Þjóðviljinn - 14.12.1978, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Steingrímur sýnir að Kjarvalsstöðum
Vogun vinnur,
vogum tapar
segir listamaðurinn
Steingrimur Sigurðsson list- veröur opin til 22. desember.
málari opnar 41. sýningu sina að Þjóðviljinn hefði samband við
Kjarvaisstöðum á morgun, föstu- Steingrim varðandi þessa
dag kl. 20.30 f trássi við sýninga- ákvörðun hans um að sýna á
bann BÍL og FÍM á Kjarvalsstöð- Kjarvalsstöðum.
um. Steingrímur mun sýna 60-70 — Ég sótti um leyfi til að sýna á
verk, ýmist máluð fyrir vestan Kjarvalsstöðum fyrir 10-12 dög-
eöa I Reykjavik, nánara tiltekið I um og fékk það f siðustu viku,
Breiðholtinu, sem listamaðurinn sagöi Steingrfmur. Ég er ekki
nefnir Gólanhæðir. Sýningin Framhald á 18. siðu
Þannig hefur verið umhorfs á Kjarvalsstöðum siðustu vikurnar vegna
banns FÍM á húsið. -Ljósm. Leifur.
— Sýning min hreinsar loftið meðal myndlistarmanna, segir Stein-
grfmur Sigurðsson.
Spillir fyrir
samningunum
segir formaður FIM
„Þessi ákvörðun er ákaflega
heimskuleg og hlýtur að spilla
fyrir samkomuiagi við listamenn.
Viðræður voru I gangi og við höfð-
um vonast til þess að á næsta
fundi yröi séð fyrir endann á deil-
unni,” sagði Hjörleifur Sigurðs-
son, formaður Félags fslenskra
myndlistarmanna, I gær um þá
ákvörðun meirihlutastjórnar
Kjarvalsstaða að leyfa utanfé-
lagsmanni að opna sýningu þar á
morgun.
Stjórn Kjarvalsstaða hefur
ekki haldið formlegan fund slöan
28. nóvember sl. Akvörðunin um
að verða viö ósk Steingrims Sig-
urðssonar um að opna sýningu á
Kjarvalsstöðum var tekin á
óformlegum fundi Sjafnar Sigur-
björnsdóttur og Daviðs Oddsson-
ar meðan á borgarstjórnarfundi
stóð sl. fimmtudag.
Davið Oddsson borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins sagði i sam-
tali við Þjóöviljann I gær að þetta
skyndileyfi hefði verið veitt utan
stjórnarfundar eins og iðulega
værigertþegarumstuttar sýning-
ar væri að ræða. Tíðkaöist þetta
bæði i borgarstjórn og viöar.
Þriöji stjornármaöurinn Guörún
Helgadóttir heföi ekki gert neina
athugasemd við þetta. Aöspuröur
kvað Davið það rétt vera aó sam-
þykktmeirihlutans hefði ekki verið
formlega bókuð; en það yrði gert
á næsta stjórnarfundi. „Þetta er
fyrst og fremst spurning um hús-
askjól fyrir listamann”, sagði
Daviö. „Steingrimur sótti um
sýningarpláss á Hótel Borg en
Sigrún Jónsdóttir fék þar inni
þegar hún dró Kjarvalsstaðaum-
sókn sina til baka. Steingrimur
fékk þá Kjarvalsstaði.”
„Ég veit ekki hvernig þessi
ákvörðun er til komin”, sagði
Guörún Helgadóttir borgarfull-
trúi i gær.,,Enginnstjórnarfundur
hefur verið haldinn og ekkert
bókað um leyfið. Málið veröur si-
fellt dularfyllra.”
Að þvi er Thor Vilhjálmsson,
formaður Bandalags islenskra
listamanna tjáði blaðinu I gær
verður i kvöld haldinn fundur
stjórnar BIL og formanna aðild-
arfélaga þess I Norræna húsinu
og er fundarefnið staöan i Kjar-
valsstaðadeilunni. — IM/ekh
SniUdarverk
nútíma heimsbókmennta í afbragðsþýðingum
Fjandinn
hleypur í Gamalíel
Smásagnasafn Williams Heinesen
Þar segir frá Atlöntu Mirmanns og Riboit lækni
— tslendingunum Báltazar Njálssyni, Einari
Ben og jómfrú Marfu — Leó og stúlkunni hans —
Gamaliel og konunni hans, Sexu — þar segir frá
miöpunkti heimsins og Paradisarlundum —
garðinum brjálæðingsins og mánagyðjunni
Astarte — Kaupmannahöfn,: Leith, Vancouver
og furðuheimi bcrnskunnar I Tingisalandi þar
sem Talalok konungur ræður löndum I krafti
skáidgáfu sinnar. Og mörgu öðru.
Þaö er William Heinesen sem segir frá og Þor-
geir Þorgeirsson sem þýöir.
Hundrað
ára einsemd
Skáldsaga eftir kólumbíska rithöfundinn
Gabriel Garcia Marques
í þýdingu
Guðbergs Bergssonar
Hundrað ára einsemd er ættarsaga sem tekur
yfir heila öld, frá þvi nýr heimur er numinn og
þangaö til hann llður undir lok. Llf þjóðanna er
brætt inn I athafnir þessarar fjölskyldu, hug-
sjónir hennar, afrek og spaugilegir hættir þeyt-
ast um spjöld sögunnar 1 sögulegum harmleik
byltinga, bjargráða kanans á bananavöllum og
syndafióði ástarinnar. Hundrað ára einsemd
hefur verið nefnd mesta stórvirki rómanskra
bókmennta á þessari öld.
Mál og meniting