Þjóðviljinn - 29.12.1978, Side 5
Föstudagur 29. desember 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Tuttugu
A.
ogþijár
. /
brennur í
borgmni
á gaml-
árskvöld
Hvorki meira né minna en 23
brennur veröa viösvegar um
Reykjavikurborg á gamlárskvöld
og hefur lögreglustjörinn sent frá
sér eftirfarandi lista yfir
brennustaöina og ábyrgöarmenn
hverrar brennu um sig:
1. Móts viö Skildinganes 48.
Abm. Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, Skildinganesi 48, R. 2.
ViöSörlaskjól —Faxaskjól. Abm.
Gisli Guömundsson, Sörlaskjóli
84, R. 3. Viö Kötlufell — Mööru-
fell. Ábm. Hannes Helgason,
Rjilpufelli 48, R. 4. Austan Unu-
fells. Abm. Sæmundur Gunn-
arsson, Unufelli 3. R._5.'Austan
Kennaraskólans. Abm. Kristinn
Gunnarsson, Bólstaöarhlíö 60, R.
6. Viö Ferjubakka. Abm. Kristján
Friöriksson, Ferjubakka 12, R. 7.
Móts viö Ægissiöu 56. Ábm. Sigfús
Sigfússon, Starhaga 6, R. 8. 1
skólagöröunum milli Miklu-
brautar, Tunguvegar og Rauöa-
geröis. Abm. Engilbert
Sigurösson, Básenda 2, R. 9.
Noröan Stekkjarbakka. Ábm.
Asgeir Guömundsson, Uröar-
stekk 5, R. 10. Viö Sundlaugarveg
— Dalbraut. Abm. Ólafur Hafþór
Guðjónsson, Brúnavegi 5, R. 11. A
mótum Lálands — Snælands.
Abm. Ólafur Axelsson, Snælandi
7, R. 12. Viö knattspyrnuvöllinn I
Arbæjarhverfi. Abm. Gylfi Felix-
son, Glæsibæ 8, R. 13. Viö
Alfheima 46-50. Abm. Valdimar
Jörgenson, Alfheimum 42, R. 14.
Viö Holtaveg — Elliöaárvog .
Abm. Sveinn Ingibergsson,
Kleppsvegi 142, R. 15. Sunnan viö
Alaska i Breiöholti. Ábm. Július
Sigurösson, Ystafelii 25, R. 16. Viö
Ægissíöu — Hofsvallagötu. Abm.
Ingólfur Guömundsson, Sörla-
skjóli 5, R. 17. Viö Hvassaleiti
vestan Háaleitisbrautar. Ábm.
Friörik A. Þorsteinsson, Hvassa-
leiti 155, R. 18. Sunnan iþrótta-
vallar viö Fellaskóla I Breiöholti
III. Ábm. Siguröur Bjarnason,
Þórufelli 8, R. 19. Viö Noröurfell,
noröan viö bensinstööina. Abm.
Gestur Geirsson, Noröurfelli 7, R.
20. Milli Vesturbergs og Austur-
bergs. Abm. Gunnar Maggi
Arnason, Vesturbergi 96, R, 21.
Viö Laugarásveg 14. Abm.
Gunnar Már Hauksson, Laugará-
svegi 14, R. 22. Milli Krummahóla
og Noröurhóla. Abm. Jóhanna
Stefánsdóttir, Kriuhólum 4, R. 23.
Viö Grundariand — Haöaland.
Abm. Svan Friögeirsson,
Grundarlandi 1, R.
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
II
Skátarnir selja flugeldaog blys af öllum stæröum og geröum.
(Ljósm. eik)
Afkoma hjálparsveita
byggíst á flugeldasölu
Fjölskyldu-
kassarnir
mikið keyptir
Eftir jólakauptiöina kemur
önnur kauptfö. Þaö er flugeida-
verslunin, en nú á seinni árum
hafa hjálparsveitir skáta gerst
umsvifamikiar á þessum mark-
aöi.
1 Kópavogi sér Hjálparsveit
skáta um alla flugeldasölu.
útsölustaöir eru þrir, aö
Smiöjuvegi 6, Nýbýlavegi 2 og i
Skátaheimilinu, Borgarholts-
braut 2. A Smiöjuveginum hitt-
um við aö máli Gunnstein
Sigurösson, sem hefur umsjón
meö flugeldasölunni.
