu á Kjarvalsstöðum var tekin á óformlegum fundi Sjafnar Sigur- björnsdóttur og Daviðs Oddsson- ar meðan á borgarstjórnarfundi stóö sl. fimmtudag. Davið Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði i sam- tali við Þjóðviljann I gær aö þetta skyndileyfi hefði verið veitt utan stjórnarfundar eins og iðulega værigertþegarumstuttar sýning- ar væri að ræöa. Tlðkaðist þetta bæði i borgarstjórn og viðar. Þriðji stjornármaðurinn Guðrún Helgadóttir hefði ekki gert neina athugasemd við þetta. Aöspurður kvað Davlð það rétt vera aó sam- þykktmeirihlutans hefði ekki verið formlega bókuði en það yrði gert á næsta stjórnarfundi. „Þetta er fyrst og fremst spurning um hús- askjól fyrir listamann", sagði Davið. „Steingrimur sótti um sýningarpláss á Hótel Borg en Sigrún Jónsdóttir fék þar inni þegar hvln dró Kjarvalsstaöaum- sókn sina til baka. Steingrimur fékk þá Kjarvalsstaði." „Ég veit ekki hvernig þessi ákvörðun er til komin", sagði Guðrún Helgadóttir borgarfull- trúi I gær.„Enginnstj6rnarfundur hefur verið haldinn og ekkert bokað um leyfið. Málið verður si- fellt dularfyllra." Að þvi er Thor Vilhjálmsson, formaður Bandalags islenskra listamanna tjáði blaðinu i gær veröur i kvöld haldinn fundur stjórnar BIL og formanna aðild- arfélaga þess i Norræna húsinu og er fundarefnið staðan i Kjar- valsstaðadeilunni. — IM/ekh Snílldarv erk nútíma heimsbókmennta í afbragðsþýðmgum Fjandinn hleypur í Gamalíel Smásagnasafn Williams Hcinesen Wilktm Hcmesen Fjandmn Miyour iGamak Þar segir frá Atlöntu Mlrmanns og Riboit lækni — tslendingunum Báltazar Njálssyni, Einari Ben og jómfrú Mariu — Leó og stuikunni hans — Gamaliei og konunni hans, Sexu — þar segir fra miðpunkti heimsins og Paradisarlundum — garðinum brjálæðingsins og mánagyðjunni Astarte — Kaupmannahöfn.i.Leith, Vancouver og furðuheimi bernskunnar I Tlnglsalandi þar sem Talalok konungur ræður iöndum f krafti skáldgáfu sinnar. Og mörgu öðru. Það er William Heinesen sem segir frá og Þor- geir Þorgeirsson sem þýðir. Hundrað ára einsemd Skáldsaga eftir kólumbiska rithöfundinn Gabriel Garcia Marques í þýdingu Guðbergs Bergssonar iJilJJDiiilLI Mb /~ Gabríel Gareia y Maiquez \ V f? Hundrað ára einsemd er ættarsaga sem tekur yfir hcila öld, frá þvl nýr heimur er numinn og þangað til hann Hður undir lok. Llf þjoðanna er brætt inn I athafnir þessarar fjölskyldu, hug- sjónir hennar, afrek og spaugilegir hættir þeyt- ast um spjöid sögunnar I sögulegum harmleik byltinga, bjargráða kanans á bananavöllum og syndaflóði ástarinnar. Hundrað ára cinsemd hcfur verið nefnd mesta stórvlrki rómanskra bókmcnnla á þessari ðld. Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.