Þjóðviljinn - 12.01.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Veiða hér það sem þeir gefa Færeyingar slungnir i samningum óskar Vigfússon: Ekki aflögu- færir með boifisk. r Oskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambandsins Afskaplega óvarlegt „Að minu mati var afskaplega óvarlega gert aft semja um 17 þúsund tonna bolfiskafla til handa Færeyingum þvi það er fráleitt aö við séum aflögufærir á bolfisk og það þvert á móti.” sagði Óskar Vigfússon formaöur Sjómanna- sambands lslands í viötali við dagblað I gær. Sjómenn höföu harðlega mótmælt þvi að slikt samkomulag yrði gert áöur en gengiö var til þessara samninga. — ekh Kristján Ragnarsson: Samningarnir eru tilefnislausir. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Óeðlilegir samningar „Ég er nokkuð hissa á þvi aö þessir samningar skuli hafa verið endurnýjaðir þar sem sjávarút- vegsráðherra sagði á aðalfundi LIO I haust að hann legðist gegn þvi”, sagði Kristján Ragnarsson formaður LIO I viötali við Visi I gær. „Þegar við sætum svo veru- legum takmörkunum sem við gerum i dag I þorskveiðum og einnig á loðnuveiöum teljum við aö þetta séu óeðlilegir samn- ingar. Færeyingar eiga engan sögu- legan rétt til loðnuveiða hér við land. Þeir hófu þær fyrir tveim árum siðan þegar ekki þótti nein þörf á takmörkunum en nú þegar er búið að stöðva veiöarnar i einn mánuð og viö vitum ekki enn hvernig vertiðinni reiðir af. Þvi teljum við þessa samninga til- efnislausa”, segir Kristján I við- talinu. —ekh. EBE Sá botnfiskafli sem Færeying- ar fá veiðiheimild fyrir sam- kvæmt nýgerðum samningi við utanrikisráðherra og sjávarút- vegsráðherra er ekki stórum minni en sá afli sem þeir heim- ila að taka á Færeyjarmiðum. Sfðastliðið ár veiddu Norömenn 6500 tonn við Færeyjar, aðallega ufsa og löngu. Vestur-Þjóðverj- ar voru með 7000 tonn af karfa og 2000 tonn af ufsa. Bretar munu hafa veitt 7600 tonn við Færeyjar i fyrra, þar af 2500 tonn af þroski. Eða samtals 23.100 tonn af botnlægum fiski á móti 17 þúsund tonnum sem þeir eiga að fá að veiða á tslands- miðum. Fiskveiðisamningar þessara þjóða eru nú I endurskoðun og munu viðræður hefjast siðar i þessum mánuði. — ekh Lúðvik Jósepsson formaður Alþýöubandalagsins Fráleitir samningar Hefur A Iþýðuflokkurinn tryggt sér meirihlutastuðmng á Alþingi til þess að samþykkja þennan samning? „Að þessum samningur hefur veriö staðið á býsna sérkennileg- an hátt”, sagði Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, i gær um fiskveiðisamningana við Færeyinga. „Þó að rikisstjórnin hafi veitt heimild til samninga- viðræðna við Færeyinga hefur legið fyrir að einstakir ráðherrar væru andvigir öllum samningum um veiðiheimildir til útlendinga. Það er og ljóst að rikisstjórnin hefur aldrei samþykkt samning- ana fyrir sitt leyti, þeir hafa ekki veriö bornir undir rikisstjórnina og ekki verið leitað álits stuðn- ingsflokka stjórnarinnar.” Bitnar á atvinnu fólks Þjóöviljinn leitaði álits ráð- herra Alþýðubandalagsins á þessu og staðfestu þeir aö samn- ingarnir hefðu ekki verið bornir upp I stjórninni. Aöspurður kvaös Lúðvik Jósepsson hafa marglýst yfir þvi að fráleitt væri að veita nokkrum útlendingum leyfi til veiöa I Islenskri fiskveiðilögsögu eins og ástatt væri. Þessvegna væri hann andvigur samningum við Færeyinga. „Eg vil sérstaklega benda á”, sagði Lúðvik „að meö þessum samningum er beinlinis verið að afhenda Færeyingum verðmæti sem tekin eru frá okkur sjálfur og nema áreiðanlega amk 7 miljörð- um króna. Þetta er enn furðu- legra þegar þess er gætt að tog- araflota okkar hafa veriö bannað- ar veiðar I tvo mánuöi á ári og loönuflotinn stöðvaður I einn mánuð. Þetta varðar ekki bara sjómennina og útgerðina, sem alltaf er að kvarta undan tap- rekstri, heldur alla fiskvinnsluna og atvinnu fólks við hana. Þaö bitnar á þvi fólki þegar verið er að gefa þessa upphæð.” Þeir geta leyst sitt heimil- isböl Þjóöviljinn innti Lúðvik Jós- epsson eftir þvi hvort ekki væri eðlilegt að Færeyingar nytu nokkurrar sérstöðu i sambandi við veiðiheimildir hér við land. — „Ég segi það nú eins og áður að Færeyingar eru alls góðs makleg- ir og ég myndi taka þá fram yfir alla aöra þegar við værum af- Lúðvik Jósepsson: Meft þessum samningum er verift aft afhenda