Gunnsteinn sagði aö mest væri
selt af svokölluöum fjölskyldu-
Gunnsteinn Sigurösson. —
(Ljósm. eik)
kössum, og heföi salan á þeim
aukist ár frá ári. Þeir fást nú i
fjórum stæröum og kosta frá
5000 og upp 1 18.000 kr. Skoteldar
hafa hækkaö i veröi um nálægt
100% frá siöustu áramótum, en
islenska framleiöslan er þó
heldur ódýrari en innfluttu
vörurnar.
Um þriöjungur sölunnar sagöi
Gunnsteinn vera islenska
framleiöslu, frá Garöabæ. Hitt
flytja skátarnir sjálfir inn frá
Kina, Svfþjóö, Bretlandi og
þýsku rikjunum. Hann sagði aö
þrátt fyrir þessa miklu haakkun
milli ára, heföi þeim tekist aö
halda verbinu nokkuö niöri meö
þvi aö flytja sjálfir inn.
Mebal nýjunga á markaöinum
eru þýskar bombur, sem
sprengja má innan húss, og
koma úr þeim leikföng og
málshættir. Leiðbeininga-
bæklingur fylgir meö öllum
þessum áramótavarningi, en
auk þess eru blysin merkt sér-
staklega.
Flugeldasalan er eina tekju-
lind hjálparsveitanna og
stendur hún undir rekstri
þeirra, sem oröinn er talsvert
viðamikill, svo og tækjakaup-
um. —anc
Flugleiöa-
deilan:
Fá ekki
erlenda
flugmenn
nema leyfí
Loftleidaflugmanna
komi til, segir
samgönguráðuneytið
Eftir að Ijóst varð, að
sa mgöng u má la ráðuney t-
ið myndi ekki veita Flug-
leiðum h.f. leyfi til að láta
erlenda flugmenn fljúga
DC-10 breiðþotunni, sem
væntanleg er í byrjun
næsta árs, nema til komi
leyfi Fél. Loftleiðaf lug-
manna, virðist sem lausn á
þessari deilu sé í nánd.
Ingi Olsen flugmaöur og stjórn-
armaður i Fél. Loftleiöaflug-
manna sagöi 1 gær, aö þá um dag-
inn eöa i dag, yröi haldinn samn-
ingafundur milli stjórnar Fél.
Loftleiöaflugmanna og forráöa-
manna Flugleiöa, og sagöist Ingi
heldur bjartsýnn á aö samkomu-
lag næöist.
Nú virðist ljóst ab Loftleiöa-
flugmenn haldi rétti sinum og fái
einir störfin á DC-10 þotunni eftir
að hafa fariö utan til þjálfunar, en
sem kunnugt er ætlaöi stjórn
Flugleiða aö setja tvo flugmenn
frá Fí á þessa þotu. Þegar þaö
liggur fyrir hvenær Loftleiöaflug-
mennirnir veröa sendir utan til
þjálfunar svo og hvaöa kjör þeir
fá á þessari þotu, veröur gengiö
frá undanþágunni fyrir erlenda
flugmenn til aö fljúga þotunni
meöan á þjálfun tslendinganna
stendur.
— S.dór
TYRKLANR:
Stjórnarand-
staöa ásakar
stjórnina
ANKARA, 28/12 (Reuter) —
Stærsti stjórnarandstööuflokkur-
inn i Tyrklandi, Réttlætisflokkur-
inn gagnrýndi stjórnina harka-
lega I dag.
Sagöi formaöur hans aö stjórn-
völd egndu saman hægri og
vinstri öflum til aö halda betur
völdum i landinu. Stjórnin heföi
ekki reynt nægilega mikið aö
koma friöi á áöur en hún greip til
herlaga.
Hernaöaástand rikir nú i 13
héruðum af 67 í Tyrklandi. A ár-
inu hafa um átta hundruð manns
látiölif iö I óeiröum, pólitiskum og
trúarlegum.
Öryggis-
búnaður við
nótakassa
loðnuskipa
Rannsóknarnefnd sjóslysa hef-
ur sent frá sér eftirfarandi áskor-
un til útgeröar- og skipstjórnar-
manna á loönuskipum:
,,AÖ gefnu tilefni skorar
Rannsóknarnefnd sjóslysa á
útgerðarmenn og skipstjðra
loönuskipa, aö koma nú þegar
fyriröryggisbúnaöi viö nótakassa
skipa sinna, til aö fýrirbyggja aö
menn falli fyrir borö.”
A meðfylgjandi mynd sést
hvernig komiö hefur veriö fýrir
öryggibúnaöi á nótaskipinu Hilmi
SU. sem nefndin telur mjög til
fyrirmyndar. Hann er bæöi
einfaldur og ódýr I uppsetningu.