Þjóðviljinn - 29.12.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. desember 1978. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3 Karpov kos- inn íþrótta- maður ársins í Sovét MOSKVA, 28/12 (Reuter) — Samtök sovéskra iþróttafréttarit- ara hafa valið Anatoly Karpov sem iþróttamann ársins 1978. Karpov varði heimsmeistara titil sinn i skák þann 18. október eftir einvigi við landa sinn Viktor Kortsnoj. Houari Boumedienne forseti Alsír látinn ALGEIRSBORG, 28/12 (Reuter) — Houari Boumedienne forseti Alsirs lést I gær. Banamein hans var ólæknandi blóðsjtikdómur. , Enginn veit með vissu hve gamall Boumedienne var, en sumir giska á að hann hafi verið um það bil hálfsextugur er hann lést. Lik hans liggur nú á viðhafnar- börum i Þjóðarhöllinni. Forseta- embættinu gegnir til bráöabirgða Rabah Bitat forseti þingsins. For- setakosningarverða aöfara fram Houari Boumedienne forseti Alsirs. ERLENDAR FRÉTTIR I stuttu máli Teknir fyrir njósnir í Perú LIMA, 28/12 (Reuter) — Utanrikisráðuneytiö i Peró skýrði frá þvi I gærkveldi að fjórum stjórnarerindrekum frá Chile hefði verið visaö úr landi fyrir njósnir. Fyrrverandi yfirmaöur úr fiugher Perú er nú i yfirheyrslum vegna þessa máls. Sögusagnir herma að hans biði dauðadómur. Brottvisun fjórmenninganna átti sér stað i nóvembermánuði, en fyrir tveimur vikum var komið að tveimur löndum þeirra úr sjóher lands sins þar sem þeir voru að taka ljósmyndir 1 bæki- stöðvum flughers Perúmanna. Starfsmenn sendiráðs Chile í Lima vilja ekkert um máliö segja. Þjóöirnar tvær háðu fjögurra ára styrjöld fyrir öld siðan, en á allra siðustu árum hafa þær reynt að bæta samskipti sin. Francisco Morales Bermudez hershöfðingi, forseti Perú,sagði fyrir stuttu að þjóð sin ætti ekkert tilkall til lands I Chile þrátt fyrir að hún hefði misst námuhéraðið Atacama i hendur Chilemanna i styrjöldinni. íbúar flýja frá landamœrahéruöum SAN JOSE, 28/12 (Reuter) — Yfirvöld I Costa Rica hafa farií þess á leit við Samtök Amerikurfkja, að þau sendi fulltrúa til landamæra Costa Rica og Nicaragua til að koma i veg fyrir átök á milli hermanna þjóðanna. Skærur hafa verið á landamærunum að undanförnu. Yfirvöld i Nicaragua segja sandinista (skæruliða) gera árásir frá vigi sinu á grund Costa Rica, en yfirvöld þar neita þeim ásökunum að segja skotin koma frá Nicaragua. Ibúar I landamærahéruðum hafa flust frá heimilum sinum um stundarsakir af öryggisástæðum. Yfirvöld i Costa Rica slitu stjórnmálasambandi við Nicaragua i nóvembermánuði þegar tveir lögreglumenn voru drepnir. Þremur Cézannemálverkum stolið CHICAGO, 28/12 (Reuter) — Þremur málverkum eftir franska listmálarann Paul Cézanne hefur verið stoiið úr listastofnun Chicago-borgar. Málverkin voru geymd á góðum stað sem fáir höfðu aðgang aö, aö sögn starfsmanns stofnunarinnar. Málverkin sem horfin eru hétu: Frú Cézanne i gulum hæginda- stól, Epli á dúk og Hús á fljótinu. Verðmæti þeirra munu nema um þremur miljónum dollara. Peningum rigndi yfir vegfarendur LOS ANGELES, 28/12 (Reuter) — Margur bflstjórinn kleip sig i handlegginn á hraöbraut i Kaliforniu i gær, þegar þrjú þúsund dollarar i mynt hrundu út úr bil einum. Þrátt fyrir nistandi sárs- auka I báðum handleggjum