Færeyingum verðmæti sem tekin eru frá okkur sjálfum og nema amk. 7 miljörðum króna. lögufærir meö veiðiheimildir. En i öllum okkar samskiptum við þá veröum við að gæta aö eigin stöðu og hvernig mál standa hjá Fær- eyingum sjálfum. Þeir hafa verið með vaxandi heildarafla á siöustu árum og hafa aukið afla sinn á ts- landsmiöum frá þvi fyrir land- helgisdeiluna. Samt halda þeir áfram aö semja viö Breta, Vest- ur-Þjóðverja og aðrar Vestur-Ev- rópu þjóðir um stórfelldar veiöi- heimildir I sinni fiskveiðilögsögu. Þeir hafa ekki losað sig við út- lendingana þrátt fyrir að þeir hafi til þess alla möguleika. Nú er svo að útlendingar veiöa fullan þriðj- ung af öllum botnlægum fiskafla á Færeyjarmiðum. Furðuleg vinnubrögð Lúðvik benti einnig á að fyrst og fremst vekti athygli að hér væri ekki um samþykkt rikis- stjórnarinnar að ræða heldur samning sem utanrikisráðherra ag sjávarútvegsráðherra geröu án yfirlýsts stuönings stjórnar- flokkanna. Aldrei hefði áður verið •staöiö þannig að málum I sam- bandi við fiskveiðisamninga. „Ég spyr: Hefur Alþýöuflokkurinn tryggt sér meirihlutastuðning á Alþingi til þess að samþykkja þennan samning? Málið veröur enn undarlegra þegar þess er gætt að Kjartan Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra hefur marg- lýst yfir þvi, meðal annars á aðal- fundi LIÚ i haust, að hann sé and- vigur öllum samningum um veiöiheimildir til útlendinga eins og á stendur. Samt stendur hann að samkomulaginu við Færey- inga öllum aö óvörum. En hann mætti gæta að þvi hvernig fólki I fastri og öruggri atvinnu hér á höfuðborgarsvæöinu, t.d. skrif- stofufólki, þætti þaö ef þvi væri bannaö aö vinna I einn mánuð eöa tvo á árinu og fengi ekki kaup fyr- ir þann tima. Við okkar aöstæöur i dag þýöa samningarnir viö Fær- eyinga einmitt samskonar kvaöir á fiskvinnslufólk og sjómenn um land allt.” - ekh Garöar Sigurðsson, alþingismaður Regínhneyksli • Engum datt í hug aö samið yrði um það sem ekki er tH # Nú er ekki umhyggjan fyrir atvinnu fólks hjá Benedikt „Að láta Færeyinga veiöa hér fisk sem annaðhvort er ekki til eða okkur er bannað að veiöa er ekkert annað en reginhneyksli”, sagði Garðar Sigurðsson alþing- ismaður i viðtali við Þjóðviljann i gær. „Ég veit að sjómenn og út- gerðarmenn I Vestmannaeyjum Ég greiði atkvæði gegn samningunum segir Ágúst Einarsson Ég mun greiða atkvæði gegn þessum samningum á þingi, sagði Agúst Einarsson, þingmaöur Al- þýðuflokksins. Ég er á móti þvi að við séum aö láta útlendinga fá fisk sem við er- um að friða hér heima eins og loðnu og þorsk. Þaö voruaðrir möguleikar á að semja við Fær- eyingana. Við hefðum getað skipt á kolmunna og kolmunna eða samið um aðrar tegundir sem ekki eru ofveiddar og við erum aö Framhald á 14. sibu eru ævareiðir. Engum datt i hug að samiðyrbi um það sem ekki er til, sérstaklega eftir yforlýsingar Kjartans Jóhannssonar sjávarút- vegsráðherra á Ltú-þingi og ann- arsstaðar um að ekkert svigrúm væri til samninga um veiöiheim- ildir til útlendinga.” Á hvað er ávísað? Garðar Sigurðsson benti á að Færeyingar mættu samkvæmt samkomulagi utanrikisráðherra og sjávarútvegsráðherra við þá veiöa jafnmikiö af botnlægum fiski og áöur enda þótt þorsk- veiöiheimildin væri minnkuð um þúsund tonn. Garöar kvaðst ekki vita á hvaða fisk þarna væri ávis- að, þvi enda þótt búið væri að reikna út að ufsi og karfi væru til i miklu magni hefði gengið afar illa að finna og ná þessum tegundum. „Sömu dagana og þessir menn eru að búa til tiu miljaröa gjöf handa Færeyingum eru togararn- ir okkar úti, hringsóla um miðin Garftar Sigurftston: Ég veit aft sjómenn og útgerftarmenn I Vest- mannaeyjum eru ævareiftir. umbverfis allt land, og það finnst ekki dýr,” sagði Garðar. Okkur bannað — þeim leyft. Þé.minnti hann á að sex þúsund tonn af þorski væri ekkert smá- ræði, heldur um það bil sama magn og allir Vestmannaeyjar- togararnir koma með að landi á einu ári. Og sautján þúsund tonn af botnfiskafla mætti bera saman við það að allur þorskaflinn hjá bátum og togurum I Vestmanna- eyjum væri 14 þúsund tonn. Þá væri Vestmannaeyingum bannað að veiða þorsk á besta timanum á sumir og væri það mjög bagalegt þvl úthald bátanna væri stutt. Loðnubannið i desember hefði Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.