Þjóðviljinn - 12.01.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. janúar X979. ÍÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
í stuttu
máli
v
ERLENDAR FRÉTTIR
Iðnrekendur áhyggjufullir vegna
verkfalls vörubílstjóra
LONDON, 11/1 (Reuter — James Callaghan forsætisráOherra
Bretlands ræddi við verkalýösforingja I dag og reyndi aö fá þá til
aö afstýra lengri verkföllum bifreiöastjóra.
Ráöherrann bauö Moss Evans aöalritara verkalýösfélags
vörubílstjóra heim I dag og sagöi honum aö áframhaldandi verk-
fall myndi lama iönaöinn I landinu. Moss Evans er hins vegar
ósammála efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar og hefur hann lýst
þvi yfir aö lltill vafi sé á þvi aöaf verkfallinu veröi.
Iönrekendur hafa lýst þvl aö áframhaldandi verkfall bllstjóra
geti orsakaö atvinnumissi 2-3 milljóna manna um óákveöinn
tlma.
Ítalía: Þrír særðust og einn lést
í skotbardögum
RÓM, 11/1 (Reuter) — Þrjú ungmenni særöust og eitt lést í
tveimur skotbardögum I Rómarborg I gær. Hinn Iátni hét Al-
berto Giaquinto og var aöeins átján ára. Lést hann af skotum úr
byssum lögreglunnar.
Var á hann skotiö þegar hann haföi kastaö bensinsprengju inn
á skrifstofur kristilegra demókrata en flokkur þeirra situr nú viö
völd á ítaliu.
Þremenningarnir særöust hins vegar I átökum viö pólitlska
andstæöinga sina I úthverfi noröan Rómar. Tveir þeirra fengu
skot i fótinn en sá þriöji I magann.
Mikil ólga var I ýmsum borgum Itallu I gær, en I fyrradag réö-
ust nýfasistar inn I vinstri sinnaöa útvarpsstöö og særöu fjórar
húsmæður sem þar tóku þátt I umfæöum.
Kommúnistar á þingi hafa nú krafist þess aö þar veröi rætt
um ofbeldi af hálfu fasista.
V-Þýskaland: Verkfalli stáliðnaðar-
manna lokið
ESSEN, V-Þýskalandi, 11/1 (Reuter) — Vesturþýskir stáliön-
aöarmenn sneru til vinnu á ný i dag eftir 44 daga verkfall, þar
sem hundraö þúsund menn hafa veriöfrá vinnu. Var þetta fyrsta
verkfall sinnar tegundar i hálfa öld.
Staáliönaðarmenn samþykktu I gær samkomulag sem fulltrú-
ar atvinnurekenda og verkamanna náöu á sunnudag. Aö sögn at-
vinnurekenda samþykktu 49,5 af hundraöi samkomulagiö, en aö-
eins þarf samþykki fjóröungs þeirra til. 41% greiddu atkvæöi á
móti samkomuiaginu.
Aöalkrafa iönaöarmanna var stytting vinnuvikunnar I 35
klukkustundir til aö minnka atvinnuleysiö I landinu. Sú krafa
náöi ekki fram aöganga.en menná vöktum og þeir sem náö hafa
fimmtugsaldrimunu þó fá styttri vinnuviku en 40 klukkustundir.
Arlegt sumarleyfi mun nema sex vikum frá og meö árinu 1982.
Vígbúnaði hætt og rætt við páfa
RÓM, 11/1 (Reuter) — Sendimaöur páfa Antonio Samore sneri
heim til Rómar I gær eftir aö hafa sætt Pinochet og Videla i deil-
um þeirra um þrjár eyjar. Argentfnumenn og Chilebúar hafa nú
hætt vígbúnaöi vegna deilunnar og undirritaö samning þess efnis
aö þjóöirnar muni ekki fara i striö vegna hennar.
Vandamáliö er þó ekki leyst, en utanrlkisráöherrar Argentlnu
og Chile samþykktu aö leita málamiölunar Jóhannesar Páls
páfa I málinu.