hætti draumurinn ekki. Menn snar- hemluöu þvi og þustu að rennandi gullkálfinum. t ákafanum urðu fjölmargir árekstrar þegar fóik þyrptist að i bflum sinum. Þegar iögreglumenn komu að til að koma ró á höfðu nokkrir menn slasast. Þegar peningarnir voru taldir vantaöi 1/6 af myntinni en þaö samsvarar um hundrað og sextiu þúsundum Islenskra króna. áöur en 45dagar eru liðnir frá láti þjóðhöfðingjans. Arið 1965 var fyrsta forseta Al- sirs, eftir aö landiö losnaði undan áþján Frakka, Ahmed Ben Bella varpaö frá völdum og varð Boumedienne þá forseti. Hann gegndi mörgum öðrum embætt- um: hann var forseti byltingar- innar, rikisráðsins, auk þess sem hann var varnarmálaráöherra og æðsti yfirmaöur hersins. Óvister meðöllu hvergæti orð- iö hugsanlegur eftirmaður Boumedienne. Þjóðfrelsisfylk- ingin er eini stjórnmálafloUcur landsins og hafði hinn látni forseti i huga að þinga meö flokksbræðr- um slnum um væntanlega skipu- lagsbreytingu i stjórnun landsins. Honum gafst ekki tækifæri til þess. Sérfræðingar gátu ekkert gert til að bjarga lifi forsetans. Hann veröur jaröaður á morgun, föstudag, en slíkt þykir mikill heiður meðal múhameðstrúar- manna þar sem föstudagur er þeirra heilagi dagur. TAIWAN: sendlnefnd fær óblíðar móttökur TAIPEI, 28/12 (Reuter) — Þúsundir mótmælenda grýttu tólf manna sendinefnd frá Bandarfkj- unum sem kom til Taiwan I gær til viðræðna um framtiðarsam- skipti þjóðanna. Munu þetta vera mestu mótmælaaögeröir sem fram hafa farið slðan Kfna var komið fyrir á Formósu fyrir þremur áratugum. Mótmælendur héldu á and- amrlskum spjöldum. Þeir hentu úldnum eggjum I bifreiðar sendi- mannanna og fleygðu tómötum og steinum I rúöur farartækjanna þegar Bandarikjanlennirnir yfir- gáfu fTugvöllinn. Talið er að ein- hverjir tólfmenninganna hafi slasast vegna glerbrota, að sögn aðstoöarrfkisritara Bandarikj- anna Richard Holbrooke. Múgurinn reyndi aö hefta för bifreiðanna og voru skammarorð hrópuð svo sem: Carter er viðbjóöur! Bandarisk yfirvöld hafa firrst yfir þessum dónalegu móttökum og sent harðorö mótmæii til yfir- valda á Taiwan. Sögðu þau m.a. að I nafni forsetans og rikisrit- arans lýstu þau yfir að öryggi sendinefndarinnar væri gersamlega á ábyrgð yfirvalda Taiwan. Aö sögn aðstoöarrlkisritara barst skeyti um hæl, þar sem yfirvöld Taiwan sögðust harma atburðinn og vildu þau fullvissa Bandarikjamenn um að öryggi sendinefndarinnar yröi varðveitt eftir fremsta megni. Leitaö sátta milli Argentínu og Chile SANTIAGO, 28/12 (Reuter) — Sendimaður páfa er nú kominn til Santiago-borgar i Chile, en hann reynir nú að miðla málum I deil- um Argentlnumanna og Chilebúa. Dciiansýnst um þrjár eyjar.sem báðar þjóðir þykjast eiga. Nú sem stendur ráða Chilemenn yfir eyjunum sem heita Lennox, Picton og Nueva. Argentinumenn samþykkja hins vegar ekki þessi yfirráð, þar sem Chilemenn geta gert tilkall til hluta af landhelgi Argentinu- manna. Benda hinir siöast nefndu á samning sem gerð- ur var á slðustu öld þess efn- . is, að Chilemenn myndu ekki krefjast yfirráða Atlantshafs- megin landanna og þá myndu Argentlnumenn ekki krefjast lands Kyrrahafsmegin. Báðar þjóðirnar eru nú vigbúnar. Sendimaður páfans, Antonio Samore kardináli, segir mál þetta vera erfitt viðureignar en hins vegar sé hann ekki svart- sýnn um að friður haldist. 