Samore kardináli sagöist búast viö aö nokkurt hlé yröi áöur en
sendinefndir landanna kæmu til viöræöna viö páfann.
Þingkosningar í Austurríki í mai
VtN, 11/1 (Reuter) — Rikisstjórn Sósialdemókrata I Austurriki
samþykkti I gær aö flýta þingkosningum i landinu um fimm
mánuöi þannig aö þær veröa haldnar I mai.
Aö loknum fundi meö rlkisstjórninni og æöstu mönnum innan
stjórnarflokksins tilkynnti Bruno Kreisky kanslari aö kosningar
yröu haldnar 5. maí. Sóslaldemókratar hafa nú setiö um völdin I
átta ár, en þeir hafa þriggja þingsæta meirihluta yfir hinum
tveimur flokkunum, Ihaldsflokknum og Frjálslynda flokknum.
Stjórnin beiö mikinn ósigur I nóvember þegar kjósendur komu
I veg fyrir aö kjarnorkuver I landinu yröu tekin I notkun. Taliö
var aö Kreisky heföi kosiö aö halda þjóöaratkvæöagreiöslu um
máliö svo þaö yröi ekki til trafala I eiginlegri þingkosninga-
baráttu. Kreisky sagðist vilja foröast langa kosningabaráttu
meö þvl aö flýta þingkosningunum um fimm mánuöi.
Þótt Kreisky sé oröinn sextiu og átta ára aö aldri segist hann
vera reiðubúinn aösitja fjögur ár i viöbót I kanslarastól.
Pol Pot, forsætísráöhcrrann sem
steypt var af stóli f Kampútseu.
Alþýðulýðveldið
Kampútsea stofnað
Sary
farinn
úr
landi
BANGKOK, 11/1 (Reuter) —
Byltingarráö Einingarfylkingar
til frelsunar Kampútseu iýstu þvi
yfir aö landiö heföi fengiö nýtt
nafn, Alþýöulýöveldiö Kampút-
sea. Sagöi þar ennfremur aö bylt-
ingarráöiö heföi nú allt landiö á
valdi sinu, en sama dag flutti Pen
Sovan varaformaöur ráösins
hvatningu til ungmenna og her-
manna i landinu til aö verja land-
iö og eyöa óvininum.
Vestrænir diplómatar i Bang-
kok og starfsmenn utanrlkisráöu-
neytis Pol Pots segja hins vegar
aö enn sé barist I suövestur-Kam-
pútseu I héruöunum Koh Kong og
Pursat. Þar eru einmitt Cardom-
omfjöllin en þau hafa löngum þótt
hiö ágætasta vigi fyrir skæruliöa.
Haft er eftir sömu heimildum I
Bangkok aö loftárásir heföu veriö
geröar austan og vestan Mekong-
fljóts á hermenn Pol Pots. Þær
eiga aö hafa náö til norövestur-
horns landsins allt aö borginni
Siem Reap sem er aöeins tólf
kílómetrum sunnar en Angkor
Wat, hiö heilaga hof.
Stjórn byltingarráösins hefur
nú hlotiö viöurkenningu yfirvalda
I Afghanistan, Eþiopiu, Laos,
Vletnam og öllum Austur-Ev-
rópulöndum aö Rúmenlu undan-
skilinni.
Ieng Sary fyrrum varaforsætis-
ráöherra I stjórn Pol Pots er nú I
Hong Kong en leggur af stað meö
lest til Kanton I Kina á morgun.
Hann flaug meö tælenskri her-
þyrlu frá landamærunum til
Bangkok og þaöan til Hong Kong.-
Annar mikilvægur maöur á aö
hafa verið I för meö honum, en
ekki hefur veriö staöfest hvort
þar hafi veriö um að ræöa Khieu
Samphan forseta.
Baktiar ávarpar neðri deildina:
...... ........... 1 ......