95 Punkturinn” kominn á sænsku Nú bendir flest til þess að fyrsta persóna eintölu Péturs Gunnarssonar verði metsölubók í ár. önnur metsölubók hans og litlu eldri, Punktur punktur komma strik er nú komin út í sænskri þýðingu Inge Knutson. Bókin fær mjög lofsamlega dóma I Dagens Nyheter. Þar kallar Erik Beckman höfundinn stilsnilling og fer öllum góðum oröum um bókina sem hægt er ið koma fyrir I einni bók- menntagagnrýni. Sem dæmi má geta þess aö fyrirsögnin hljóm- ar svo: Islanning meö litterar stil. Beckman minnist á aö oft séu bækur innihaldsrikar en verði það oft á kostnaö stilsins. Pétri takist hins vegar að lýsa lifi stráks á svo snilldarlegan hátt að ekki eingöngu bókmenntir heldur lifiö sjálft verði að hreinni ljst. Hann lýkur grein sinni meö aö segja að bók Péturs Gunnars- sonar sé einn af skemmtilegri textum sem til eru um svipaö efni. ES Jarðskjálfta vart á Italíu RÓM, 28/12 (Reuter) — Starfsmenn á jarðfræöistofnun I Faenza nærri austurströnd Italiu uröu I gær varir við harðan jarö- skjálfta, um fimmleytiö að Islenskum tima. Kippurinn virtist eiga upptök sin nálægt landamærum Júgóslaviu. Ef jaröskjálfti af sama styrkleik hefði oröið I þéttbýli heföu afleiðingar hans orðið al- varlegar, að sögn visinda- mannanna. Jón Kristinsson I hlutverki Siguröar i Dal i Skugga-Sveini. 40 ára leik- afmœli Þess var minnst með smá- athöfn i lok frumsýningar Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini annan i jól- um, að einn af elstu og reyndustu leikurum féiags- ins og forystumaður um langt skeið, Jón Kristinsson, átti þá 40 ára leikafmæli. 1 Skugga-Sveini fer Jón með hlutverk Sigurðar bónda i Dal. Guömundur Magnússon formaður L.A. færði Jóni fyrir hönd félagsins veglega blómakörfu, rakti feril hans sem leikara og þakkaði óeigingjörn störf i þágu félagsins fyrrog siöar á sviöi sem utan. Leikarar á s viðinu og áhorfendur i sal hylltu Jón meö langvarandi lófataki. Jón Kristinsson þakkaöi með ræðu og færði við þetta tækifæri Leikfélagi Akureyrar gjöf á móti: 250 þúsund krónur sem stofn- framlag i styrktarsjóð fyrir félagið, um leið og hann óskaði þvi allra heilla i framtlðinni. Jón er fæddur 2. júli 1916 aö Kambfelli. Fremsta bæn- um i Djúpadal i' Saurbæjar- hreppi, sem nú er löngu kominn i eyði. Hann lærði rakaraiön og starfrækti rak- arastofu I 30 ár, lengstaf i samvinnu við læriföður sinn, Sigtrygg Júliusson rakara- meistara. Hann hefur veriö forstöðum aður Dvalar- heimilisins I Skjaldarvik siðan 1966 og veitir nú einnig forstöðu Dvalarheimilinu Hlið á Akureyri. Jón Kristinsson var formaður Leikfélags Ákureyrar 112 ár. Kona hans er Arnþrúður Ingimarsdóttir frá Þórshöfn og börn þeirra tvö, Helga og Arnar, eru bæði landsþekktir leikarar. —vh Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Jólatrés- skemmtun verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal, miðvikudaginn 3. jaúar 1979 og hefst kl. 15, siðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavikur, Hagamel 4. Tekið verður á móti pönntun- um i simum: 26344 og 26850. Versiunarmannafélag Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.