Stöðvum
olíusölu
TEHERAN, 11/1 (Reuter) —
Shapur Baktiar forsætisráöherra
trans útnefndur af keisaranum
ávarpaöi neöri deild þingsins I
dag. Þar hvatti hann fólk til aö
styöja herinn eöa hvert þaö afl
sem verndaö gæti tran gegn er-
lendri ásælni.
Ein breyting er oröin á stjórn
Baktiars en hún er sú aö Jaafar
Shafaqat hershöföingi mun taka
viö embætti hernaöarráöherra I
staö Ferdinand Jam sem hætti
viö aö gefa kost á sér til embætt-
isins. Shafaqat er mjög hliöhollur
keisaranum og er útnefning hans
þvi talin vera tilraun til aö róa
herinn, en hann er stór stór lykill
aö frekari breytingum I landinu.
Baktiar minntist ekki á keisar-
ann en hann mun ekki fara úr
landi fyrr en báöar deildir þings-
ins hafa samþykkt Baktiar I for-
sætisráöherrastól, en úrslit fást
um þaö I næstu viku.
Baktiar hvatti til nánari tengsla
viö Arabaþjóöir á stjórnmálalegu
sviði, efnahagslegu og menning-
arlegu. Þá lagöi hann til aö lranir
hættu oliusölu til S-Afriku og tsra-
els en þess I staö yröi áhersla lögö
á stuöning viö Palestlnumenn.
Baktiar hefur látiö leysa 68 llfs-
tiöarfanga úr haldi. Auk þess til-
kynnti hann aö herlög yröu numin
úr gildi og yröi hafist handa um
þaö I næstu viku. Leyniþjónustan
SAVAK yröi einnig lögö niöur.
Nú þegar hefur herlögum veriö
lett af borginni Shiraz. I dag
þyrptust þúsundir manna aö
skrifstofu bandarlska ræöis-
mannsins þar I borg. ÍJtvarpiö I
Iran sagöi mótmælendur hafa rif-
iö fána Bandarlkjanna niöur, en
bandariski sendiherrann I Teher-
an sagöi hins vegar aö allir
starfsmenn ræöismannsskrifstof-
unnar væru farnir úr landi en
vöröur heföi fjarlægt fánann i ör-
yggisskyni þegar mótmælendur
þyrptust þar aö.
— 0 —
Frá Paris bárust þær fréttir aö
tveir yfirmenn frá franska utan-
rikisráðuneytinu heföu rætt viö
Ruhollah Khomeiny en ekki hefur
veriö skýrt frá hvaö þremenning-
unum fór á milli.
— 0 —
Cyrus Vance utanríkisráöherra
Bandarikjanna sagöi á blaöa-
mannafundi i dag, aö þess væri aö
vænta aö keisarinn myndi skipa
nefnd sem sæti fyrir hann meöan
hann færi til útlanda. Bandarlkja-
menn styddu keisarann eindregiö
I ákvöröuninni um aö bregöa sér
til útlanda.
VEISTU...
. . . .að árgjald flestra liknar- og styrktar-
félaga er sama og verð eins til þriggja.
sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al-
mennt tifalt ársgjald.
Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að
aðstoða og likna. Við höfum hins vegar
flest andvirði nokkurra vindlingapakka til
að létta störf þess fólks sem helgað hefur
sig liknarmálum.
SPRUNGU
VIÐGERÐIR
með álkvoðu. 1Ö ára ábyrgð á efni og
vinnu. Einnig pússning, flisalagning, við-
gerðir. Upplýsingar i sima 24954.
Óperugleði
I Háskólabíói, laugard.
13. jan. kl. 3.
Sigríður Ella Magnúsdóttir
Elín Sigurvinsdóttir
Elísabet Erlingsdóttir
Svala Nielsen
Már Magnússon
Sigurður Björnsson
Simon Vaughan
ásamt Sigrúnu K. Magnúsdóttur
Berglindi Bjarnadóttur
Signýju Sæmundsdóttur
Gestur Guðrún Á. Símonar
Kynnir María Markan
Undirleik annast Carl Billich og Ólafur Vignir Albertsson
Aögöngumiöar fást hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal, Skólavörðustig og
Vesturveri.